Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Qupperneq 14
Rabb á írskri krá
Framhald af bls. 9.
stöðu: Þú kastar þér beint í flagið —
og drullan spýtist upp um þig, kinnar
þínar, hár þitt, ástjónuna, manninn, sál-
ina: Ekkert jafnast að óskáldleika við
þig og þessi nýju þjóð þína: Allt dregst
niður í þessa vilpu! Jafnvel þótt ein-
hverjum steigarlátum landa tækist að
narra þángað eitthvað af írskri snilli
mundi hún ekki þrífast þar til lengdar.
Aftur á móti hlytu þeir að fá meiri
skrið sem væru gáfaðir til fjármála og
pólitíkur, þeir mundu brátt bola sér
inn á hreppinn, því þeir þyrftu ekki á
brýnni aðstoð fagurfræðilegra efna að
halda til að komast lífs af gegnum ís-
lensk lífsleiðindi, heldur fyrst og fremst
einhvers konar veraldlegri þybbni, bol-
magni. Andlegt heiibrigði er stundað
með offorsi (andstæða þess lifandi eða
viðkvæmar tilfinníngar), og árángur
þess er jafnaður á andans sviðum,
hetjubókmenntir kjarnakarla. Hvað há-
andlega reisn þeirra snertir þá er hún
hvergi nema í stjórnmálum, og þar mieð
yrði manni eins og Seigi auðvelt að ger-
ast hákarl athafna og andans mála ,allt
í senn. Einhverjar gróskur eru jafnan á
seiði með þeim, eins og sjá má þegar
út í það er farið: Hvaða fullvaxið fólk
minnir jafn eftirminnilega á gæa og
gelgjuskeiðara og dáðadrengir stjórn-
málanna — hver þeirra kálfi stífur af
andans hasa, og ekki vantar hávaðann;
Seigur hlyti að sjá allt þetta á Reykja-
víkinni, alltaf yrðu menn framkvæmd-
anna varir, talandi framkvæmda og tal-
andi pólitíkur, alltaf væri verið að
grafa niður í holræsi, ef ekki á Hverf-
isgötu þá á Laugavegi eða einhverjum
öðrum götum, alltaf væri nóg um bless-
aða atvinnuna, það veitti sko ekki af
góðum holræsum. Já, að gumsa sér í
pólitíkina, menn væru ekki einir þar
og vinalausir og yrðu ekki meðan líf
entist, því flokkarnir væru svo mjög
þægilega félagslegir og þeirra mínir
menn, að aldrei brygðist um heilbrigða
lífshamingju, alltaf væri andans ólgan
niðri fyrir, sem mestu máli skipti, hún
væri söngur þessa lífs, þegar að væri
gáð, hið eina sem gildi gæfi því nú
væru bolsarnir að sækja á, ekki veitti
af, ja það væri hasinn, það veitti svo
ekki af blessuðum hasanum, já alltaf
væri verið að tjasla eitthvað upp á hol-
ræsin í borginni, moka upp og grafa
niður fyrir rörin og taka rörin upp og
athuga rörin, já það væru framkvæmd-
irnar og hasinn í borg og bæ, ekki veitti
af að hafa sönginn í lífi sinu, það væri
nefnilega það ...
S vei mér þá, hvað sem öllu öðru
líður ... það, að hugsa um þennan hlúnk,
þennan landa ... bé ef það flytur ekki
lukkuna lángt burt í ángist . . . Hvað
er hægt að segja um hann? Hann étur
rol'lukjöt og skötu. Sannleikann og ekk-
ert nema sannleikann. Það er afar þrif-
legt fólk á Fróni og þrífst með stökum
þrifum; allir gæta sín, allir hafa lært
að vefja treflunum vel um volga svír-
ana sína — og allt þetta mundi eiga við
Sei;:, sem aldrei skilur að söneur geti
verið annað en makindi eftir efnahags-
leg áhlaup — og ávallt leitast við (ómeð
vitandi: aðeins af því hann er þannig
gerður) að drepa skáldskap lífsins með
því að stilla upp gegn honum pólitískum
holdanautum. Já, þetta mundi allt eiga
við Seig, sem reynsluna hefur hlotið
í veröldinni, fólk myndarlegt (lífið fer
allt í myndarskapinn), lútherskt, með
tilfinnanlega ríkt framkvæmdavit. . . Æ,
sá hann aldrei úti í hinum voldugu
þýskalöndum, svíþjóðum og ameríkum
hversu það er vonlaust að þessar þjóð-
ir geti dáið? Og sá hann aldrei hversu
viðbjóðslegt það er að geta ekki dáið?
