Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Blaðsíða 3
sök, að þú hefir enga ánægju af lífinu lengur? Hún virtist hugsa sig um, og hann sá, hvernig ljóstungurnar frá eldskin- inu sleiktu andlit hennar. Það fóru ónot um hann, þegar logarnir dofnuðu, og and lit hennar varð dimmt, svo hann seildist eftir nokkrum spýtum og fleygði þeim á eldinn. Það varð smásprenging í inni- byrgðu viðargasinu í einu sprekinu, og hún hrökk við. — Ég veit það ekki, sagði hún. Mór finnst það ekki vera beinlínis þannig. Þú hefur bara einhvern veginn tapað gildi þínu. Ég hef engin not fyrir þig. Þú ert aðeins í eins konar skrini hjá mér, — óg þar liggur þú eins og gömul minning. Það læddist aftur að honum þessi sama tilfinning, — að honum hefði verið hrundið út fyrir markalínu allra raun,- hæfra og hversdagslegra staðreynda. Einhvers staðar snarkaði eldurinn á ara inum og sló bjarnía sínum á bókarað- irnar í hillunni, en það var ekki hér, — ekki eiginlega hér í stofunni. Og þarna töluðust þau við, en þó voru það einhvern veginn ekki þau, sem voru að tala saman. B rennandi spurning leitaði á huga hans og honum fannst, að hún hefði brennt hann lengi. Og í óljósri vituni þess, að hún væri í nálægð hans þarna „utan við“, en þó ekki viss í sinni sök, heldur reynandi aðeins að draga sjálf- an sig á tálar, lagði hann bókina á borðið, sem gekk í bylgjum eins og sjávarflöt- ur, greip síðan andann á lofti sem í loft- tómu rúmi og spurði í fáti, áður en honum vannst tími til að sjá eftir því: — Hefur þú nokkru sinni verið mér ótrú? — Já, sagði hún snöggt og hiklaust. Það var eins og hún hefði ekki árætt að hugsa sig uim, — óttazt að þögnin gerði henni ókleift að ljúga. — En þú? kom síðan jafnsnöggt og líkt og í sjálfsvörn. — Já, fiýtti hann sér að skrökva. Hann starði á blómsturpott með vafn- ingsjurt, sem teygði sig upp í hæðirnar, og hann klifraði upp og niður plöntuna, — upp og niður eins og fakir eftir reipi, sem hann hefur kastað upp í loftið. Samt sem áður sat hann alveg hreyf- ingarlaus án þess að bæra nokkurn lim, eins og fakírinn hefði sennilega held- ur ekki gert. — Með hverjum? heyrði hann sjálfan sig spyrja. Og þegar hún dró svarið fór hann að titra. Það var sem hún héldi frá honum einhverri nautn, — fjötraði hann með þögninni, einmitt þeg- ar hann hefði aðeins þurft að rétta út hönidina eftir einhverju, sem hann hafði sótzt eftir árum saman. Og skyndilega var hún í svo nakinni nálægð, að hann skynjaði hörund hennar sem eins konar ilm við sitt eigið hörund og líkama henn- ar sem líkama í sínum eigin.... Og samt var þarna eitlhvað svo autt og tómt. — Með hverjum? sagði hann. Hann var ekki reiður, ekki ásakandi, — hann brosti nánast, og hann reyndi að vera rólegur til þess að hræða ekki svar hennar burt. Honum fannst hann skynja það á vörum hennar, og hann brosti, svo það legði ekki á flótta, og augu hans urðu auðmjúk og biðjandi eins og í hundi. — Hann er dáinn, sagði hún. — Já, en þá, sagði hann og skein í tennurnar, meðan hann hélt undir stól- inn til þess að dylja skjálftann — þá gerir það honum ekkert mein, þótt þú segir það. — Það var Davíð. — Garðyrkjumaðurinn? sagði hann og fann, hvernig blóðið hamaðist í æðun- um við hrygginn, og hann undraðist það andartak, að hann skyldi verða undr- andi. Og allt í einu kom ilmur af grasi og laufi í vit