Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Side 2
Ístjómmálunum er oft
skammt ofan af hátindinum
níður í undirdjúpin. Sir Anthony
Eden, nú Aovn lávarður, er ekki sá
fyrsti, sem notið hefur þjóðarhylli
um lamgt skeið en hrökklazt síðan
frá völdum og haft lítið álit í augum
almennings. En breyttir tímar og ó-
heppilegar aðstæður urðu til þess,
að þessi vinsæli og dáði stjórnmála-
leiðtogi hvarf úr sveit forystumanna
fyrr en hann hefði kosið og með allt
öðrum hætti en hann ætlaði sér. Slík
málalok em síður en svo einsdæmi,
því af átta brezkum forsætisráðherr
um, sem látizt hafa á hálfri öld,
nutu sex lítils álits í lok stjórnmála-
ferils síns.
Sir Anthony Eden var orðinn þjóðar-
leiðtogi innan i ið fertugt — yngsti mað
ur síðan Rosebery. Hann varð utanríkis-
ráðherra 1935 — 38 ára að aldri — og
svo að segja skikkaður á gömlu menn-
ina af þjóðarviljanum. Þegar hann sagði
af sér, rúmum tveim árum síðar, festi
hann álit sitt fullkomlega í sessi. Hann
var ekki nema hálffimmtugur, þegar
Churchill, sem ætlaði í hættulegan leið-
angur á ófriðartím.um, útnefndi hann
eftirmann sinn, og við vitum nú, úr dag-
bókum Alanbmoke lávarðar, að Chur-
chill ', ar um eitt skeið á árinu 1942
reiðubúinn að víkja sæti fyrir Eden,
sem forsætisráðherra. Fyrir tuttugu ár-
um var hann orðinn einskonar þjóðar-
stofnun og hélt áfram að vera það í aug-
um alls almennings, þrátt fyrir Súes-
ævintýrið. Það er vart hægt að ofmeta
þetta, hvað snertir áhrif á huga hans o*g
innræti.
Hann hefur verið sagður eiga fáa
nána vini, oig getur verið hvorttveggja
til um sannleiksgildi þess. Einkalíf hans
varð fyrir áföllum, enda þótt hann að
lokum nyti mikillar hylli. Eftir því sem
árin liðu, sáu menn hann sem ímynd
þokka, velgengni og vinsælda. Og hin-
ar einstcku vinsældir hans stöfuðu þó
ekki af neinum lágkúrulegum eða yfir-
borðskenndum ástæðum. Að vísu kunna
hattarnir og buxnabrotin að ganga í
augu manna og bæði fyrr og síðar hafa
fríðleiki hans og fagur vöxtur orðið hon
um til nokkurs framdráttar. En þegar
við hvikulan áheyrendahóp var að eiga,
þá hafði hann einhverja næma tilfinn-
ingu til að bera, sem gerði hann að óvið-
jafnanlegum ræðumanni, og aðdráttar-
afii á ræðupalli, sem gerði fjölmennum
áheyrendahóp sínum sjaldnast von-
brigði. með því að láta sér verða orð-
fátt eða reka í vörðurnar. En það var
þó ekki þetta, sem olli þessu valdi hans
yfir almenningi.
í aldarfjórðung þótti Eden vera æðsti
samnefnari stjórnmálaskoðana í Bret-
landi á mikilvægustu alþjóðamálum.
Hann var með réttu talinn — eins og
Baldwin — geta séð það sem gott var
hjá andstæðingunum og meta ríkið
meira en flokkinn. Þegar hann kom
fyrst fram á sjónarsviðið var það sem
bardagamaður í fremstu röð og föður-
landsvinur, sem var eins ákafur friðar-
sinni og stuðningsmaður Þjóðabanda-
lagsins og nokkur skýjaglópur gat ver-
ið. Og af sögn hans 1938 rótfesti þessa
mynd af honum í huga almennings.
