Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Síða 14
I>egar við svo komum tii mannabyggða,
voru engir ofnar í herbergjunum. Okk-
ur var sagt, að dönsku embættismenn-
irnir, sem til landsins fluttust forðum
daga, hafi oftast legið í rúminu. f>eir
lögðust fyrir á haustin, en fóru svo á
fætur á vorin, þegar sólskinið kom.
ísland hefur verið áður fyrr sikógi
vaxið. Nú er því lokið, því miður. Enn
eru til nokkrir smávaxnir skógar, sem
íslendingar sýndu með mikilli hreykni,
t>g vitanlega voru þeir fallegir.
Á Egiisstöðum skildi ég við fylgdar-
manninn. Við vorum orðnir mestu mát-
ar. Að útliti var hann eins og ræningi og
á Akureyri var mér sagt, að ég mætti
ekki gefa honum brennivín, því að þá
yrði hann til einskis nýtur. Sama hafði
fylgdarmanninum verið sagt; að Svanöe
yrði alveg vitlaus ef hann fengi brenni-
vín. Nú, ég var nú líklega heldur
ekki traustvekjandi útlits. Þessvegna
földum við báðir flöskurnar okkar alia
ferðina. Ég var nú annars alveg búinn
að gleyma mínum, en áður en við skild
um, fengum við okkur nokkra snafsa
saman og sögð'um hvor öðrum reyfara-
sögurnar, sem okkur höfðu verið sagð-
ar, hvorum um annan.
Ég kom fyrst við á Reyðartfirði og
hélt svo áfram ríðandi til Seyðisfjarð-
ar.
Nú langaði mig að fá mér heitt bað.
Víða á Islandi eru heitar laugar. í
Reykjahlíð eru tvær tjarnir með heitu
vatni, á jörðinni. Aðra notaði kven-
fólkið en karlmennirnir hina. En slíkt
var ekki til á Seyðisfirði: eina heita
baðið, sem þar fyrirfannst, var í sjúkra-
húsinu. Ég fékk leyfi hjá lækninum
til að fara þar í bað. Einnig fékk ég
hjá honum reseft, nákvæmlega eins og
gerðist í Noregi meðan bannið var þar.
í apótekinu fékk ég einlhvern fjólub'á-
leitan vökva og á miðanum stóð, að
hann skyldi taka — eina matókeið á
tveggja klukkustunda fresti.
Um kvöldið hitti ég ritstjóra staðar-
ins, Guðmund G. Hagalín. Hann hafði
verið smailadrengur á Vestfjörðum og
hafði sjálfur kostað sig til mennta.
Hann kvaðst ætla að gefa út fyrstu
kvæðabókina sína þá um haustið og
yrkja um vetrarnætur. Hann er nú bóka
safnsráðunautur á íslandi, og hefur
skrifað 40 skálidsögur, sm'ásögur og ævi
sögur.
ísland kvatt
ar riðjudaginn 30. júlí fór ég kring
um land og til Reykjavík'Ur, á íslenzka
skipinu Sterling. Ég fékk ekkert sól-
skin, en gat samt eéð land, alla leið,
blátinduð fjölil og skinandi hvíta jökla
á milli. í Reykjavík hitti ég meðal
annarra Hlíðdal verkfræðing. Hann
varð síðar landsímastjóri og er enn á
lífi.
Frá Reykjavík fór ég til London og
gaf þar enska félaginu skýrslu mína.
Þetta enska félag fór síðar yfrum, svo
að því miður varð enginn árangur af
þessu í þetta sinn.
Ég kom til Noregs 21. ágúst, eftir
næstum tveggja mánaða útivist. A skip-
inu til Noregs hitti ég skipsdreng, sem
gekk alltaf með húfuna undir hendinni.
Éig spurði hann, hversvegna hann legði
Ihana ekki frá sér. Nei, hann hafði ver-
ið skotinn í kaf þrisvar og þá misst al-
eigu sína, og nú átti hann ekki eftir
annað en húfuna. Þessvegna gætti hann
hennar svona veil. .
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 7.
hugsa til þess, að þetta, grænt og rautt,
voru einu litimir, sem hún hafði veitt
athygli á ferðum sínum um heiminn.
Og‘ svo hafði það alls ekki verið grænt
og rautt þegar til kom. Að minnsta
kosti ekki árum saman.
Hún tók eftir, að i augnaráði hans
brá fyrir ánægjugiampa, og þegar hún
gerði sér grein fyrir því, varð hún grip-
in sínum gamalkunna taugaæsingi.
„Já, hér er ég“, skrækti hún, „náðu
nú bara í byssuna. Þú skalt fá að skjóta
mig alveg eftir listarinnar reglum, stand
andi, sitjandi, eða liggjandi, framan frá,
aftan frá eða á hlið, höfiuðið eða hjart-
að. Ef þú vilt skjóta mig á flótta, þá er
velkomið að ég klifri upp á þakið og
fleygi mér niður. En þú neyðist víst
til að hjálpa mér að komast upp á þak-
ið.“
Hann hristi höfuðið.
