Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Blaðsíða 6
hans áliti gæti jafnvel réttlætt morð hennar vegna. Hann neitar að taka dog- muna fram yfir einstaklinginn. Hann viðurkennir ekki hina abströktu nauð- syn flokksins. Húmanisminn er undir- tónninn í þessum bókum hans. Hann skortir ekki kjark til að horfast í augu við óþægilegar staðreynd ir. „Sá sem örvæntir um hagstæða lausn er hugleysingi, en sá sem setur von sína á mannkynið er brjáiæðingur“. Þetta er skrifað 1. septemiber 1943. Hugrekki er sú krafa sem hann gerir til sjálfs sín og annarra; þrátt fyrir sortann, sýni menn hugrekki. „Kleist brenndi handrit sín tvisvar.. . Piero della Francesca blindur .. . Ibsen missti minnið og byrj- aði aftur á því að læra stafrófið, þetta er hugrekki". Málin verða ekki afgreidd með patent meðulum eða rafmagnsheil- um; það er ekkert patent til, sem frelsar mannkynið ,enda verður það ekki frels- að, aðeins læiknað, eins og læknirinn seg ir í La Peste. „Lýður bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur“ var sagt á öðrum vett- vangi; þar var keimlíkt hugrekki og raunsæi. Camus er uppgefinn á dog- matískum hugsjónum, arftakar bylting- anna eru annars flokks. Þeir beztu falla. Það bezta og það fegursta er veikast fyrir „en mönnum er áskapað að verja fegurðina, vilja hana frjálsa, fegurðin er uppspretta frelsisóstarinnar“. Lýsingin á Frakklandi hernámsár- anna: „f mörg komandi ár mun ekki verða hægt að skrifa um Frakkland án viðmiðunar við þessa tíma. Þessi hug- mynd mótaðist í járnbrautarlest, þegar ég sá hópa fólks, sem ég mun seint gleyma, eldri hjón úr sveit, hörund kon unnar var líkast bókfelli og bóndi henn- ar með hvítt yfirvararskegg, skarpeygð- ur og toginleitur. Þetta fólk bar merki vannæringar og flátæktar. í lestinni voru töskurnar reyrðar saman með snæri og pinklar og ráptuðrur stagaðar. Frakkar líta út eins og fátækir útflytjendur..... Þögnin er áberandi og myrkrið, á braut- arstöð'vunum er selt eitthvað, sem nefnt er matur. Ekkert tóbak eða eldspýtur eftir miðjan mánuðinn. Verkamenn sem þurfa að ganga í tvo tíma til vinnu sinnar og heima fyrir er ekkert ti'l, hafa ekki ráð á að kaupa á svarta markað- inum. Og verksmiðjustromparnir tróna yfir borginni, reykurinn berst upp í loft- ið eins og fórnarreykur“. T rú hans, „hugsið ykkur Guð, og manninn án annars lifs.“ Afstaða Camus til trúarbragða: hann er trúlaus, gildi mannsins er fólgið í Sýsífusarsögninni. Mannleg viðleitni nær til þess að velta steini, sem hrapar aftur niður hlíðina. Trúleysið leiðir til níihílisma, en Camus reynir að finna aðra leið, leið sem minn- ir um margt á lífsskoðun þeirra manna til forna, sem trúðu á mátt sinn og meg- in, eins og það er nefnt. Hin heiða heiðni, sem telur jarðlífið hafa gildi í sjálfu sér, jörðin er fögur og allar dogm ur hljóta að leiða til ófamaðar. Lífs- fylling í listum og lífsnautn. Það birt- ast víða í þessari bók mjög fagrar nátt- úrulýsingar og einstakur næmleiki fyrir litum lofts og lagar „Hver getur sagt, ég nef lifað átta fullkomna daga? Égþyk ist hafa reynt þetta. Minningin um þessa daga er minning um fullkomnunina .... Sandflákar og hafið í