Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Blaðsíða 3
Samuel Hopklns Adams
LÍKiÐ VIÐ
Októberdag einn brast stórhríð
ri.eð frosti og fannkomu á tvo landmæl-
ir.gamenn langt inni á óbyggðum Adir-
cndackfallanna. Charles Carney og
Stephen Eestelow hétu þeir og voru
gamlir og góðir vinir og samstarfsmenn.
Allan daginn börðust þeir gegn ó-
veðrinu og óðu hnédjúpar fannirnar,
meðan stormurinn barði kafaldshríðina
Leint í andlit þeirra.
Estelow, sem bæði var yngri og þrek-
meiri, leiddi félaga sinn og hálpaði hon-
um eftir beztu getu, því að andlegt og
líkamlegt þrek Carneys dvínaði því
rneir sem lengra leið á daginn.
Það var byrjað að skyggja, þegar
Estelow rak allt í einu upp siguróp.
Hann sá hvíta og beina línu bera við
kolsvartan múrveggi illviðrisins í loft-
inu.
„Þetta er línan! — Ritsímailínan!“
„Já, en hvert liggur hún?“ stundi
Carney. „Og hversu langt? Nei, þá
leggst ég heldur niður í snjóinn og
sofna“.
„Þú gerir svo vel að láta það vera“,
sagði Estelow ákveðinn.
„Þetta hlýtur að vera ritsímalínan,
eem landmælingaráðið lét leggja síðast
liðið vor frá Loneley Hill og niður að
endastöð járnbrautarinnar við Nortih
C.reek. Nú getum við gengið upp með
línunni.
Haltu áfram“„
Með fortölum og hótunum tókst hon-
um að drösla félaga sínum upp skógi
vaxna og snævi þakta brekkuna, og að
(hálftíma liðnum stóðu þeir nær ör-
rnagna við fjallaskálann á hæðinni.
Hamingjan var þeim hliðholl eftir at-
vikum. — í eldhúsinu voru nokkrar
birgðir af brenni, á hillunni lágu fá-
einir þurrkaðir maiskólfar og í fann-
þaktri trjákrónu rétt við skáladyrnar
tísti í héra, sem Estelow skaut. Þeir
þurftu því ekki að svelta fyrst um sinn.
En Carney var illa á sig kominn.
Hann var með bullandi sótthita og gat
varla staðið á fótunum. Estelow rauð-
kynnti eldavélina og hjálpaði síðan fé-
laga sínum til sængur.
U m morguninn vaknaði Carney og
virtist aðeins betri. Ef til vill gæti rit-
símatæikið orðið þeim til bjargar, og
Carney kunni að „senda“. óstyrkur og
máttfarinn af sóttihita og vanlíðan reik-
aði hann út úr svefnklefanum og að
borðinu framimi í skálanum, þar sem
tækin stóðu, og byrjaði sendinguna.
Ritsímaþjónninn í North Creek hélt
sig vera að dreyma, þegar hann var
kallaður upp frá Lonely Hill í þvíliku
veðri. Sendingin var slitrótt og fálm-
kennd, en þó vel skiljanleg: Tveir menn
veðurtepptir á Lonely Hill, aimar með
lungnabólgu.
Já, guð hjálpi þeim, því að ekki var
það á nokkurs manns færi eins og sak-
ir stóðu að minnsta kosti, að komast til
þeirra. Hríðarbylurinn geisaði og færð-
ist í aukana.
Sólarhring síðar flutti ritsíminn nýi-
an boðskap, slitróttan og torræðan, en
greinilega sendan í fullkomnu óráði:
Nú var skálinn á Lonely Hill umkringd-
ur ægilegustu óargadýrum, englum með
hvíta vængi og hryllilegum varúlfum
með glóandi glyrnum, sem skutu eld-
glæringum utan úr hríðarmyrkrinu.
Sendingin varð síðan sífellt ógreinilegri
og óskiljanlegri, unz hún fjaraði alveg
SpyrjiB barnið
i.
Nei, það er ekki von að þið þekkið það, ljósið
sem hleypur á milli trjánna, jafnt í glbði og sorgum;
nei, það er ekki von. En spyrjið barnið. Takið
það með ykkur á dansleikinn í náttúrunni og spyrjið
það síðan, og vita skuluð þið að barnið lýgur ekki.
Já, allt í lagi, alit í lagi; þið megið geta þrisvar.
II.
