Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Síða 4
fornum Þ IV. dð menn kenndu sig við feður sína. Æ!tt- arnöfn voru tekin upp, og mörg nor- rænu skírnarnöfnin voru lögð niður. Þ egar íslenzkan ferðalang ber upp tJ& ströndum Hjaltlands og Orkneyja, blasa við honum byggðir og kennileiti, sem hann kannast svo vel við úr forn- um sögum. Staðaheitin hafa varðveitzt undarlega vel. Þau minna enn á forn- an glæsibrag, fornan smekk og forna orðlist. Á mörgum þessum nöfnum er höfðingsbragurinn auðsær. Við suður- odda Hjaltlands er hið hljómmikla ör- nefni Dynröst og Dynrastarhöfði, og norðar eru Gullberavík, Móseyjarborg og Þingvöllur. Stundum hrekkur ferða- maðurinn við og finnst hann vera koon- inn heim til íslands, því að örnefnin eru hin sömu. Á Hjaltladi eru til að mynda Borgarfjörður, Borgames, Kollafjörður, Grímsstaðir, Kirkjubær, Lundur, Laxá, og Vörðufell. Og hér eru Papeyjar til að minna oss á keltneska einsetumenn, tog örnefnin Tröllavatn, Tröllagjá og Álfhólar til að sýna oss svipaðar hug- myndir um landvætti og íslenzk staða- heiti gefa til kynna. Ferðamaðurinn fer um túnið í Miklagarði og lítur upp eft- ir grýttum hlíðunum á Bergfinnshnjúk og veltir því fyrir sér, hvers vegna ein- um stað var valið heitið Fagridalur, þar sem annars staðar eru Svörtusker, Hvitu hraun og Bauðanes. Frá Miklagarði ligg ur leiðin að Lambhaga og Litluþúfu . .. Svona er hægt að telja upp að heita má endalaust, því að svo að segja hvert einasta örnefni á Hjaltlandi er norrænt' að uppruna. Og þegar til Orkneyja kem- ur, verður svipað uppi á teningnum. Frá Skotlandi siglum við í norður, yf- ir Péttlandsfjörð og fram hjá Straum- ey. Á stjórnlorða er Rögnvaldsey, en á bakborða er Háey og framundan stafni eru Grímsey og HrosSey. Frá Kirkju- vogi sigldum við norður að eyjunum Vigur, Egilsey og Hrólfsey. Hvarvetna bera sveitabæirnir norræn nöfn, og eru sum þeirra gamlir kunningjar utan af fslandi, svo sem Breiðabólstaður, Kirkju hólstaður og Borg, en önnur bera ofur- lítið annarleig svip: Grænatótt, Langi- skáli, Miðgarður, og bæjarnafnið Skjald breið kemur í fyrstu dálítið á óvart. 0, Eftir Magnús Magnússon Götumynd frá Leirvík. '11 þessi ömefni eru mjög görniul, og sum eru eldri en íslands byggð. Þau eru arfur frá þeim tíma, þegar norræn tunga var allsráðandi á Hjaltlandi og Orkneyjum. En genigi norrænn- ar tungu, eða Nom eins og þeir kalla hana þar, hefur farið síhrakandi síðan á 15. öld. Þegar eyjarnar komust und- ir skozk yfirráð, fór enskan brátt að sækja á, og eftir siðaskiptin beið nor- rænan fullan ósigur. Þó voru leifar hins íorna máis svo auðugar á Hjaltlandi um lok síðustu aldar, að færeyski fræði- maðurinn Jakob Jakobsen gat safnað þar um tíu þúsund orðum af norræn- um uppruna, sem enn lifðu á vörum alþýðunnar. Þannig hafði skapazt á Hjaltlandi merkilegt fyrirbæri, að marg ir töluðu þar í rauninni tvser tungur. Annars vegar. hreina ensku, og hins vegar mállýzku, sem vér gætum kallað hjaltnesku. Hjaltneska er blendingur af ensku og norrænu. Töluverður hluti orðaforðans er af norrænúm toga spunn inn, en hins vegar er setningaskipun og beygingar að enskum hætti. Eitt hefur þó enn haldizt í máli Hjaltlend- inga, hvort sem þeir tala ensku eða FJÓRÐA GREIN hjaltnesku: þeir tala með sterkum norsk um hreim, svo að ógerlegt er að vita, hvort verið er að tala á norsku eða ensku, ef hlýtt er á Hjaltlending, sem er svo langt frá manni, að orðaskil heyrast ekki. Þannig er hljóimfall Hjalt- lendinga enn þann dag í dag miklu lík- ara norskum hreimi en íslenzkum. Við félagar fórum inn í kaffistofu við höfnina í