Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Qupperneq 11
— Erik kem ur ekki aftur! Hann varð veikur í húsa- sundinu og þeir urðu að keyra hann í hurtu. — Láttu ekki svona, Sig&i. Vertu ekki með þessa hræsni. — Hann er ekki búinn að borga sinn um gang! Á erlendum bókamarkaði Anthology of Islamic Literature. Ediled by James Kritzeck. A. Pelican Original. Penguin 1964. 7/6. Islamskar eða arabískar bók- menntir eru sára lítið þekktar á Vesturlöndum, nema af sérfræð- ingum. Fáeinir höfundar og rit eru þekkt, en það er ekki nema ibrot af íslömskum bókmenntum. Bókin hefst á klausum úr Kóran- inum og nokkrum forn-arabísk- um ljóðum, síðan er kafli, sem spannar tímabilið frá 632—1050, sá þriðji nær frá 1050—1350 og lokakaflinn frá 1350—1800. Höf- undur lætur þar staðar numið. Lítið er til á íslenzku af þessum bókmenntum, það helzta er fer- hendur Omars Khayyáms, sem nokkrir hafa spreytt sig á að þýða úr þýðingum. Islamskar bók- menntir eru ritaðar á ýmsum mál- um, þær helztu á arabísku, tyrkn- esku og persnesku. Bókinni fylgja yfirlitskaflar um bókmenntaþró- un á hinum ýmsu tímabilum. The Daily Life of the Aztecs. Jacques Soustelle. A Pelican Book. Penguin 1964. 7/6. Hér er lýst ríki og þjóðfélagi Azteka, siðum þeirra, trúarbrögð- um og dagfari öllu. Þessi lýsing á við tímann um það leyti sem Spánverjar koma til sögunnar. Menning Azteka var um margt á háu stigi. Höfundur, sem er einn- ig nafntogaður sem einn helzti andstæðingur de Gaulle, er ágæt- ur fræðimaður um allt sem lítur að menningu þessarar þjóðar. Hann notar öll þau brot og þær heimildir sem fáanlegar eru um þessi mál. Og hann notar heimild- irnar með varúð og gagnrýni, skýrleiki hans og nákvæmni eru með afbrigðum. Þetta er ein sú bezta bók, sem fáanleg er um þessa fornu þjóð, sem koðnaði niður í hálfbarbarisma við komu Spánverja. A History of Scotlanð. J. D. Mackie. A Pelican Original. Peng- uin 1964. 6/—. Höfundur þessa rits var pró- fessor í skozkri sögu og bók- menntum við Háskólann í Glas- gow frá 1930—1957. Hann er skozkur að ætt, gaf sig snemma oð sagnfræðirannsóknum, barðist í fyrri styrjöldinni og reyndist ágætur hermaður. Hefur skrifað margt um skozka sögu. Stjórnar- farsleg sameining Englands og Skotlands átti sér stað 1707. Fram til þess tíma var Skotland sér- stakt ríki og saga þess var um margt frábrugðin sögu Englands. Landsmenn voru um margt frum- stæðir og einkum voru atvinnu- vegir landsmanna einhæfir, ein- göngu landbúnaður. Aðal tekjur skozkra konunga voru af sauðfé, Jakob V, faðir Maríu Stuart hafði litlar aðrar tekjur en af sauð- fjárhjörðum sínum. Konungur taldist eiga um 10 þúsund sauð- fjár. Frumsaga Skotlands var lengi hulin mistri, en hafur skýrst við fornminjarannsóknir. Norr- ænar þjóðir eiga töluverðan hlut að Skotlandssögu, þær byggja Skotlandseyjar og samskipti þeirra við landsmenn voru mikil, þótt þau væru ekki alltaf vinsam- leg. íslandssagan verður ekki skrifuð svo vel sé, nema hliðsjón sé höfð af sögu Skotlands, og er þá átt við landnámsöld. Höfund- ur segir að norska innrásin hafi verið þríþætt; fyrst komu snauðir bændur af Rogalandi. og Mæri, þeir setjast að á Skotlandseyjum; svo setjast norskir höfðingjar að á Skotlandseyjum og í Skotlandi á dögum Haralds hárfagra og loks ná Orkneyjajarlar miklum áhrif- um sem lénsmenn Noregskon- unga. Gods and Myths of Northern Eur- opa. H. R. Ellis Davidson. A Peli- can Original. Penguin 1964. 