Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Qupperneq 3
Gyðingabarn
Eftir Sholom Asch
— - - - - — - """
Sholom Asch (1880—1959), sem
var pólskur Gyðingur, hóf rithöf-
undarferil sinn með því að skrifa
á hebresku, en hætti því fljótlega
og skrifaði síðan flest rit sín á
hinu evrópska Gyðingamáli, jidd-
ísku.
Auk smásagna og langra skáld-
sagna skrifaði hann mörg leik-
rit. Ýmis höfuðrit hans hafa
verið þýdd á mörg tungumál, m.a.
á ensku og dönsku. Hann settist
að í Bandaríkjunum árið 1909.
1V1 óðirin kom út úr herbergi brúð-
arinnar og leit hvössum augum á mann
sinn, sem sat við borðið, að nýlokinni
máltíð, og hnoðaði litlar kúlur úr brauð-
xnolum, áður en hann las borðbænina.
„Far þú og talaðu við hana. Ég er
alveg uppgefin!“
„Jæja, svo Rochel-Leon hefur alið
börn sín þannig upp, að hún ræður
ekkert við þau! Hvað er að heyra þetta!
Fólk mun benda á þig og hlæja að
þér . . Þú ert búin að vera og átt þér
ekki uppreisnar von!“
„Ég búin að vera! Það ert þú, sem ert
búinn að vera! Mín börn, sagðirðu?
Eru þau ekki líka þín börn? Hefðir þú
ekki getað verið heima endrum og eins
og hjálpað mér til að ala þau upp, í stað
jþess að flækjast einhvers staðar úti . .,
hamingjan má vita hvar og með hverj-
um! “
„Rochel, Rochel, hvað er eiginlega að
þér, að þú skulir fara að skattyrðast við
mig núna? Fjölskylda brúðgumans get-
ur komið þá og þegar.“
„En hvað ætlastu til að ég geri,
Moishehle, ha! í guðs bænum! Farðu
inn til hennar! Við verðum til athlægis!"
Húsbóndinn stóð upp frá borðinu og
fór inn í herbergi dóttur sinnar. Móðir-
in fór á eftir honum. Á litla sófanum,
sem stóð við gluggann, sat ung stúlka,
á að gizka átján ára gömul, o.g hélt
höndunum fyrir andlitinu. Þykkt, svart
hár hennar lék í lausum lokkum um
handleggi hennar og huldi þá að mestu.
Hún var auðsjáanlega að gráta, því
brjóst hennar gekk upp og ofan af
ekka, eins og öldur á stórsjó. Á rúminu
andspænis lá hvíti silkibrúðarkjóllinn,
tjaldvígslu-klæðnaðurinn* ásamt svört-
um samkunduhúss-búningi, úr silki
og morgunkjóll úr svörtu efni. Skradd-
arinn, sem hafði tekið að sér að
sauma allan fatnað handa hinni ungu
brúði, hafði • skömmu áður komið
með þetta. Út við dyrnar stóð kona með
svarta blæju fyrir andliti og hélt á
öskjum með hárkollum.
„Channehle! Það getur ekki verið, að
þú ætlar að gera mér þetta til skammar!
Ætlir að gera mig að umtalsefni og skot-
spæni allrar borgarinnar?“, sagði faðir
hennar. Brúðurin þagði.
„Líttu á mig, dóttir mín! Þér finnst
ofur eðlilegt ' að Genendel, dóttir
Freindels, beri hárkollu, en að dóttir
Moisheh Groiss geri það, gegnir öðru
máli? Er ekki svo?“
„Og þó hefur Genendel Freindel
ástæðu til að líta stærra á sig en þú.
* Það er gyðinglegur siður að gifta
sig í tjaldi. Tjaldið er tákn væntanlegs
heimilis brúðhjónanna. (Þýð.).
Fimm daprir stafir
Eftir Jón Yngva
Á jörðum lifa mannverur
og deyja alla daga sína og allar nætur sínar
og deyja stöðugt
þar til þær að lokum deyja.
Á krossgötum standa únglíngar
og haldast í hendur
vegna ástar sem skortir þrek
til að opna augun nema til hálfs.
Á blómum sofa vængjuð smádýr
og dreymir í veröld
þar sem eingar kóngulær er að hræðast.
Á torgum sitja gamlíngjar
og gráta æsku sína
og laungu horfnar vonir
að eignast hamíngju til að minnast.
Á himnum sýngja einglar
og leika á hörpur þeirra
sem eittsinn var ætlað að frelsa heiminn
undan oki þessara döprU stafa.
