Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1964, Blaðsíða 9
ÉG hef tekið eftir því upp á síð- kaistið að annarhvor maður sem mað- ur sér á götu á mánudögum er allur skakkur og bjagaður, eins og hann hafi hvað eftir annað ætlað upp á háaloft um helgina en jafnan orðið fótaskortur í efsta stigaþrepinu og alltaf og ævimlega komið niður á höfuðið. Maður skyidi ætla að þetta fólk væri þjáningarfullt á svipinn. En það er nú eitthvað annað. Karlmenn með ferlegar kúlur leika við hvern sinn fingur og konur með hrottaieg glóðaraugu reyta af sér brandara. Það er sól í sálu þessa fólks þó að'ásjón- an minni fremur á berjaskyr. Svona er það að stingast á höfuðið í fögrum leik. Hesturinn hefur haldið mnreið sína í höfuðstað Íslendinga: hott-hott er kjörorð dagsins. Stuttir skeiða og langir skokka, digrir tölta og mjóir broklka, og maðurinn sem maður hefur ekki séð árum saman utan dúðaðan í dúnsængur aftan í kadillak, hann kemur á harðastökki yfi>- grundina, syngjandi eins og barn. Það ágætasta við þessa ágætu íþrótt er það hve hún er auðveld og látlaus. Svo segja mér áreiðanlegir hesta- menn. Ef maður tekur vinstra megin í tauminn, þá beygir hesturinn til vinstri. Ef maður tekur hægra meg- in í tauminn, þá beygir hann til hægri. Og ef maður tekur báðumegin í tauminn samtímis, þá netmur bless- uð skepnan staðar á meðan maður sýpur á vasapelanum. Ég á góða kunningja kvenkyns og hins sem eru með hestablóð í æðum íangt fram í ættir. Sá fróðleikur sem ég strái um mig í dag er byggður á framburði þeirra. Ég sé ekki ástæðu til að rengja þetta fólk, að minnsta kosti ekki í miðri viku. Ég hef skyggnst inn í andlit þess, og ég er ekki sá mannþekkjari sem ég þykist vera ef ég sé ekki trú, von og kær- leika innan um skrámurnar. Ef hestur gerir sig líklegan til að efna til óspekta um það leyti sem hestamaðurinn hyggst stíga á bak, þá má spekja hann með ákveðnum sog- hljóðum sem minna á svefnherbergis- smeili. Maður setur stút á munninn til þess að framleiða þessi hljóð, eins og maður ætli annaðhvort að kyssa konuna sína eða drekka morgunkaffið gegnum skráargatið. Þegar hesturinn sér þessa tilburði, þá líst honum ekki á blikuna sem vonlegt er. En á ssma augnaþliki sem klárinn er klár á því (orðaleikur!) að hestamaðurinn ætlar ékki að kyssa hann, þá verður hann eins og larnb af eintómu þakk- læti. Þegar hestamaðurinn er kominn á bak, þá prílar hann samstundis aftur af baki, og þegar hann stígur á bak öftur, þá gætir hann þess vandlega áð snúa í sömu átt og hesturinn. Sið- an klappar hann honum á makkann og lætur vel að honum og segir í vingjarnlegum tón: „Svona, gamli. mlnn. Svona, heillakállinn. Er ekki alit í lagi, ha?“ — en heldur sér samt til vonar og vara í faxið. Síðan leggur hann við hiustirnar og bíður; og jafhskjótt og hann heyrir að hest- urinn er búinn að ljúká sér af (sem líka má ganga úr skugga um með þeffærunum), þá réttir hann úr sér í hnaikknum og hieypir ai stað og hrópar um leið hvellri röddu: „Hæ- hó, Silver! Frá þarna!“ Hestar eru ekki sérlega dýrir í inn- kaupi. Það má eignast dágóðan hest fyrii- svipaða upphæð og maður mundi borga fyjúr tíu hjóibörur. Aft- ur á móti hafa hestar þann kost um- fram hjólbörur að þeir eru ekki hafðir heima við hús, heldur settir í fóstur. Það er fólk sem lifir á því að hafa hesta í fóstri fyrir Reykvíkinga. En ég hef sannarlega aldrei heyrt ta'að um. fólk sem tæki hjólbörur í fóstur. Það er ein af skemmtunum hesta- mannsins að heimsækja reiðskjóta sinn í hagann og færa honum hnoss- gæti eins og til dæimis myglað rúg- brauð. Það er ákafiega gaman að hafa kunningjana rneð í svona ferða- lögum og sýna þeim hið nána sam- band sem er á milli liestamannsins og gæðings hans. Hestamaðurinn stígur þá upp að girðingunni og kallar þýð- um rómi: „Gráni minn! Gráni minn! Komdu, Gráni minn!“ Gráni hirðir náttúrlega ekkert um það og heldur áfram að bíta í rólegheitum. Aftur á móti t-ekur brúnn hestur sig út úr hópnum og stefnir á girðinguna. Þá kaliar hestamaðurinn strax: „Brúnn ininn! Brúnn minn!