4/6. Þetta er fornnorræn goðafræði byggð á íslenzkum heimildum og nýrri vitneskju, sem fengizt hef- ur með fornminjarannsóknum. Ritið spannar einnig goðafræði Austur-Germana. Höfundur skýr- ir á sinn hátt frá þeim ástæðum sem urðu til þess að hinir fornu guðir viku fyrir Hvíta Kristi. Bókin er rituð af ágætri þekkingu á viðfangsefninu. Tlie Frice of Glory. Alistair Horne. Penguin Books 1964. 5/—. Þetta er sagan um Verdun orrustuna, sem stóð í tíu mánuði og varð banabiti 700.000 manna. Þar sem orrustan stóð, var áður frjósamt hérað, en nú er þar eitt magrasta hérað Evrópu. Þessi bók kom fyrst út hjá Macmillan 1962 og vakti strax geysi athygli. Bók- in er mjög vel skrifuð og gefur ágæta lýsingu af þeim mönnum, sem áttu hér mestan hlut að. For- sendurnar að stríðsrekstrinum eru raktar og hinn pólitíski bak- grunnur lýstur. Ýmsir munu ætla að saga einnar orrustu sé ekki sérlega uppbyggileg lesning, en höfundi tekst að skrifa 350 síð- ur um þetta efni og gera það svo vel að maður leggur bókina fyrst frá sér þegar lestri hennar er lokið. Childhood — Boyhood — Youth. L. N. Tolstoy. Penguin Classics 1964. 6/—. Tolstoy tók að rita þessa bók rúmlega tvítugur. Fyrsti hluti ritsins birtist í mánaðarriti i Pétursborg í september 1862 og vakti strax mikla athygli. Einn gagnrýnendanna skrifaði: Ef þetta er það fyrsta, sem birtist eftir þennan höfund, þá má óska rússneskum bókmenntum til ham- ingju með hinn mjög svo efnilega höfund. Orð hans sönnuðust. Þetta var það fyrsta, sem gefið var út eftir Tolstoy. Þetta er sam- bland skáldsögu og æviminninga og á síðari árum var höfundi lítið um þetta æskuverk sitt, sem er mjög svo góð sjálfslýsing og ber handbragð meistarans. Bókin er þýdd á ensku af Rosemary Edmonds. Thc Frogs and Other Plays. Aristophanes. Translated by Dav- id Barrett. Penguin Classics 1964. 4/6. Aristophanes var sá síðasti attíska gamanleikaskáldanna (455- 385 f. Kr.). Til eru eftir hann ell- efu leikrit, sem eru ein bezta samtíðarlýsing á hellenzku þjóð- félagi sem til er. Gamanleikurinn blómgast í Aþenu sökum lýð- ræðislegs stjórnarforms, án þess væri hann óhugsandi. Gaman- leikaskáldin voru oft litnir horn- auga af pólitíkusum þeirra tíma. Enda var fyrirbrigðum og póli- tískum braskaralýð á borð við Kleón sútara ekkert sérlega hlýtt til skáldsins. Hann húðstrýkir ómerkilega atkvæðaveiðara og pólitíska strebera í leikritum sín- um og þótt heimskir væru, sveið þeim. Það veitti ekki af að við eignuúumst eina slíka svipu á ýmsa hina yngri og heimskari pólitíkusa, sem nú vaða-upp með bjánalegar tillögur í þeirri von að afla sér atkvæða og trana sér frám. Jóhann Hannesson: i ÞANKARÚNIR FYR.IR fám vikum breiddust þær fréttir út yfir Norðurlönd- in frá Svíþjóð að þar í landi væri verið að gera fjölda ung- menna að þrælum narcotica, þ.e. deyfilyfja af sénstöikum gerð- um. Það fylgdi fréttunum að stjórnarvöld og elmenningur hefðu mjöig þungar áhyggjur af þessari þróun. Það sem ein- kennir þá gerð narcotica, sena hér um ræðir, er ekki fyrst og fremst að þau draga úr þjáningu, því að það gera mörg lyf meira eða minna, heldur að þau valda velsæluvímu (euphory) og sdvaxandi fíkn (craving, meðal þeirra, sem hafa vanið sig á þau, jafnframt því að einstaklingar þola mjög stóra skammta af lyfjunum er þeir hafa notað þau til lengdar, (increased tole rance), svo stóra að óvanir menn gætu ekk ilifað þá af. Sam- fara þessum breytþigum í líkamlegu og sálrænu ástandi manna verðux annars vegar til viljaleysi, sem veldur athafnaleysi og hugsunarleysi almennt (dysfunction), en hinsvegar þróast æðisgengin einbeiting persónunnar að þeirri velsæluvímu, sem inntaka lyfjanna kemur til vegar. Tilraunir annarra manna til að svifta narkomanana (þ.