Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Qupperneq 10
SVIPMYND Eramhald af bls. 2. ómerkilegum spurningum ein-s og þess- í annað sinn dirfðist Sir Alec að apyrja hann, hvenær þessi síðborna ráðstöfun verkamannaflokksins að end- urþjóðnýta stáliðnaðinn, ætti að koma fcam í dagsljósið. „Til þess að losa háttvirtan þingmann úr þessari vesöld", svaraði Wilson, ,,þá lami honum kannski vel að fá að vita, «ð við munum bráðlega gefa út hvíta bók um málið.....“ Swna glósur hljóta jafnan gleðigól frá bekkjum verkamannaflokksins. Og það er lika aðaltilgangurinn með þeim, að hressa upp huga flokksmannanna á aftari bekkjunum, og lála þeim finnast þeir vera hluti af stjórninni, sem standi fig svona vel. Eins og þarna háttar, er góð frammistaða í þinginu afar mikil- væg til að viðhalda samheldni í flokkn- 'um. >vi er það misskilningur að haida, að þessar fimleikasýningar Wilsons í þinginu séu bara flugeldar, flugeldanna vegna. Oftast hafa þær einhvern póli- tiskan tilgang, enda. þótt ekki sé alltaf til að þóknast flokksmönnunum. Ástandið í Vietnam hefur reynt mest alira móla á þingleikni Wilsons. Hann hefur orðið að hafa hemil á þéttskipuð- tim hóp vinstrisinnaðra flokksmanna, ee . voru andvígir stuðningi hans við etefnu Bandarikjanna. Lagni hans að framkvæma þetta án þess að gera þá sér að óvinum, og jafnframt gefa and- stöðunni engan höggstað á sér, hefur verið glæsilegt afrek. Vinstri vængurinn kom fram með fjöldann allan af tillögum, þar sem xeynt var að gagnrýna framferði Banda rikjamanna í Vietnam, eða að minnsta ikosti að fá Breta frá stefnu Bandarikj- anna. Þeir stóðu líka upp, hvað eftir annað í spurningatímum til að hnýta j Wilson. Og menn skyldu nú halda, að (þetta væri því erfiðara viðureignar fyr- ir hann, þar sem hann var meðan hann var í andstöðu, mjög nærri vinstri heim- ingnum, og mjög meinlaus í utanríkis- málum. En honum sást aldrei bregða. í>egar gamall verkamannaþingmaður úi vinstra hópnum, Konni Ziliacus minntist á það, að það væri ekki lengra síðan en í fyrra, að hr. Wilson hefði tal- að gegn útbreiðslu ófriðarins í Vietnam, svaraði forsætisráðberrann, að ástandið hefði nú breytzt síðan — að nú vissum við Norður-Vietnammenn hefðu verið í •ófriði, sem virtist vera borgarastríð. Þetta svar kynni nú ekki að standast nánari rannsókn, en það nægði pólitískt. I haldsmaður einn, sem reyndi að kljúfa verkamannaflokkinn enn frekar stióð þá upp og spurði forsætisráðherr- ann, hvort hann vildi ekki muna, að „linka væri ekki rétta aðferðin til að fá iausrr í Vietnam". Wiison bvæstí á n.ióti: — Ég hef sannarlega enga þörf á hrós yrðum frá háttvirtúm þingmanni. Mér finnst þetta mál, sem hér er til meðferð- ar of alvariegt fyrir ómerkilegt þvað- ur, eins og hann virðist hafa ánægju af. Auðvitað vakti þetta einróma fagn- aðaróp frá verkamannaþingmönnum. Það hafði náð þeim tilgangi sínum að fá hina órólegu fylgismenn til að gleyma sinni eigin sundrung, með því að sneypa stjórnarandstöðuna. Almennt hefur aðferð Wilsons í Viet- r.ammálinu verið sú að gefa í skyn, að hann hafi með höndum leynilegar dipló matiskar aðgerðir í áttina að friðsam- legri lausn — aðgerðir, sem gæti farið út