Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Blaðsíða 15
árið 1759, Sigurður Magnússon, var upprunninn á Mýrum og bjó þar lengi, lítiíl búsýslumaður; átti siðast heima á Hnappavöllum í Öræfum. Hann var tvíkvæntur. Þó að hann skrósetti ýmislegt um skaftfellskar a:-u.ir, var hann svo þögull um einka- má. sín, a'ð enginn veit nú nöfn eigin kvsnna hans eða hverra manna voru. Sigurður var safnari. Hann safnaði rithönclum allra heldri manna, er hann yfirkomst, væng af hverjum fugli, kvörn úr hverjum fiski og voiu úr hverju dýri, er auðið varð, utan lands sem innan. Söfnun hans beinzt að öðrum og verðm.ætari hlut- um við rýmri efnahag. Snauður ver'ð ur að lúta að smáu. Það eru skemmtilegir draumórar að imynda sér, að þessi fróðleiksfúsi öreigi hafi átt í gólfum sínum kjör-: giip, sem fannst hvergi annarsstaðar: Jónsbókarhandrit sira Narfa í Möðru dal. Fullvíst er að Siguiður Magn- ússon hefði alltaf farið um það nærgætnum höndum sérkennilegs al- þýóumanns. ÆSKAN Framhald af bls. 6. fram hjá fleirum: Sjúklingum og börn- um. L ýðræðið er ekki hugsjónalaust, en með hinu sífellda stagli og stöðugum áróðri 4 sviði efnahagshyggju og þæg- indahyggju ekur það fram hjá náung- anum, ef til vill gegn vilja sínum. Hvort liér er ekið til hægri eða vinstri fram hjá náunganum, skiptir litlu máli. Kommúnistar tala um „hægri villu“ og „vinstri villu“, sem menn gerast sekir um í flokkum þeirra. Hvorttveggja er hégómi. Það er ,,miðvillan“, sem máli skiptir; kjölfestan þarf að vera í miðju skipinu. Ef það sekkur, þá skiptir ekki máii hvort það veltur til hægri eða vúnstri um leið og það hverfur í haf- dýpið. Góð meðferð á náunganum, einkum þeim, sem þarfnast hjálpar vorrar, svo sem sjúklingum, börnum og gamalmenn- um verður að vera hugsjón, sem lýðræoi vort tekur stöðugt tillit til. Kennurum er trúað fyrir börnunum, lífi þeirra og vei'.ferð, rneðan þau eru í skólanum: hjúkrunarliði og læknum er treyst til að bjarga heilsu — og oft og einatt lífi sjúkra og slasaðra. Um þetta er lítið talað vor á meðal, og lítið gert til þess að skapa skilning á mikilvægi þeirra manna, kvenna og karla, sem hér að vinna. Gert er ráð fyrir því að menn viti almennt hvað hér er um að ræða, cn hugsjónafræðin er ckki endurnýjuð. En í hagfræðihyggjunni er látið í það skína að allt annað muni verða auð- velt ef farið er eftir þeim leiðum, sem á er bent með hinum og þessum kenn- ingum. En þótt fjárhagurinn sé góður, verður velferðarríki eitt, ekki langt frá oss, að horfast í augu við að ekki sé annað að gera við nýbyggð sjúkraherbergi en að snúa lyklinum í skránni og hengja hann á sinn stað, af því að fólk skortir til að hjúkra hinum sjúku. Vel skipulagt fjármagn og vel skipu- lagöar fagmannahreyfingar geta farið þannig að ráði sínu að mala á milli sín aðrar stéttir, eins og kunnur menn- ingarfræðingur hefir bent á. Svo virðist sem sundurmölun kennarastéttar og hjúkrunarstéttar teljist nú æskileg. Og hvað vilja menn gera við það gull, sem þar með er malað? Gefa börnum það í stað góðrar kennslu, eða sjú.klingum í stað hjúkrunar? ¥ T U nga fólkið, sem er að velja sér ævistarf, hefir ef til vill ekki hugsað þessi mál, en hefir þau