Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Síða 12
GVENDARBRUNNAR
Framihald af bls 1.
rvo þangað til grafinn var brunnur á
lóð Bernhöfts bakara, í horninu niður
hjá læknum. Hann var á þeirrar tíc^r
máli jafnan nefndur Bakarapóstur. I>að-
an fefck fjöldi húsa vatn fram að þeim
tíma er vatnsveitan kom. Þessi brunn-
ur er nú undir hellustéttinni í Lækj-
argötu, neðan við gamla túnblett bak-
£»rans.*
*Hér má geta þess, að fyrsta vatns-
leiðsla í Reykjavík var tekin úr Skál-
holtskotslindinni. Það var sumarið 1903
að Knud Zimsen verkfræðin-gur og síð-
ar borgarstjóri, leiddi vatn þaðan inn
í Iðnaðarmannahúsið og húsið Læk.'^r-
götu 12 B, sem nú er eign Bjarna Jóns-
sonar vígslubiskups. Næsta vatnsleiðsla
var gerð um svipað leyti inn í Landa-
kotsspítala úr brunni, sem nú er í Æg-
isgötu, og úr þessari leiðslu fengu nvjfck-
ur næstu hús vatn.
T atnslind var inni í Skuggalhverfi,
kölluð Móakotslind; \-»r hún fyrir ofan
og austan Kveldúlfshúsin. í þessa lind
var vatn sótt alllengi, en svo kom í Ijós,
að taugaveikissýkill hafði komist í hana,
og var hún þá byrgð að læfcnisskipan.
Þessi voru þá vatnsból Reykvíkinga
frarn yfir seinustu aldamót, og máttu
þau varla aumari vera. Þó var vatns
aflað víðar. Þegar vætutíð var, seitlaði
vatn fram milli steina á ýmsum stöð-
um í holtunum, og pollar mynduðust
annars staðar, og þangað var sótt vatn
meðan til vannst. En af þessu stafaði
heilsufari manna mikil hætta.
Guðmundur Bjömson var héraðs-
læknir í Reykjavík um aldamótin. Hann
skildi manna bezt hver hætta stafaði af
lélegum vatnsbólum. Árið 1903 flutti
hann svo opinberan fyrirlestul' um
þetta efni og skýrði frá því að bæar-
mönnum væri lífsnauðsyn að fá vatns-
veitu og vatnið leitt inn í hvert einasta
hús. Var sem menn vöknuðu þá af vond
um draumi og varð almennur áhugi í
bænum fyrir að fá vatnsveitu. Lækn-
inum hafði hugkvæmzt að Reykvíking-
ar sækti neyzluvatn sitt upp í Esju-
bergsgil á Kjalamesi og yrði það leitt
í pípum neðansjávar til bæarins. Þetta
þótti mörgum aftur á móti hin mesta
fjarstæða, enda þótt þeir væri hlynntir
vatnsveitu.
Næst gerðist það í málinu, að árið
eftir voru fengnir tveir enskir verk-
fræðingar fyrir milligöngu Mr. Pike
Ward í Hafnarfirði, til þess að athuga
hér öll skilyrði til vatnsveitu. Þeim
mun hafa fcomið saman um að réttast
væri fyrir Reykvikinga að sækja vatn
sitt í Elliðaárnar. Á þessu var þó sá
ljóður, að bærinn átti ekki Elliðaárnar.
En ekki vildu menn láta málið falla
fyrir því. Var nú haldinn borgarafund-
ur og skorað S bæarstjórn að halda
áfram athugunum og undirbúningi máls
ins. Leizt bæarstjóm þá heppilegast að
leita vatns með borunum í landi bæ-
arins. Taldi hún að nóg vatn mundi
fá„t í Vatnsmýrinni eða undir Öskju-
hlið, ef djúpt væri borað. Var nú feng-
inn danskur verkfræðingur, Marius
Knudsen frá Odense til þess að leita að
vatni á þessum slóðurn. Byrjaði hann
boranir þarna seint á árinu 1904, og
var þetta í fyrsta skifti að borað var
eftir neyzluvatni á íslandi.
Jr essi borun leiddi til annars en
búist hafði verið við. Vatn fekkst ekk-
ert þarna, en menn þóttust finna þar
gull. Og þá komst allt á annan endann.