Nei, Seigur er pólitískur .. .
„Hvort hefurðu aldrei komist að raun
um það í írskri sögu,“ spurði ég hann,
„að það voru íslendingar sem byggðu
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
það sem byggt var, hvort veistu ekki,
að írar voru landeyður við hlið íslend-
inga í írskri sögu, þvi meðan íslend-
íngar rembdust við að hlaða garða og
alls konar vigi heilbrigði sínu til ramrn-
eflíngar, gerðu írar ekkert — ekkert
nema að vera til, leika á hörpur og
semja ljóð — sem sagt, lifðu á loftinu,
og þóttu því ekki með myndarskapnum
hæfir, enda blánkir?" spurði ég.
„Nei,“ sagði hann sem von var, „aldrei
heyrði ég íslendinga nefnda í venslum
við þessar framkvæmdir..."
„En nú veistu það, nú sérðu hvílík
þjóð við erum. Því segi ég: Farður til
íslands!“ og ég bað: „Farðu í minn stað
— ég er hvort sem er illa séður á ís-
landi; ég leik á hljóðpípu og sýng. Þeir
afbera ekki söng, því söngur er eitthvað
sem ekki er þreifanlegt heldur svífur
í andrúmslo'ftinu. Þess vegna þegja þeir.
að hann þjáist ekki. Þjáníngin er meira
að segja tekin fyrir á íslandi, enda þyk-
ir hún endemi. En sá sem ek'ki þjáist
sýngur ekki — allt kemur heim — held-
ur grúskar. Harmurinn, orðin trega lost-
in, hefur aldrei orðið til í hrassnasa.
Þess vegna eru til dæmis ekki til nein
harmræn leikhúsverk, heldur pólitík.
Þar er enginn guð, eins og me3_ írum,
heldur pólitík. Guðinn okkar á íslandi
eru dáðadrengir stormandi pólitísks
hasa, og þessi pólitík er • líkami. Sem
sagt: Guð okkar — hann er skrokkur
hiO'ldsræikt, stúlkur, lögreglustöðvar, alls
konar velsæmis — og þrifareglur, slík
Ijómandi þrif, að það fólk sem er nokk-
urn veginn óbrjálað hlýtur að bjóða
við ...
E g gerði tilraun til að sýna Seigi
fram á hversu mér virtist að sósíalismi
Hugsa um penínga. Staðreyndir. Skolp-
ræsi.“
„Mér líst ekki á tóninn í þér,“ sagði
Seigur.
„Allt annað gildir um þig. Ég sýng!“
Þú ert mjög hagkvæmlega óskáld-
legur og liklega þess megnugur að fá
að lifa einhverju lífi í þessum hránýja
heimi, íslandi, en það er ég ekki. Raun-
veruleikinn er þar til staðar, en ég hef
tekið að hugsa um skáldskap, og þegar
ég lít raunveruleikann vekur hann ekk-
ert með mér nema viðbjóð, hugsaði ég.
Þú kynnir að kalla það sjúklegt; ef til
vill er það eitthvað sjúklegt: Hvergi
eru jafn fallegir og vel ræktaðir kropp-
ar og á íslandi né rammgerðara andlegt
heilbrigði, og þetta hryllir mig. Við
erum afar auðskilin þjóð, eins og allar
þjóðir sem hafa ekkert að hugsa um
nema kvið sinn og vinnufórnir fyrir
hann. írar hafa þvert á móti haft eitt-
hvað annað að hugsa um en maoann.