Og það hefði orðið vonlaust við-
fangsefni án fulllaominnar leikni í starfi
og flekklaus stjórnmálamannorðs, sem
hafði engu að leyna. Það var nægilega
uggvænlegt fyrir mann með enga sér-
staka hugsuðar-hæfileika, eða langsýnt
ímyndunarafl, eða jafnvel mælsku í
stað þessara eiginleika. En hvað sem tak
mörkunum mannsins líður, þá skorti
hann aldrei hugrekki, heldur hafði hann
það og meira til, ef svo mætti að orði
komast. Fyrir nokkrum árum, leið yfir
hann á opinberum fundi. í bæði skipt-
in var hann ekki fyrr búinn að jafna
sig en hann tók upp þráðinn þar sem
fyrr var frá honum horfið, í síðara skipt
ið með orðunum:: „— Fyrirgefið, að ég
skuli vera svona þreytandi. Ég held þeir
vilji hlusta á mig, og þá má ég ekki
bregðast þeim.“ Og hann brást þeim
heldur aldrei, þar til sá tími kom, að
landið hans var sundurtætt og hann
sjálfur — svo að orð föður Toms
Brown séu notuð — „gat hvorki stað-
ið né séð.“
Aðeins tvisvar siðan fyrri heimstyrj-
öldinni lauk, hafa Bretar klofnað ofan
frá og niður vegna ágreinings út af utan
ríkismálastefnu. í annað skiptið_ 1936-
1939 og í hitt skiptið út af Súez. í fyrra
tilvikinu sagði Eden af sér, og hafði
sóma af. En þessi róttæki klofningur
snerti eitthvað djúpstæðara hjá honum.
Hann varð kyrr sem utanríkisráðherra
meðan viðurkenningin gagnvart ítalíu
var afnumin og þegar hann svo fór úr
stjórn, lét hann lítt á sér bera þangað
til ófriðurinn hafði endurreist þjóðar-
eininguna.
Þegar komið var fram á 1956, tók
stöðugt að verða vart klofnings í Bret-
landi milli „alríkis“-stefnunnar annars
vegar og „Sameinuðu þjóða“-stefnunnar
hins vegar. Eden virtist fara sér hægt
og bíða átekta, eins og líka rétt var, ef
varðveita ætti þjóðareininguna. Og hans
eigin flokkur tók að mögla og maniga,
o„ finna sér til persónuleg aðfinnslu-
efni, sem þangað til höfðu legið í lág-
inni.
„Það kann að vera hægt að segja, að
hann sé veikur fyrir,“ sagði náinn vinur
hans, rétt áður en Nasser ofursti þjóð-
nýtti Súezfélagið, „en hann gerir aldrei
neitt, sem getur sundrað þjóðinni.. Til
þess man hann ofvel allan ruglinginn
fyrir ófriðinn." Þetta eru meinleg orð, ef
á það er litið, að Bretar voru komnir
í háarifrildi einum eða tveimur mánuð-
um síðar.
Var það tilviljun, að þessi ævilangi
talsmaður samkomulags á friðsamlegum
grundvelli og þessi framúrskarandi
mannasættir, skyldi síðar verða ofstopa-
maður og mesti sundrari, ekki einasta
síns eigin lands heldur og annarra landa
f þvi sambandi hefur ekki nægilegt til-
lit verið tekið til \eilsufars hans. Hefði
hann enn haft til að bera krafta og
spennu, eins og þegar hann stóð upp á
sitt bezta, hefði hann þá stillt sig um
þessi óstuddu ensk-frönsku afskipti, eða
leitað þeim stuðnings annarsstaðar, eða
að minnsta kosti hagað þeim af meiri
lagni?
