Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Side 5
Sólóhringdans
Eftir Sigurb A. Magnússon
Oft veltir lítil þúfa þungu
hlassi! varð mér að hugsa,
þegar ég las ritsmíð Helga Sæmunds-
sonar, formanns Menntamálaráðs, í
Alþýðublaðinu á miðvikudaginn í
fyrri viku, 25. nóvember, út af stuttu
rabbi mínu hér í Lesbókinni sunnu-
daginn næstan á undan. Þau fáu orð
sem ég þar lét falla, að gefnu tilefni,
um ung íslenzk skáld, forpokun ís-
lenzka peningaþjóðfélagsins og þær
kellingar sem nú tröllríða íslenzkri
bókaútgáfu, hafa orðið formanni
Menntamálaráðs tilefni til heillar
síðu langloku, sem er með þeim
kynjum saman sett, að maður veit
ekki gjörla að lestri loknum hvað
greinarhöfundur vildi sagt hafa.
Minnti þetta mig auðvitað strax á
annan stjórnskipaðan menningarfor-
stjóra hér í höfuðstaðnum og olli
mér heilabrotum um hugsanleg á-
hrif (skaðleg ,auðvitað) ríkisvaldsins
á heilastarfsemi þeirra manna sem
veljast til forustu í menningarmál-
um þjóðarinnar.
Helgi Sæmundsson upphefur grein
sína, eftir því sem ég kemst næst, á því
að setja ofan í við mijg fyrir að hafa
orð á tómlæti þjóðarinnar við ungu ljóð-
skáldin. Sliku tómlæti sé bara alls ekki
til að dreifa. En þegar kemur fram í
miðja grein, er hann kominn að þeirri
niðurstöðu, að skáld verði einatt að bíða
þess að finna hljómgrunn og fá viður-
kenningu þangað til þau eru dauð og
löngu grafin.
i
Um Hannes Pétursson er það að segja
að hann vakti mikla og verðskuldaða
athygli með fyrstu bók sinni, en tvær
seinni bækur hans hafa ekki selzt
nálætgt því jafnvel, þó þær séu að mörgu
leyti fremri fyrstu bókinni. Hvað veldur?
M.a. það sérkenni borgaranna í okkar
forpokaða þjóðfélagi að hafa ekki áhuga
á öðru en því sem er nýtt af nálinni,
sensasjóneit. Menn eru forvitnir um
fyrstu bók höfundar, fyrstu málverka-
sýningu ungs málara, fyrstu leiksýningu
upprennandi leikskálds, fyrsta flutning
á tónverki ungs tónskálds, en þegar nýja-
andlegri grósku í landinu. Mig furðar
satt að sesgja á því, að maður, sem
fengizt hefur við bókmenntagagnrýni
um árabil og ætti að hafa einhverja
yfirsýn yfir þróunina í þessum málum,
skuli finna hjá sér hvöt til að ganga
■fram fyrir skjöldu og verja tómlætið,
andleysið og forpokunina, en kannski
er hann sjálfur mælskasta táknið um
það sem gerzt hefur og er að gerast.
Hugleiðingunni um að íslenzk sam-
tiðarskáld njóti allbærilegra vinsælda
lýkur svo með tilvísun til Fjölnis, sem
átti litlu gengi að fagna meðal íslend-
inga forðum daga, og til Jónasar Hall-
grímssonar sérstaklega, sem naut „ekki
snilldar sinnar í lifanda lífi“. En við
þessu er ekkert að gera, því eins og Helgi
tekur fram: „Vönduðustu og fegurstu
bókmenntirnir eiga oft erfitt uppdráttar
fyrst um sinn, en venjulega koma þær
samt í leitirnar.“
Nú mætti auðvitað taka þennan ein-
kennilega hringdans sem tilraun til að
skemmta lesendum Alþýðublaðsins með
dálitlu sprelli þetgar skammdegið færist
yfir — en þeim er sennilega flestum eins
millitíðinni hefur hann samt talið
upp nokkur samtímaskáld til að styðja
þá staðhæfingu sína að íslendingar verði
„naumast sakaðir með rökum um það
tómlæti, að þeir vilji ekki gefa nýstár-
legum skáldskap gaum að hætti ann-
arra menningarþjóða." Skáldin sem
hann telur upp eru Stefán frá Hvíta-
dal, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmunds-
son, sem allir „urðu á svipstundu þjóð-
kunnir af Ijóðagerð sinní", en hann
viðurkennir hins vegar að ljóð Steins
Steinars og Snorra Hjartarsonar hafi
ekki náð neitt svipuðum vinsældum. Síð-
an telur hann upp þá Þorstein Valdi-
xnarsson, Hannes Sigfússon og Hannes
Pétursson, sem allir hafi hlotið mikla
viðurkenningu ungir að árum. Þessar
staðreyndir hljóta „að vega nokkuð á
móti skapvonzku Sigurðar A. Magnús-
Eonar“, segir formaður Menntamálaráðs,
og þar með er málið afgreitt.
