Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Blaðsíða 12
EFRA-SOG
Framhald af bls. 9.
Torfnesi, rétt við nesið. Eignarréttur á
hluta Dráttarhliðar og veiðiréttur frá
Straumnesi sunnan hennar og þaðan
með hlíðinni miðstreymis upp að Skinn-
húfubakka við Þingvallavatn hefur fyigt
jörðinni Úlfljótsvatni fram á vora daga.
Úlfljótur lögsögumaður bjó að Bæ í
Lóni í Homaifirði. Er hann var sextug-
ur að aldri fór hann til Noregs og var
þar þrjá vetur. þar settu þeir f/.n eifur
Hörða-Kárason enn spaki móðurbroðir
hans saman lög þau er síðan voru kölluð
Úlfijótslög. „En er han:n ko-m út var sett
Alþingi ok höfðu menn síðan ein lög á
landi hér“.
Nú eru að vísu ekki ritaðar heimildir
fyrir 'því að Úlfljótur lögsögumaður haí'i
búið að Úlfljótsvatni. En mér hefur
sagt mjög skilríkur maður: Kolbeinn
Guðmundsson fyrrum hreppstjóri og
oddviti, sem iengi bjó að Úlfljótsvatni,
að svo hermdu gömul mumtmæli, að
Úlfljótur lögsögumaður hafi búið þar
og sé vatnið við hann kennt.
Úlfljótur var 63 ára, er hann var
kjörin-n hinn fyrsti lögsögumaður. Hvað
var þá líklegra, en hann vildi forð'ast
hin löngiu ferðaiög austur að Bæ í Lóni
þar sem leiðin lá yfir mörg og m'ikil
falfvötn, og kysi heldur, svo aldraður
rnaður, að búa í námd þingstaðarins,
þar sem lan-dkostir voru góðir og sil-
ungsveiði enn betri en ey-stra?
Ef til vill hefur Úlfljótur sjálfur kos-
ið sér legstað í Torfnesi?
Þjóðminjavörður segir í áðurnefndu
riti: „Enginn förnmaður, sem enn hefur
verið grafinn upp á íslandi, hefur verið
eins ríkmannlega búinn og þessi, og það
þó að gert sé ráð fyrir, að dfengurinn
hafi átt sinn skerf af haugfénu. Hann
er með alvæpni í orðsins fyllsta skiln-
ingi, en auk þess hefur hann silungadorg
sína, eldfæri og hnífa. Hvað eina af
þessu haugfé er merkilegt, en þó bera
vopnin af, einkum örvarnar, spjótin og
sverðið. örvaroddar hafa aldrei fundizt
áður í kumli hér á landi, og eru þeir því
mikill fengur . . . En bogann, sem vafa-
laust hefur verið í kumlinu, fáum vér
aldrei að sjá, því að hann hefur verið
úr forgengilegu efni eingöngu“.
★ ★ ★
Farvegi Kaldár hefur nú verið breytt
vegna vegarins að nýju brúnni, sem
liggur yfir gljúfrin neðst, þ.e. frá Ker-
inu neðanverðu yfir í Þúfnanes, sem er
hluti Dráttarhlíðar, þannig að Kaldá
rennur nú út í farveg Efra-Sogs við Ker
ið ofanvert.
Kerið var mjög stór og djúpur hylur
í Soginu í n-eðsta bugnum i austanmeg-
in. í því voru mikil hringiðuköst undir
Silungur veiddur á stöng í Straumnum viff Torfnes 1937. Sá stærsti 17 pund.
Veiðimaður Benedikt Sveinsson.
þverh-níptum klettabö-kkum. Það var í
Kerinu, sem menn töldu áður fyrr, að
mývargurinn ætti upptök síh.
Mýflugurnar og lirfurnar bárust í
Straumnum fram úr gljúfrunum við
Kerið í ótölulegri mergð. Þúsundir mý-
flugna sótu á hverjum fermetra vatns-
ins sólarhringum saman, er vatnsflaum-
urinn þeyttist fram úr Kerinu.
í sólmánuði einkum í fyrstu viku eftir
Jónsmessu, var mökkurinn oft svo mik-
ii l, að dimmdi í lofti. Minnist ég þ-ess eitt
sinn, er ég hafði leitað inn í veiðiskála
minn við Þingvallavatn rétt ofan við
Sogið undan mývarginum, því að betra
var inni en úti, að é-g sá til ferða nokk-
urra manna. Þyrptist mývargurinn svo
að þeim, að þeir voru eins og heysátur
til að sjá og leið auðsjáanlega illa. Fór
ég þá út og gekk til þeirra og bauð
þeim inn í skálann. Hrópuðu þeir, þegar
inn í skálann var komið :„Nei! Sveinn
Benediktsson!“ og höfðu ekki þekkt mig
fyrr, sökum þess hve þykkur var mökk-
ur mývargsins.
