Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Qupperneq 10
SkwmTALIÖ
Styðjum sjúka til sjálfshjargar
24150. — Er framkvæmdastjórinn
— Samband íslenzkra berkla við?
sjúkJinga. — Aiugnablik.
Hljómar: Fyrsti kossinn
og bláu augun þín. Ungling-
ar um aljan heim ruku upp
til handa og fóta eftir að
Beatles komu fram og hljóm
sveitir voru stofnaðar, marg
ar á dag úti í hinum stóra
heimi og nokkrar í mánuði
hér á Islandi. Hljómar í
Keflavík voru í hópi hinna
fj'rstu hér á landi og eins
og allar hinar hljómsveit-
irnar, ekki upp á marga
fiska fyrstu mánuðina. En
þeim hefur farið fram pilt-
unum og í ljós hefur komið
að þeir eru músikalskir eins
og sagt er. Nokkur bið var á
því að fyrsta platan þeirra
kæmi út og var það út af
íyrir sig gott, það hefur
nokkrum sinnum komið fyr-
ir hér á landi að algjörum
byrjendum hefur verið
dembt inn á hljómplötu öll-
um til leiðinda. En nú hafa
færaleik noklcuð á annað
ár og með plötu sinni sanna
þeir, að þeir gefa lítið eða
ekkert eftir svipuðum hljóm
sveitum erlendum. Gunnar
Þórðarson gítarleikari
Hljóma hefur samið bæði
lögin á plötunni, það fyrra
er hratt og nær sennilega
strax vinsældum hjá unga
fólkinu, en hitt vinnur á
O'g er satt að segja eitt
bezta, íslenzka dægurlagið,
sem fram hefur komið í
langan tíma. Báðir eru text-
arnir eftir annan gitarleik-
ara, Ólaf Gauk.
Þessi fyrsta plata Hljóma
hefur tekizt vel og megi
svo verða um fleiri ef fram
hald verður á, en sérstak-
lega ber að hvetja Gunnar
til frekari framkvæmda á
sviði tónsmíða, þarna er auð
heyrilega á ferðinni piltur
með mikla músíkhæfileika.
— Þórður Benediktsson.
— Góðan dag, þetta er hjá
Lesibók Morgunblaðsins. Hvað
er helzt á döfinni hjá ykkur
um þessar mundir?
— Við erum alltaf að byggja
á Reykjalundi. Við höfum ver-
ið að byggja eitthvað þar stöð-
ugt síðan 1944.
— Hvað eru margir þar
núna?
— Vistmenn eru 100 og verða
120 með sumrinu, þegar lokið
hefur verið við íbúðarhúsin 3,
sem eru í smíðum. Það er ekki
hægt að hætta framkvæmdum,
þótt við vildum það að sumu
leyti, því að fjárhagurinn er
slæmur. Þörfin eykst og við
reynum að vera sverð og skjöld
ur þeirra, sem eiga bágt.
— En fer ekki berklaveiki
minnkandi?
— Jú, hún hefur gert það,
en það eru svo margir aðrir
öryrkjar, sem leitað hafa til
okkar. Fyrir tveimur árum
stofnuðum við Orkulækninga-
stöð að Reykjalundi. Þar starf-
ar einn hámenntaður sérfræð-
ingur, 2 sjúkraþjálfarar, auk
starfsstúlkna og 10 til 15 manns
sem algerlega eru óvinnufær,
eru þarna í lækningu, og auk
þess 20 til 30 manns, sem dag-
lega fá einhverja meðferð.
— Þú segir, að þið eigið við
fjáirnagserfiðleika að stríða.
— Já, við eigum það, eins og
allir, sem mikið færast í fang.
Við erum skuldugir og skortir
alltaf rekstrarfé. Skuldirnar
eru vegna þess, að þörfin hef-
ur rekið okkur til að byggja
í von um hagnað í framtíðinni.
En á móti skuldunum vegur
það, að félagið á geysileg verð-
mæti í þjóðnýtum eignurn og
ekki sízt allur sá vinarhugur,
sem við höfum hvarvetna fund
ið í garð félagsins.
— Við réðumst af vanefnum
og bjartsýni í byggingu
Reykjalundar, sem var aiger
nýjung í félagsmálum og án
nokkurrar fyrirmyndar. Nú
ætla ég, að Reykjalundur sé
tekinn til fyrirmyndar viða
um lönd. Hann hefur verið
sannkölluð heillastofnun. Við
rekum þar líka iðnskóla með
fullum réttindum. Kjörorðið
er: Styðjum sjúka til sjálfs-
bjargar.
— Hver er aðaltekjulind
SÍBS?
