Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Blaðsíða 3
Eftir Benedikf Viggósson
JE,
I n hivað ég er fegin að sjá þig,
ég var orðin hrædd um, að þú hefðir
kannski misst af vagninum".
Það var systir mín, sem rmæltist svo,
er hún tók við frakkanum minum í for-
dyrinu á vistlegri íbúð þeirra hjóna.
Hún hafði hringt til mín um kvöld-
málsleytið og skýrt frá því á áhrifamik-
inn hátt, að þau hefðu verið búin að
'kaupa miða á sýningu í Þjóðleikhúsinu,
þegar það kom í ljós, að stúlkan, sem
vön var að gæta barnanna fyrir þau,
var því starfi ekki vaxin vegna veik-
inda. Loks hafði hún komið að efninu
og spurt hikandi, hvort að ég væri fá-
anlegur til að taka við embætti barna-
píunnar þetta kvöld. Eins og góðum
bróður ssemdi, játaði ég þessari hjálpar-
beiðni og nú var ég kominn á áfanga-
stað.
„Þú skalt bara fara inn í stofu og
fá þér eitthvað að lesa“, sagði systir
mln og brosti alúðlega. „Englarnir litlu
eru löngu sofnaðir, svo að þú getur átt
notalegt kvöld. Já, á meðan ég man, það
eru hérna appelsínur, sem hún mamma
gleymdi í dag. Þú ættir að taka þær
með þér, þegar þú ferð í kvöld.“
Ég lofaði því og gekk því næst til
stoíunnar, Leið mín lá fram hjá eldihús-
inu, en þaðan bárust að eyrum mér
allsérkennileg hljóð.
Nú er útvarpið enn einu sinni að
flytja þessa elektrónísku tónlist. Það
er aldeilis furðu'legt, að þau skuli ekki
slö'kkva fyrir þennan hávaða, hugsaði
ég með mér og gaf lokaðri eldhúshurð-
inni heldur óhýrt auiga.
Inni í stofunni sat Lárus mágur,
írakkaklæddur, og fletti leikskránni án
sýnilegs áhuga. Þegar hann sá hver
kominn var reis hann á fætur og mælti
feginsamlega:
„Sæll og blessaður. Fáðu þér sæti og
láttu bara eins og þú sérst heima hjá
þér“.
(Mér finnst það dálítil áhætta að taka
svona ti'l orða; það er aldrei að vita,
hverju viðkomandi gæti tekið upp á).
Lárus var kominn langleiðina út úr
stofunni, þegar hann stanzaði snögg-
lega, strauk rauðleitan höikutoppinn
hugsandi á svip og mælti:
„Ég þarf að biðja þig um að slök.kva
á þvottavélinni seinna í kvöld. Viltu
ekki koma með mér fram, og þá skal
ég sýna þér, hvernig þú átt að snúa
þér í þessu“.
„VATN“, heyrði ég syfjulega rödd
kalla úr fjarlægð.
Var mig að dreyma, eða hvað?
„Ég vil flá vatn að drekka", heyrðist
kallað aftur, og nú var ekkert syfju-
legt við röddina lengur.
Nei, því miður var mig ekki að
dreyma. En það ástand. Hér var ég alls
nakinn, umluktur vatni á alla vegu, og
þá kallar litli engillinn, sem átti að
dveljast í draumaheimi á þessum tima
sólarhrings, á vatn. Þetta var svo sann-
arlega kaldhæðni örlaganna. Ég þurrk-
aði mér í mesta flýti og kom mér í
garmana.
Það var elzti engillinn, sem hafði
kallað svona hraustlega á vatn. Það
var mesta mildi, að hann skyldi
ekki hafa vakið systkini sín.
Er ég hafði afgreitt hann, gekk ég
inn í eldhús með stirðlegum hreyfing-
um. Fötin voru hálflímd við mig, því
að ég hafði satt að segja ekki þurrkað
mér sérstaklega vel.