é. neytendur lyfjanna) téðum lyfj- um, getur leitt til sturlunar, árása, ofbeldis eða annarra glæpa, af því að sá, sem orðinn er lyfjunum háður, leggur sjálfan sig ög allt sitt fram til að veita sér þau, til þess að geta viðhaldið vímunni eða komizt í hana hvenær sem hann vill. Sömu einkenni koma í ljós ef skortur verður á þessum lyfjum. Þessir flokkar deyfilyfja eru því réttnefndir vímulyf, og sjúkdómsástandið vimu-æði, þ.e. narcomani. Hvemig stendur á því að þetta gerist með Sv'íum, hinni „prúðu snilldarþjóð“, sem oss finnst svo mikið til um að ýmsir telja sjálfsagt að apa sem allra flest aftir henni, einnig hug- myndír um breyttar ökureglur, þótt breytingin muni senni- lega kosta oss blóðbað á götum og vegum, auk nokkurra millj- ónatuga? Orsökin virðist sú að Svíþjóð hefir verið talin æski- legt markaðsland af tungumjúkum og danshúsakurteisum um- boðsmennum narkótikahringjanna. Þessi umboðsmenni um- gangast æskuna af siðfágun og örlæti, gefa ungmennum ókeyp.* is forsmekk á vimulyfjunum, selja þau síða,n á vægu verði, en enda svo með að selja þau á okurverði á leynilegum stöð- ^rn, þegar þeir hafa bundið fórnarlömb sdn og gert þau brot- leg við lögin. Þess er getið í fréttunum að daglegur forði kosti ávanamann um 150-200 ísl. kr. á dag, og ef möng systkini lenda í þessu, þá er það ekki ódýrt fyrir fjölskylduna. Ef efcki verður bót ráðin, þá fer á sínum tíma frelsi, fjör og vilji for- görðum. Sum fórnarlömbin svipta sig lífi, önnur lenda í glæp- um, mörg verða vesalingar. Umboðsmenni vímulyfjanna eru efcki afætur, heldur uppbætur. Fræðsla lækna og annarra vísindamanna, reynsla og þekk- ing er að engu höfð af unglingunum. Þeir trúa tungumjúkum snápum skemmtistaðanna. Vísindin verða óvinsæl og leiðin- leg, jafnvel ótrúleg í eyrum ungra karla og kvenna, sem finna til æsfcuþróttar og telja sér allar leiðir færar. Þetta er skiljan- legt þegar ungir menn sjá litlar hvítar töflur af heróini eða duft, að þeir neiti að ,,trúa“ þegar sagt er við þá að einungis um tveir af hundraði þeirra, sem lenda undir valdi þess, verði læknaðir að gagni, þótt beitt sé vísindalegum aðferðum (VL 13-3-65). Þetta er skiljanlegt þegar unglingum hefir janfvel heima og í skólum vðrið kennt að „allt sé relativt" og ekkert þurfi að taka alvarlega. Söfcin er vissulega efcki hjá unglingum einum, en mikið af henni er hjá umboðsmietnnum, og þó efcki allt. Fúsleikinn til að smygla og aðstoða eyðingaröflin er víða fyrir hendi. Að dómi sócialvísindamanna hefir sjónvarpið einnig sína „nar- cotizing dysfunction“. Það veldur viljaleysi, hugsunarleysi, að- gerðarleysi og skapar þá afstöðu til lífsins að veita viðtöku hverju sem vera skal ,án þess að mæla á móti. Sölumenn vímulyfjanna geta sáð í jarðveg, sem áður er búið að plægja með fjölmiðlunartækjum, áróðri, ritverkum og margvíslegum niðurrifum á þrautreyndum sannleika um manninn, vísinda- legum, trúarlegum og sálfræðilegum og mieð löngum andróðri gegn siðferðile-gum san-nindum. Þau vandræði sem vímulyfin valda nú í Svíþjóð, eru ekki heimatilbúin, heldur innflutt. En jarðvegurinn er undirbúinn og snáparnir vilja græða á velmeg un Svía. Ef smyglarar vorir eru ekki óforbetranlega heimskir, þá hætta þeir sínu klunnalega brenniv'ínssmygli og taka upp vímulyfj asimygl. Það m-un enn' vera lítið hér. En yfirvöld ættu að vera viðbúin breytingu líka. 13. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.