Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Blaðsíða 8
Roherf Mvirphy
Er konungur heim
S. lest dýr eiga sér eitthvert svæði,
sem þau geta kallað heimkynni sitt.
Staerð þess fer eftir þörfum dýrsins, og
þau eru ófús að yfirgefa þetta svæði,
vegna þess, að þar vita þau, hvar fæðu
er að finna og hvar bezt fer um þau á
hinum ýmsu árstíðum, og hvernig bezt
er að bjarga sér innan endimarka þess.
Sum þeirra eiga sér tvö svæði og flytj-
ast milli þeirra eftir árstíðum, en víkja
sjaldnast langt frá leið sinni.
Meðal eftirtektarverðustu dýra, sem
ekki hlíta þessari reglu, er hvítabjörn-
inn. Þetta stóra, hvita dýr, sem villir
á sér heimildir með góðlegu útliti, þar
sem hann bröltir innan um félaga sína
í dýragarði, virðist ekki eiga sér neitt
heimili — eða kannski mætti líka segja,
að hann eigi víðáttumesta heimkynni
atlra dýra. Hann er ekki bund-
inn við neinn sérstakan stað
heldur dvelur aðeins innan heim-
skautsbaugsins og kannski 800
míiurn sunnar, hvar sem brún íss eða
lands liggur að sjó, því að þar er uppá-
haldsveiðisvæði hans. Hann er fremur
sjódýr en landdýr, afburðafær til sunds
og köfunar, og líður bezt í sjónum. Hann
hefur sézt syndandi og buslandi, eins
Iangt frá landi og augað eygir, eða
standandi á rekandi ísjaka 200 mílur frá
landi, án þess að virðast neitt hirða um
ákvörðunarstað sinn.
I. að er einmitt þessi ferðaþrá, sem
getur vel orðið hvítabirninum að ald-
urtila, en nú fækkar honum svo ört, að
Stewart L. TJdall innanríkisráð-
herra Bandaríkjanna hefur sett
hann á skrá yfir þau dýr, sem
hætta sé á, að deyi út bráðlega. Ástæð-
an er sú, að þetta stóra svæði, sem hann
flakkar yfir, hefur gert það næstum
óhugsandi að takmarka þá tölu dýra,
sem veiðimenn verða að bana, einkum
þó í Alaska, þar sem ásóknin í þessar
veiðar hefur verið sérstaklega mikil.
Meðan veiðimennirnir urðu að ferðast
á hundasleðum eða bátum, var svæðið,
sem þeir komust yfir, tiltölulega tak-
markað, en þessu hafa léttu flugvélarn-
ar breytt. Og ástandið er orðið svo mik-
ið áhyggjuefni, bæði Udali ráðherra og
E.L. Bartlett demókrata-öldungadeild-
armanni frá Alaska, að þeir eru nú að
reyna að koma á alþjóðasamningi, þar
sem bannaðar séu veiðar úr flugvélum
hivar sem er á hnettinum.
Fallinn konungur
ö ú var tíðin, að hvítabjörninn
jnrrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af
óvinum sínum. Svæðið hans var svo
geysi-víðlent og svo strjálbyggt, að ef
svo vildi til, að hann hitti Eskimóa með
spjót og grimma hunda, stóð hann oftast
íyrir sínu og vel það. Hann var klók-
ur, sterkur og grimmur í bardaga, vel
varinn af margra þumlunga þykkum
feldi, vatnsheldri undirhúð og sterku
skinni, og svo var hann furðulega fim-
ur, þrátt fyrir kiunnalegan vöxt. Sá
Eakimói, sem lenti í brýnu við hann,
mátti teljast heppinn, ef hann s/lapp
frá henni með dauðan björn, sjál/Pan sig
óskaddaðan og alla hundana sína liif-
andi.