Vatnið gleymdist í bili. Nú ætluðu marg
ir að verða ríkir á skömmum tíma. Fé-
lag var stofnað til þess að hagnýta gull-
námuna, og ekki var um annað talað
í bænum. Hæarstjóm kaus þriggja
manna nefnd til þess að stjórna málm-
leit í Vatnsmýrinni og semja við liið
nýa gullnámufélag. Nú var nógur áhugi
alis staðar. En þessa sögu þarf ekki að
rekja lengra hér. Gullæðið hjaðnaði
smám saman niður. Eina hagnýta þýð-
ingin af borunum varð sú, að mönnum
skildist, að Reykjavík gæti ekki fengið
neyzluvatn handa sér í Vatnsmýrinni og
yrði því að leita annað.
Næsta skrefið var svo það, að bærinn
keypti Elliðaárnar 1906. Því næst þurfti
að fá lög um vatnsveitu fyrir bæinn,
og þau voru samþykkt á Alþinrgi 1907.
Jón Þorláksson verkfræðingur var
ráðunautur vatnsveitunefndar og hon-
um var falið að gera kostnaðar áætlun
um fyrirtækið. Því hafði hann lokið
svt> snemma, að álit hans var lagt fyrir
bæarstjómarfund í nóvember 1907.
Gerði hann ráð fyrir, að vatnsveita frá
Elliðaánum (ásamt götukerfi) mundi
kosta um 340.000 kr. En hann taldi ekki
forsvaranlegt að árnar yrði framtið-
arvatnsból bæarins, veigna þess að vatn-
ið gæti mengast, þar sem byggð væri
meðfram ánum og sú byggð gæti auk-
ist á komandi árum. Lagði hann því ein-
dregið til, að bærinn sækti neyzluvatn
sitt í Gvendarbrunna, hinar tæm og
miklu uppsprettur undir Holmshrauni.
Að vísu væri þetta lengri leið og mundi
hleypa áætluðum kostnaði fram um
80.000 kr., en það mundi margborga sig.
Bæarstjórn fellst á röksemdir hans, og
þannig var það Jóni Þorlákssyni að
þakka, að bærinn sótti vatn sitt í Gvend
arbrunna. Þó þótti vissara að láta rann-
saka vatnið áður en hafist yrði handa.
Var þá Ásgeir Torfar/jn, fyrsti efna-
fræðingur land.sins, fenginn til þess að
framkvæma þá rannsókn, og var úr-
skurður hans sá „að vatnið væri ekki
einungis meira en nóg, heldur og af-
bragðsgott“.
mt á var eftir að fá lán til fyrirtæk-
isins, eri það fekkst mjög greiðlega hjá
Bikuben, „öflugri peningastofnun í
Kaupman.nahöfn“ og með góðum kjör-
um, lánstíminn 40 ár en vextir 4%. Var
I almæ'li, að Friðrik VIII. konungur, sem
þá var nýlega kominn heim úr íslands-
för sinni, hefði haft þar hönd £ bagga
og lánið því fengist svo greiðlega og
með þessum góðu kjömm.
f öndverðum marzt 1908 hélt bæar-
stjórn aukafund um vatnsmálið og var
þá endanlega ákveðið að sækja vatnið
í Gvendarbrunna og hefiast þegar handa
um framkvæmdir. Hafði hún ráðið
danskan verkfræðing, Holger A. Hansen
til að hafa yfirumsjón með öllu verk-
inu fyrir sína bönd, og einnig að fram-
kvæma allan undirbúning um erfiðasta
kafla leiðslunnar, frá efri veiðimanna-
húsunum hjá Blliðám að Gvendarbrunn-
um.
Hér var þá ráðist í hið mesta mann-
virki, er enn höfðu farið sögur af hér
á landi, fyrirtæki sem veitti 200-250
manns vinnu meðan á því stóð. Nú varð
aði það heill og heiður Reykjavíkur
að þetta mesta stórvirki landsins mætti
takast sem bezt. En flest orkar tvímælis
og íslendingum hefir jafnan verið mjög
sýnt um, að tortryggja, setja út á og
jafnvel vilja kæifa framkvæmdir í fæð-
ingu.
Þetta hófst með þvi, að ýmsir fóru að
hræða bæarbúa á því, að vatnsskattur-
inn mundi verða óbærilegur. „ísafold"
kvað þann ótta niður með þessum um-
mælum: „Samkvæmt lögunum verður
vatnsskatturinn varla meiri en 40 kr. á
ári af hverri 10.000 kr. húseign. Og má
mikið vera, ef ekki kosta nú fjölskyld-
ur með því húsnæði yfirleitt vel það til
vatns um árið, þegar öllu er á botninn
hvolft, og það miklu minna vatn en
þær þarfnast eða ættu að nota og
mundu nota, ef gnægð hefðu vatns á
takteinum og enga freisting hefðu til að
spara það“.
