Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1964, Blaðsíða 4
Geoffrey Vincent:
SKIPULEGRA TIMATAL
Hver . sá, sem einhverntíma
___ hefur átt í erfiðleikum að
finna út, á hvaða dag vikunnar há-
tíðisdagar falla, getur skilið þá fram-
kvæmd nýafstaðins kirkjuþings Vat
íkansins að ýta heldur undir fastan
dag fyrir páska, og mæla með upp-
töku nýs tímatals. Þó að maðurinn
sé orðinn nógu gáfaður til að finna
upp vetnisklukkuna, sem lofar því
að seinka sér ekki nema um eina
sekúndu á þrjátíu milljón árum, þá
heldur hann samt áfram að gera sér
að góðu tímatal, sem margir telja
v@ra orðið gjörsamlega úrelt.
Þegar maðurinn tók upp kerfi til tíma-
mælinga, byggði hann mjög á náttúru-
fyrirbærum — uppkomu sólar, breyti-
iegum árstíðum, hringferð jarðar um
sól, og mánans kringum jörð-
ina. En enda þótt þetta allt
sameinað hafi verið ~ mikil hjálp
til að skipta tímabili hundr-
aða þúsunda daga í meðfærilegar ein-
ingar mánaða og ára, telja umbóta-
menn tímatalsins, að þessi samræm-
ing hafi aldrei orðið eins góð og hún
gæti verið.
Jorðin lýkur hringferð sinni um sólu á
365 dögum, 5 klukkustundum, 48 mínút-
um og 46 sekúndum. Þetta er kallað
sólár. Máninn lýkur hringferð sinni um
jörðina á 29 og hálfum sólarhring, sem er
grunnlengd mánaðarins. Tólf slík-
ar hringferðir þarf í tímalengd,
sem er næstum sú sama og
lengd sólársins. En tólf hring-
ferðir mánaðarins taka 354 daga, 8 klst.
og 48 mínútur. Þetta er kallað tunglár.
Vandamálið er því að samræma lengdir
sólárs og tunglárs, þannig að þau séu
hvort öðru samkvæm, og svo raunveru-
leikanum.
Þessum árangri er náð — eða næstum
náð — með innskoti, þ. e. með því að
skjóta inn aukadegi hér og þar. Einfalt
dæmi er hin mismunandi lengd mánað-
anna, sem er þannig skipulögð, að út
koma tólf 29Vz dags mánuðir, sem nálg-
ast samaniagðir hið 365 Vi daga sólár,
án þess að nokkur mánuðurinn þurfi að
vera neitt sérstaklega langur eða mán-
uðirnir þurfi ag komast úr sambandi
við árstíðirnar. Annað dæmi er 29.
febrúar á hlaupárinu þegar fjórðung-
arnir irá fjórum 365'A daga árum hafa
safnazt saman í einn aukadag.
etta kerfi kom að mestu frá
Egyptum, fyrir milligöngu Grikkja og
Róroverja en varð fyrir ýmislegri mis-
þyrmingu á þeirri leið. í Rómaborg um
200 f Kr. hafði æðstipresturinn vald til
að leiðrétta tímatalið. Stundum notaði
hann sér þetta vald pólitískt, og skaut
inn aukadögum til að stytta eða lengja
valdatíma embættismanna. Á dögum
Júlíusar Sesars var búið að skáka þannig
til dögum og mánuðum, að aðgerðir
rnannsins við náttúrleg fyrirbæri höfðu
ramskekkt tímatalið og það svo mjög,
að haustið var farið að hefjast í janúar-
rnánuði.
- En það var á þessum tíma, 4d f. Kr.,
sem núverandi timatal fór að taka á sig
mynd. Sesar bætti inn 90 dögum, svo að
vorið árið 45 f. Kr. hófst, eins og það átti
afð gera, í marzmánuði, og svo var því
haldið í lagi meg því að skjóta inn degi
og degi eflir þörfum. Þannig varð árið
365 dagar og 6 klukkustundir. Þetta var
júlískg tímatalið, og með litium lagfær
ingum af hendi Ágústusar, var það not-
rð í 1500 ár, allt til tíma Gregors XIII
á 16. öld.
En þá var það orðið ljóst, að afgang-
arnir, sem höfðu safnazt saman frá
Júliska árinu, sem var aðeins of langt,
þörfnuðust lagfæringar, arinars yrði
vorið komið aftur í febrúar, áður en
lyki. Árið 1582 felldi Gregor páfi ein-
faldlega niður 10 daga og kippti öllu í
• lag Og til þess að halda því í lagi
áfram, ákvað hann, að ár, sem enduðu
á hundrað, skyldu ekki vera hlaupár
nema því aðeins 400 gengju upp í ár-
talinu. Og þetta er almanakið, sem við
búum að nú.
