Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Blaðsíða 11
s
i
y
y
i
S
/
x
P
o
n
s
u
r
— Eintómt
ofbeldi og
hryllingur.
Það ætti
að höggva
iiausinn af
þessum ná-
unga, sem
setur þessa
dagskrá sam
an!
Skáidsögur
Herzog. Saul Bellow. Weidenfeld
and Nicolson 1965. 21s.
Þessi skáldsaga hefur farið sig-
urför um Bandaríkin. Þarlendir
gagnrýnendur hafa hafið söguna
til skýja og bókin hefur verið á
skrá mest keyptra bóka um nokk-
urn tíma og þar efst. Höfundur
er talinn bezti núlifandi höfundur
Bandaríkjanna. Þetta er talin
bezta bók höfundar. Á Englandi
kom bókin út í jan. sl.
Sagan segir frá miðaldra manni,
Herzog, sem hefur orðið fyrir
ýmsum áföllum. Hann er háskóla-
maður, fæst við bókmenntarann-
sóknir og heimspeki í þjóðfélagi,
sem hirðir lítt um slík efni. Hann
er utangátta og Gyðingur. Síðari
kona hans yfirgefur hann og hann
leitar sér ánægju með skyndikon-
um, lendir í vandræðum við lög-
regluna og finnst botninn vera
að falla úr lífi sínu. Hann sezt
að í húshjalli úti í sveit og tekur
að skrifa bréf til Stevensons,
Eisenhowers, Teilhards de Char-
dins, Heideggers, Moses, ýmlssa
skyndikvenna og fyrrverandi eig-
inkvenna og Guðs. Þetta er til-
raun hans til að finna einhvern
botn í tilveru sinni. Hann gerir
sig upp, líf hans var samansafn
rutlkenndra hvata og kennda, sam
hengislausra og tilbúinna. Hann
leitar friðar og jafnvægis með
sjálfum sér og vonar. Og að lok-
um kemur sá dagur að hann þarf
ekki að skrifa meira fyrr en „á
morgun."
Þetta er ágæt saga og bak við
atburðarásina í lífi aðalpersónunn
ar er barátta Gyðinga og nútíma-
mannsins til að öðlast andlega
staðfestu. Og að lokum öðlast
Herzog vonina.
Ævisögur
Heinrich Himmler. Roger Man-
vell and Heinrich Fraenkel.
Heinemann 1965. 30s.
Höfundar hafa dregið saman all
ar þær heimildir, sem kunnar eru,
til þess að gefa greinagóða mynd
af hugsunarhætti og gjörðum
þessa ískyggilegasta nazistafor-
ingjanna. Aðalheimildirnar eru
Skilríki og skjöl 1 varðveizlu
Stjórnarinnar í Bonn, frásagnir
eettmenna og samstarfsmanna,
SS-manna og þrjónustufólks. Einn
Jg hafa höfundar stuðzt við prent-
Iiöar heimildir, einkum minningar
Felix Kerstens, sem var einn þjón
ustumanna Himmlers. Hjátrú og
veikleiki fyrir allskonar hindur-
vitnum voru aðalveikleikar þessa
manns, hann var ginnkeyptur fyr-
ir ýmiskonar hókus-pókus-skoðun
um þegar í æsku, svo sem: stjörnu
spáfræði, grænmetisáti, hómó-
patíu, talnaspeki og loks nazism-
anum og þeirri skoðun, að aríski
kynstofninn væri öllum öðrum
fremri. Hann var í æsku sam-
vizkusamur og iðinn, góður nem-
andi og sléttur og felldur um
flest, ágætt efni í samvizkusam-
an kontórista eða tollvörð. Veik-
leiki hans fyrir frábrugðnum og
sérlegum skoðunum var veik-
leiki sem jafnframt varð
honum vegur til æðstu valda inn-
an nazista-klíkunnar. Um það
leyti sem stríðið hefst var hann
yfirmaður SS-sveitanna, Gestapó
og glæpalögreglunnar. 1943 varð
hann innanríkisráðherra og 1944
verður hann stjórnandi alls
njósnakerfis Þjóðverja erlendis.
Hann verður undir lokin næst-
æðsti maður Þýzkalands og
reyndi að lokum að semja um
frið við bandamenn á eigin spýt-
ur. Hann áleit þær kenningar
sem hann aðhylltist alveg réttar og
allt, sem hann gerði kenningunum
til framdráttar, eðlilegt og sjálf-
sagt. Aríski kynfiokkurinn var
öllum öðrum æðri og því var
sjálfsagt að styrkja hann og efla
á kostnað óæðri mannflokka.