fc á var farið að ala á tortryggni
og óánægju með verkið eftir að það
var hafið og gekk á þeim áróðri fram
á haust 1908, og í byrjun nóvembermán-
aðar voru margir bæarmenn fengnir til
þess að skrifa undir skjal með kvörtun-
um og ávítunum út af framkvæmdum
vatnsveitunefndar. Árangur af þessu
varð sá, að'boðað var til bOrgarafundar
í Bárubúð. Sá fundur varð ærið snubb-
óttur, en þó sögulegur. Rétt eftir að
hann byrjaði, kviknaði í bréfarusli í
útbyggingu við húsið, þar sem ljósa-
hreyfill þess var, og sá sem hreyfilsins
gætti, þorði ekki annað en stöðva hann
þeigar í stað. Við það slokknuðu öll ljós
í húsinu í einu vetfangi og kolmyrkrt
varð í fundarsalnum. Mannfjöldinn
varð skelfingu lostinn og ruddist í of-
boði út um dyr og glugga. Við það
meiddust margir og rifu föt sín, en til
allrar hamingju urðu engin slys, og
bjargaði það, að hvorki konur né börn
voru á fundinum. í þessum hamförum
er sagt að fimmtán gluggar hafi brotnað.
Fór fundurinn þannig út um þúfur.
Mælt var að einn eða tveir bæarfull-
trúar hefði alið á þessum æsingum. En
svo var haldinn bæarstjórnarfundur
viku seinna. Þar lagði vatnsveitunefnd
fram skýrslu um verkið, og þá glúpn-
uðu þeir alveg og við það fór mesti
vindurinn úr þessum æsingum.
Einn af merkisdögum í sögu Reykja-
víkur er 16. júní 1909. Þann dag var
lokið lögn vatnsveitunnar frá Elliðaán-
um, og vatni hleypt á bæarkerfið. Þetta
vatn var úr '’Élliðaánum, eins og gert
hafði verið ráð fyrir í upphafi, en það
var aðeins til bráðabirgða, því að menn
vildu ekki tefja vatnsveituna vegna
Gvendarbrunna. Hafði Reykjavík svo
vatnsveitu úr ánum í hálfan fjórða
mánuð.
að engin hælta var á að óhreinindi bær
ist í fiskinn eins og áður, meðan notað-
ur var sjór eða brunnvatn til þvota.
E
Hi
I n fyrir heimilin hafði vatnsveit
an í för með sér svo ótrúlegar breyting-
ar til batnaðar, að því verður ekki lýst
svo, að fólk geti skilið. Nú var allur
vatnsbui'ður úr sögunni, nú þurfti ekki
lengur að spara vatn, eins og það væri
einhver munaðarvara úr búð. Nú voru
menn lausir við hið grugguga og járn-
láarblandna vatn, ef til vill mengað
allskonar sóttkveikjum, vegna þess að
leysingavatn komst áður í vatnsbólin.
Kolaofnarnir ,sem verið höfðu í hverju
herbergi, hurfu smám saman, og í stað
þeirra komu miðstöðvarofnar, sem eng-
um óþrifnaði ollu. Útikamrarnir, þessir
daunillu skápar, hurfu einnig smára
saman, og vatnssalerni komu í húsin.
Nú þurftu menn ekki annað en snúa
hana til þess að fá streymandi heitt
og kalt vatn innan húss, og heit böð
gátu menn fengið sér hvenær sem vildu.
Þetta var allt ævintýri líkast á þeim
árum. Og svo var blessað nýa vatnið
krystaltært og sannkölluð heilsulind.
Hér er þá ekki úr leið að minnast
þess manns, sem hið dýrmæta vatns-
ból er við kennt.
B
Linn 29. september var lokið leiðsl
unni frá Gvendarbrunnum niður að
Elliðaám, pípurnar höfðu verið reyndar
Og skolaðar. En þá var eftir að tengja
þessar pípur við pípurnar frá Elliðaán-
um, og þess vegna þurfti að loka vatns-
veitunni um tveggja daga skeið,
fimmtudaginn 30. september og föstu-
daginn 1. október. Birtist þá þessi til-
kynning frá borgarstjóra: „Þá verða
allir samstundis að loka bæði vatnshön-
um sínum og stopphana í kjallara, og
halda þeim lokuðum til laugardagsmorg
uns. Bregði nokkur út af þessu, er það
á hans ábyrgð ef vatnsleiðslan í húsi
'hans bilar, þeigar vatninu verður laug-
ardagsrraorgun hleypt í pípurnar alla
leið frá Gvendarbrunnum“.
