Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1964, Blaðsíða 13
búiðr^- ekki hsegt að ráða því til lykta í dag. Ég verð að hafa samband við yf- irboðara mina. En ég mun láta þess getið, að þér séuð gramur og það með réttu“. E g sagðist ekki mega tefja mikið fram yfir mánudag, og 'minnti hann á það, að ég þyrfti tvo sólarhringa til að fá Abel lausan. En ef hann hinsvegar fengi vitneskju frá Moskvu fyrir mánu- dag, bæði ég hann að hafa samband við mig gegnum símanúmer í Vestur-Ber- lín. Ég skrifaði leyninúmer Bobs á spjald og rétti honum. Sohischkin varð hugsi og sagði við mig: „Svo að þeir vilja þá fá þrjá menn fyrir einn.“ Ég svaraði brosandi: „Einn listamað- ur er alltaf meira virði en þrír hand- verksmenn". Hann setti upp íbygginn svip er ég nefndi Abel þannig, og brosti á móti. ,.Ef ég mætti láta í ljós persónu’.ega sannfæringu mína“, sagði hann „þó er það svo, að þar se-rn Abel-fjölsikyldan ger kröfu til austur-þýzks borgararéttar, og Pryor er í haldi hjá Austur-Þjóðverj- um, mundi það að láta Fryor lausan létta erfiði mitt í Sovét-Rússlandi við að gera opinbera grein fyrir því, Sctr. annars gæti litið út sem óþarfa um- hyggja fyrir austur-þýzka borgaranum Abel“. Við kvöddumst svo með handa- b^ndi og és gekk út úr skrifstofunni með „Abel-fjöiskylduna“ í halarófu á ex.ir mér. Hún skildi svo við mig við næs-ta götuihorn, og dcttirin sag'ði, a'ð þau hefðust við i gistihúsi í Austur- Berlín. Fundurinn hafði staðið tvær klukkustundir. Má^udagur 5. tebrÚar J\lukkan 17.00 fór ég aftur til Austur-Berlínar og sovézka sendiráðs- ins, hresstur af sterkum áburði, sean Bob hafði útvegað á bakið á mér, sem va” enn aumt. Ég kom í konsúlatið skömmu fyrir til- tekinn tíma. í biðstofunni var ungfrú 'Abel og Drewes frændi, sem sendi mér eitt sinna miður geðslegu glotta. Sam- kvæmt beiðni minni stafaði ungfrú Ab- el fyrir mig nafn frændans, sem var „Drewes“ (framborið Drives á þýzk- unni). Hún tjáði mér ennfremur, að móðir sín hefði orðið um k'grrt í gisti- húsherbergi þeirra, af því að hún hefði verið „mjög taugaóstyrk“ siðan við hirttumst næstliðinn laugardag. „Hafið þér fengið nokkrar góðar frétt- ir?“ spúrði hún. Ég svaraði, að það mál yrði ekki rætt nema í viðurvist Schisch- kins sendiráðsritara. Schischkin birtist nú allt í einu. Hann hneigði sig fórmlega fyrir ungfrú Ab- el og Drewes, en heilsaði mér innilega með handabandi. Hann bað mig síðan að koma í einkaviðtal í innri skr'.f- stofunni, en lét sem hann sæi ekki hin tvö. Hann hóf viðræðurnar. „Gáfuð þér stjórn yðar skýrslu um fyrri fund okk- ar? Hvaða viðbótar-fyrirmæli hafic þér feneið?" „Ég sendi skýrslu tafarlaust", svar- aði ég, „og fékk engin fyrirmæli önnur en þau að fara hingað aftur, eins og þér óskuðuð, og heyra, hvaða frekari vitneskju, eí nokkra, þér hefðuð fengiö frá ríkisstjórn yðar“. Sohischkin settist niður við' borðið og opnaði síðan með miklum embætt- issvip stóra leðurmöppu, og kvaöst hafa fengið fyrirmæli frá Moskvu. Þegar ég spurði hann þess, kvað hann engin vandkvæði á því, að ég gæti skrifað niður orðsendinguna orðrétta. Síðan las hann mér hana fyrir: 1) Sovétstjórnin er mannúðlega sinn- uð og er því fús að láta Powers í skiptum fyrir Abel, 2) Þetta mannúða?braigð af hendi beggja aðila og eyðing á undirrót stöð- ugs andsovézks áróðurs ætti að stuðla að betra samkomulagi milli landa okk- ar beggja. 