Himmler trúði þessu og í þeirri
trú voru að hans undirlagi fram-
in hin verstu verk, verk sem
eiga sér enga hliðstæðu í sög-
unni. Þessi maður var í augum
fórnardýra sinna sannur djöfull,
var heima fyrir umhyggjusamur
heimilisfaðir, nákvæmur og
strangheiðarlegur, og er einn
þeirra fáu nazistaleiðtoganna, sem
notaði sér ekki aðstöðu sína til
fjárhagslegs ábata. Og samvizku-
semin í störfum var einstök. í
umgengni við sitt fólk var hann
kurteis og tillitssamur, sem sagt
fyrirmyndar heimilisfaðir. Þegar
veldi hans tók að dala, komu
fram þeir eðlisþættir, sem orkuðu
því að hann hlaut að binda sig við
ákveðnar og trúarlegar skoðanir,
veikleiki hans að geta ekki tekið
sjálfstæðar ákvarðanir og brjálað
mat hans á umheiminum. Hann
var að eðlisfari feiminn og hlé-
drægur, frami innan hersins var
honum útilokaður en þangað
stóð hugur hans í æsku, og þá
grípur hann þær skoðanir, sem
urðu honum styrkur og endur-
bót þeirra vonbrigða. Hann hefst
yfir sjálfan sig í kenningarkerfi
nazismans, kenningin verður hon-
um allt og í krafti hennar og
trú á hana fremur hann verk,
sem hann áleit nytsamleg og rétt
en siðferðilega óbrjálað fólk tel-
ur til glæpa. Ástæðurnar fyrir
gengi najismans í Þýzkalandi eru
margvíslegar. Á það var lögð
mikil áherzla að móralskar kenni-
setningar kristinna manna væru
úreltar, tvö þúsund ára gömul
kenning varðandi siðferði gat
ekki verið rétt í augum nútima-
manna. Þessi kenning lifði góðu
lífi með fleirum en nazistum og
lifir enn. Það er mikill siður nú
á dögum að tala um úreltar kenn-
ingar og að nýjum tímum fylgi
nýtt siðferði. Það sem er nefnt
gamaldags, hljóti að hverfa. En
hér er á hængur, maðurinn sjálf-
ur, uppbygging hans og eðlisþætt-
ir eru mjög gamaldags, sam-
kvæmt kenningum lífeðlisfræð-
inga hafa engar breytingar orðið
á gáfnafari og eðlisþáttum manns
ins síðustu 30.000 árin og þær
reglur sem reynzt hafa beztar í
samskiptum manna hafa enn
fullt gildi. Glæstustu kenningar
í siðferði komu fram með Grikkj-
um og Gyðingum og þó einkum
með Gyðingum. Reglan að gera
ekki öðrum það, sem menn vilja
ekki að þeim sé sjálfum gert er
ennþá í fullu gildi. Allt tal um
modernisma í slíkum málum er
jafn heimskulegt og það er
hættulegt. Auk þess hefur þessi
öld af litlu að státa í siðferðis-
málum, hún hefur reist sér held-
ur óþekkilega níðstöng með póli-
tízku brjálæði, fangabúðum, þjóð
armorðum og gasklefum. Þetta
mas er enn hættulegra nú en áð-
ur, vegna áróðurstækninnar, allra
þeirra tækja, sem nú eru tiltæk
til að pressa skoðanir inn í fólk
og var það líka óspart notað af
nazistum. Ómerkilegustu pólitík-
usar geta nú náð áhrifum með
fullkominni áróðurstækni fremur
en áður. Um það bera vitni at-
burðirnir í Þýzkalandi við valda-
töku nazismans. Þegar búið er að
telja fólki trú um að siðferðis-
leg þörf nútímans sé önnur en
fyrri tíma, bá er auðvelt að bera
fram hinar fráleitustu skoðanir og
djöfiatrúarbrögð. Hroki sá sem er
iólginn i kenningunni um ágæti
nútímans byggir bæði á heimsku
og vanþekkingu; eins og venju-
lega leiðir hrokinn alltaf til
ófarnaðar og hinna verstu verka.
Höfundar þessarar bókar hafa
sett saman bækur um Göring og
Göbbels.
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
Til háskólans í Osló kom nýlega próf. Viktor Frankl, frá
háskólanum í Vinarborg, fornfræigri borg keisaranna og dr.
Freuids. Aðsókn að erindi þessa lærdómsmanns var svo mikil
að menn fylltu hátiðasalinn og nærliggjandi herbergi, segir
í fréttum.
Til háskóla vors kom kom einnig góður gestur rétt eftir
páskana, prófessor Wayne Thompson frá Cornell-háskóla, og
flutti tvö erindi um aðra grein af því sama málefni sem próf.