Þessi endurbót páfa var fljótlega sam-
þykkt í öllum rómversk-kaþólskum
löndum, en annarsstaðar mætti hún
mótspyrnu um nokkurt skeið. Það var
ekki fyrr en 1752, að England — og
ensku nýlendurnar vestan hafs — tóku
það upp, og þá voru bæði júiisku og
greigorsku tímatölin komin enn meira
úr lagi; þannig fæddist George Was-
(hington 11. febrúar 1731 eftir júlíska
almanakinu („gömlum stíl“), en 22.
febrúar 1732 eftir því gregorska („nýj-
um stíl“). Júlíska tímabilið var við
lýði allt fram á þessa öld í löndum
grísk-kaþólsku kirkjunnar, þar með í
Rússlandi keisarans, en nú orðið er
gragorska tímatalið næstum að segja
allsstaðar notað.
F nda þótt gregorska kerfið komist
langt í því að fylgja rétt tímanum,
teljæ menn engu að siður, að það gæti
enn tekið nokkrum lagfæringum. Aðal
galiinn er sá, að það er óskipulegt.
Mánuðirnir eru frá 28 dögum upp í 31,
ársfjórðungarnir 90—92 dagar, og
árshelmingamir 181—184 dagar
Þetta samanlagt verður til þess, að
hvert árið eftir annað er óreglulegt
og reglulegir hátíðisdagar eru óskipu-
legir miðað við vikudaga. Það er þessi
skortur á lokafrágangi, sem gerir það
enn nauðsynlegt að kunna krakkavísu
eihs og „ap-jún-sept-nóv“, til þess að
vita um dagafjölda septembermánaðar.
Ef einhver fer að spyrja, hvað þetta
ger: eiginlega til, þá hafa tímatals-um-
bótamennirnir svarið á reiðum hönd-
uro og fara sjálfir að spyrja: „Mundum
við, vitandi og viljandi, þola slælegt
skipulag, sem rændi okkur dýrmætum
tíma, vinnukrafti, atvinnu og fé?“. Og
svarið yrði fljótt að koma: „Áreiðan-
lega ekki!“. En þessu verðum við nú
sarnt allir fyrir .... daglega og árlega
meðan núverandi almanak er notað“.
Umbótamennirnir mæla með eilífðar-
almanaki, þar sem hvert ár yrði reglu-
lega skipulagt eins og öll hin, að undan-
teknu innskoti fyrir hlaupár, sem væri
vart mei-kjandi.
Margar röiksemdafærslurnar fyrir
eilífðaralmanaki byggjast á væntan-
legum hagnaði í tíma og framleiðni í
viðskiptaheiminum. Formælendurnir
segja, til dæmis, að svona almanak
mundi létta stórum vinnu þeirra, sem
eiga að sjá um kaupgreiðslur hjá fyrir-
tækjum, sem greiða mánaðarlega eftir
unnum vinnudögum. Þarna er- ekki ein-
asta um misræmi að ræða frá mánuði
til mánaðar, heldur getur tiltekinn
mánuður breytzt frá ári til árs — janú-
ar getur haft 23 vinnudaga eitt árið
en 22 næsta ár.
Sama verður uppi á teningnum hjá
skó'astjórum, sem verða að gera áætlun
fyrir árið, þar sem, lögum samkvæmt,
er kennt ákveðna dagatölu á ári. Eitt
árið getur tæplega hlítt sömu reglum
og annað — Verkamannadagurinn fær-
ist til frá ári til árs, til dæmis að taka
— og þannig verður þessi áætlunargerð
árlegur þrældómur. Sé eilífðaralmanak
ið notað, er hægt að áætla þetta í eitt
skipti fyrir öll.
jan'öar FEBRJÚAR MARZ
S M > M F F L S M Þ M F F L 5 M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
APRÍL MAÍ JÚNÍ
S M Þ M F F L 6 A\ M F F L S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 t 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 301
JÚU ÁGÚST SEPTEMBER
5 M *» M P F L S M Þ M F F L S M Þ M F F L"
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
OKTÓBER NÖVEMBER DESEMBER
S M »* M F F L S M 1» M F F L S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 301 3
Mynd af eilífðaralmanaki. Endist umallan aldur. í þessu eilífðaralmanaki,
sem stungið hefur verið upp á, færisthlaupársdagurinn til júní H, helgidags
sem kemur inn milli 30. júní og 1. júlí.Árif endar svo á Heimsdegi, sem
kemur eftir 30. desember á hverju ári.Dagsetningar falla alltaf á sama viku-
dag — t.d. verður jóladagur alltaf á mánudegi.
n sennílega mundi það nú vekja
meiri áhuga hjá öllum almenningi, að
með eilífðaralmanaki mundu allir merk-
isdagar, svo sem afmælisdagar, jól o. fl.
falla á sama vikudag, séu þeir annar3
bundnir mánaðardegi. Þag mundi vafa-
laust létta ýmsar ráðstafanir í einka-
lífi manna, ef þeir vissu fyrirfram á
avaða vikudag t. d. þjóðhátíðardagurirn.
munai íalia.