„Það stendur ekkert í reglunum um
það að skjóta manneskjur", sagði hann.
„Þvert á móti, er mér víst óhætt að
segja. Og ég er ekki hermaður, ég er
veiðimaður.
Hún heyrði, að enn var hans gamla
drembilæti í röddinni, þegar hann sagði
orðið.
„Veiðimaður .... “
„En,“ hélt hann áfram, „ég vildi nú
samt gjarnan gefa þér þessa.“
Hann tók lítinn hlut upp úr brjóst-
vasanum og lagði hann á borðið. Hún
heyrði lágt málmhljóð, en varð að rýna
á hlutinn til að sjá hvað það var.
Veiðimaðurinn leit á armbandsúrið
sitt og sagði: „Það fer flugvél héðan
eftir klukkutíma, ég get ennþá komizt
heim í tæka tíð fyrir vorveiðarnar."
Hún glápti, sá að veiðimaðurinn
hneigði sig og fór.
Á borðinu fyrir framan hana lá byssu
kúla.
V eiðimaðurinn hlýtur að hafa
heyrt dimrnan, vitfirringslegan hlátur
hennar, en hann leit ekki við. Hann
var á leið til hinna stóru, víðáttumiklu
skóga.
Ragnhildur Jónsdóttir þýddi.
Beita vél með tungunni
T veir Ameríkumenn innan við
tvítugt, sem stunda vélfræðinám,
hafa fundið upp hjálpartæki fyrir
lamaða, sem geta sig ekki hreyft
vegna þess að allur líkaminn upp að
hálsi er máttiaus. Þeir hafa fundið
upp nýja rafmagnsvél, sem gerir
mikið lömuðu fólki fært að nota rit-
vél, segulband, grammófón, útvarp,
og lestæki fyrir míkrófilmur. Einnig
að kveikja og slökkva ljós, tala í
síma og nota innanhússíma til áð tala
við fólk í öðru herbergi.
Allt þetta er gert með því að beita
vél með tungunni. Sjúklingurinn not-
ar höfuðútbúnað, svipaðan þeim sem
símaverðir nota, með munnstykki
sem er þannig stillt, að það bregður
við ef það er snert með tungunni.
Þessi snerting sendir straum í magn-
ara og hinn aukni straumur er því
næst sendur inn í vél, líka að gerð
og rafreiknivél.
S júklingurinn getur svo valið
þá vélina, sem hann óskar, með
tungusnertingu og haft stjórn á
henni.
Þessi uppfinning var gerð af
William Abikeff og Arnold Stein-
mann, sem eru báðir 18 ára að aldri.
Þeir unnu undir stjórn Williams B.
Blessers í verkfræðiskólanum í
Brooklyn, N.Y.
Snemma á síðastliðnu ári fengu
piltarnir áhuga á ástandi 12-ára
stúlku, sem hafði verið máttlaus fyr-
ir neðan háls frá sex ára aldri. Þeir
gerðu sér ljósa hina óskaplegu erfið-
leika svona sjúklinga og hófu út-
reikninga í tómstundum sínum, til
þess að komast að því, hvort elek-
William Abikeff tv. og Arnold Steinmann sýna, hvernig kerfi þeirra
verkar, þegar það er snert með tungunni.
tróniskur útbúnaður mætti hér að
gagni koma.
Me'ð aðstoð dr. Blessers fengu
stúdentarnir 600 dala rannsóknastyrk
frá vísindasjóði ríkisins, svo að í sum
ar sem leið gátu þeir unnið fut'llan
vinnutíma að uppfinningu sinni í
rannsóknastofu skólans. Einnig leit-
uðu þeir hjálpar hjá ýmsum raf-
magnsfyrirtækjum, sem gáfu þeim
efni.
Rafmagnsútbúnaðurinn að innan.
T il þess að vél þessi gæti orðið
svona mikið lömuðu fólki að notum,
vaúð að vera hægt að beita henni
með vöðvum höfuðsins. Þeir reyndu
ljósgeisla, sem bemt var að slökkvur
um, svo og kristals-hljóðnema, sem
voru næmir fyrir blæstri, blístri og
mannsrödd, en að lokum ákváðu þeir
að nota slökkvara, sem væru snertir.
Lyklarnir sem notaðir voru í til-
raunavél þeirra voru settir í raðir,
7 x 7, og sýnilegir þeim, sem notar
þá. Með því að snerta með tungunni
fyrsta snertilinn af þremur á munn-
stykkinu, velur sjúklingurinn tiltekna
röð af merkjunum. Með því að snerta
annan, velur hann vissan dálk af
hnöppum og lýsir upp bóikstafinn,
sem valinn var. Þegar sá þriðji er
snertur, prentas-t stafurinn og kerfið
fer í samt lag aftur.
14 LESBÓK MOEGUNBLAÐSINS
8. tbl. 1965.