Hver sem svörin kunna að vera við
þessum spurningum, er ólíklegt, að
hann hefði getað sameinað þjóðina —
þ.e. fengið vinstri flokkana með sér —•
um stefnu, sem bauð S.Þ. byrginn. Jafn-
víst er hitt, að þessi afskipti hans gerðu
hann í fyrstunni vinsælli hjá sínum eig-
in flokki en hann hafði þá verið um
langt skeið. Ýmsir telja, að eins og á-
standið og almenningsálitið var árið
1956, hafi maður, sem var fyrst og
fremst mannasættir, ekki átt neins úr-
kosta og hafi því hlotið að falla. Hans
stund var hjá liðin, jafn örpgglega og
hjá Baldwin 1937 og Chambertain 1940.
Jr að hefur verið sagt, að mælsku-
maður verði að vera eins og samtíð hans
vill hafa hann „eða alls ekki ella.“ >ó
að Eden sé enginn mælskusnillingur,
var hann í stjórnmálaferli sínum hetiu-
leiga einbeittur að vera almenningsálit-
inu trúr. En líklega hefur hann aldrel
verið maður til að stjórna almennings-
álitinu, nema þá á fræðilegu sviði, og
árið 1956 voru stjórnmálastefnan og al-
menningsálitið hvort um sig jafnþurf-
andi fyrir forustu. Háspennt skapferli
hans, persónuleg afstaða hans til sam-
verlcamannanna, fáfræði hans um mörg
innanríkismál — á öllu þessu hefði mátt
sigrast undir hagstæðari ytri skilyrðum.
En þrátt fyrir alla hæfileika sína og
reynslu hafði hann það ekki í sér aS
koma fram með nýjar hugmyndir, eða
sameina almenning um þær.
„Þetta er ekki honum líkt“ var algeng
athu.gasemd margra, sem þekkja hann
vel, þegar hann gekk svo harkalega og
óvænt að verki í sambandi við Súez. En
raunverulega var hans dagur þá allur.
Þarna var komið ástand, sem hann var
óviðbúinn og hafði engar nýjar hug-
myndir í sambandi við. Tækni og tru-
mennska stoðuðu ekki hér, einar sam-
an. Ævidrauimur hans er þjóðleg eining,
undir siðferðilegri forustu Breta, eins
og gerðist fyrir ófriðinn um alþjóðamál,
en sá draumur var óafturkallanlega
kominn í strand.
„Skipstjórinn sökk með skipinu“, eins
og Sir Winston Churchill sagði um
Wilson forseta.
Síðustu ár hafa að mestu farið í samn-
ingu endurminninga hans, en annað
bindið af þeim, sem fjallaði um árin
fyrir stríð er að öllu leyti sterkara rit-
verk en hið fyrra, sem snerist um Súez.
Þessi ár voru með meiri virðuleikabiæ,
þar sem stjórnmálamanns þjóðarinnar
gætir meira en flokksmannsins. Ekki
svo að skilja, að hann víki sér undan
deilum eða reyndi að haga seglum
eftir vindi.
Þ egar hann fyrir nokkrum árum
talaði í lávarðadeildinni um sameigin-
lega markaðinn, sem honum leizt ekk-
ert á, undruðust margir sem höfðu
sjaldan séð hann, árum saman, hve vel
hann leit út. Það var líkast því, sem
sjúkleiki síðustu ára hefði bætt útlit
hans, fremur en spillt því og ein,s
hinum óviðjafnanlega þokka hans og
þinglega framkomu.
Þegar hann leikur á tilfinningar þing-
manna, hægt og hægt, en sýnilega á öðru
máli en flokksbræður hans í fremstu röS
segja menn við sjálfa sig: „Sannarleoa
verða menn ekki forsætisráðherra fyrir
tilviljun".
(Observer — stytt í þýðingu)
Framkv.stj.: Sigfas Jónsson.
Ritstjórar: SigurOur Bjarnason frá Vleur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti G. Sími 22480
Utgefandi: H.t. Arvakur. Reykjavnc.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
13. tbi. 1065.