En er það nú alveg víst, að staðreynd-
lrnar séu þær sem Helgi Sæmundsson
vill vera láta og að málið sé eins ein-
íalt og hann kveður það vera? Mér er
satt að segja ekki kunnugt um, að þeir
Þorsteinn Valdimarsson og Hannes Sig-
fússon hafi náð þeirri þjóðhylli sem
Helgi gefur í skyn, þó þeir hafi hlotið
maklega viðurkenningu af „vandlátum
og kröfuhörðum“ ljóðavinum. Ég var
ekki að ræða um þennan fámenna hóp
ljóðavina, heldur um þjóðina í heild,
bókmenntasmekk íslendinga almennt.
sannfæringar en rótgrónir íhaldsmenn
(og þar ei-u kratar vissulega meðtaldir).
Og leyfist mér að gefnu tilefrii að
spyrja formann Menntamálaráðs og stór-
virkan bókmenntagagnrýnanda, með
hvaða heimild (opinberri eða annars
konar) hann lýsir því yfir, að harðir
dómar um skáldskap Davíðs SteSánsson
ar eða síðustu bók Jóhannesar úr Kötl-
um séu runnir af rót minnimáttarkennd
ar, hroka og öfundar? Hefur það verið
óhaigganlega staðfest á einhverju æðra
plani, að þeir Davíð og Jóhannes séu
hafnir yfir alla gagnrýni?
Og hvaðan kemur formanni Mennta-
málaráðs vitneskjan um það, að Jónasi
Hallgrimssyni hafi mistekizt það sem
hann ætlaði sér, þegar hann réðst á
rimnaskáldskíap Sigurðar Breiðfjörðs?
Það skyldu þó aldrei vera fleiri menn
og upphafnari en ungu skáldin sem
kveða upp sleggjudóma um menn og
málefni, þegar rökin þrýtur!
■r að er náttúrlega ekki nema til-
hlýðileigt og rétt, að þingkjörinn menn-
ingarleiðtO'gi taki undir jarm vinnuveit-
enda sinna í Steinhúsinu við Auslurvöll
um „nöldur“ og „skapvonzku“, hvenær
sem styggðaryrði heyrist frá þeim fá-
ráðu stjörnuglópum sem trúa því í ein-
feldni sinni, að gagnrýni og jafnvel
skammir kynnu að valda því, að svefn-
göngum vanans detti „dofinn úr stirðn-
uðum limum“, þó ekki væri nema um
stundarsakir. Mér liggur i léttu rúmi,
hvort rabb mitt eða rifrildi er nefnt
„nöldur" eða eitthvað þaðan af verra.