Þeir eni miklu draumlyndari þióð og
skáldlegri en þjóð mín. Þeir hafa jafn-
vel ekki sinnu á að lifa eftir tíma, enda
er leitun á réttri eða gángandi klukku
í Dublin. „Enginn hefur nokkurn tíma
skilið íra,“ se"ia þeir sem reynt hafa
að skilja bá. Sérðu nú ekki myndina af
líkama fslands, hvað hann leiðir af
sér, eða gáfur hans? Þróunin verður
þessi: skip þeirra hljóta þrifnaðarverð-
laun í heimsborgunum (einn fossanna
íslenzku um svipað leyti); kvenfólkið
verður Miss Universur; íþróttaræktin er
með slíkum blóma að hún slær hvert
heimsmetið af öðru; sömuleiðis skák-
íþróttin, þessi bögla sönglausa þraut,
því við höfum til að bera sérleva st°rka
huvsun (rnjög lausa þó við flug allt og
hvatleika), sem margir mættu öfunda
okkur af sem gefnir eru fvrir grúsk
en bila fyrr vegna skorts á þrákelkni.
En þannig er landinn, Seigur minn, og
þannig eru flest skáld hans, Hann er
líkami. Hann er það mikill líkamníngur
hlyti að vera óviðeigandi í Dublin.
„Hvað mundi þér finnast um það að
vera í landi þar sem no-kkuð sterkur
sósíalismi lætur til sín heyra, þar sem
óánægja mótmælenda er nokkuð aug-
Ijós — en vanmáttug?" spurði ég.
„Ég veit ekki við hvað þú átt.“
,.É;g á við það, þegar töluverður hluti
þjóðar sér að hann verður að standa
saman gegn fjár- og veldisdrukknum
ófreskjum afturhaldsins, eins og í minu
landi. Til hvers gæti slíkur tuddi orðið
gegn erkituddanum? Til hvers eru allar
þessar þjóðfrægu flagspyrnur og
spórk?“
„Slíkan glæp (hér átti hann við kapí-
talismann) ætti að méla niður!“ (Hér
færi betur að segja stánga á hol, kvið,
vömb, eða hvað?)
„Slepþum því, það er hvort sem er
vonlaust u.m sinn, svo matsiúka hefur
pólitíkinni tekist að gera þ.ióðina. En ég
á við hitt, sem mestu máli skiptir og
jafnan gleymist í harkinu, hinn menn-
ingarlega þátt. Er ekki eitthvað ban-
vænt við það þegar þessi hrásiðfræði-
lega/pólitiska vitund nær að vakna með
heilli þjóð, að sósíalismi eða demókrátía
vaknar til að vaða út á flagvölUnn fyr-
ir hönd manm'iðar og matar, eða hvað
þú vilt kalla þessar pólitísku knallett-
u*r? “
„Heyr á endemi!"
„Nú, hvað?“
„Ekkert er iafn brýnt!“
„Það halda landar mjnir — og raun-
ar held ég það líka! Ég meina, að ég
kemst ekki hiá því að huffsa urn þéssi
bolabrögð, né nokkurt skáld. þótt ekki
sé nema vegna þess að hið þjóð'leea
andrúmsloft er kynnei magnað — ekki
af 1 ífi sem nær að hli'óma saman við
náttúruna — heldur af pólitík. Ég kemst
sem sagt ekki hiá að taka afstöðu — og
til einskis — gegn hö'fuðófreskjunni,
hinni kapítab'sku geggjun!“
„Þakka þér fyrir!“ sagði Seigur,
„þakka þér fyrir! Ég var farinn að halda
sitt af hverju, en nú finn ég að í þér
eru taugar.“
„Vertu ek'ki of fljótur á þér, Seigur
minn ég fyrirlít bolsann þinn, enda
skil ég hann ekki fremur en nokkur
mannleg vera.“
Ég vandalaus manneskjan á miðjum
bolavellinum; ég er hræddur og vín-
glaður innan um nautin; hvílík ódæmi
hve skepnurnar sparka! Viljinn og viss-
an er öll í hornunum. Ég er vandalaus
...Jæja, jæja, jæja, sleppum þé erki-
nautunum, og lítum eitthvað í kringum
okkur. .. En hver eru ekki nautin?
