Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Blaðsíða 12
ÁRNI ÓLA
Framhald af bls. 1.
urinn, sem þessir sömu menn létu ryðja
upp að vörðunni, hefir aldrei verið kail-
aður annað en Skólavörðustígur.
Þessi stígur telst með elztu götum
í borginni, og hann á tilveru sína Kri-
eger að þakka, eins og sjá má á því sem
hér hefir verið frá sagt.
U m þessar mundir var engin bæ-
arstjórn í Reykjavík, heldur var fjall-
að um öll meiri háttar bæarmál á svo-
bölluðum borgarafundum og þar teknar
áikvarðanir. Árið eftir að Skólavarðan
var endurreist (1835) var samþykkt á
borgarafundi, að bærinn skyldi taka að
sér viðhald vörðunnar og vegarins þang
að. Þetta kostaði auðvitað talsvert fé,
en bærinn átti ekkert fé aflögu. Þess
vegna var samiþykkt á þessum borgara-
fundi, að hver borgari eða húseigandi í
bænum skyldi leggja fram eitt dags-
verk vor og haust, til þess að sjá um
viðhaldið. Og svo segja menn að þegn-
skylduvinna hafi aldrei verið á íslandi!
Þegnskylduvinn hafði verið hér í
Reykjavík frá upphafi og helst lengi,
því á annan hátt var ekki hægt að halda
við götum, brúnni á læfcnum og vegar-
spottanum yfir Arnarhólstún, né heldur
að hreinsa lækinn.
Skólavörðustígurinn byrjaði hjá Mið-
býli (Skaftabæ), sem stóð um það bil
sem nú er Bankastræti 14. Eftir að bær-
inn tók veginn að sér, var svo ákveðið,
að þetta skyldi aðeins vera skemmti-
göngubraut fyrri bæarbúa, og þess
vegna var harðbannað að fara með hesta
um hana. Þessi ákvörðun mun þó að-
allega hafa verið tekin í því augnamiði
að spara sem mest viðhald vegarins.
Þessu banni var því stranglega fram-
fylgt næstu árin. Því var það, þá er
Jörgen Guðmundsson, tengdasonur
Skafta Skaftasonar læknis í Miðbýií,
hafði fengið leyfi til þess að reisa lítið
steihhús norðan vegarins og hærra í
Iholtinu, þá lenti hann í stökustu vand-
ræðum að koma byggingarefninu á stað
inn. Grjót hafði hann tekið í holtinu
sunnan vegarins og höggvið það þar
og ætlaði svo að draga það heim á
hesti. En til þess þurfti hann að fara
yfir skemmtibrautina, og ekki var við
komandi að hann mætti fara með hest
yfir hana. Einhvem veginn rættist þó
úr þessu og Jörgen reisti húsið. Það
stendur enn á lóð Skólavörðustígs 11
og var iengi kallað Tobbukot, kennt við
Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður, er
keypti húsið og bjó þar lengi.
U m 1840 var fyrst farið að tala um
skipulagðar vegabœtur í bænum, en ti'l
þess að geta framkvæmt þær, var
álcveðið að sikylda hvert einasta heimili
til þess að leggja fram eitt dagsverk
á ári, og enginn vera þar undan skil-
inn. Með þeim vinnukrafti, er fengist
með þessu móti, var talið að ráðast
mætti í þessar framkvæmdir, sem taldar
voru mjög aðkallandi:
Vegargerð suður á Öskjuhlíð og þaðan
niður í Fossvog eins langt og bæarland-
ið náði.
Vegur að Rauðará og landamerltjum
Laugarness.
Viðhald Skólavörðustígs.
Vegur að Bráðræði og Skildinganesi.
Flutningur á Lækjarbrúnni.
Allar þessar framkvæmdir drógust
nokkuð nema flutningurinn á brúnni.
Hann gat ekki beðið, vegna þess að
nú var tekinn af vegurinn um Arnar-
hólstraðir. Var þá gerð brú á lækinn
niður undan Bakarastíg, miklu öflugri
en áður var.
Fyrsta vegarbótin var sú, að ruddur
var vegur frá Bakarastígnum upp að
svokölluðum Vegamótum, en þa var
sá staður, þar sem Laugarnessvegurinn
lá út af Öskjuhlíðarveginum. Voru
þessi vegamót um það bil þar sem nú
mæt.ast Laugavegur og Klapparstígur.
