Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Blaðsíða 9
bls. 131, að bil þetta sé uim 5 km. í sama riti á sömu blaðsíðu er getið um Eldborgir móts við mitt Sklefilsfjall, sem að vísu eru mikil eldvörp, en hinsvegar er ekki getið þar, né annarsstaðar í rit- inu (1961) Eldborga þeirra, sunnan Hrafnabjarga, sem prófessor Guðmund- ur G. Bárðarson taldi, að hraun það væri komið úr, sem rann alla leið suður að Úlfljótsvatni. Hefur það farið síðasta spölinn milli Kaldárhöfða og Dráttar- lilíðar, sömu leið og Efra-Sog. Prófessor Guðmundur G. Bárðarson lýsti þessiu hraunflóði í grein, „Jarð- myndanir og landslag á Þingvöllum", er birtist í Árbók Ferðafélags íslands 1930, sbr. bls. 28, þannig: „Þaðan (þ.e. frá Eldborgum sunnan Hrafnabjarga) hefir runnið geysimikið hraun vestur á Þingvöll og suður með Þingvallavatni, alla leið suður að Sogi. Suðausturjaðar þess hefir fallið ofan á vesturjaðar Lyng dalsheiðar-hraunsins. — Nyrðri hiuti hraunbreiðunnar heitir Gjábakkahraun ®ð vestan, en Reyðarbarmahraun aust- ar. Syðri hlutinn hefir klofnað um Mið- fell í tvser hraunbreiður, Mjóaneshraun fyrir norðan Miðfell, en Miðfellshraun frá fellinu suður undir Sog. Hefir kvísl af því fallið í farveg Sogsins og stíflað það. Hefir þá Þingvallavatn hækkað um (4—6 m) og sfaðið hærra um skeið, þangað til vatnið hefur grafið sér nyjan farveg með hraunj aðrinum". f grein Guðmundar Kjartaimssonar. jarðfræðings,: „Aldur nokkurra hrauna á Suðuri!andi“. sem birt er í „Nátr.úru- fraeðingum“ 1964 segir svo m.a. á bls. 110 og 111 um kolaðar jurtaleifar und- ir Þingvallahrauni: „Farvegur Sogsins úr Þingvallavatni niður í Úlfljótsvatn, er gljúfur meðfram hraunjaðri, og er hraunið í austurbakk- anum. Þetta er fremsta toba ÞingvaUa- hraunis. Upptök þess eru ! gossprungu, um 17 km langri, sem liggur í stefnu NA-SV skammt fyrir austan Hrafna- björg og Tindaskaga. En ekki skal iuil- yrt, að allt það, sem hér er kallað Þmg- vallahraun, sé uppkomið í einu gosi. Efsti kafili Sogsgilsins, fáein hundruð mietra niður frá útfallinu, er grafinn vei niður úr hrauninu, svo að undirlag þess kemur í ljós. Er það mest sendinn leir- steinn grár að lit með miklum völum og hniullungum — bersýnilega jóicul- ruðningur að uppruna. En á mótum þessa ruðnings við hraunið, sem yfir liggur, getur að líta þá mjcljd, sem Jon- as Hallgrímsson kvað um: „Enginn leit þá maður moldu, móðu steins er undir býr.“ Þunt er þetta moldarlag, varla nokk urs staðar meira en um 20 cm .......... ...... Þetta moldarlag er brúnt að lit, en þó víðast með kolsvartri rönd alira efst ........ Svarti liturinn stafar af jurtaleifuim, sem hafa kolast af hitanum, þegar glóandi hraiunkvikan rann þama yfir“. Guðmundur Kjartansson télur, að hin ar koluðu jurtaleifar munu nær ein- göngu vera úr gamburmosa. Niðurstaða á aldurgreiningu jurtaleif anna, sem fram fór í Washington og lauk 1960 var sú, að aldur þeirra væri 9130 ár + eða -4- 260 ár eðia um þúsund árum eldri en Þjórsárhraun. ★ ★ ★ f fyrrnefndu greinarkorni í Morgun- blaðinu er talið, að Efra-Sog muni áður hafa heitið Kaldá. Er nafn bæjarins Kaldárhöfða, sem er þar í grennd, fært til stuðnings þessari getgátu. Bærinn Kaldárhöfði og höfðinn sjáifur dregur nafn sibt af Lítlli á, sem hefur upptök sín skammt frá bænum. BuLla þar upp á ýmsum stöðum mikil kaldavermsL. Eru þau um það bil 4 stiga heit alLt árið í kring. Kaldá féLl út í Strauminn rétt neðan við gljúfrin, en ofan við Ibrfnes, sem nú er umflotið eftir stífluna við Ljósafoss 1937, en vegna hennar hækkaði vatnsborð Úll- ljótsvatns hátt á annan metra við Torf- nes. Við tangann á Torfnesi voru skilin á milli Straumsins og Úlfljótsvatns, aust an megin, áður en vatnsborðið hækkaði. ★ ★ ★ Landbrot varð í Torfnesi við hækkun vatnsborðsins og leiddi það til eins hins merkasta fornleifafundar, sem um getur, hér á landi. Jón Ögmundsson í Kaldár- höfða, sem nú er starfsmaður hjá Raf- magnsveitum ríkisins, fann þar hinn 20. maí 1946 í landbrotiniu Strauminegm út undir nesoddanum, fornt kuml. Gerði hann þjóðminjaverði aðvart. Kumlið er talið vera frá því um 930. Voru þar grafnir tveir menn, annar fullorðinn, en hinn á barnsaldri, 6—7 ára. Báðir voru þeir í fullum herklæðum með alvæpni og höfðu báfkænu ásamt öðrum búnaði tifl silungsveiða, sbr. frásögn Kristjáns Eldjárns, þjóðminjavarðair í „Gengið á reka“, bls. 25—44. Frá kumlinu sást heim að bænum Úlf- Ljótsvatni í Grafningi, en örfáa niefra frá því, nær nesoddanum á Torfanesi.fór bærinn í hvarf á bak við Hrútey. Með- an Ásatrú hélzt, kunnu fornmenn því vel, að heim sæist til fyrri bústaða, þeirra frá kumlum eða haugum. Þarna í Straumnum var á vorin og sumrin krökkt af silungi og var staður- inn bezti veiðistaðurinn í Úlfljótsvatni og talinn einhver bezti sfaður til sil- ungsveiða á öllu landinu. Hvers mundu göfgir Ásatrúarmenn fremur hafa óskað, en að kuml þeirra væri á þeim stað í landi þeirra eða þar sem þeir áttu ítök, er bezt væri til fanga og skammsótt til hinnar ljúffengustu matbjargar? Kumlbúar í Torfnesi höfðu hjá sér, auk veiðarfæranna, 4 finnu- brot til þess að kveikja eld, því að eldað skyldi í matinn, þótt engin væri húsfreyjan. Þótt Torfanes sé handan vatnsins fiá bænum Úifljótsvatni, sem er sunnarlega við vatnið að vestanverðu, þá er þess að gæta að jörðin átti veiðirétt andspænis FramháLd á bf!s. 12. • ■- ■ ....... • • Sogið flæðir inn í svelg jarðganganna nt ðan við' Skinnhúfubakka í Þingvalla- vatni. Flóðið 17. júní 1959. jliiltliiíify..... i r■ Flóðið 1959 brýzt út úr jarðgöngunum, við rafmagnsstöðina sem þá var í bygg- ingu undir Dráttarhlíð við Strauminn. 35 tibl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.