“ og gefur Brún myglaða brauðið. Ef þetta er gert aí leikni, þá grunar kunningjana ekki neitt, þó að hestamaðurinn hafi vitan- lega aldrei á ævinni séð Brún áður og kæri sig sennilega alls ekki um að kynnast honum frekar. Það sem hleypir kostnaðinum við hestahald upp, er múnderingin sem hestamaðurinn þarf að eiga. Derhúfa var lengi partur af búningnum, tii nokkurrar mæðu fyrir heildsalafrúr til dæmis, sem fannst þær vera fálka- legar með derhúfu. hvað þær vissu- iega voru. Upp á síðkastið hefur það aftur á móti færst í vöxt að konur jafnt sem karlar á hestaþingum- gengju með skellinöðruhjálma. Þegar ei'gandinn kemur niður á höfuðið, tekur hjálmurinn af honum höggið, eða réttara sagt: hann dreifir því !l samviskusamlega um alla höfuðkúp- una ofan eyrna. Marið vakti í fyrstu undrun lækna, því engu var líkara en sjúkiingurinn hefði verið laminn með potthlemm beint öfan á höfuðið af sérfræðingi. En nú er algengt að sjá fóXk með samíeXlt mar frá auga- hrúnuim aftur á hnakka. Reiðstígvél eru vitaskuld óaðskilj- anlegur partur af hestamanninum, og stundum má satt best að segja engu muna að svo sé í orðsins fyllstu merk . ingu. Það þykir vel sloppið að vera fimmtán mínútur að fara í stíg- vélm og þrjátíu minútur að komast úr þeim aftur. Reiðbuxurnar eru úr níðsterkum tvisti og gjarnan með tvö íöldum botni. Það er talsverður vandi að taka sig út í reiðbuxum, til dæm- is fyrir karlmenn með spóaleggi, og hjólbeinóttir af báðum kynjum slfyldu hugsa sig um vandlega fyrir framan spegil áður en þeir tækju upp reið- íþróttina. Það er spurning hvort tafl hæfir ekki slíku fólki betur. Konur- geta verið skrambi snaggaralegar í reiðbuxum ef forsjónin hefur skipað þeim í réttan þyngdarflokk; en per- sónulega loka óg alltaf augunum þegar ég veit af hestamönnum í grend við mig, því það má ganga út frá því sem vísu að í hópnum sé að minnsta- kosti ‘ein reiðfrú i alveg óbærilegum þyngdarflokki. Ég á þá aðeins eftir að nefna það í sambandi við múnder- ingu hestamannsins að utanyfir allt það sem nú hefur verið talið upp fer hann jafnaðarlega í tvær þrjár úlpur og sjóklæði. Ég á satt að segja oft erfitt með að átta mig á því hvort viðkomandi er að fara í útreiðatúr eða er meðlimur í Sjóstangaveiðifélagi ís- lands; 'en það er sameiginlegt með báðum að þeir klæða sig eins og þeir búist ekki við að koma heim aftur fyrr en í fyrsta lagi einhverntíma á næstu öld. Ég vona að þetta spjall mitt verði ekki tekið eins bókstaflega og mér skilst að til dæmis vissir þjóðskörung- ar hafi tekið góðlátlegar ábendingar rníhar um daginn. Það vakir ekki fyrir mér að styggja hestamenn, sem ugglaust eru prýðisfólk, og það vak- ir ekki fyrir mér að styggja hesta, sem ugglaust éru prýðisgæðingar. Mér finnst líka ótrúlegt að hesta- menn taki rullu sína svo hátíðlega að ekki megi gantast við þá í bróð- erni. Útivistarfólk er jafnan glaðlegt og hressilegt; þett.a segi ég í einlægni því að þetta er mín reynsla; og það er einmitt eitt af því besta við hesta- rnennskuna að hún verður ekki iðkuð að neínu ráði innandyra,' heldur verða menr, að leita út í guðsgræna náttúr- una til þess að rota sig. Ég á þá aðeins eftir að víkja að því fáeinum orðum hvað hestamaður- inn gerir ef hesturinn fælist. Hann nptar sömu aðferðina og þegar hann var nýkominn á bak og ríghélt sér í faxið: hann talar hlýlega til hests- ins. „Svona, Gráni minn“, segir hann. „Svona, heillakallinn. Er ekki allt í lagi, ha?“ Slysavarðstofan í Heilsuverndar- stöðinni er opin alla'n sólarhringinn. itæXdfærin, sem fólkið hér norður á. Ihjara veraldar hefur þrátt fyrir al'lt til aö búa sér og sínum góð húsakynni og þægilegt líf. En rósin í hnappagati húsráðenda er cnn ekki koniin á dagskrá. Stolt heim- ilisins er nefnilega arinninn, vafálaust einn sá fegursti hér um slóðir. Hann er Stór og mittill, þakinn grjótfilögum úr DrápuhlíðarfjaXU — og blæbrigðin í grjótinu eru slík, að unun er að virða fyrir sér. Arinninn ag það, sem honum fylgir, þekur hálfan gafl í stofunni og maður hefur það á tilfinningunni, að í þelta hús þurfi í rauninni ekkert meira skraut. Þau fóru á gömlum Fiat, sem Sveinn átti, vestur í Drápuhlíðarfjall og söfn- uðu grjóti, auðvitað að fengnu Xeyfi. Óku siðan með það til Stykkishólms og komu því þar á áætlunarbílinn. Síðan fengu þau hagileiksmann til að setja grjótið upp og Ixefur það tekizt n;jög vel. Á nokkr- um stöðum eru flöguhútar steyptir lá- •réttir á veggi — og mynda þeir þannig litlar hillur, sem frúin notar fyrir blómapotta. B lóm eru annars helzta áhugaefni fvrir utan að sinna börnum og eigin- manni. Sveinn segir, að sér hafi aldrei varið gefið mikið um blóm, jafnan kall- að þetta bölvaðan arfa. Nú hafi hann hlns vegar vanizt blómskrúðinu ag finn- ist það ómissandi. Framhald á bls. 14 16. tölublað 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.