Kerið í Soginu á ekkert skylt við eld-
gíg í Kaldárhöfðalandi, enda ekki kunn
ugt um neinn eldgíg í landi jarðarinnar,
hvað þá að það eigi skylt við Kerið eða
Kerhóla, sem hvorttveggja eru gígar í
Grímsnesi.
Hefi ég hvorki séð það eða heyrt, að
mývargurinn við Sogið kæmi úr eldgíg,
fyrr en ég sá það í áðurnefndri grein, að
svo hafi verið álitið. Held ég að þessi
frásögn stafi af misskilningi, þar sem
farið sé Kera villt.
Svo sem kunnugi er, þá klekjast egg
bitmýsins (mývargsins) út í straum-
vatni á vorin og fyrri hlufca sumars. Ellir
að lirfan kem-ur úr egginu, leitast hún
við að halda sér fastri við steina í botn-
inum. Þegar hún stækkar hefur hún
nokkrum sinnum hamskipti. Er hún hef
Stemgrimssióð, vigO' 6. agust 1960. Af 137,000 KW.
ur náð fullri stærð hjúpast hún í púpu,
leggst i dvala og hefur ein hamskipti
enn, fer. síðan ú.r púpunnj og þá orðin
að mýflugu. Mjög góð skilyrði fyrir
klak mývargsins voru í straumvaun-
inu í Efra-£hgi.
Bæði lirfan og mýflugan er hin ákjós-
anlegasta fæða fyrir silunginn. Það er
því mývarginum að þakka, að Úlfljóts-
vatn hefur til skamms tíma verið eitt
bezta silungsveiðivatn í landinu. Bezti
veiðistaðurinn var eins og fyrr segir í
Straumnum, sem tengdi saman Efra-Sog
Og Úlfljótsv-atn. Þar var ádráttarveiðin
'við Drátt-a-rhlíð, er fylgdi jörðinni Úlf*
ljótsvatn. t
Nú er öll veiði horfin úr Straumnum
og Efra-Sogi, en ennþá er nokkur veiði
í Úlfljótsvatni sjálfu, en þó hverfandi
hjá því, sem áður var, enda eru klak-
stöðvar mýflugunnar í Efra-Sogi úr
sögunni og mývargurinn við Efra-Sog
horfinn. Það er því alrangt, að mývarg-
urinn hafi ekki minnkað þar, eins og
sagt er í áðurnefndu greinarkorni.
Umrót vegna virkjananna og fram-
burður á sandi í sambandi við flóðið
mikla 19'5’9 hefur einnig spillt veiðinni.
★ ★ ★
Líkindi eru til þess, að áin, sem rann
úr Ölfusvatni, en svo hét Þingvallavatn
fram á. 13. öld, hafi í fyrstu heitið Ölf-
usá.
Sogsnafnið er komið af soginu á
vatnskjafti ÞingvaUavatns, er vatns-
-flaumurinn sogaðist niður í gljúfrin.
Síðan hefur áin á leiðinni niður í Úlf-
ljótsvatn fengið þetta nafn og loks öll
áin, að ármótum Hvítár og Sogs, en
frá þeim ármótum haldið sínu forna
nafni, ölfusá.
Ölfusnafnið er komið frá Álfi hinum
egðska, landnámsmanni héraðsins. Hann
kom skipi sínu í Ölfusármynni, upp eft-
ir Þorleifslæk, í Álfsós og bjó að Gnúp-
um, sbr. skýringar Hálfdáns lögréttu-
manns Jónssonar að Reykjum í ölfusi
í lýsingu á Ölfushreppi árið 1703 og
Landnámabók, útgáfu Finns Jónssonar
1225, bls. 29. Breyttist nafnið úr Álfsósá
í Ölfusá, enda forn ritháttur og fram-
búrður mjög svipaður. Sama málj
gegndi um héraðið og Ölfusvatn (Þing-
vallavatn).
★ ★ ★
Hin mikla náttúrufegurð Efra-Sogs er
horfin, en í staðinn er komin ein stærsta
rafmagnsstö-ð á íslandi, sem veitir Ijósi
og yl inn á þúsundir heimila og er afl-
gjafi fyrir atvinnuvegi vora til lands
og sjávar.
Sem betur fer sér ekki högg á vatni
um náttúrufegurð íslands, þótt eitt feg-
ursta vatnsfallið sé falið sjónum vorum,
en þeir sem þar lögðu leiðir sínar, munu
bera mynd þess í minni, svo lengi sem
þeir lifa.
)2 LESBÓK MOHGUNBI.AÐSINS
35 tbl. 1964