Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Blaðsíða 5
Albert Camus: CARNETS JANVIER
19 i2 — MARS 1951. Paris, Gallimard
1964. 16. F.
etta er annað bindi minnisbóte-
anna, útgefendur hafa sleppt ferðaþátt-
um frá Bandaríkjunum, marz til maí
1946 og Suður-Ameríku júni til ágúst
1949. Þessir þættir eru ferðahugleið-
ingar og sögur sem verða gefnar út sér-
stakar sem slikar. Fyrsta bindi þessara
minnisbóka hefst í maí 1935 og nær
fram í febrúar 1942, það bindi kom út
hjá Galli.mard 1962.
Minnisbæikur og dagbækur eru frá-
brugðnar um gerð og efni.
Sumir skrifa niður athugasemdir um
veðráttuna, efnahag og ytri hversdags-
lega atburði, slíkar samantektir geta
vissulega haft sagnfraeðilega þýðingu síð
armeir, og einnig veitt upplýsingar um
höfunda þeirra. Þeir sem lifa og hrær-
ast í andlegu lífi samtíðarinnar og skrifa
h;á sér athuga&emdir og hugrenningar
ekapa oft með þeim samantektum merki
legar heimildir um andlegt líf samtíð-
arinnar og séu þeir hinir sömu skap-
endur andlegra verðmæta, verða at-
hugagreinar þeirra þvi merkari. Þó er
ekki þar með sagt að dagbækur rithöf-
unda séu alltaf jafnmerkar öðrum rit-
um þeirra. Slíkar samantektir verða oft
heimildir ixm verk og sköpun verka og
vinnuaðferðir höfundanna.
A uk þessa gefa þær oft hina beztu
mynd af höfundi sinum, einkum ef sá
hinn sami skrifar þær án þess að ætla
þær til útgáfu síðar. Gildi þeirra fer að
venju eftir sjálfsaga höfundar og sjálfs-
gagnrýni. Þetta eru oft einhverskonar
krassbækur, uppköst og stundum verða
kaflar úr þessum ritum frumgerð að
nýju verki. Því opnari sem menn eru
fyrir áhrifum umhverfis og andlegum
verðmætum, því þýðingarmeiri verða
slíkar minnisbækur, og enn merkari sé
höfundurinn listamaður. Eitt einkenni
góðrar listar er aginn; persónulegur stíll,
frásagnarmáti, byggist á sjálfsögun fyrst
og fremst. Aginn er upþhaf allrar listar.
Frakkar eru meistarar snjallyrða og skil
greininga. Aðal frönskunnar er ná-
kvæmnin og skýrleikinn. Eitt hið bezta
verk Búrbónanna var stiftun Frönsku
akademíunnar; sú stofnun er gömul, en
þó síung og hún hefur fremur öðru
mótað málið, enda skipuð fremstu hugs-
uðum og rithöfundum Frakka á hverj-
um tíma; þótt finna megi listamenn, sem
hefðu átt að eiga þar sæti, þá breytir
það engu. Þessar minnisbækur minna _
um margt á beztu snjallyrðasöfnin
frönsku og skerpa þá mynd skýrleika
og snilli, sem birtist í öðrum verkum
Camus.
C amus lýkur við L’Étranger 194(J,
sú bók kemur fyrst út 1942. Le Mythe
de Sisyphe er fullgerð 1941 og kemur
út 1942. Með þessum bókum verður
Camus frægur. Þessar minnisbækur
hesfjast eftir að hann hlýtur viðurkenn-
ingu svonefnda. Stríðsárin og árin eftir
stríðið eru afkastamestu ár Camus, og
þau ár birtast okkur á síðum þessarar
bókar. Hann fer frá Alsír til Frakklands
1942 og landganga bandamanna í Alsir
í nóvember það ár bindur hann í Frakk
landi það sem eftir var stríðsins. Hann
sezt að í París, vinnur hjá Gallimard
og verður ritstjóri „Combat“, blaðs sem
andspyrnuhreyfingin í Frakklandi gef-
ur út. Hann starfaði við þetta 1943 og
1944 og verður aðalritstjóri blaðsins eft-
ir frelsun Frakklands, en hverfur frá
blaðinu 1946. Hann ferðast sama ár um
Bandaríkin, en eins og áður segir er
þeim hugleiðingum sleppt hér. 1947
starfar hann við Combat, fer til Alsír
1948 og ferðast um Suður-Ameríku
1949, ferðaþáttum þaðan sleppt hér.
Hann veikist af berklum 1949 og er í
afturbata 1950, L’Homme révolté
kemur út 1951. Á þessiun árum skrifar
hann La Peste, sem kemur út 1947, og
setur saman fjölda greina og leikrit. Og
í minnisbókunum fylgjumst við með
honum þessi ár. Hann byrjar á La Peste
1941 og við útkomu þeirrar bókar jókst
vegur hans mjög sem rithöfundar.
