Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Síða 2
Brezki íhaldsflokkurinn á það
sammerkt við Júlíus Sesar,
að hann vill sjá feii a menn í kring-
um sig, ekki í holdlegum heldur í
andlegum skilningi, veraldarvana
menn sem hafa etið af aðskiljanleg-
xim ávöxtum lífsins og átt auðuga
ævi — riddara fremur en „kringlu-
höfða“ (háðsheiti á púrítönum á
dögum Cromwells). Það er af þess-
ari ástæðu fremur en af smekk-
lausu snobbi sem flokkurinn velur
leiðtoga sína tíðum úr röðum há-
stéttanna, þar sem áðurgreindir eig-
inleikar þykja helzt vera fyrir
hendi.
Neville Chamberlain var að sjálfsögðu
eftirminnileg undantekning frá þessari
reglu, enda hefur pólitískur ferill hans
orðið til að staðfesta flokkinn í trúnni
á hina óskráðu reglu, og þar við bætist,
að fyrir andstöðuflokknium er nú áber-
andi fulltrúi þeirrar litlaus-u, óróman-
tísku nytsemdar-hefðar, sem er eitur í
beinum íhaldsmanna, Harold Wilson
forsætisráðherra. Um einkalíf hans er
tæplega annað í frásögur fært en að
hann hefur mætur á flöskusósum og
burstar skóna sína sjálfur.
fhaldsfiokkurinn brezki hefur líka á-
kaflega sterka tilhneigingu til að halda
völdum í iandinu, sem er kannski eðli-
legt þegar haft er í huga, að hann legg-
ur mikla áherzlu á gæði iífsins, og
þeirra verður miklu betur notið í á-
vaxtagarði ríkisstjórnarinnar held-
ur en á eyðimörk stjórnarand-
stöðunnar. Flokkurinn hefur
með öðrum orðum fullan hug
á að vinna næstu kosningar, og enda
þótt flokksmenn — eða a.m.k. mikill
meirihluti þeirra — séu hæstánægðir
með jarlinn sinn, Sir Alec Douglas
Home, í broddi fylkingar (enda eru fá-
ir betri fulltrúar nddara-hefðarinnar en
hann), þá hefur sú tilfinning mjög grip
ið um sig meðal forustumanna flokks-
ins, að þjóðin mundi veita honum öfl-
ugra brautargengi, ef fyrir honum færi
maður sem væri nútímalegri en hinn
ágæti jarl.
X rauninni er íhaldsflokkurinn
að leita sér foringja, sem hæfi þessari
öld. Auðvitað verður hann að vera trúr
hinni gömlu riddaralegu hefð, en hann
verður líka að standa föstum fótum í
nútímanum, vera barn tæknialdarinnar,
án þess þó að hafa „magran svip og
soltinn".
Þegar þessar þarfir eru hafðar í huga,
kemur það mönnum sízt á óvart, að
augu íhaldsmanna skuli hafa beinzt að
Reginald Maudling, hinum 47 ára gamla,
holduga fyrrverandi fjármálaráðherra,
því hann uppfyllir kröfurnar í ríkara
mæli en nokkur keppinauta hans. Þó
Maudling sé ekki af háum stigum —
faðir hans var bókari — né hafi geng-
ið í fræga skóla, þá hefur hann í mörg-
um greinum smekk hástéttanna: dýr
veitingahús, næturklúbbar, Suður-
Frakkland, þurrir martini-drykkir. Þó
hann búi yfir miklum hæfileikum og
menntun, einkum á sviði efnahagsmála
(en þar er Sir Alec mjög aumur, verð-
ur að nota eldspýtur til að reíkna), þá
Reginald
líkist hann miklu fremur bónda en
menntamanni og talar jafnan eins og
alþýðumaður.
Þó Maud'ling sé töluvert framsækinn
í efnahagsmálum (styður jafnvel tak-
markaðan áætlunarbúskap) og vilji
koma nútímaskipulagi á iðnaðinn, þá
er hann ,,rétttrúaður“ og ihaldssamur,
ef ekki beinlinis afturhaldssamur, í fé-
lagsmálum, t.d. í sambandi við dauða-
refsingu og endurbætur á refsilöggjöf-
inni. Hann var ef satt skal segja einn af
fáum leiðtogum íhaldsflokksins sem
greiddu atkvæði gegn afnámi henginga.