Vegurinn til Laugarness var þá ekki
annað en niðurgrafnir götutroðningar yf
ir Skuggahverfið að Helgastöðum og
þaðan inn að Rauðará. Þar var farið
niður í fjöru og eftir henni fyrir tang-
ann, en síðan upp á bakkana og inn
eftir þeim allt að Fúlutjörn, en þar
var aftur beygt niður í fjöru og farið
yfir Fúlutjarnarlæ'kinn í ósnum; var
hann oft illfær og varð þá að sæta sjáv
arföllum. Síðan lá leiðin inn Kirkju-
sand að Laugamesi. Þótti þetta yfir-
leitt hinn mesti tröllavegur, og fræ.gt
er það orðið er Helgi biskup Thordar-
sen flýði úr Laugarnesi til bæarins og
bar því við að vegurinn þar á milli væri
oft ófær. Var því von að mönnum litist
lítt á að gera þarna sæmilegan veg,
þar sem enn var talið sjálfsagt, að nýir
vegir skyldi þræða gömlu hrossagötum-
ar. Það átti líka æði langt í land að
vegur kæmi frá Reykjavík að Laugar-
nesi. Þá kölluðu menn lagða vegi „brýr“
og helzt það býsna lengi í málinu, stor.
vísuna sem Þorlákur alþm. í Fífu-
hvammi orkti:
Þeysti ég yfir Þórarinsbrú,
þar hafði eg enga bið,
en eg lötraði hægt um Lögmannssikeið
því leðjan var upp í kvið.
Þórarinsbrú kallaði hann veginn sem
ruddur var yfir Hafnarfjarðarhraun á
mun hafa kennt hana við Þór-
arinn kaupm. Egilson í Hafnarfirði, en
annars var það Chr. Zimsen verzlunar-
arstjóri, faðir Knuds Zimsens borgar-
stjóra, sem var driffjöðrin í þeirri veg-
argerð. Þótti hún mjög merkileg á sín-
um tíma. Lögmannsskeið mun hafa ver-
ið örnefni hjá Kópavogi.
E n svo horfið sé aftur til Reykja-
víkur og vegabótanna þar, þá var það
á árunum 1843-45 að gerður var veg-
urinn frá Bakarastíg að Vegamótum
„með æmum kostnaði," segir í Þjóðólfi.
Þessi vegarspotti átti að verða upphafið
að hinum nýa þjóðvegi austur úr bæn-
um. Fekk hann þegar nafnið Vegamóta-
stígur og hét svo lengi. Nú heitir þarna
Laugavegur, en Vegamótastígur heitir
enn smágata milli Skólavörðustígs og
Laugavegar þar fyrir neðan er svokall-
aðir Vegamótabæir voru, en þeir voru
þrír á sínum tíma. Þetta nafn er nú eitt
til minnis um að á þessum slóðum
mættust fyrmm Laugamesvegur og
þjóðvegurinn um Öskjuhlíð út á land.
Enn líða 20 ár svo, að lítið er aðhafzt
í vegamálum Reykjavíkur. Árið 1866
gerast svo tveir stóratburðir: Þá er
sett steinbrú á lækinn og ákveðið að
framlengja Hlíðarhúsastíg vestur að
Ánanaustum.
Steinbrúna á lækinn gerði Sverrir
Runólfsson steinhöggvari og þótti hún
mjög mi-kið og athyglisvert mannvirki.
Með framlengingu BQíðarhúsastígs, er
síðar fekk nafnið Vesturgata, var ætl-
anin sú, að hann kæmi með tímanum
beint á Eiðisgranda og yrði framtíðar-
vegur vestur á Nes. Þótti því sjálfsagt,
vegna þess að um framtíðarveg var að
ræða, og búast mátti við mikilli um-
ferð um hann, að hann væri hafður
breiður, alls ekki mjórri en 7 álnir. Þeg-
ar til kastanna kom var hann þó breikk
aður upp í 8 álnir, svo að klyfjaðir hest-
ar gæti mætzt þar. Vegur þessi lá um
tún og var þegar sett trégirðing með
honum öllum að sunnanverðú, en norð-
an vegarins var ákveðið að útbýta bygg
ingarlóðum.
Á þessu sama sumri var einnig unn-
ið talsvert að því að lagfæra veginn frá
Öskjuhlíð að Bústöðum. Þar sem ótræði
var mest í holtinu, voru gerðar tvær
, brýr“ eða upphleyptir vegarkaflar, ann
ar 220 faðma en hinn 70 faðma. Þessar
vegabætur munu hafa verið gerðar
vegna þess að sýnilegt var, að umferð
mundi stóraukast þarna á þessu ári.