— Það er happdrættið okkar,
þótt það sé mikill misskilning-
ur meðal margra, að hægt sé
að moka saman fé á rekstri
happdrættis. Svo er náttúrlega
sala þeirra verðmæta, sem
framleidd eru í Reykjalundi og
hinni æfingastöðinni okkar í
Múlalundi. Meirihluti vist-
manna í Reykjalundi vinnur
við gerð búsáhalda og leik-
fanga, en framleiðsla á vatns-
rörum úr plasti gefur mest í
aðra hönd. Alls voru seldar
vörur frá Reykjalundi á síð-
asta ári fyrir um 20 milljónir
króna. Miklu minni framleiðsla
og sala er í Múlalundi, eða um
5 milljónir króna, þótt þar
vinni um 80 manns. Þar eru
engar sjálfvirkar vélar til að
bæta upp hæfnisskort öryrkj-
anna.
— Vinnur sama fólkið lengi
hjá ykkur?
— Nei, yfirleitt ekki, og það
háir vitaskuld framleiðslunni
hjá okkur. Þegar fólki fer að
batna og það tekur að gera
talsvert gagn, þá látum við
aðra njóta þess. Við *útvegum
því vinnu annarsstaðar, ef það
getur það ekki af eigin ramm-
leik. Við höifum í rauninni að-
eins eina hugsjón, alþjóðar-
heill.
Kveðið óvart
vegna þrætumáia Sigurðar frá Brún
©g Jóns úr vör.
Glæðast forðum orðin ör,
eða hróðug kuldasvör.
Klæðir ljóð í kúnstar spjör
kvæðabróðir Jóns úr Vör.
Sveinbjörn Beínteinsson.
SMASAGAN
Framhald af bls. 3.
þrjátíu árum áður hefði honum þótt
það kvenlegt, töfrandi. Hann hafði þeg-
ar iotið svo lágt að fá sér glas af port-
víni í æsingnum, sem þetta olli og um
hug®unin um gigtina, sem mundi þjá
hann á morgun bætti ekki úr skák.
„Jæja, þú þekkir þetta auðvitað bezt,
igóði min.n,“ svaraði konan hans með
þeirri rólegu, sefandi rödd, sem hafði
brjáð hann í svo mörg ár, „en þú hef-
'UF oft sagt, að við ættum að skifta á
lögfiæðingum, að hr. Cartwright sér
hryllileg, gömul keríing .... “
„Já, já, ég veit,“ greip hr. Hartley
fram í, „Cartwright er gamall auli en
hann ber ekki ábyrgð á skattalöggjöf-
inni og þessari fjárans stjórn. Sannleik-
urinn er góða mín, að við lifum á mjög
smækkuðum höfuðstól og á því höfum
við hreint ekki efni.“
„Ég spara eftir l>eztu getu,“ mælti
frú Hartley, „en verðlagið . .. . “
„Ég veit, ég veit,“ hr. Hartley greip
aftur fram í, „en lausnin er ekki fólgin
í þvi að spara hér og spara þar. Við
verðum að gjörbreyta iifnaðarháttum
okkar. Fyrst og fremst verðum við
að finna ódýrara húsnæði."
„Ja, ég veit ekki, hvernig þú ætlar
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
okkur að komast af með smærra hús,“
sagði konan hans.
„Það er einmitt staðreyndin,“ svaraði
hann, ,,að ég geri það ekki.“ Hann tog-
aði í efri vörina og starði í eldinn, því
næst leit hann á konu sína eins og
hann vænti þess, að hún biði eftir, að
hann segði fleira. En hún hafði ekkert
slikt í huga, aðeins ógeð og andúð á
tillögu hans. Hún braut saman handa-
vinnudótið sitt, stóð upp og tók bióm-
pott af litla borðinu við gluggann. „Nú
hefurðu látið Ramsey hj úkrunarkonu
hafa áhrif á þig,“ sagði hún.
„Látið Ramsay hjúkrunarkonu hafa
áhrif á mig,“ át gamli maðurinn eftir
henni með þjósti; „hvers konar blaður
er þetta, góða mín? Hver sem er gæti
haldið, að ég væri krakki og kynni ekki
að hugsa sjálfstætt.“
„Hvorugt okkar er ungt, góði minn,“
sagði frú Hartley þurrlega, „gamalt fólk
er dálítið krakkalegt, sjáðu til.“
Slik raunsæisleiftur í sljóum huga
konunnar hans gerðu ekki annað en
erta hr. Hartley meira.
„Eitt er mér ljóst,“ sagði hann hvat-
lega, „þetta mál muntu aldrei skilja.
Hegðun Celiu versnar sífelt. Ramsay
hjúkrunarkona heldur þetta ekki út
miklu lengur og þessa dagana er okkur
ómögulegt að fá aðra hjúkrunarkonu.“
Frú Hartley var byrjuð að leggja kab-
Framhald á bls. 15.
13. tbl. 1965.