samt á tilfinn- ingunni, líkt og fjármálin. Það liggur svo að segja í loftinu hvernig hin ein- stöku störf í þjóðfélaginu eru metin, hvaða kosti og annmarka þau hafa. En hér má ekki hugsa of skammt. Eftir nokkur ár er það fólk, sem nú er ung't, tekið að stjórna landi og ríki. Þess vegna þarf nú þegar að takn upp föður- betrungastefnu, losa sálina úr klóm pen- ingahyggju og þægindahyggju og spyrja hvað þjóð þurfi til að lifa. Brauð og íiskar eru vissulega nauðsynlegir hlut- ir, enda notaði Drottinn vor þá til að framkvæma stórkostlega helgiathöfn, og brauð er nauðsynlegt til hversdags og til hins heilaga sakramentis. En maður- inn lifir ekki á einu saman brauði, heldur á Guðs orði. Barnið lifir á for- eldrum sínum, og síðar meir einnig á kennara sinum. Sjúklingurinn lifir á lækni sínum og hjúkrunarkonu ef hann á annað borð lifir. Vér verðum að vera íúsir til að láta aðra hafa það, sem þeir þurfa til að lifa, einn á þennan veg, annar á hinn. Góð landstjórn og góð veðrátta er einnig hluti af dag- legu brauði samkvæmt skýringu Lút- hers. Þannig kemur sköpunarorðið til vor, ef svo mæfti segja, í gegnum verk annarra manna, og til annarra manna gegnum vor verk, ef vér getum unnið. Þjóð vorri fjölgar verulega miklu örar en þjóðum nágrannalandanna. Það þýðir meðal annars það að vér munum þurfa tiltölulega stærri hóp kennara en þær, af því að svo mikill hluti þjóðar vorrar er enn lítil börn. „Það er lítið á kennslunni að græða fyrir þá, sem tilbiðja Mammon, en mikið fyrir þá, sem tilbiðja Guð“ eru niðurlagsorð í nýju uppeldisfræðiriti ensku, sem er mjög athyglisvert (Teaching without Tears). Ög við mætti bæta: Fyrir þá, sem elska land sitt og þjóð sína. Ég sé að í nýjum erlendum blöðum eru fréttir af kennurum, sem eru stöðugt að efla menntun sína, með því að haida nám- skeið og kveðja til þeirra mjög færa fræðimenn. Tuttugu og níu slík nám- skeið voru haldin í Noregi á liðnu suran, og þó hefjast skólar þar víða í ágúst- mánuði. Að mikii þörf sé fyrir hjúkrunarkon- ur, þarf enginn að efast um. Það vita læknarnir, og venjulegir menn ættu að geta skilið það, þegar slysum fjölgar og hjartasjúkdómum. Auk þess þarf vísindafólk í báðum þessum síéttum, sérmenntað fólk, sem hefir bæði reynslu og mikla kunnáttu. Skortur er hér á landi til- finnanlegur — ekki síður en í öðrum löndum — á sérfróðum hjúkrunarkon- um, sem geta kennt öðrum og unnið að ritstörfum. Og hvað kennara snertir, sem þekkja skólalíf og vandamál barna af eigin raun, er mikii þörf á mönnum, sem leggja út í sérmenntun til að hjálpa þeim börnum, sem af einhverj- um ástæðum mistelcst í skólalífinu. Til slíkra hluta eru góðir kennarar allra manna heppilegastir. Hér nægir ekki að hugsa um hina nánustu nútíð, heidur verður einnig að hugsa til framtíðarinnar. Að hugsa til framtíðarinnar er erfiðara nú en oft áður, meðal annars vegna fjármála- ástandsins, sem virðist gera margt til- gangslaust, sem áður hafði tilgang. En hér er um almenningsheillir að ræia „Og það sem almenningsheillum við- kemur, á að vera öllum kunnugt“ ritaði Jón Sigurðsson fyrir meir en hundrað og tuttugu árum. 16- tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.