Komið með mér. Horfið á liti blómanna og finnið
ilm þeirra; heyrlð líf moldarinnar, vatnið sem ólgar
undir, og njótið svala þess; afklæðist og leikið
að stráum, og sýngið með þessum kátu fuglum vorsins
og sólarinnar, því brátt kveða þrumur og brátt
verður eldur um jörðina alla, — og síðan ekkert meir.
III.
Nei, það er ekki von að þið þekkið það, myrkrið
sem læðist á miLli trjánna, jafnt í gleði og sorgum;
nei, það er ekki von. En spyrjið barnið. Takið
það með ykkur é drápleikinn í veröldinni og spyrjið
það síðan, og vita skuluð þið að barnið lýgur ekki.
Já, allt í lagi, allt í lagi; þið megið geta þrisvar.
Jón Ýngvi
út. Estelow hafði borið félaga sinn til
hvílu.
Daginn eftir bráði öðru hverju af
Carney, en í hvert sinn skreiddist hann
fram að borðinu og hóf sínar fálm-
kenndu og óráðsiblönduðu sendingar.
Þær náðu hins vegar aldrei til North
Creek, því að ofviðrið hafði þá slitið
linuna.
Undir kvöldið bjó Estelow enn einu
sinni um vin sinn, en gekk síðan út
í leit að brenni. Þegar hann kom til
baka, sat Carney við ritsímaborðið. Yf-
ir ásjónu hans hvíldi annarlegur frið-
ur og ró.
„Steve“, sagði hann hæglátur. —
„Steve, ég held, að ég sé að deyja. —
En Steve...“, og hann horfði á félaga
sinn brennandi augnaráði, — „lofaðu
mér því, að þú grafir mig ekki, fyrr
en þú ert alveg viss um, að ég sé dauð-
ur. Steve, lofaðu mér því . . . “ Rödd
hans dó út í lágu hvísli. Estelow lofaði
því og reyndi eftir megni að dylja
hi-yggð sína og kvíða.
Allt, sem skeði næstu daga, skrifaði
Estelow nákvæmlega í dagbók sína.
S trax þetta sama kvöld, meðan
Estelow stóð við eldavélina og matreiddi
síðustu leifarnar af héranum, skjögraði
vinur hans að ritsímaborðinu og settist
þar á sinn vanalega stað — og dó.
Estelow rannsakaði líkið eins vand-
lega og hann framast kunni. Hann fann
ekki minnsta vott um andardrátt eða
æðaslög. En samt beið hann í örvænt-
ingu, þar til líkið var farið að stirðna
þarna í stólnum. Það áleit hann loks ó-
véfenganlega sönnun þess, að félagi
hans og vinur væri dauður. Þá gekk
Estelow út, greip sér reku í hönd og
tók gröif í snjóskafli við skálavegginn.
Að því búnu lagði hann líkið í gröfina,
las stutta bæn og mokaði síðan snjó yf-
ir.
Alla nóttina dreymdi hann þunga
drauma. Og einhvern tíma næturinnar
\aknaði hann ískaldur, en fannst hann
þó vera gegnum blautur af köldum
svita.
Um morgiuninn, þegar hann skreiddist
á fætur og gekk fram í skálann til þess
að kveikja upp eldinn, sat Charles Car-
ney við borðið, hreyfingarlaus og þög-
ull með starandi og galopin augu.
Allan daginn þrammaði Estelow fram
og til baka í ófærðinni og illviðrinu um-
hverfis skálann, heltekinn af skelfingu,
en þó um ------- í leit að einhverri villi-
bráð sér til matar.
í rokkurbyrjun sótti hann í sig kjark
og gekk inn í skálann. Hann tók liík-
ama Carneys og bar hann aftur út í
snjógröfina. Að því búnu fékk hann sér
drjúgan teyg úr konjakspela, sem hann
átti í fórum sínum oig lagðist því næst
til svefns.
Næsta morgun varð hann að taka á
öllu sínu viljaþreki til þess að rísa úr
rekkju. Hann stóð góða stund titrandi
og skj álfandi við dyrnar fram í skál-
ann, áður enn hann fékk sig til að ljúka
upp hurðinni.
Oharles Carney sat við borðið, ná-
kvæmlega eins og áður!
„Ég ætla að reyna að halda vitinu í
lc-ngstu lög“, skrifaði Estelow í dag-
bókina sina. „Komi hann til baka eina
Framhald á bls. 7.
15. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3