Hjálpi mér allir heilagir. Þvottavélin,
ég hafði alveg steingleymt henni, enda
bar eldhúsgólfið þess glöggt vitni. Öðru
hverju bárust þungar drunur frá henni,
líkt og stunur í deyjandi manni. Ég
gekk snarlega að henni, án þess að
ekeyta nokkuð um fyrirmæli mágs
míns, og kippti snúrunni úr sambandi.
Nú voru góð ráð dýr. Mér varð það
fyrst fyrir að grípa kaffibolla af borð-
inu og tók að ausa vatninu með honum
í gríð og erg. En þetta fór eins og um
Bakkabræður forðum, þegar þeir ætl-
uðu að bera sólskmið inn í bæinn sinn,
það tókst ekiki. Ég hlammaði mér á
eldhúskoll, sem flaut þarna nálægt, og
virti fyrir mér gruggugt vatnið, fullur
örvæntingar. Hvað átti ég til bragðs
Framhald á bls. 10.
ér leizt ekki á blikuna, en
fylgdi honum þó fram í eldhúsið. Þar
var þvottavél ein mikil úti á miðju gólfi
og titraði öll til og frá eins og stúlka,
sem er að fara á stefnumót í fyrsta
sinn. Nú fék'k ég skýringuna á þessari
háttstemmdu elektrónísku tónlist. Það
var sem sé ek'ki útvarpið, sem fram-
leiddi hana, heldur þvottavélin. En gall
inn var bara sá, að það var ómögu-
legt að lækka í henni án þess að
slöfckva.
„Þegar mælirinn er kominn á 1, áttu
að slökkva á þessum takka hérna“, æpti
mágur minn lil að yfirgnæfa hávaðann.
Er hann hafði sannfært sig um, að
þetta væri komið inn í höfuðið á mér,
yfirgáfu þau íbúðina.
Nú skyldi maður hafa það náðugt. Já,
vel á minnzt, ég hafði hugsað mér að
fara í bað. Það var víst bezt að skella
sér 1 það, svona til að byrja með. Það
var örlítið vatn í baðkarinu og í því
flutu tvær dökkleitar druslur.
Sennilega einhverjar afþurrkunar-
druslur, hugsaði ég með mér og
fleygði þeim út í horn.
Ó, hvað það var dásamlegt að liggja
þarna í volgu vatninu og láta sig
dreyma. Ofurlítil svöl gola barst frá
opnum glugganum og lék um mig. Vatn-
ið var alveg mátulega heitt, og ég hall-
aði mér aftur og reyndi að slappa af.
Koddinn
Eftir Marceline Desbordes—Valmore
Kæri, litli koddi,
sætur og heitur undir höfði mér,
fullur af bezta íiðri,
fannhvítur, gerður fyrir mig.
Er maður óttast úlfana
og storminn um fjal'lsins stig,
kæri, lith koddi,
hvað ég hvílist vel á þér!
Fjöldi af fátækum bömum
og móðurlausum á mold
á ekki einusinni
svæfil að sofa á.
Þau eru alltaf syfjuð.
Ó, örlög grimm og grá!
Mamma, sæta mamma,
það hrellir sál og hold.
Og er ég hef beðið guð
fyrir engilbörnunum smá,
sem eiga’ ekki svæfil að sofia á,
ég sætlega faðma minn,
ég hvílist í mínu horni
til fóta þér, og þá
ég blessa þig, mamma mín,
og mjúkt snerti svæfil þinn.
Ég vakna’ ekki fyrr en
dagsbrúnin rís svo rótt
og roðnar við himinsins
bláa tjald svo ótt.
Ég bið mína ljúfustu
bæn svo undur-hljótt:
Bezta mamma, kysstu mig
enn einn koss! Góða nótt!
Jakob Jóh. Smári
þýddi úr frönsku.
16. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3