Um skilgreiningar á slíkum fyrirbærum
má deila rétt eins og deila má um,
hvaða þjóðfélaig jarðarinnar sé for-
pokaðast. Þar ræður smekkur og per-
sónuleg viðhorf.
brumið er farið af þessum mönnum
Og þeir fara að koma fram með fleiri
og venjulega betri verk, ja, þá er ekk-
ert spennandi lengur — þá hverfa
menn bara aftur til Kiljans og Kjarvals,
sem hafa fengið útlenzka uppáskrift
upp á snilld sína. Og þetta furðulega
tómlæti íslendinga er ekki bundið við
„ungu skáldin" ein, heldur nær það til
„þjóðskálda" á borð við Guðmund
Böðvarsson, og ætti formanni Mennta-
málaráðs að vera það mál kunnugra en
flestum, þar sem Menningarsjóður gaf
út næstsíðustu ljóðabók Guðmundar.
farið og mér: að þeir sjái ekki
skemmtilegu hliðina á þessari gaman-
semi, heldur fyrst og fremst grátbros-
legu hliðina. Það er t.d. dálítið hlálegt
fyrir nokkur af betri skáldum íslend-
inga af yngri kynslóð að láta formann
Menntamálaráðs vísa sér til sætis við
hliðina á þjóðskáldunum Davíð og Tóm-
asi, meðan bækur þeirra seljast kannski
í 100 ti'i 200 eintökum!
M
É,
!'g hef mér vitanlega hvergi borið
á móti þvi, að Davíð, Tómas og Stefán
frá Hvítadal hafi orðið þjóðkunnir á
svipstundu fyrir 30—40 árum, en ég
var að fjalla um nútímann — það skeið
í sögu þjóðarinnar þegar hún hefur í
fyrsta sinn næg fjárráð til að kaupa
góðar bækur og stuðla fjárhagslega að
ér var reyndar löngu ljóst, að
mannkynið les ekki aðeins úrvalsrit, og
að góð skáld eiga sér að jafnaði upp-
risu von, en það var bara ekki þetta sem
rabbið illræmda fjallaði um, heldur
þann hátt starfsbróður míns hér á Les-
bókinni og margra íslenzkra igóðborg-
ara að setja „ungu ljóðskáldin á ís-
landi“ undir einn hatt, væna þau um
bölmóð og fjandskap við fegurð lífsins
og lýsa þau óalandi í þessu þjóðfélagi,
ef þau kunna að hafa aðrar pólitískar
u
n beinar og óvefengjanlegar stað-
reynoir verður smekkurinn hins vegar
ekki látinn ráða, þó það gæti að vísu
stundum verið handhægt. Þegar sjálfur
formaður Menntamálaráðs gerir siig
tvisvar á tæpum þremur vikum beran
að grófum og tilefnislausum lygum „í
heyranda hljóði“, þá er vissulega
ástæða til að stinga við fæti og athuga
í alvöru, hvert stefnir. Eru því raun-
verulega engin takmörk sett lengur,
hvað ábyrgir opinberir menningarfor-
kólfar geta leyft sér að bera á borð fyrir
íslenzka lesendur?
Matthías Johannessen hefur raunar
að hálfu leyti hrakið þær purkunarlausu
lygar sem fram komu í grein Helga
Sæmundssonar í Alþýðublaðinu 6. nóv-
ember, þar sem hann kvartaði yfir tóm-
læti Morgunblaðsins í sambandi við út-
komu Orðabókar Menningarsjóðs í
fyrra. Matthías skýrði frá því að Mbl.
hefði birt frétt um bókina og fjallað um
hana í leiðara, auk þess sem hann vitn-
aði í skrif mín um hana. En honum láð-
ist að geta þess, að Morgunblaðið átti
einnig viðtal við Gils Guðmundsson,
framkvæmdastjóra Menningarsjóðs,
vegna útkomu Orðabókarinar og birti
þar á Cifan ljósmynd af heilli síðu úr
henni. Umgengni Helga Sæmundssonar
við sannleikann í þessu tiltölulega lítil-
væga atriði er svo furðuleg, að mér kem-
ur ekki í svipinn annað átakanlegra.
dæmi til hugar. Það er þó allténd máls-
bót, ef menn hafa eitthvert brýnt tilefni
til að að ljúga!
I
grein sinni 25. nóvember gengur
Helgi Sæmundsson skrefi lengra á þess-
ari hálu braut, því nú er það ekki leng-
ur Morgunblaðið sem hann beinir skeyt-
um sínum að, heldur tveir einstaklingar:
Framhald á bls. 6.
37. tbl. 1964.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5