morgunsárið, svart og kalt, bjart um hádegi og heitt og sólgullið þegar líður á daginn. Langir morgnar og naktir líkamar, hitinn um hádegið og dagarnir orktu sig upp sjálf- ir ... “ „Verjið yður, sögðu dómararnir. Nei, segir sá ákærði. Hversvegna ekki? Ég vil að þér takið á yður alla ábyrgðina“. Sorgarleikur: „Ég hef rétt fyrir mér, því er rétturinn minn, að drepa hann. Þetta skiptir heldur ekki máli. Þetta er sögu- leg nauðsyn". Dogman um hina sögu- legu nauðsyn eru trúarbrögð að dómi Camus. Hver er munurinn á Guði og sögulegri nauðsyn? N öpur hæðni er sterkt vopn „Kon- an: Hver hefur þá á réttu að standa? Liðsf'oringinn: Sá sem lifir það af. Mað- ur kemur inn: Sá er einnig dauður.“ Camus reynir að tengja saman heið- inn forngriskan hugsunarhátt og gagn- rýni kristninnar á ástandi mannsins. Þessara tilrauna gætir mjög snemma, þær birtast 1 ritgerðum hans í hiáskól- anum. Þessa gætir einnig í L’Homme ré- volté og birtast í þessari bók. Miðjarðar- hafslöndin, litauðug og forsöguleg, onka mjög sterkt á Camus, menning þeirra forn og ný og blóði drifin saga þeirra. Lönd hinna fornu ódauðlegu guða, brannifórna og frjósemidýrkunar, lífs- fyllingar og sárra ástríðna, þetta er annað heimikynni hans, hrátt og litauð- Ðagblað eitt á Norðurlöndum heíir tekið saman skýrslu um þann fjölda af ungu fólki, sem sækir um að fá að stunda nám við háskóla, iðnaðarskóla- og tækniskóla og að- ra sambærilega skóla. Þar í landi var tala umsækjenda þrjátíu og eitt þúsund, en inngöngu hljó-ta fimmt án þúsund, segir blaðið. Það er tæp ur helmingur, svo sem sjá má. Þannig er ástandið í fyrra. Tilsvar- andi tölur árið 1963 voru tuttugu og fjögur þúsund og þrettán þús- und. Nokkrar skekkjur kunna að vísu að vera í hærri tölunum, en ekki mjög miklar. Skekkjurnar stafa af því að sumir námsmenn sækja sama árið um að komast að við tvær menntastofnanir þar eð þeir eiga von á að önnur þeirra kunni að taka við þeim, en hin ekki. En allur fjöldinn sendir þó aðeins inn eina umsókn. — Hér er um að ræða langskólanám, eða nám, sem tekur miðlungi langan tíma, eins og tækninámið. Að ástandið á Breitlandseyjum er að ýmsu leyti þessu líkt, mátti sjá af grein um háskólana í New Statesman í fyrra. Þannig blasir við sú staðreynd að velferðarríkin hafa hvorki næga kenn- ara né nógan húsakost til þess að veita menntun öllum þeim fjölda af ungu íólki, sem óskar æðri menntunar. — Auðvitað er ástandið enn verra í hinum svonefndu vanþróuðu löndum, en þar „bjarga" menn málum á þann hátt að láta lélega menntun duga. Hér á Vesturlöndum er víða farið þannig að í þessum efnum að menn eru „siktaðir“ eftir eikunnum frá hin- um almennu skólum og menntaskólun- um, en ekki er tekið tillit til annarra mannkosta. Harðvítug samkeppni á sér stað í sumum greinum, og hvað af henni leiðir síðar meir í þjóðlífi, menningar- lífi og stjórnmálum, er ekki auðvelt að sjá fyrir. Evrópa hefir einnig orðið að sætta sig við að Bandaríkin og sum sam veldislönd Breta beinlínis bjóða í ýmsa úrvalskennara við háskólana, og tekst þannig að fá suma þeirra til að fara vestur um haf, eklki sízt hugvísinda- menn, sem jafnframt eru sæmilegir bókahöfundar. ugt líf og svo