Var það bæði vegna þess, að Eyrar-
bakkaverzlun hafði engar vörur, svo að
bændur neyddust til að sækja verzlun
í Reykjavík og Hafnarfjörð. Svo vofði
þá líka yfir niðurskurður á fé vegna
fjárkláðans, og viðbúið að bændur færi
með fé sitt til slátrunar í þessa sömu
staöi. Þetta reyndist og rétt, því að aldrei
í manna minnum hafði slíkur fólks-
straumur verið til Reykjavíkur á haust-
kauptíð eins og að þessu sinni. Og dag
eftir dag voru reknir hingað stórir
fjárrekstrar. Þeir sem mest keyptu þá af
fénu voru kaupmennirnir E. Siemsen,
W. Fiseher og M. Smith.
Þótt svo sé til orða tekið í samtíma
heimildum að þessar tvær „brýr“ hafi
verið gerðar í holtinu austur af Öskju-
hlíð, þá hygg eg að þar gæti dálítillar
ónákvæmni. Lengri „brúin“, þessi sem
var 220 faðma, mun hafa verið yfir
Breiðamýri fyrir neðan Öskjuhlíð, því
að þar var ótræði mest. Þennan veg
gerði Sverrir Runólfsson, og var þetta
með fyrstu vegabótum á þessari leið.
egar hér var komið var farið að
tala um, að nú væri tími til þess kom-
inn að Reykjavík framkvæmdi fyrsta
lið vegaáætlimar sinnar 1840, en það
var að gera veg suður á Öskjuhlíð. Nú
höfðu þegar verið gerðir tveir vegar-
spottar á gömlu þjóðleiðinni til bæar-
ins, annar þar sem var steinbrúin á
læknum, Bakarastígur og Vegamóta-
stígur, en hinn „brúin“ í ,3reiðamýri.
Á milli þeirra voru illfærir troðningar
umhverfis Arnarhólsholt, og fannst sum
um sjálfsagt að tengja nú saman þessa
vegarspotta. Málið kom fyrir bæar-
stjórn, en nú brá svo undarlega við,
að sumir vildu ekki þræða gömlu hesta-
göturnar, heldur gera veg á öðrum stað.
Urðu út af þessu deilur miklar.
f bréfi, sem Sigurður Guðmimdsson
málari skrifaði Jóni Sigurðssyni forseta,
11. júlí 1868, segir hann svo frá þessu
máli: „Mikið var hér í vor þjarkað um
hvar ætti að leggja nýan veg inn yf-
ir holtið upp úr bænum. Sumir vildu
hafa gamla veginn, (aðrir vildu að hann
lægi yfir Skólavörðuholtð — Innskot
hér) og þriðju þar mitt á milli. Samt
varð endirinn, að vegurinn var lagður
inn yfir holtið hjá Skólavörðunni, og
eru þeir nú að rífast um, hvort eigi að
halda honum áfram niður í bæinn. Flest
if munu vera á þvi, en þeir Halldór Kr.
Friðriksson og Jón Guðmundsson eru
mest á móti því, og bera þeir helzt fyr-
ir sig, að bæarstjórninni hafi aldrei
hugazt að leggja veg á þessum stað“.
Þeir Halldór og Jón höfðu nokkuð til
síns máls, því að bæarstjórn hafði aldrei
ákveðið að leggja veg upp að Skóla-
vörðu. Sá vegur sem þangað var kom-
inn og hafði verið ruddur í sambandi
við smíði Skólavörðunnar varð inn-
lyksa hjá bæarstjórn um leið og hún
tók að sér viðhald Skólavörðunnar. En
bæarstjóm hafði aldrei samþyldtt að
þama skyldi vera vagur, og hún undir-
strikaði það þegar í upphafi, með því
að ákveða að þetta skyldi aðeins vera
skemmtigöngustígur fyrir bæarbúa, en
ekki alfaravegur. Á hinn bóginn hélt
Jón Guðmundsson því fram í Þjóð-
ólfi, að vegarstæðið væri í mesta máta
óhentugt. Menn yrðu að vera svo bjart-
sýnir að trúa því, að bnáðlega kæmi
hér hestvagnar, sem mundu létta mik-
ið alla flutninga. En þessi vegur yrði
svo brattur að hann væri ekki fyrir
vagna-umferð. Hann ætti að liggja upp
bratta forekku skammt frá Steinkudys
og áfram upp á háholtið hjá Skólavörð-
unni, en síðan tæki við önnur brött og
löng brekka niður í bæinn. Væri veg-
urinn því ófær fyrir vagnlhesta hvort
heldur farið væri frá bænum eða til
bæarins. Hitt hefði verið miklu nær,
að leggja veginn meðfram holtinu að
austan, þar sem engar mishæðir væri
alla leið niður að Vegamótum. Þar hefði
komið hinn þægilegasti akvegur, og spá-
ir Jón því að augu manna hafi opnazt
fyrir þessu áður en 20 ár séu liðin.