3) Ef Bandaríkjastjórn hefur áhuga á frelsun Makinens, sem nú er í Kiev, er Sovétstjórnin fús að hafa skipti á Abei og Makinen, en að láta bæði Powets og Makinen í skiptum fyrir Abel kemur ekki til mála. Bandaríkjamenn verða sjálfir að ákveða, hvorn þeir vilja held- ur lausan. En verði málinu lokið á á- nægjulegan hátt gæti meira orðið aö gert 4) Hvað snertir Pi-yor, þá er það mál utan lögsögu Sovét-yfirva,lda, og verður að reka við austur-þýzk stjórnarvöld. Það má verða fyrir milligöngu frú Ab- els og lögfræðings hennar, hr. Vogels, sem hafa þegar tilkynnt Donovan, að umsóknir þeirra þess efnis hafi þeg- ar fengið líldegar undirtektir hjá aust- ur-þýzku stjórninni. Schischkin tjáði mér þvínæst, að frek- ari fyrirmæli hefði hann ekki feugið. Við frú Abel skyldum gera gangskör að því að finna upp eitthvert ráð til að koma skiptunum í kring, sem sov- étstjórnin mundi síðar taka tii athug- unar. Auk þess hafði Schischkin sagt um amerisku uppástun.guna um Glien- ickerbrúni (sem ég hafði minnzt á á fyrra fundinum): „Ekki fráleitt". E g sagði honum, að ég hefð: mest- an áhuga á þessu, sem vikið var að Mar- vin Makinen. Gæti ég gengið út frá því, að ef hinar náðanirnar kæmust í framkvæmd, og samkomulag milli þjóð- anna batnaði, að Sovétríkin mandu þá náða Makinen í náinni framtið? Schis- chkin kvaðst ekki geta staðfest skiln- ing minn svona strax, en mundi spyrj- ast fyrir utm málið. Ég tjáði Schisehkin, að ég mu idi til- kynna ríkisstjórn minni þetta gagntil- boð og vonaðist eftir svari innan sól- arhrings. Schischkin lét þess getið, að með tilliti til bakverkjar míns (sem var áberandi), þá þyrfti ég ekki aö koma sjálfur, en stakk upp á, að ég sendi svar mitt með sendiraðs-sendli til Sovétsendiráðsins. Úti fyrir sendiráðinu spurðu ungfrú Abel og Drewes mig, hvað gerzt hefði. Ég gaf þeim yfirlit yfir það, og ungfrú Abel sagði: „Við verðum aji—fara tafar- laust og hitta hr. Vogel; hann hefur lofað að bíða í skrifstofunni eftir okk- ur“. Þegar ég spurði, hversvegna Vog-' el hefði ekki getað komið með okkur í sendiráðið, sagði hún, að hann hefði svo marga skjólstæiðinga, að hann hef'ði ekki getað farið úr skrifstofunni. Við hóuðum í leigubíl og loks koni- um við að skrifstafu Vogels. Inngang- urinn að henni var illa lýstui. Ég gat grillt stiga, sem lá upp úr þróngri for- stofu, með nakta veggi til beggja handa. Þetta var svo ólíkt umhverfi uokkurr- ar ski'ifstofv' málafærslumanns, að þ :g- ar ég auk þess hafði Drewes frænda á eftir mér, fór að fara um mig, og þorði elcki annað en líta uim öxl einu sinni eða tvisvar. En þegar svo stendur á, ex dá- lítil huggun í því að vita, að mamii þýðir ekkert að vera hræddur, þar se.m undankomuleið er engin til.» Þegar við komum upp stigann, þrýsti ungfrú Abel á hnapp og okkur var hleypt inn í litla forstofu, sem lá inn í ennþá minni biðstoíu. Eittlhvað sat þarna af fólki, þegar við komum inn, en það hafði sig fljótt á brott. Eftir fá- , ar minútur kom hr. Vogel fram og leiddi okkur inn í litla en velbúna skrifstofu. Hann var á að gizka 37 ára gamall, svarthærður og laglegur maður, og fljótur til að brosa vingjarnlega. Hann var í skraddarasaumuðum gráum flún- elsfötuim, alhvítri skyrtu og hálsbindi með mynd í, tilsvarandi vasaklút í brjóstvasanum og skrautlega erma- linappa. Vogel spurði strax á þýzku, hvort ég talaði það mál vel, og ég