En að frátöldum svona smá-atvikum
ÍSSfS
ríkti hvítabjörninn að mestu leyti í sín-
um heimi, en svo komu breyttir tímar;
landkönnuðir og hvalveiðimenn með
riffla komust inn í riki konungsins og á
eftir komu svo loðskinnasalar. Hver sá,
sem hafði riffil, skaut á björninn, hvort
sem hann þarfnaðist hans eða ekki, því
að hann var stórt og spennandi skot-
mark. Eskimóarnir fengu riffla, og
valdahlutföllin röskuðust. Hinn stóri
feldur bjarnarins, sem gat verið svo
glæsilegt sigurmerki eða skrautleg gólf-
ábreiða, tók að koma fram hjá loð-
skinnasölum, og um aldamótin voru 150
feldir sendir út úr Kanada á ári hverju.
Líklega hefur sú tala ekki hækkað
síðan og kann meira að segja að hafa
lækkað, því að norðvestursvæðin eru
nú lokuð fyrir hvítum mönnum og að-
eins Eskimóar mega veiða þar. Þeir éta
birnina, að undantekinni lifrinni, sem
er svo bætiefnarík, að hún er eitruð
— eða gefa þá hundunum sínum. Skinn-
in voru áður notuð 1 vetlinga eða bræk-
ur, en eru nú seld, þar sem þau eru of
verðmæt til að nota þau til fatnaðar.
Fyrir nokkru.m árum var hægt að fá
bjarndýrsfeld óverkaðan með tækifæris
verði fyrir eina 50 dali á stöðvunum
norður við Hudsonflóa, en núverandi
verð á bjarnarfeldi í New York er um
700 dalir.
Minjagripaveiði er engu vinsælli hjá
Eskimóunum en hið gegndarlausa vís-
undadráp var hjá Ind'íánunum í Amer-
iku, heldur var það óþarfaeyðsla á
skepnu, sem var talin nytjadýr.
Mikill bjarndýrafjöldi
K.
kodiakinn, eða brúni björninn í
Alaska, er almennt talinn stærsta fer-
fætt kjötæta í heimi og karldýrin geta
komizt upp í 1500 pund, eða þar um
bil, en þó fara sagnir af hvítabjörnum,
sem ná sömu stærð. Þetta voru risarnir
í kynstofninum, því að meðallþungi karl-
dýra er 900-1000 pund, en kvendýra 200
pundum minni. Þetta er allstór björn,
noklcru þyngri en sá grái og þrisvar sinn
um þyngri en svartur björn,
í dýragörðum hafa þeir lifað 30 ár
eða meira, og enda þótt þeir fari venju-
lega einförum villtir, geta þeir fangnir
vanizt á að leika sér saman, fljúgast á
og þreyta langa eltingaleiki. Þeir geta
alltaf verið hættulegir, og óvarkárt
fólk hefur stundum orðið fyrir barð-
inu á þeim og látið lífið. Þeir eru skyn-
samir, kænir og þolinmóðir, og eru fljót
ir að nota tækifærið að ráðast að þeim,
sem eru að skoða þá. Margir veiðimenn
hafa lent í átökum við þá og beðið
lægra hlut og stundum orðið sínum eig-
in veiðidýrum að æti, og margur Eski-
mói, sem hefur verið að vakta loftvöik
í ísnum, til að ná í sel, hefur lokið vakt
sinni í klónum á hungruðum birni.
Hvítabjörninn var ólíkur frændum sín-
um að því leyti, að hálsinn á honum
er langur og mjór. Þegar hann rís upp
á afturfótunum og teygir úr hálsinum,
til þess að svipast um, er tiýnið 10 fet
frá jörðu. Hvítabjörn getur gengið hratt
og hljóðlaust eins og köttur og er álíka
fimur og getur hæglega haft við manni
á hlaupum á jafnsléttu og farið langt
fram úr honum á grjóti og ísihröngli.