í utanríkis- og varnarmálum er hann
líka „heilbrigður“ (á flokksvísu), því
hann var eldheitur stuðningsmaður Ed-
ens í Súez-ævintýrinu og berst fyrir
því, að Bretland eigi áfram óháðan varn
arstyik kjarnorkuvopna.
E f gerð væri tilraun til að búa til
samsetta mynd af manninum sem íhalds
flokkinn dreymir um — þ.e.a.s. leið-
toga sem hefði viðhorf, smekk, upp-
runa og uppeldi, ei félli bæði eldri og
yngri mönnum flokksins í geð, þá
mundi koma fram nákvæm eftirlíking
Reginalds Maudlings.
Framaferill Maudlings hófst snemma
í seinni heimsstyrjöld, þegar hann var
fluttur úr njósnadeild flughersins og
gerður að einkaritara í flugmálaráðu-
neytinu. Bretar höfðu þá brýna þörf
fyrir fleiri flugvélar, og það sem hann
sá frá skrifborði sínu sannfærði hann
um hið veigamikla hlutverk sem rikis-
stjórnir gætu gegnt i nútímaefnahags-
lífi til að örva og efla framleiðsluna.
Stjórnmálin fóru þá þegar að laða hann
til 9Ín, þannig að hann missti áhugann
á lögfræðinni —hann varð málafærslu-
maður rétt fyrir stríð — og sömuleiðis
á háskólalifi, en hann hafði sótzt eftir
að verða háskólakennari og næstum
hreppt eftirsótta stöðu i Oxford.
Árið 1945 bauð Maudling _sig fram til
þings og féll. Hann valdi íhaldsflokk-
inn ekki af neinni hugsjónafræðilegri
sannfæringu, heldur vegna þess að
reynsla hans í stríðinu hafði sannfært
hann um, að hin kreddubundna afstaða
Verkamannaflokksins til efnahagsmála
væri ekki í neinu skynsamlegu sam-
bandi við veruleikann og flókin vanda-
mál iðnaðarþjóðfélags nútímans. Hann
var að því leyti frábrugðinn mörgum
jafnaldia sinna, að eymd atvinnuleys-
isáranna fyrir stríð hafði ekki fengið
neitt verulega á hann.
Þetta var ekki bara vegna þess að
hann hafði ekki sjálfur lifað þessa
eymd — margir ungir menn úr mið-
stéttunum urðu fyrir sterkum og var-
anlegum áhrifum af eymdinni sem þeir
sáu. En Reggie Maudling var ekki þá
fremur en nú tiltakanlega uppnæmur
fyrir viðkvæmum tilfinningum. Hann
var þeirrar skoðunar þá eins og nú, að
sósíalisminn gæti ekki læknað efna-
hagserfiðleika Bretlands, og það væri
skortur á heilbrigðri dómgreind að
ganga Verkamannaflokknum á vald
bara vegna vondrar samvizku út af
kreppuár unum.
að var um þetta leyti sem R.A.
Butier, gleggsti maður íhaldsflokksins
á unga hæfileikamenn, fékk föðurlegan
áhuga á Maudling og tadi hann á að
gerast starfsmaður hjá rannsóknadeild
flokksins. Maudling var þá 29 ára gam-
all og frami hans var tryggður. Hann
varð fljótlega persónulegur ráðgjafi
Winstons Churchills um efnahagsmál,
sem var veigamikið starf, og var kosinn
á þing árið 1950. Hann fékk fyrsta
minniháttar ráðherraembættið árið
1952, eftir að íhaldsflokkurinn var a,ft-
ur setztur að völdum, það var í fjár-
málaráðuneytinu. Árið 1955 fékk hann
fyrsta eiginlega ráðherraembættið, varð
birgðamálaráðherra. Tveimur árum síð-
ar var hann skipaður formaður nefnd-
ar, sem átti að vinna að efnahagssam-
vinnu Bretlands og meginlands Evrópu
með 17-ríkja fríverzlunarsvæði.
Þetta var fyrsta meiriháttar vanda-
verk hans og reyndist verða fyrsti ó-
sigur hans. Eins og málin horfa við nú,
virðist augljóst að Maudling átti ekki
sök á þvi, að samningsviðræðurnar
strönduðu, þó honum væri kennt um
það. (Andstaða Frakka var þá dulin,
en kom síðar upp á yfirborðið). Sagt
var, að hann hefði ekki lagt .sig nægi-
lega fram, að hinn ljúfmannlegi en inni-
legi leiðindasvipur, sem hann einatt
setti upp við samningaborðið, hefði
sannfært Evrópu um, að Bretum væri
ekki fullkomin alvara — og fékk sú
skoðun byr í vængi af sögum sem gengu
í Briissel þess efnis, að brezki ráðherr-
ann væri öli kvöld dansandi á nætur-
klúbbum í stað þess að liggja yfir skjöl-
um heirua á hótelinu.
