Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 3
skaraði i eldinn, hristi ryðgaða oín- lokuna til að fá meiri. loftræstingu og opnaði ofndyrnar. Allan ttmann saug barnið, en það truflaði hvorki verk móðurinnar né hinar kviku, þokkafuillu hreyfingar hennar, sem voru í senn á- kveðnar og öruggar. Gulrauðar eldtung- urnar, sem teygðust út um sprungurnar á ofninum, vörpuðu dansandi leiftri á tjaldið. Ég -var nú kominn mjög nærri og fann ilminn af flesiki, sem var að steikj ast, og brauði, sem var að bakast, indæl- asta ilm, sem ég þekki. Birtan í austri - óx nú hröðum skrefum. Ég gekk að ofninum, rétti fram hendurnar og skalf við, þegar óg kenndi ylsins. Þá var tjalddyrunum lokið upp, og ungur mað- ur kom út og eldri maður á eftir hon- um. Þeir voru báðir í nýjum, bláum " vinnufötum með skínandi látúnshnöpp- um. Þetta voru skarpleitir menn og mjög líkir. Sá yngri hafði dökka skegg- brodda, sá eldri gráa. Höfuð þeirra og and'.it voru rennblaut, vatnið lak úr hári þeirra, það var í skeggbroddunum, og vangar þeirra glönsuðu af bleytu. Þeir stóðu saman þöglir og honfðu á dögunina. Þeir geispuðu í einu og horfðu á birtuna, sem gægðist upp yfir fjallatindana. Þeir sneru sér við og sáu mig. „Góðan dag“, sagði eldri maðurinn. Andlit hans var hvorki vingjarnlegt né óvingj ar nlegt. „Góðan dag, herra“, sagði ég. „Góðan dag“, sagði ungi maðurinn. Vatnið þornaði hægt á andlitum þeirra. Þeir komu að ofninum og vermdu hendur sínar við hann. Frarhhald á bls. 6 M ér verður gla.tt í huga, er ég hugsa til atviks þessa. Ekki veit ég, hvernig á því stendur, að ég get séð það fyrir mér í öllum smáatriðum. Ég rifja þetta upp fyrir mér aftur og aftur og tekst í hvert sinn að draga þessa björtu og skemmtilegu mynd skýrari dráttum. Það var mjög snemima morguns. Aust urfjöllin voru svarblá, en dauf birtan gægðist upp yfir brúnir þeirra, í fyrstu ljósrauð, en kaldari og grárri eftir því, sem ofar dró, og lengst í vestri rann hún saman við dimma nótt. Það var kalt, ekki sárkalt, en þó nógu kalt til þess að ég neri hendur mínar M óðirin snerist í kringum ofninn, og gróf þær í vösunum, kýtti mig í herðunum og stappaði fótunum í jörð- ina. Niðri í dalnum, þar sem ég var, ríkti hinn gráblái litur dögunarinnar. Ég gekk eftir götuslóða og framundan mér sá ég tjald, sem aðeins virtist of- urlítið Ijósgrárra en jörðin uimhverfis. Við tjaldið stóð gam,all, ryðgaður járn- ofn, og rauðgular eldtungurnar teygðu sig út í gegnum sprungur á honum. Grár reykur spýttist langt upp um ofnpípuna, áður en hann dreifðist og hvarf. Ég sá unga koniu eða öllu heldur stúlku hjá ofninum. Hún var. klædd upplituðu baðmullarpilsi og treyju. Þegar ég kom nær, sá ég að hún þar barn á handleggnum, og bamið var að sjúga hana undir treyjunni í hlýjunni. John Steinheck MORGUNVERÐUR iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim „lceland Revisited // Eftir W. H. Auden Eins og frægt er, heimsótti brezka ljóðskáldið W.H. Auden ísland öðru sinni í apríl s.l. og las m.a. upp úr verkum síntun í Háskóla íslands. Um fyrri heim sókn sína sumarið 1936 samdi hann bók ásamt félaga sínum, Louis McNeice, sem þeir nefndu „Letters from Iceland“. Var bók- in að mestu í bundnu máli, og meðal ljóðanna var „Joumey to Icelamd“, sem Magnús Ásgeirs- son þýddi á íslenzku. Nú hefur Auden samið ljóð um seimni heim sókn sína til íslands og sent það Morgunblaðinu. Er það ort í hinu forna og afar knappa japanska ljóðformi haíkú, þar sem hvert erindi á að vera 17 atkvæði. Ekki verður gerð tilraun hér til að snúa þessu sérkennilega ljóði á íslenzku í liaíkú-forminu, heldur einungis reynt að endursegja það í óbundnu máli. Ljóðið heitir „ís- land heimsótt á ný“ og er eitt- hvað á þessa leið í íslenzkri þýð- ingu: 1. Óþvegnum, ógengnum örna sinna er honum snarað frá flugvélinni til hádegisverðar honum til heiðurs. 2. Hann heyrir hátalarann kalla sig víðkunnan, en er sjájfur engu nær. 3. Óbyggður fjörðurinn synjaði um möguleika margra guða. 4. Fyrir 28 árum sváfu þrír hér vel: nú er einn kvæntur, einn látinn. 5. Þar sem orgelið stóð er út- varp — hafa þeir Hæfustu lifað af? 6. Hann gat ekki talað íslenzku, en hjálpaði í stað þess til við uppþvottinn. 7. Fjárhundur bóndans og gest- urinn frá New York áttu óþvingaðar samræður. 8. Snjórinn hafði dulbúið hland- forina: borgarmúsin féll í hana. 9. Blindbylur. Autt herbergi. Hugsanir um fortíðina. Hann gleymdi að draga upp úrið sitt. 10. Stormurinn ýlfraði yfir hrauninu. Skyndilega í auga stormsins: svartur díll, 11. Perseifur í loft-leigubíl kom- inn til að hrifsa skjálfandi Andrómedu 12. burt úr auðninni og flytja hana aftur til heitra baða, kokteilboða, vanans. 13. Lánsama eyland, þ'ar sem all- ir menn eru jafnir, en ekki grófir — ekki ennþá. ICELAND REVISITED Unwashed, unshat, He was whisked from the plane To a limch in his honor. ★ He hears a loud-speaker Call him well known, But knows himself no better. ★ The desolate fjord Denied the possibility Of many gods. ★ Twenty-jeight years ago Three slept well here: Now one is married, one dead, Where the harmonium stood A radio — Have the Fittest survived? ★ Unable to speak Icelandic, He helped instead To do the dishes. E ★ The bondi’s sheep-dog And the visitor from New York • 1 Conversed freely. 1 ★ | Snow had camouflaged The pool of liquid manure: The town-mouse fell in. ★ | A blizzard. A bare room. Thoughts of the past. g He forgot to wind his watch. ★ | The gale howled over lava. Sudd- enly, | In the storm’s eye, M A dark speck, 1 Perseus in an air-taxi, Come to snatch Shivering Andromeda Out ol the wilderness And bring her back j To hot baths, cocktails, habits. ★ | Fortunate island, 1 Where all men are equal But not vulgar — not yet. s (Einkaleyfi Morgunblaðið. — Óheimilt er að birta ljóð þetta án leyfis höfundar.) ...............................................IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIlllllll.......1111111......Illll!...................... 20. tölublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.