Hvert skal halda? Við komumst aldrei
frá pólitískum áráttum þessarar þjóðar.
í útvarpi og blöðum ræða allskonar
öryggisreglur um hvað gera beri og
hvað að forðast, lögmennirnir stríðræða
um „því dæmist rétt“ o*g „því dæmist
rángt“, svo að erfitt er orðið meðJ af-
brigðum að eiga sér nokkurn stað.
Hvort væri ekki betra að guttarnir
stælu árlega nokkrum þúsundum vind-
linga og dræpu nokkrar hálfdauðar
mannhræður en verða daglega hvert
landsins barn, að hlýða á þennan eyð-
andi þrifnað hins íslenzka anda og geðs?
„Heldurðu ekki að það sé hreinasta
Níflheims hlutskipti að hafa fæðst til
að lifa í landi sem krefst þess af mér
hvern einasta lífsins dag, tartaranum
sjálfum, að ég verði að grandskoða
þennan fúllyktandi skrokk eins o*g ég
væri líkkryfjandi, og nauðugur viljugur
segja álit mitt á honuim! Og að vita að
ekkert þykir æðra í lífinu en þessar
úldnu sinar, blóð og vambir!"
„Þú talar eins og eitthver helvítis
blóðlaust stofuskáld! Það er nóg af
þeim í veröldinni!“
„Það er hverju orði sannara, en er
söngur eitthvert helvíti? Þeir banna
törturum á íslandi, eins og í Rússlandi
og víðar, að vera tartarar — er nokk-
ur glæpur hrottalegri — og heimta að
þeir brjóti fiðlurnar, en atverki hjá
Skötu- og Þorskvinnslustöðvum alheims
ins á íslandi.“
„Þú hvorki sannar neitt né afsannar
þú talar um þennan hrepp eins og hann
væri allur heimurinn, en þekkir engar
aðrar aðstæður, ekki einu sinni hér á Er
in litla greyinu."
„Við erum að minnsta kosti komnir
lángt fram úr ykkur í pólitík og dinló-
matískum anda enda lángt um myndar-
legra fólk. Og þessi er lokairiðurstaða
þessarar pólitíkur: ÉG, SKROKKUR!
Þetta er allt sem vænst er að lífið hafi
upp á að bjóða: Þetta er sjálfur GUÐ!
Bæn þjóðar (eins má kalla það ljóð
hennar) hlýtur ekki fulla göfgi, háleika
né snilld nema á þennan hátt, því aðeins
þar fær hún áheyrn: í samförum skrokk
anna!
„Þér tekst að koma orðum að þessu,
þar með gera ljótt úr ef til vill engu
efni.“
„Heldurðu að ég sé svo billegur
að ég hafi jafn alvarleg mál í fíflíngum?
Ég á við þetta, til dæmis: Er ekki öll
þjóðleea stríðmeðvituð pólitík sama
sem líf í helvíti?"
Þö°'n.
„Eða er það ekki þess vegna — að
írsk nólitík er ekki almennt eða lítt
meðvituð — að mér líður vel héma,
finnst eins og loksins komi é*g heim
til mín. en þ.iáist af hugsuninni um að
ég verði að hverfa til lands míns —
og eiga hvergi heima, heyra engan
söng?“
„Þú ert kannski fæddur til að þjást,
gera allt úr engu .... “
„Til að sjá fyrst, gleymdu því ekki!
En finnst þér þetta ekki hroðalegra en
tali taki?“ spurði ég, „að verða að
hverfa til slíkrar viðurstyggðar, manni
sem leikur á hljóðpípu, til þess eins
að taka afstöðu — og til einskis — með
einhverjum sósíalískum bo'lum, eða öðr-
um?“
„Heimurinn er að ærast af vopnuðum
friði. Þú verður að taka afstöðu, því
þessi pólitíska spurníng er ekki spum-
íng um spariklæddar kosníngar. Þetta
er spurníng um líf og dauða!“
13. tbl. 1965.