um þúfur, ef þær kæmust til eyrna almennings. Þetta hefur þær heppilegu afleiðingar, að gagnrýnendur hans frá vinstri sýnast grimmir ef þeir, þrátt fyr ir þetta, gera málið að opinberu um- ræðuefni. Hámarki náði þessi snilli hans, 9. marz þegar hann svaraði þingmanni yzt til vinstri, sem hafði komið fram með fjölda tillagna um Vietnam, með þessum orðum: „Það ætti aldrei að taka það sem gefinn hlut, að þegar hv. þingmenn fara að sofa með kinnarnar rjóðar af dyggð- inni, sem grípur okkur alla, þegar við böfum undirritað tillögu — og sjálfur hef ég undirritað margar — það ætti ekki að taka það sem gefinn hlut, segi ég, að ekki séu einhverjir enn á fótum og við símann að reyna einmitt að fá því framgengt, sem í tillögunni fólst írá þeirra hendi, sem undirrituðu hana. Þetta svar var auðvitað mjög áhrifa- mikið til þess að benda á hinn mikla þunga, er hvílir á þeim, sem ábyrgðina bera á ríkisstjórninni. Hinsvegar kom það alls ekki í ljós, hvern — ef þá nokkurn — Wilson hafði verið að tala við í sima um Vietnam. Áhrif hr. Wilsons í þinginu stafa að r.okkru leyti af einfaldri framsetningu bans á málum. Hann stamar ekki, eins og hann hafi gengið í höfðingjaskóla, vitnar aldrei í bókmenntir, og vandar ekki mál sitt veruiega. Ræða hans er millistéttatal, hreimurinn flatur og minn ir ofurlítið á Yorkshire, þar sem hann ólst upp. Einn útsmoginn fréttaritari úr innsta hóp slíkra háværra blaðamanna, sem eru kunningjar stjórnmálamann- anna, sló honum hámarks-gulihamra um daginn, er hann sagði: — ,.Hann er fyrsti forsætisráð/herrann, sem hefði get- að orðið þingfréttaritari“. Hann virðist kræfur að stjórna flokkn um utan þings, ekki síður en innan. Verkamannaflckkurinn slagar hátt upp í Demókrata og Repúblíkana í Banda- ríkjunum um að vera innbyrðis sundur- leitur hópur, þar sem eru bæði ekki- sósíalistar og kommúnistar og allt þar í milli, og persónuleg óvild getur kom- ið fyrir á furðu háu stigi. „Stjórnarmyndunin hans í haust sem leið var eitt fjandans mikið listaverk1*, stigði einn gramur áhorfandi nýlega. Wiison veíttí flókksforinigjum úr hægra arminum, sem höfðu verið óvinir hafis, meiriháttar ábyrgðarstöður, og setti ýmsa væntanlega uppivöðsluseggi úr vinstri arminum í stöður, þar sem þeir gátu lítið aðhafzt til skaða en gagn- rýni þeirra þagnaði hinsvegar. ÍÍvað snertir flokksstjórn verð- skuldar hr. Wilson vissulega góða eink- unn. Hann hefur verið maður til að halda sundurieitum flokki saman og gefa hon- um áþreifanlega reynslu, sem hann hef- ur ekki orðið aðnjótandi í þrettán ár, en þarfnast mjög — ábyrgðartilfinningu ríkisstjórnar. En þá er spurningin bara, hvort hann sé annað og meira en laginn flokksfor- ingi. Getur ríkisstjórn hans gert þau miklu átök, sem þarf til þess að draga Bretland upp úr þessari hnignun, sem orðin er að efnahagslegu öngþveiti? Get ur hr. Wilson komið verkamannaflokkn um burt frá þessum útjöskuðu kenning- um sínum frá fortíðinni og í nútíma- horf, sem eitthvert gagn er í? Áþreifanlegar framkvæmdir hans sem forsætisráðherra, hvað löggjöf snertir, cru heldur fyrirferðarlitlar. Hann kom í gegn frumvarpi gegn féflettingu hús- eigenda, og hefur í smíðum húsnæðis- málafrumvarp, sem