Og svo byrjaði Gvendarbrunnavatnið
að streyma til bæarins hinn 2. október
1909. Þá voru um 8000 íbúar í Reykja-
vík. Nú hefir sú tala tífaldast, en allan
þenna tíma hefir vatnsbólið dugað
Reykvíkingum. Það er þó ekki einhlítt
að miða við fólkstfjölda, ef dæma skal
um hvernig vatnsveitan hefir dugað,
því að nú er vatnseyðslan á hvern bæ-
arbúa eflaust tíu sinnum meiri heldur
en var meðan gömlu vatnsbólin voru
notuð.
Hver framför leiðir af sér nýar fram-
farir, og svo var um vatnsveituna hér.
Um leið og hún var komin gátu menn
fengið rA'ðstöðvarhitun í hús sín, beit
böð og vatnssalerni. Þetta Wom líka allt
smám saman. Og þá var lika kominn
tími til þess að setja holræsi í götur
bæarins. Árið 1911 komu þá og lög um
holræsagerð, og sama árið var lækur-
inn settur í holræsi frá tjörn til sjávar,
og var það fyrsta stóra holræsið á ís-
landi. Með vatnsveitunni sköpuðust og
skilyrði til betri og öflugri eldvarna,
og árið eftir var komið nýu skipulagi
á eldvamamál bæarins og slökkviliðs-
stjóri skipaður. Fyrir útgerðina, sem
var aðalatvinnuvegur bæarbúa, hafði
vatnsveitan lika mikla þýðingu. Þá var
allur vertíðarfiskur saltaður og þurfti
því óhemjumikið vatn til fiskþvotta. Og
nú var það komið svo hreint og gott,
1 randur biskup Sæmundsson á
Hólum andaðist 1201. Þjóðsögn hermir,
að þá er hann var nýlátinn hafi tröll-
kerlimg staðið á Fljótahorni fyrir norð-
an og hrópað með feginsrómi svo hátt,
að heyrðist um öll héruð Norðurlands:
„Nú er Hólabiskupinn dauður!" En þá
svaraði önnur tröllkerling, sem stóð á
Strandahala: „Sá kemur aftur, sem ekki
er betri, en það er hann Gvöndur“.
Segja menn því, að það hafi lagzt í
þessa keriingu, að Guðmundur biskup
mundi verða óþarfur öllu því hyski,
eins og raun varð á, því að engum
manni var jafn lagið að koma af for-
ynjum og allskjanar meinvættum.
Guðmundur Arason var fæddur 26.
september 1160. Hann ólst upp hjá Ingi-
mundi presti Þorgeirssyni, föðurbróður
sínum, tók snemma vígslur allar og
prestvígslu um 1184. Gegndi hann sið-
an prestskap í ýmsum stöðum nyrðra.
Varð hann snemma kunnur af trú-
hneigð sinni og góðgerðasemi við fá-
tæka, og var virtur og elskaður af öll-
um. Ólafur Lárusson prófessor segir svo
um prestskapartíð hans: „Enginn vafi
er á því, að þegar á þeim árum hafa
margir landar hans verið orðnir sann-
færðir um að hann væri gæddur dular-
fullum og heilögum krafti og gæti unnið
kraftaverk, og að sérstaklega mikill
máttur fylgdi bænum hans, vígslum og
yfirsöngvum. Vinur hans og lærisveinn
Lambkár ábóti Þorgilsson segir, að al-
þýða manna hafi þá þegar tekið að
legigja til hans ástarhug milcinn í átrún-
aði, og mun það ekki vera of mælt.
Höfðingjar og stórbændur kepptust um
að bjóða honum heim, og fór hann á
þeim árum að heimboðum umhverfis
landið a.m.k. tvisvar sinnum, á leið
sinni til alþingis og frá því, og hvar-
vetna hefir honum verið tekið opnum
örmurn".
Þannig gekk honum flest að sólu á
prestskaparárum sínum. Þegar Brandur
biskup var látinn, fékk Kolbeinn
Tumason ráðið því, að Guðmundur var
kosinn biskup til Hóla. Hinum fram-
sýna og forspáa manni sagði þungt huig-
ur um þá ráðabreytni, en þó samþykkti
hann að taka við kjöri. Hélt Kolbeinm
honum þá veizilu á Víðimýri, gerði há-
sæti fyrir hann, bar honum sjálfur mat
og breiddi dúk á borð fyrir hann. En sá
dúkur var slitinn og ræddi Kolbeinn
um: „Mjög kennir nú dælleika af vorri
hendi meir en verðleika þinna, er svo
vondur dúkur er undir diski þínum.“
En hann svaraði brosandi: „Bkki sakar
um dúkinn, en þar eftir mun fara bisk-
)2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
13. tbl. 1965.