svaraði á ensku: „Mjög illa“. (Allt samtalið á enda var það auðséð, að þau öll héldu mig kunna miklu meira í þýzku en ég vildi vera láta). Mér til furðu bauðst Drewes frændi til að vera túlkur og svo þýddi hann fyrir Vogel yfirlitið „yfir það, sem gerzt hafði í skrifstofu Schis- ohkins. Vogel kinkaði kolli og sagði sér vera það ánægju að geta sýnt mér embættislega tilkynningu frá yfirsak- sóknara austur-þýzka lýðveldisins. Hún var á þýzku og hljóðaði þannig: „Hér með vottast að umsóknin um af- hending skjólstæðings yðar í hendur amerískra yfirvalda getur orðið veitt, ef Ameríkumenn uppifylla skilyrði þau sem yður er kunnugt um. Skrifstofa yfirsaksóknara: Windlisch, saksóknari.“ etta skrif var augsýnilega sniðið eftir bréfinu frá náðunarskrifstofunni, sem ég hafði afhent Schischkin á fyrsta fundi okkar og hann hafði kallað „loð- ið“. Ég fór að geta mér til um, hvort Windlisch hefði séð það bréf. Eftir að við höfðum rætt þetta bréf, sagði ég Vogel, að til þess að geta gert mínar ráðstafanir þyrfti ég að fá oeint svar við beinni spurningu: Ef aðferð sú, sem stungið var upp á, yrði sam- þykkt af öllum aðilum, gæti Vogel þá tryggt, að Austur-Þjóðverjar afhentu Pryor samtímis og á sama stað, sem hin býttin færu fram? „Ákveðið já“, svaraði Vogel. Ailan þennan fund var ég hlédræg- ur en þó vingjarnlegur. Sökum þess að gefið var í skyn í orðsendin.gu frá Wash ington, að þeim þar fyndist ég hafa farið nokkuð hörðúm orðum um i'ram- komu Vogels, á fundinum með Schisch- kin á laugardag, þá minntist ég nú alis ekki á brigðmælgi Vogels. Þegar íar.d- inum la.uk, hringdi Vogel á ieigubí. handa okkur, og við kvöddum hann öl! með handabandi um leið og við fórum. Á stigapallinum gaf ég Drewes frænda kurteislega höfuðbendingú um að ganga á undan. Hann gerði það. Ungfrú Abel og Drewes urðu mér sam ferða í bílnum að Friedrichstrasse-stöð- inni. Þar fóru þau út. Ég fór brint í Hilton-hótelið, og kom þangað um kl. 7.10. Þegar ég hringdi í Bob, sagði hann mér, að þeir hefðu verið orðn;.- á- hýggjufullir út af því, hve seint ég kæmi. Eftir kvöldverð í rólegu veit- ingahúsi, fór ég heim og bjóst til sæng- ur. En allt í einu kom Bob. Það höfðu komið skilaboð til mín í leyninúmerið í Vestur-Berlín, sem ég hafði ekki gef- ið öðrum en Schischkin. Þau komu úr símaklefa í Vestur ýferlín frá manni, sem talaði þýzku: „Óvseintir erfiðleikar hafa komið á daginn. Verð nauðsynlega að tala við yður í skrifstofu minni klukkan II á morgun, 6. febrúar. Vogel.“ Við Bob ræddum okkar í milli um hugsanlega þýðingu þessara skilabcða. Báðir vorum við fullir grunsemda Ég var helzt á þvi, að ef ég færi til Aust ur-Berlínar næsta dag, þá skyldi ég alls ekki fara til Vogels heldur hrista skila- boðin framan í Schischkin og heimta skýringu. Bob samþykkti þetta og náði sambandi við Washington, þar sem þessi aðferð var samþykkt sama kvöldið. (Framhald í næstu Lesbók) HAGALAGÐAR Árið 1715 Var hart vor með kuldum og stór- frosti allt til fardaga nærri en vetur harður með afbrigðum, með áfreðum kom strax með vetri norðanlands. Við ísafjarðardjúp vestur voru hin mestu harðindi, svo margir urðu þar sauðlausir um vorið. Item í Arn- arfjarðardölum misstu menn svo nær allt sauðfé sitt, en aflatekja sæmileg. (Annálar) Sendiráff Rússa í Austur Berlín 20. töluhlað 1%4 - LESBÖK MORGUþJBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.