kunnugir seigja, að sé svo strangt, að það muni hindra éinkaeign manna á leiguhúsnæði. Meiri- háttar lagabót mun langt komin, sem stefnir að því að kveða niður samtök iðnfyrirtækja. Þessi upptalning líkist nú ekki mikið þeirri endursköpun ,3retlands, sem Wil- son lofaði. En til eru nokkur atriði, ut- an löggjafar sem eru eftirtektarverð. Skrifstofuvélin í Whitehall vinnur vafa- laust betur, enda hefur það eitt orkað hvetjandi að skipta um stjórn eftir þrett án ár. Svo hefur orðið munnlegt sam- komulag um að stemma stigu við verð- bólguhækkun allra iauna, enda þótt efa- blöndnum mönnum sé nokkur forvitni á að sjá það koma til framkvæmda. En það verður að segja Wilson til afsökunar ,að hann hefur orðið að eyða miklum tíma í að glíma við kreppu á erlenda gjaldeyrissviðinu, sem hann erfði eftir ihaldið og dró heldiur lengi að fást við sjálfur. Og orsakir þeirrar kreppu hafa varla enn verið kveðnar niður. Við tilraunirnar til að laga og efla þjóðarhag Breta, geta pólitiskar aðgerð- ir vel verið mikilvægari en bein laga- setning. Því að einn dragbítur gegn breytingu — og margir mundu segja sá helzti — er afturhaldshreyfing hjá verkamannaflokknum, sem óttast at- vinnuleysi og hefur oft tilhneigingu til að vera værukær. Verkamannaflokkurinn gæti haft miklu betri aðstöðu til að laða verka- mannafélögin inn í 20. öldina, vegna þess, að þar ríkir svo mikil stéttar-tor- tryggni gagnvart íhaldsmönnum. Ef flokkurinn sjálfur væri ekki alveg eins samsafnaður fræðilegum sósialisma gæti íylgi hans orðið breiðara og vald hans til að endurskapa þjóðarhaginn því rneira. Sumir klókir menn, sem eru að meta hinn dularfulla hr. Wil-son, halda því fram, að helzt af öllu mundi hann vilja vera sá maður, sem losaði verka- mannaflokkinn við þessar dauðu kenn- ingar og gerði hann að raunhæfum nú- tímaflokki. í þinginu er hann svo mikill flokks- niaður — og svo hranalegur við mein- lausasta íhaldsmann — að það yrði erf- itt að hugsa sér hann sem einhvern Lyndon Johnson, leitandi eftir „sam- komulagi“. Hinsvegar eru sjónvarpsræð ur hans áberandi lausar við flokks- mennsku, og hann getur haft gaman af aðferðum sem „ganga í fólkið“ eins og að tala við íþróttamenn og ferðast á íund erlendra stórnmálamanna. Wilsontæknin virðist bera góðan á- iangur, eins og er, ef nokkuð er að r.iarka skoðanakannanir. Þær sýna verkamannaflokkinn með 9% meiri- 'hluta yfir íhaldsflokkinn og 68%, sem eru ánægðir með Wilson sem forsætis- ráðherra og má það mikið teljast. Þetta eru raunverulega merkilegar tölur. En það, sem margir efast um, er að þessi velsældartími verði langur. Þeir sjá Wilson vera að nálgast pólitisk vandamál, sem um m.uni. Því að það er alar erfitt fyrir stjórnmálamann að vera stjórnvitring, með þrigigja atkvæða meirihluta. Hann skortir sjálfa fullviss- una um öryggið, sem þingræðisskipulag inu er ætlað að veita. Þannig hlýtur það að vera ætlun hans að efna til kosninga, þegar henta þyki. En að gera það of snemma, og aðeins til að slá sér upp pólitískt, gæti farið í taugarnar á kjósendum. Hann kann að kjósa heldur að biða, og vona, að íhaldsmenn gefi eitthvert tilefni til að leita atkvæðis þjóðarinnar, en