Frankl tók til meðferðar með Austmönnum. Aðgangur var
öllum heimill, en fáir komu. — Austmenn létu blöð sín birta
forsíðufréttir með niynd af sínum gesti, en hvar voru blaða-
menn vorir þegar piófessor Thompson var hér? Svo virðist
sem mikilvægar þjóðfélagslegar nýjungar fari fram hjá oss
ef verðmætar eru, en vér hirðum einna helzt um froðuna af
þeim erlendu áhrifum, er til landsins berast. — Annar fyrir-
lestur próf. Thompsons hefði þó átt brýnt erindi til stjórn-
málamanna vorra, ekki sízt þeirra, áem hug hafa á næslu
kosningum.
Víðs vegar um heimsbyggðina eru menn að fást við þau
efni, sem rædd voru, einkum hugvísindamenn margra siðaðra
þjóða, skólamenn cg aðrir uppalendur, leiðtogar kirkju og
verkalýðs og margir aðrir. Hefði oss ekki veitt af að hagnýta
þá þekikingu, sem hér var á boðstólum og aðlaga að íslenzkum
staðháttum.
Persónusögu hinna merku menntamanna vinnst hér ekki
tími til að rekja. Þess skal aðeins getið að hinn fyrri er sál-
fræðingur og hinn síðari sósíalvísindamaður. Hvorugan vant-
ar gáfurnax-, fremur cn oss sjálfa.
Um hvað voru þessir fræðimenn þá að ræða? Aðalefnið var
alienation. Hinn fyrrnefndi greindi fiá því hvernig alienati-
on birtist í pólitíkinni, stundum á furðulegan hátt í margvís-
legum neikvæðum r.-yndum.
Spyrja mætti hvað orðið alienation merki. Það er eitt af
þeim mörgu latnesku orðum, sem tekin eru nálega óbreytt
upp í enskuna. Tilsvarandi þýzkt orð í hugsjónasögunni er
„Entfremdung", mótað af Hegel. Á íslenzku má fyrst um
sinn nota orðið fi'amandleiki, unz orðafi'æðingar smiða ann-
að betra. — Áður en orðið hlaut sína hugsjónasögulegu og vís-
indalegu „mögnunÁ þýddi það m.a. þann verknað að láta
af hendi hlut eða eign, að snúa sér frá einihverju, t.d. málefni
eða áhugamáli, eða frá persónu, svo sem vinkonu eða vini,
eiginkonu eða eiginmanni, ennfremur að ruglast eða missa
vitið. — Tilsvarandi sögn, to alienate, ber í sér samsvarandi
mei'>kingu: Að svipta ein'hvern annan vináttu eða hjálp, eða
verða sjálfur sviptur vináltu. Að tapa verðmætum, láta þau
af hendi eða afsala sér þeim. Að gera einhvern óvimveittan
öðinim eða afhuga öðrum mönnum. — Þetta er í stuttu máli
orðabókarfræðin. En út yfir það hafa fræðimenn og vísinda-
menn magnað hugtakið, svo að nú má likja alienation við
stóran trjástofn með mörgum greinum. Til greinanna teljast
fylgi-fyrirbærin, sem höfundarnir nefndu í erindum sínum:
Andúð á vinnu, áhugaleysi og skilningsleysi á því verki,
sem menn vinna, kæruleysi um málefni samfélags og þjóð-
félags, sambandsleysi við náttúruna (oft samfara furðulegum
þekkingarskorti á einföldum náttúrufræðum), einangrun frá
öðrum mönnum, deyfð og framtaksleysi gagnvart fáum vold-
ugum mönnum, sem taka ákvarðanir fyrir aðra um þeirra eig-
in mál (decision-makers), vonbrigði manna út af sjálfum sér
og öðrum (stundum samfelldar keðjur af vonbrigðum, frustr-
ations), vanþakklæti gagnvart velgjörðamönnum, tilgangs-
leysis-þráihyggja (25-40% af stúdentum við suma háskóla eru
haldnir þeirri þiáhyggju að lífið hafi engan tilgang), ástæðu-
laus óánæigja, mótmæli gegn mönnum og málefnum, sem menn
þekkja ekki, en andmæla aðeins af því að þeir eru „þeir“ og
vér erum „vér“. Til viðbótar nefndi annar höfundurinn abs-
urdleiklist, lögbrot, glæpi, geðveiki, sjálfsmorð o.fl.
Það sem niönnum kann að virðast furðulegt er að þessum
fyrirbærum er raðað saman eftir skyldieika undir stofnhug-
takinu alienation. Vér könnumst við ýmislegt skylt: Rótleysi,
áhugaleysi, kæruleysi, agaleysi, skólaleiða — og úr skáldskapn
um könnumst vér við þann hjartans ís, sem er öllum hafís
verri .... Bf hann gripur þjóð, er glötun vís.
16. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H