Heyrn bjarnarins er ekki sérlega góð,
þar eð hann eyðir mestallri ævi sinni
innan um brakandi ís og hávaðasaman
sjó, og því hefur hann litla möguleika á
að elta bráð sína eftir heyrn. En hin
skilningarvitin bæta þetta upp. Sjónin
er mjög skörp, og hann hefur himnur
i augunum til að sía sterka sólargeisl-
an eða snjóbirtuna — og þefvísin ec
með afbrigðum. Margir ferðamenn hafa
skýrt frá því, að þeir hafi séð birni
samansafnaða kringum hræ af sjórekn-
um hvölum, eftir að hafa þefað þau uppi
langt að.
vs iði manns ins
E nda þótt hvítabjörninn eigi erf-
itt í hörðum heimi, á. ’hann líka sínar
skemmtilegu stundir. Dr. E. Kent Kane,
vísindamaðurinn og heimskautakönnuð-
urinn, sem hefur oft hitt birni á árun-
um eftir 1950, þegar skipið hans lá inni-
frosið í tvö ár, segir frá hvítabjarna-
veizlu. Birnirnir brutust inn í birgða-
geymslu, köstuðu 80 punda kjötdeigs-
kössum milli sín eins og fótboltum, möl-
brutu járnbentan áfengiskassa, veitu
brauðtunnum um á isnum, hnýttu ótal
hnúta á gúmmídúk, og renndu sér síð-
an á rassinum niður eftir ísnum í halla,
rétt eins og krakkar, sem hafa brotizt
inn í búrið heima hjá sér með góðum
árangri.
í þessari gleðiveizlu sinni virtust
þeir sérstaklega hrifnir af möluðu kaffi,
gömlum segldúk og flagginu, sem
blakti uppi yfir birgðastöðinni. E-n á al-
varlegri stundum geta þeir étið gras,
rætur og ber á surnrin, egg frá fuglum,
sem liggja á, sjórekin hræ og hvað sem
þeir geta klófest.
En aðalfæða hvítabjarnarins er samt
selurinn. Þær skepnur koma upp á ís-
inn til að sofa eða sóla sig, við röndina
á jaka, eða við vök, sem þær koma
upp um til að anda. Þegar björninn hef-
ur fest auga á selnum, grúfir hann sig
niður, hefur hrammana undir sér, en
ýtir sér áfram með afturlöppunum, hægt
og hægt, en stanzar ef hinn hreyfir sig
eitthvað, til að líta kringum sig. E!f
björninn getur komizt nógu nærri bráð
sinni, getur eitt stökk fært honum mál-
tíðina í einu snarkasti. Sjái hann selinn
af sundi, getur hann kafað undir jak-
ann og komið svo upp um vökina, en
áður lemur hann undir jakann, og gríp-
ur svo selinn, sem verður hræddur o-g
stingur sér í vökina.
En margir selir eru of varkárir fyrir
björninn, og ef hann er nógu hungraður,
getur hann jafnvel lagt út í bardaga við
rostungahóp, sem sefur á ísnum. Þeir
eru þrisvar sinnum stærri en hann og
vígtennurnar í þeim geta ráðið örlög-
um bjarnarins í skjótri svipan, en þarna
kann líka að vera ungi. Þá nálgast björn
inn, að mestu í kafi, en aðeins nasirnar
og augun upp úr, og sér marga unga,
sem sofa hjá hrjótandi mæðrum sínutru
Hann lætur sig reka að ísröndinni, þeys-
ist síðan upp og grípur þennan stóra
unga og reynir að draga hann nógu
langt frá sjónum, þangað sem fullorðnu
rostungunum er erfitt að elta hann.
Hann kann að sleppa vel frá þessu
en varla fer hjá því, að allt komist strax
í háaloft. Þegar kálfurinn veinar af sárs
auka og hræðslu, þýtur móðirin á eftir
árásaraðilanum og allur hópurinn kemst
í uppnám. Ef björninn er heppinn get-
ur hann náð kálfinum út fyrir seilingu
mæðranna, en ef ekki — ef hópurinn
nær í hann, eða ísinn brotnar, svo ai5
allt fari í sjóinn — verður hann a3
forða sér sem allra fljótast og á land,
því að í sjónum er rostungurinn filjót-
ari í förum, þrátt fyrir líkamsstærð sína,
Til er saga, sem vel gæti verið sönn,
um aðra aðferð bjarnarins við rostung-
ana. Húðin á rostungnum er of þyk'k
jafnvel fyrir klærnar á birninum og
tennurnar, og því grípur björninn ís-
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
16. tbl. 1965