Leirvík, en kaffistofan hét Simmer-dim. Á íslenzku myndi þetta vera Sumardimma, og orðið er notað á Hjaltlandi um miðnætuihúmið á sumr- in. í sumardimmunni heyrðum við bænd ur tala um voaf-works, sem við kölkiim vor-verk, og þeir hikuðu ekki við að nota orð eins og torfskeri og sáta, en undarlegt þótti okkur, að þeir dreifðu mykjunni með þarakrók og kölluðu reip in síma. Um aldamótin 1600 rekumst við á hjalt- nesk nöfn, sem bera furðu islenzkan svip. Þá eru þar Davíð Ólason, Herborg Nikulásdóttir, Inga Tómasdóttir, Ingi- gerður Magnúsdóttir og ýmis önnur. En brátt eftir það hvarf hinn forni siður að er ávallt átakanlegur viðburð ur, þegar tungur deyja, og söknuðurinn yfir glötuðu tungumáli verður enn sár- ari, þagar náskyld tunga á í hlut. Á Hjaltlandi reyna menn nú eftir beztu getu að hlýja að mállýzkunni. Þar er gefið út tímarit fjórum sinnum á ári, sem birtir í hverju hefti greinar og kvæði á hjaltnesku, þótt mikill hluti efnisins sé á ensku. I Orkneyjum eimir miklum minna af leifum norrænnar tungu, en þó eru enn allmörg orð af norrænum stofni notuð í daglegu máli bænda. Ég get ekki stillt mig að ljúka þessu spjalli með stuttri frásögn af komu okkar til Kirkjuvogs. þá fengum við skilaboð frá tveim kon- um, sem langaði tii að tala við íslend- inga. Þegar við feðgar röltum eftir þröngum stígum bæjarins í áttina að húsi þeirra, vorum við að velta því fyr- ir okiiur, hvert erindi þær áttu við okkur. Ég drap að dyrum, og hurðin opn. aðist: inni fyrir voru tvær aldraðar kon- ur, auðsæilega komnar á sjötugsaldur. Þær buðu okkur inn í stofu. Og þegar við vorum setztir að tedrykkju með þeim, sögðu þær okkur, að þær höfðu byrjað að læra íslenzku fyrir nokkrum árum og höfðu þegar lesið npikkrar ís- lendinga sögur með hjálp orðabóka.. Þær voru brennandi af áhuga, en þetta var í fyrsta skiptið, sem þær höfðu heyrt og séð íslending. Þótt þær væru orðnar svo rosknar að aldri ,höfðu þær lært undarle'ga mikið í íslenzku og voru ráðnar í því að halda náiminu áfram til æviloka. Þegar við höfðum kvatt þær, var okk ur húgsað um tvennt: í fyrsta lagi þá ægilegu einangrun, sem Hjaltlendingar oig Orkneyingar urðu að þola, er þeir slitnuðu gersamlaga úr sambandi við forna norræna mennmgu. Og í öðru lagi fór ég að velta því fyrir mér, hvort ekki væri rétt fyrir orkneyska og hje t- neska skóla að kenna nemendum sín- um eitthvað í klassískri íslenzku í stað- inn fyrir latínu og grísku að einhver. u leyti. Og við íslendingar ættum að hjálpa þeim til þess. Við ættum að geta flutt út fleira en fisk ... Þ egar Jakoþsen var á Hjaltlandi, lærði hann litla vísu á hjaltnesku, sem hljóðar svo: Skela komina reena too-na swarta hesta bletta bro-ona, fjomtan haala and fjomtan bjadnis á kwaara haala. Ekki þarf að breyta þessu ýkja mikið til að úr verði skiljanleg íslenzka: Skella er komin ríðandi í tún á svörtum hesti með blett á brún, m-eð fimmtán hala og fimmtán börn á hverjum hala. Skella var eitt af nöfnum þeim, sem Grýlu kerlingu var gefið, því að allt fram á þessa öld var óþekkum börnum á Hjaltlandi hó-tað með Grýlu. Stundum hafa heil máltæki varð-veitzt. íslending- ar eiga ekki örðugt m.eð að skilja þetta á vörum Hjaltlendings: ,,G0tt a taka gamla manna ró“ eða „Gott er að taka gamalla manna ráð,“ þótt máltækið hjá okkur hljóði svolítið öðruvLsi: „Oft er það gotf sem gamlir kveða.“ Allt fram á 17. öld héldust fomir nafnasiðir að nokkru leyti á Hjaltlandi, þótt ættamöfn væru þá farin að tíð-kast. Frá höfninni í Leirvík. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 13. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.