Fram hafa komið margar tillögur um
eilífðaralmanak, sem bæði munidu vera
í samræmi vig náttúruöflin og einnig
valda reglulegri tímareikmngi. Þjóða-
nandalagið hafði á srnúm tíma til at-
lrugunar meira en 500 útgáfur af
eilífðaralmanaki, og samþykkt Vatikans-
ins nýskeð bendir eindregið til þess,
að málinu sé enn haldið glaðvakandi.
Ein tillaga, sem hefur hlotið mikij
fylgi. er Heimsalmanakið, byggt að
mestu á verki ítalsks rómversk-kaþólsks
prests, Marcos Mastrofinis, fyrir meira
en heilli öld. Þetta almanak fylgir mjög
nálega hinu núgildandi, en verður að
eilífð„ralmanaki með breytingu á lengd
sumra mánaðanna, jöfnun ársfjórðung-
anna og innskoti aukadaga.
Þannig mundi hver ársfjórðungur í
Heimsalmanakinu hafa stöðuga þriggja
mánaða röð með 31, 30 og 30 dögum.
Þetta yrðu 364 dagar í árinu. Sá 365.
yrði kallaður desember H, eða heims-
dagur, alþjóðahelgidagur til hvatning-
ar um samvinnu þjóða, góðvild og frið.
Fjórða hvert ár, eða hlaupár, yrði svo
annsr helgidagur, júni H, sem skotið
væri inn á milli 30. júní og 1. júlí. Jóla-
dagur yrði alltaf á mánudegi, 4. júlí á
miðvikudegi og Þakkargjörðardagurinn,
sem er fjórði fimmtudagur í nóvember,
yrði þá alltaf sá 23.
■T etta væri lika spor í áttina til
að festa vissan sunnudag sem páska-
dag. Páskadagur er á sunnudegi, af því
að samkvæmt kristinni trú reis Kri -tur
upp á sunnudegi. En tilraunir til að
ák/eða fastan ársdag þessa atburðar
hafa leitt af sér flókna stjarnfræði-
lega og stærðfræðilega útreikninga út
frá páskum Gyðinga, sem voru haldnir
á vorjafndægri. Hjá flestum kristnum
þjóðum falla þannig páskarnir einhvers-
staðar á tímabilinu frá 22. marz til 25.
apríl. -
En lagfæring almanaksins í rás ald-
anna, og mótþrói sumra trúarflokka
gegn því að taka gilda útreikninga ann-
arra trúarflokka — dagsetning pásk-
anna og þar með öskudagsins o.fl. —
hefur verið stöðugt deiluefni kristinna
trúarflokka, og valdið ruiglingi og
óþægindum þeim sem eiga að ákveða
dagana.
Það var einmitt í samræmi við við-
leitni sina til að sætta og sameina
kristna menn, að Vatíkanið lýsti því
yfir, að það^ „væri því ekki ándvígt
að ákveða páskana á vissum sunnudegi
hins gregorska tímatals" og væri enn-
fremur „ekki andvígt hinum ýmsu til-
raunum til ag koma upp borgaralegu
eilífðaralmanaki, að því tilskildu, að
vikan með sinum sunnudegi héldist
óbreytt".
Kröfur trúarflokka um sunnudag
eftir hverja sex daga hafa verið mikili
drr-gbítur á endurbætur á tímatalinu.
En þessi krafa byggist á fjórða boðorð-
inu: „Sex daga skalt þú verk þitt vinna
..... “ o. s. frv. Þessvegna verður
jafnvel Heimsalmanakið fyrir gagnrýni
frá sumum trúarflokkum, sem halda því
fram, að sé dögum skotið inn, komist
órcgla á röðina.
Umbótamennirnir svara því til, að
innskotsdögunum sé ekki skotið inn í
vikurnar heldur inn á milli þeirra, og
þeir halda því fram, að úr því að þetta
almanaksfrumvarp hafi ekki inni að
halda neinar átta daga vikur, verði
Framhald á bls. 6.
4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
35 tbl. 1964