er andstæðan, þjáning og vanmáttur manna gagnvart hinum blóðþyrstu guðum gagnvart grimmd og tilgangsleysi mannlífsins. Fyrsta bindi minnisbókanna bar m-eð sér andrúmsloft þessara landa, þetta bindi er skrifað á þeim árum þegar þoka villimennsku og haturs grúfði yfir Evrópu og höfundur komst á þá skoðun að „hans eigin kyn- slóð hefði lifað og lifði meir og meir lífi rakkans“. Sú skoðun að hans eigin kynslóð lifi tómu lífi birtist hjá fleir- um en honum. Þessi kennd kemiur fram víða í nútímabókmenntum. Dogmumar ráða lífi mannanna, mennskan er gerð útlæg og frelsinu er fórnað réttlætinu „ég veit að réttlæti er meira virði í ]\Æeðan þessi kös myndast við langskólanám og meðal-langt tækni- nám, er í þessum sömu löndum kvartað og kveinað yfir skorti á kennurum og lijúkrunarkonum. Má af auglýsingum í blöðum vorum skilja að þetta fyrirbæri er ekki óþekkt hjá oss. Kennaraskortur hjá nágrannaþjóðum á sér ýmsar or- salair, t. d. bjóða samveldislönd Breta einnig í brezka barnakennara, en aðrir fara til framandi landa af fórnfýsi í þágu miannúðarstarfa, kristniboðs og flóttamannahjálpar, en sumir af löng- un til að kynnast framandi þjóðum og háttum. Þessi atriði eiga einnig við um hjúkrunarkonur og hjúkrunarmenn, en hinir síðarnefndu eru tiltölulega miklu fleiri með öðrum þjóðum en vorri. S pyrja mætti hvað valdi þessari skekkju í sjálfum undirstöðum velferð- arríkisins, hinum almenna skóla og hinu almenna heilbrigðiskerfi. Að mínum dómi eru fá verðmæfi mikilvægari, þegar litið er til almienningsiheilla, en góðir skólar og góðar heilsustofnanir. Hugsjónir hinna almennu skóla eru eins og menn vita runnar frá siðbótarmönn- unum, Lúther ög Calvin og nokkrum öðrum mikilhæfum mönnum, fyrir langa löngu. Og hinar fyrstu hjúkrunar- konur voru kaþólskar líknarsystur og evangelískar díakónissur. Margir munk anna voru einnig hjúkrunarmenn. Velferðarrikið hefir hins vegar komið þessum málum í allgott horf, enda er það alveg ófeimið að innheimta skatta af oss til flestra hugsanlegra hluta, yfir- leitt góðra og nytsamra. Og tilgangur- inn með þessum athugasemdum er hvorki að vaniþakka ve'lferðarríkinu né þeim einstaklingum, sem að málum þess vinna, heldur að fá menn til að hugsa sinn hag o-g gefa gaum að almennings- heillium, áður en of seint er orðið. Spyrja mætti hvað hæft sé í þeirri ádeilu kommúnista og ýmissa annarra gagnrýnenda að lýðræðið þjáist af hug- sjónafátækt. Ég fæ ekki hetur séð en að lýðræðið hafi hugsjónir, sem það er stöðugt að berjast fyrir, og að fjöldi manns fylgi þessum hugsjónum af heilum huga: Hátt kaup, stuttur vinnutími, langur frítími, aukin framleiðni, vaxandi þjóðartekjur, hagræðing, tækni, vélvæðing. Leiðtogar lýðræðisins eru alltaf að bjóða oss þetta, og vér sláum ekki hendinni á móti. Vér höfum tileinkað oss þessar hugsjónir og teljum þær harla góðar. Ég fæ ekki annað séð en að þessi boð- skapur hafi fallið í góða jörð og borið hundraðfaldan ávöxt. Erlendis skrifa menn leiðara í blöðin út af skorti á hjúkrunarhjálp og bera íram fyrirspurnir á þingum. Hins vegar augum fjölda manna en frelsið, rétt- lætið tryggir þeim veraldleg gæði og fyrir þessi gæði munu þeir fórna