auðvitað hafa þeir vit á að láta það ógert. En ef Wilson lætur danka of lengi ár þess að efna til kosninga, getur hann komizt í aðra erfiðleika. Hverjar alvar- legar tilraunir til að þrengja að efnahag manna gæti vakið gremju margra kjós- enda. Og þá mundi hann sæta enn grimmari gagnrýni fyrir aðferð sína, sem nú að minnsta kosti stafar af veik- um meirihluta hans, sem sé þeirri að r-ota meir orð en framkvæmdir. Þegar ei tekið að bera á óánægju yfir drætti hans á erfiðum ákvörðunum, tali hans um „fórnir“, án þess að fórna neinu. The New Statesman, sem er vikublað, fremur til vinstri, hefur sagt: „Það er ekki nóg að flytja stólræður í sjónvarp- ið: hlutverk ríkisstjórnar er ekki að hvetja heldur að ákvarða“. T il eru þeir, sem efast um, að hr. Wilson hafi mikið víðsýni til að bera, til ag þora, til að hefja sig upp yfir þröng f.’okksjónarmið, eins og allir miklir for- sætisráðherrar hafa gert. En hann hef- ur eins og stendur sér til afsökuríar Framhald á bls. 13. NÝJAR PLÖTUR. Það hef- ur verið hljótt um Beatles undanfarið, en fyrir fáein- um dögum sendu þeir frá sér nýja tveggja laga plötu, sem vafalaust verður kom- in í efsta sætið á vinsælda- listanum hvar sem er viku eftir að hún kemur út. Lög- in heita „Ticket to ride“ og „Yes it is“ og eru bæði eft- Faul McCartney. Fyrra lag- ið er öllu skemmtilegra, þó bæði séu nokkuð góð. Til gamans má geta þess að plata þessi var komin í sölu í Fálkanum góðri viku áður en hún kom út í Englandi, Þá hafa „Yardbirds“ -sent frá sér tveggja laga plötu, sem hefur náð þó nokkrum vinsældum þar er „For your love“ aðallagið, nokkuð gott lag, en margar eru þær orðnar brezku hljómsveit- irnar í þessum sama stíl flest allar og varla hægt að ætlast til að unglingarnir hér uppi á íslandi fylgist með þeim öllum. Rolling Stones eru reyndar allt eins þekktir og Beatles, og þeir voru með nýja plötu fyrir nokkru. Þar er „The last time“ aðallagið og er þetta bráðskemmtilegt lag og með því betra, sem þess- ir piltar hafa gert síðustu mánuðina. 3áðar þessar plötur komu í Fálkann eins og Beatles platan. í Hljóð- færahúsið kom ný plata með Searchers, en þeir hafa vaxið mjög í áliti síðan þeir voru hér á landi við hljóm- leikahald fyrir nokkrum vikum. Aðallagið á nýjustu plötunni þeirra heitir „Good bye my love“ og hefur það þegar náð miklum vinsæld- um í Englandi, ég efast þó um að það geri svo hér, því fyrri plötur þeirra eru all miklu skemmtilegri en þessi. Svo eru það Kinks með nýja plötu og bæði lög- in á henni eru góð, þetta er hljómsveit, sem vinnur á. Lögin heita „Everybody’s gonna be happy“ og „Who’ll be the next in line“. Einnig kom í Hljóðfærahúsið fyr- ir stuttu nýjasta sex laga platan, með vinsælustu lög- unum í Bretlandi í marz. Það eru lögin „Ye/h, yeh“, „Cast your fate to the wind“ „Girl don’t come“, „You’ve lost that lovin’ feelin’1, „Ferry cross the mersey“ og „Terry“. Þetta er að sjálf- sögðu hin eigulegasta plata, þó heldur finnist mér þeim hafa farið aftur í lagaval- inu, því þarna eru nokkur lög með, sem alls ekki voru í hópi sex vinsælustu lag- anna í marz, en allt eru þetta samt ágæt lög. essg. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.