Flún hefur hlotið meiri menntun en þú
og fær meiri heimanmund", skaut móðir-
in inn í,
Brúðurin svaraði engu.
„Dóttir mín, hugsaðu um, hversu
mikið erfiði og fé það hefur kostað okk-
ur að undirbúa brúðkaup þitt, svo að
það geti orðið okkur til ánægju. Og nú
ætlar þú að eyðileggja það allt fyrir
okkur? Og í guðanna bænum, hugsaðu
líka um það, hvernig fer fyrir sjálfri
þér! Við verðum útskúfuð og ungi mað-
urinn mun hlaupast á brott frá þér,
heim til sín!“
„Vertu nú ekki heimsk“, sagði móðir-
in, tók hárkollu úr einni öskjunni, sem
konan við dyrnar hélt á, og gekk til
dottur sinnar. „Mátuðu nú þessa hár-
kollu, hún er alveg eins á litinn og hár-
iö á þér,“ og hún lét þetta ókunna hár
á höfuð dóttur sinnar.
Unga stúlkan fann þunga hárkollunn-
ar á höfði sér. Hún tók hendinni upp
í hárið, og við fingur hennar strukust
ekki aðeins hennar eigin mjúku, svölu,
liiandi lokkar, heldur einnig framandi,
dautt hár hárkollunnar, strítt og kalt,
og spurningu laust niður í huga hennar:
Hver veit hvar höfuðið, sem þetta hár
óx á, er nú niðurkomið? Hrollur fór
um hana, eins og hún hefði snert ein-
hvern óþverra. Hún greip hárkolluna
at höfði sér, fleygði henni á gólfið og
flýtti sér út úr herberginu.
Faðir og móðir stpðu og störðu ótta-
slegin hvort á annað.
Daginn eftir hjónavígsluna fór
móðir brúðgumans snemma á fætur.
Hún lagði af stað til þess að skrýða
brúðina fyrir „morgunverðinn", og hélt
á stórum skærum, hárkollu og hettu,
sem hún hafði komið með heimanað frá
sér, og ætlaði að gefa brúðinni.
En tengdamamma komst ekki inn í
herbergið til brúðarinnar, því að hún
hafði læst að sér og vildi ekki hleypa
neinum inn til sín.
Móðir brúðgumans hljóp þá til baka
og hrópaði hástöfum á eiginmann sinn
sér til aðstoðar . . En hann, ásamt tylft
frænda og mága, var enn í fasta svefni
eftir öll hátíðahöldin kvöldið áður. Hún
fór því og leitaði uppi brúðgumann,
átján ára ungling, með móðurmjólkina
enn á vörunum, svo að segja, og fann
hann klæddan silkikyrtli og loðhúfu,
þar sem hann ráfaði fram og aftur
í herberginu ráðþrota og niðurlútur, eins
og hann skammaðist sín fyrir að láta
nokkurn mann sjá sig.
Loks sneri hún sér til móður brúð-
arinnar, og þær tvær fóru saman inn
til hennar, eftir að hafa hjálpazt að við
að brjóta upp hurðina.
„Hversvegna lokarðu þig inni, dóttir
mín góð? Þú þarft ekki að fyrirverða þig
fyrir neitt“.
„Hjónaband er gyðingleg stofnun!“
sagði móðir brúðgumans og kyssti vænt-
anlega tengdadóttur sína á báðar kinnar.
Unga stúlkan svaraði engu.
„Tengdamóðir þín er að færa þér hár-
kollu og hettu til að nota í skrúðgöng-
unni til samkunduhússins", sagði móðir
hennar.
Hljómsveitin var byrjuð að leika
morgunsönginn, „Góðan daginn“, í
næsta herbergi.
„Komdu nú, Kallehshi, Kalleh-leben,
elskan mín. Gestirnir eru þegar farnir
að koma“.
Móðir brúðgumans greip í flétturnar
tii þess að rekja þær sundur.
Brúðurin hallaði höfðinu frá henni og
lét fallast um háls móður sinnar.
„Ég get það ekki, elsku mamma min!
Hjarta mitt þolir það ekki, ástar bezta
mamma mín!“
Hún hélt báðum höndum um hárið
til þess að verja það fyrir skærum
tengdamóðurinnar.
„Ó, í guðs almáttugs bænum, elsku
góða dóttir mín“, bað móðirin.
„I öðrum heimi verður þér kastað í
logandi eldstrauma, ef þú heldur áfram
að hegða þér svona. Trúlaus kona, sem
Framhald á bls. 12
26. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3