í fyrsta bindi minnisbókanna var bak
grunnurinn sólgullið Miðjarðarihafið, en
í þessu er bakgrunnurinn grárri, stríð-
ið og viðskilnaðurinn við ástvini, dapur
leiki hernámsáranna. Og eftir stríðið
markar hann stefnu sína í andstöðu við
ýmsa bókimenntapáfa Fra-kka, lendir í
hörðum deilum við Sartre og neitar að-
ild að hugsjón, pappírshugsjón, sem að
Fráleitt væri aS Tvalda því fram,
aö íslenzkt þjóðfélag sé tilbreyting-
arsnautt. Hér eru sifellt að koma
upp slcemmtilegir hlutir; þeir eru
meira að segja orðnir svo algengir
að þorri landsmanna er hœtt-
ur aö veita þeim eftirtekt.
Eitt síöasta dœmið um ís-
lenzk skemmtilegheit , er sú
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
beita sér fyrir hægrihandarumferö
hérlendis eftir 3 ár, og er œtlunin að
leggja fram frumvarp um
máliö á nœsta Alþingi. Á
sama tíma og óðaverðbólga, yfir-
vofandi verkföll og fyrirsjáanlegt
öngþveiti í framleiðslumálum eru
að hrinda efnáhagslífi þjóðarinnar
fram af hengifluginu, dunda leiö-
togarnir við að undirbúa lagasetn-
ingu sem mun kostu á annað hundr-
að milljónir króna (kostnaðaráœtl-
un er nú Jf3 milljónir miðað við
verðlag 196j — en árið 1968 má
ugglaust þrefalda þá upphœð). Þó
er fjárausturinn í sjálfu sér hégómi
hjá þeirri sóun mannslífa sem breyt
ingin mun ðhjákvœmilega leiöa af
sér. Umferöarslys eru þegar oröin
geigvœnlegt vandamál hér á landi,
en með hinni fyrirhuguðu
breytingu er beinlínis stefnt
margfulda þau
— a. m. k.
fyrstu tvö-
þrjú árin eftir
að hún gengur
t gildi. Mér
finnst satt að
segja kaldr-
analegt að hiö
háa Alþingi
skuli eiga eft-
að afgreiöa
lög sem fyrír-
sjáanlega
munu svipta fjölda landsmanna lífi,
en slíkt þykir kannski gamaldags
tepruslcapur.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að
hin fyrirhugaða breyting er fjarri
því að vera knýjandi tiauðsyn. Ég
hef hvergi rekizt á háldbær rök fyr-
ir þörfinni á hœgrihandarumferð
hérlendis. Svo er að sjá iem hér sé
fyrst og fremst verið að apa eftir
útlendingum — „vera eins og fjöld-
inn‘r. Það sjónarmið hefur lengi ver-
ið þungt á metunum í okkar and-
lega fátœka eftirhermuþjóðfélagi.
Eða á kannski að breyta umferðar-
lögum landsnvanna til samrœmis viö
erlendar venjur vegna varnarliðs-
manna sem hér áka bilum? Ekki
getur það verið vegna erlendra
ferðamanna, þvi þáttur þeirra í um-
feröinni hér er sárálítill og réttlœtir
engan veginn fyrírhugaðar mann-
fómir, og enn síður verður laga-
breytingin réttlœtt með hliðsjón af
þeim fáu Islendingum sem fara
með bíla sína til meginlandsins.
í Evrópu hafa tvœr þjóöir aðrwr
en fslendingar vinstrihandarumferS,
Svíar og Bretar. Svíar munu hafa
afráöiö að breyta um, og er þar
aö sjálfsögöu þyngst á vogarskál-
unum, aS SvíþjóS er í beinu vega-
sambandi við Noreg og Finnland og
í rauninni einnig við allt meginland
Evrópu. Bretland og ísland eru hins
vegar eylönd sem hafa enga knýj-
andi þörf á að breyta umferöarregl-
um sínum að þessu leyti til sam-
rœmis viö meginlandsvenjur. Ég
kem ekki auga á neitt sem réttlœti
fyrirhugaða lagasetningu — en hún
ber hins vegar vitni fordild, skamm-
sýni og furðulegu tómlœti um líf og
limi landsmanna.
Vœri nú ekki næ raö táka til hönd
um og koma skipulagi á íslenzlc um-
feröarmál með strangari kröfum til
ökumanna og auknu eftirliti meö
akstri? Stór hópur íslenzkra bíl-
stjóra er með öllu fákunnandi um
þær nýju og margbrotnu umferSar-
reglur sem tekiö hafa gildi á undan-
förnum árum og áratugum. Til að
fá bílstjóraréttindi t gamla daga
þurftu menn bara að kunna eina
reglu: „varúð til vinstri“. Margir
eldri bílstjórar kunna ekki aðra um
ferðarreglu. Á þessu þyrfti að ráða
bót og þá jafnframt að endurskoöa
ýmis ákvæSi í gildandi umferðar-
lögum, t. d. um hámarkshraöa, sem
virðast beinlínis hafa verið sett til
að gera menn brotlega við lögin! Á
þessum vettvangi eru miklu verð-
ugri verkefni fyrir umferðarlaga-
nefnd heldur en sá hégómi (sem
þó er mikið alvörumál) að beita sér
fyrir hœgrihandarumferð. s-a-m.
16. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5