Ái þetta var ekki hlýtt; hitt þótti
meira virði að vegurinn yrði sem bein-
astur, við það yrði hann styttri og ódýr-
ari. Hverjir reru þar undir má sjá á
bréfi frá Sigurði málara til Jóns Sig-
urðssonar 26. júlí 1870. Þar segir hann:
„Þá höfum við Sverrir komið því til
leiðar, að þjóðvegurinn verður lagður
þráðbeina línu á Öskjuhlíð frá Skóla-
vörðunni, og er búið að leggja nokkuð
af honum“.
Þarna má sjá hvernig Krieger hafði
áhrif á gatnaskipan í Reykjavík löngu
eftir að hann var farinn héðan. Skóla-
vörðustígurinn, sem aldrei átti að verða
umferðargata, er nú gerður að einum
kafla af þjóðveginum (alfaraleið) til
Reykjavíkur. Og svo sést hér einnig
hvernig stóð á hinni merkilegustu veg-
argerð hér í bæ, þegar vegur var lagð-
ur þvert yfir Skólavörðulholtið þar sem
það var hæst, þaðan „þráðbeina línu“
suður að Öskjulhlíð, og síðan þráðbeint
upp Öskjuhlíðina þar sem hún var einna
hæst og bröttust.
Hér skal svo slegjnn botn í þessa
frásögn, þar sem Reykjavík hefir feng-
ið nýan þjóðveg út úr bænum.
ALLIR OG ENGINN
Framhald af bls. 4.
verur, en í því bar eittbvað fyrir sjón-
opin svo hann sá ekki neitt. Þegar hann
stillti kíkinn á nálægð sú * nn að þetta
voru þeir Enginn og fuglinn, og hann
ætlaði varla að trúa sínum eigin aug-
um. í fyrsta lagi skildi hann alls ekki
hvernig þeim hafði tekist að brjótast út
úr J-ammlæstu búrinu, og í öðru lagi
undraðist hann þá ofdirfsku fuglsins að
fljúga með Engan á bakinu.
Allir fór niður til að fullvissa sig um
að þeir væru sloppnir. Satt að segja
datt honum í hug að um sjónvillu hefði
verið að ræða hjá sér, að þeir sætu
enn í búrinu og gætu sig ekki hreyft.
En þegar hann kom að búrinu var það
galtómt, rimlarnir sagaðir sundur og
það mátti rekja slóð Einskis frá mat-
salnum, því hann hafði misst niður á
leiðinni.
Ölium fannst nú heldur en ekki hafa
verið leikið á sig. Aldrei hefði svona
nokkuð ko-mið fyrir forfeður hans. Hann
yrði hafður að athlægi í öllu landinu
fyrir að hafa látið Engan og fuglinn
sleppa, og hann myndi rýrna í áliti hjá
skógarbúum.
En þó merkilegt megi virðast var All-
ir eklti mjög reiður. Innst inni var hann
feginn að vera laus vð Engan og fugl-
inn, því hann vissi ekki hvað hann hefði
átt að gera við þá. Hann gat ekki hugs-
að sér að lífláta þá, því hann var of
friðsamur til þess og mátti ekki blóð
sjá. Að vísu hefði hann getað látið þá
dúsa þarna í nokkra daga, en hann var
hræddur um að lítill friður hefði orðið
í húsinu þegar þeir hefðu farið að
skrækja eftir mat og frelsi. Og það var
fyrir mestu að láta ekki trufla sig.
Allir hugsaði líka með sér að raunar
gerði það ekkert til þótt Enginn feldi
sig undir borðinu endrum og eins í því
skyni að ná sér í bita. Borðið var hvort
se.n er búið þeirri náttúru að það hlóð
sig alltaf fullt af mat um leið og það
tæmdist. Ef til vill væri ekki hægt að
losna við hann, og þá varð að taka því.
Og Allir hugsaði með sjáHum sér að
stundum hefði h-o-num þótt gaman að
honum. Enginn gat tekið upp á ýmsu
sem vakti kátínu Allra. Eins og til
dæmis þegar hann varð svo kenn-dur af
víninu, að hann fór að dansa við sjálfan
sig úti á gó-lfi og syngja viðkvæma
söngva. Þá hafði Öllum vöknað um augu
og hann hafði óskað sér að hann gæti
líka sungið þanni-g, en það var honum
ekki gefið þótt hann væri stærstur og
gjörvilegastur íbúa landsins. En En-g-
inn var fimur og kunni að stíga dans
við ímyndaðar hefðarmeyjar. Hann bjó
sjálfur til tónlistina jafnóðum, og hann
stjórnaði hinni ímynduðu konunglegu
hljómsveit sem skipuð var færustu
hljóðtfæ-raleikTirum sem völ var á.
En Allir minntist líka þeirra stunda
)2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. tbl. 1965