frels- inu. Ég hef vitað þetta lengi; sé hægt að sameina réttlæti o-g frelsi er mikið unnið og það er eina von vestrænna þjóða. En þessu verður ekki orkað, nema í um-hverfi, sem mér finnst alltof fjarlægt. Verðum við að fórna öoru þessara verðmæta?" Þetta er skrifað 1945. Camus valdi frelsið. Velferðarríkið sýnir mönnum öll ríki veraldar, sjá, þetta er þitt, ef þú fellur fram og til- biður mig; mönnum ber að velja. Sigurlaugur Brynleifsson er ekki verið að rexa sökum skorts á skrifstofustúlkum eða bankastjóru.n. Þeim kvað fjölga eftir Parkinsons lög- máli. En eftir hvaða lögmáli er skortur á kennurum og hjúkrunarkonum? Vera má að oss takist að finna það smátt og smátt. Við einn goshverinn hérlendis hitti ég þýzk-a hjúkrunarkonu og spurði hvernig þetta væri hjá þeim. Svar hennar var á þessa leði: „Það stendur ekki á ungu stúlkunum; þær vilja læra hjúkrun, og gráta sumar af því að þær fá það ekki. En það stendur á forelilrunum. Það eru foreldrarnir, sem stöðugt eru að hvetja unga fólkið til að læra störf þar sem kaupið er hátt, vinnutíminn stuttur og ábyrgðin lítil. Og þá verður um leið að vara þær við að gerast hj úkrunarkon- ur“. Nokkuð álíka á sér stað um kennar- ana. í einum og sama mánuði hitti ég þrjá kennara, sem kváðust hæ'.ia kennslunni af því að þeim nægðu ekki launin til þess að sjá fyrir fjölskyldnm sínum. Þeir tóku allir til við störf, sem voru betur launuð. Nú horfir hár nokkru betur við, en hve lengi, ve.t enginn. Þó þætti mér ólíklegt að nokx- ur þeirra hvetji syni sína til að gerast kennarar. Það mun varla líða á löngu unz vér fáum aftur að heyra fleiri ræður um styttan vinnutíma, hækkuð laun, meiri hagræðingu, frítíma og framleiðni. C » hvað gera skal við frítímann, er al- mennt kunnugt. Með gelti sínu minrur hin mikla smalatík oss stöðugt á dans- skemmtanir, leiksýningar, krrikmyndir og annað, sem hæfir ungu fólki. N.>r iðnaður er upp risinn, þar sem ver hagræðum ekki, heldur er oss hagrætt, úr oss er unnið: Það er skemmtana- iðnaðurinn. Er þess að vænta að ungt fólk vilji sitja yfir sjúklingum eða bu ik um af stílabókum á kvöldin þegar „allir hinir“ eru að skemmta sér? Lýðræðið hefir þannig hugsjónir, og þær ekki fáar. Fyrri hluta dags kemur hagræðingin, auloning þjóðarteknanna, stytting vinnutímans, lítil eða engin ábyrgð, mikil þægindi og fríðindi, marg faldur hjúpur af peningahyggju og þæg- indahyggju — og að kveldi til sjöfalt silki skemmtanalífsins. Gallinn við þetta er aðeins sá að innan í þessum hjúp getur maðurinn kafnað eða soðnað, líkt og kínverskur silkiormur, er drepinn í heitu vatni. áður en silkið er undið af púpunni. Hann hafði rétt að mæla, blaðamaðurinn, sem sá dauöa- drukkinn mann liggja um götu þvera: Það var erfitt að aka fram hjá honum, af því hann var í vegi fyrir umferð- inni. En til þess að geta lifað eftir þess- um hugsjónum, sem hér hafa nokkrum sinnum nefndar verið — þótt vér þekkj um þær mæta vel — til þess að lifa eftir þessum hugsjónum þarf að akia Framhald á bls. 15. Æskan framtíoi Eftir Jóhann Hannesson, prófessor 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 16. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.