Þetta var ekki í síðasta skiptið sem
léttlæti og skemmtanafíkn Maudlings
gáfu mönnum tilefni til að efast um.
foringjahæfileika hans. (Þegar umræð-
ur voru teknar upp að nýju um efna-
hagssamvinnu Bretlands og Evrópu, var
sendur á vettvang maður, sem ævinlega
virðist taka iífið alvarlega, Edward
Heath, en niðurstaðan varð samt hin
sama: enginn árangur).
Segja má að viðbrögð Evrópu við
Maudling hafi verið skiljanleg. Enda
þótt hann gerði engar tæknilegar skyss-
ur í samningsviðræðunum, einkenndist
afstaða hans hvorki af sannfæringu né
tilfinningahita. Hann skírskotaði til heil
brigðrar sikynsemi, þegar Evrópumenn
vildu fá Breta til að sameinast sér í
,.krossferð“. Þó hann væri sannfærður
um það í höfðinu, að fríverzlunarsvæði
væri góð hugmynd, virtist hjarta hans
ekki slá örar við tilhugsunina.
E n gagnrýnin á „geð'leysi" Maud-
lings varð samt ekki til að hefta mark-
vissan frarna hans. Árið 1959 fékk hann
fyrsta embættið í sjálfu ríkisráðinu,
þegar hann var skipaður viðskiptamála-
ráðherra. Gagnstætt öllum hraksp'm
jókst útflutningur .Breta til markaðs-
bandalags Evrópu verulega og um leið
efldist orðstír Maudlings. Síðan var
hann gerður að nýiendumálaráðherra á
örlagastundu, þegar viðræðurnar um
sjálfstæði Kenýa stóðu sem hæst og
voru komnar í ógöngur. Hér varð rj-
lyndi Maudlings og ljúfmannlegt lélt-
lyndi honum jafn drjúgt til árangurs og
það hafði verið honum ódrjúgt í Briiss-
el. Bæði hvítir menn og svartir málu
hispursleysi hans og hreinskilni, og Ie;ð
in til sjálfstæðis varð tiltölulega greið-
fær.
Það var um þetta leyti sem Maudling
sýndi af sér meiri röggsemi en h~nn
hefur gert fyrr eða síðar. fhaldsst' n
Harolds Macmillans var komin í hálf-
gerðar ógöngur. Mikill uppgangur, sem
Macmillan gortaði mjög af, hafði leitt
til hættulegrar dýrtíðar. Til að koma
í veg fyrir, að brezkum vörum v ’ii
bolað út af heim9markaðinum, ne; 1-
ist þáverandi fjármálaráðherra, S n
Lloyd, till að grípa til þeirrar m.’c : o
óvinsælu ráðstöfunar að frysta öll un.
Kjósendur voru í uppreisnarhug, r 3-
stjórnin í hættu stödd og andxúm ’ 5
innan íhaldsflokksins vonlausara x
það hafði niokkurn tíma verið síc . ,.-
ez-ævintýrið bar að höndum
R.eggie Maudling sá sér þá ' \
borði og lét sla.g standa. Hann s t
niður kvöld eitt og samdi óver. r
orðsnjallt bréf, sem hann sendi
endum í kjördæmi sínu. Þett° > f
kömst náttúrlega í blöðin og vakti . ;
alþjóðarathygli. í bréfinu benti M
ing á, að yfirstandandi tímar vr í
senn hættulegri og æsilegri en m t
annað skeið mannkynssö;;unnar. M, ’-
írnir ættu völ á ótal möguleikum, • t
frá kjarnorkustyrjöld til aldarfars ar
sem vísindin gætu frelsað menn . á
fátækt og eymd og orðið grundvu ir
nýrrar sóknar í átt til betra og æöra
mannlífs. Hann kvað tilgang framU a
og allsnægta vera þann að tryggja rétt
val á hverjum tíma. Frelsi án re iu
væri tilgangslaust jafnt í efnahagslífinu
Framhald á bls. 6.
FraniKv.stj.: Sigtas Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason trá Vleur.
Matthfas Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni GarSar Krlstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti S. Sími 22480
Utgefandl: h.t Arvakur Reykjavík.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
8. tbl. 1965.