hans, og það brá fyrir grænum lit, og loftið angaði mold og svita, og það var eins og lyktin væri áfeng. Hann fann sig umvafinn mildu Framhald á bls. 6 Eftir Per E. Rundquist [miiíiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiimmmmmiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Dorothy Parker: \ I RESUMÉ [ Rakblöð særa þig, = sýrur tæra þig, H áin er alltof svöl, s §§ eitur veldur þér kvöl, g byssa er bannvara, §§ s bráðhættuleg snara, 1 fj gas meinféti mesta, = — mun því úrræðið bezta Í 1 að halda áfram að hjara. §§ gjj Guðmundur Frímann = = íslenzkaði. Í Siiiiiiiniiiimiiiiniiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiíuíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Jl miðri setningu lét hann bókina ellt í einu síga af einhverjum ástæðum. Hann horfði yfir brúnina á spjöldunum og mætti augnaráði hernnar. Þannig sátu þau góða stund og störðu hvort á annað eins og tvö börn, sem reyna með sér, hve lengi þau geti stillt sig um að depla augunum. Það brast í logandi viðar- kubbunum á arninum, og bjarminn lék uin nokkur ljósrauð epli í grænu skál- inni á borðinu, en vetrarmyrkrið lá á gluggarúðunum. Það var laugardagskvöld. Hún lét bókina síga hægt og rólega, svo að andlit hennar kom allt í ljós. • Honum fannst hann yrði að gera það einnig. Það hafði undail.eg áhrif. Ef þau heí'ðu setið þarna alnakin með ilskó á fótunum, hefði það ekki verið alveg út í bláinn, ef ætlunin hefði verið sú, að það skyldi hafa einhver annarleg og SKrýtin áhrif. En nú sátu þau þarna samt berskjölduð, þó að andlitin væru aöeins nakin. Það þurfti hvorki að vera annarlegt né skrýtið og alls ekki óvið- urkvæmilegt. Þau fundu bæði, að það yrði fyrst óviðurkvæmilegt, ef þau byrgðu andlit sín á ný. Og þess vegna héldu þau áfram að sitja með bækurnar á hnjánum. En — að sitja þannig steinþegjandi og stara á nekt hvors annars reyndist of- raun að lokum, og hann hugsaði, grip- inn skyndilegri angist: — Ég segi það, áður en hún segir það. Og þetta „það“ var dálítið, sem hann hafði beðið eftir árum saman með vaxandi kvíða. Hann hafði þúsund sinnum heyrt því hvíslað .— að einhverri bók, að einu eða öðru blaði, að bakinu á sér, að álútum hnakk- anum .... Segði hann það ekki nú, yrði hún fyrri til. — Erum við farin að verða þreytt hvort á öðru? sagði hann. Hann veitti því athygli, að andlitið beint á móti honum, tók ekki minnstu svipbreytingum, og sambland af von- brigðum og nagandi ótta smaug um hann. Það var eins og að kasta steini út í tjörn og horfa á hann sökkva til botns, án þess að sjá nokkra hringi myndast á vatninu. Það var eins og honum hefði verið skákað til hliðar við allar raunhæfar og hversdagslegar staðreyndir. Hún sat hljóð nokkra stund, en sagði svo: — Kannski........ Ég veit það ekki nákvæmlega. Með sjálfri mér veit ég ekki með vissu, 'hvort ég er orðin þrevft á þér sérstaklega eða á lífinu yfirleitt. Ég held næstum, að ég mundi hætla að vera þreytt, ef eitthvað væri þess umkomið að endurvekja lífið og gera það ríkt á ný. — Já, þetta er allt svo skrýtið, sagði hún. Mér finnst stundum þú vera óskasteinn, sem tapað hefur náttúru sinni, svo að þýðingarlaust sé að bera hann lengur á sér. — Er það mín sök, sagði hann og reyndi að tala rólega, — er það mín SEGÐU SÖGUNA UM BAVÍÐ 85 tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.