Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Side 12
SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. ber sitt eigið hár eftir giftingu, er dæmd til þess, að hár hennar verði reytt af henni með glóandi töngum“, sagði sú sem hélt á skærunum. ískaldur hrollur fór um ungu stúlk- una við þessi orð. „Mamma, mamma, elsku hjartans mamma mín!“ Hendur hennar fálmuðu eftir hárinu og svartir silkigljáandi lokkarnir flóðu um þær í mjúkum bylgjum. Hárið henn- ar, hárið sem hafði vaxið jafnframt því sem hún sjálf óx, lifað á hennar lífi. Nú átti að klippa það allt af henni, og hún átti aldrei að fá það aftur .. hún átti að bera framandi hár, hár sem hafði vaxið á höfði annarrar konu. Enginn vissi, hvort sú kona væri á lífi eða dáin og grafin fyrir löngu. Enginn vissi nema hún kynni að koma að rúmi henn- ar einhverja nóttina og kveina, holri, draugslegri röddu: „Fáðu mér hárið mitt aftur, fáðu mér hárið mitt aftur!“ Það var sem náköld hönd gripi um hjarta ungu stúlkunnar. Hún skalf og titraði. Þá heyrði hún ískra í skærum yfir höfði sér. Hún reif sig úr örmum móður sinnar, greip eldsnöggt skærin úr hönd- um konunnar, sem hélt á þeim, þeytti þeim þvert yfir herbergið og sagði, næstum ómennskri röddu: „Hárið mitt! Ég á hárið mitt! Komi þá refsing guðs sjálfs yfir mig!“ ar.n deg fór mcSír bráSgumans aftur heim til sín með allar kökumar og gæsina, sem hún hafði komið með og ætlaði að leggja til brúðkaupsveizl- unnar, vegna þeirra gesta, sem hún hafði boðið. Hún vildi helzt fara með brúð- gumann líka, en móðir brúðarinnar sagði: „Ég læt þig ekki fá hann aftur! Nú tilheyrir hann mér.“ Næsta hvildardag leiddu þau brúðina í skrúðgöngu til samkunduhússins. Það varð þegar í stað á vitorði allra borgar- búa, að hún var með sitt eigið hár, þó það væri að mestu hulið undir stórri hettu. Þess væri óskandi, að öll þau nöfn, sem hrópuð voru til hennar á leiðinni, fyndu hvergi bergmál, nema þá í ein- hverjum mannlausum óbyggðum. S umarkvöld, nokkrum vikum eftir brúðkaupið: Ungi maðurinn var ný- kominn heim frá Fræðastofnuninni og fór til herbergis síns. Kona hans var þegar sofnuð. Mild birtan frá lampanum féll á fölt andlit hennar, sem þó var að miklu leyti hulið þykkum, svörtum, silkigljáandi lokkum, svo aðeins sá í það hér og þar. Granna handleggina hafði hún lagt umhverfis höfuðið, eins og hún væri hrædd um, að einhver kynni að koma um nóttina og klippa af henni hárið, meðan hún svæfi. Hann var í æstu og órólegu skapi þegar hann kom heim: Þetta var fjórða vika hans í hjóna bandinu, og enn höfðu þeir ekki kallað á hann til þess að lesa upp úr lögmálinu. Öldungar kennimannanna létu hann aldrei í friði, og í dag hafði Chayjim Moisheh veitt honum ákúrur í áheyrn alls safnaðarins og ávítað hann, vegna þess að hún, konan hans, gekk ennþá með sitt eigið hár. „Þú ert engu betri en leirbrúða“, hafði Reb Chayjim Moisheh sagt við hann. „Við hvað áttu eiginlega með því að segja, að eiginkona þín vilji ekki? Skrifað stendur: Eiginkona skal vera manni sínum undirgefin". Og hann hafði komið heim með þann fasta ásetning í huga að segja við hana: „Kona, það eru fyrirmæli lögmálsins! Ef þú heldur fast við það að hafa þitt eigið hár, verð ég að skilja við þig, án þess þó að skila aftur heimanmundi þín- um“. Að svo mæltu ætlaði hann að taka saman pjönkur sínar og fara heim til sín. En þegar hann sá ungu konuna sína, þar sem hún lá sofandi í rúminu, sá fölt andlit hennar, hálfhulið fagurgljá- andi hárinu, þá kenndi hann í brjósti um hana. Hann gekk að rúminu, stóð þar kyrr og horfði lengi á hana. Svo kallaði hann blíðlega: „Channehle.... Channehle.... Chann- ehle......“ Hún hrökk við, opnaði augun og horfði í kringum sig undrandi en þó syfjuleg. „Nosson, varst þú að kalla? Hvað viltu mér?“ „Ekkert, nátthúfan þín hefur smeygzt af höfðinu“, sagði hann, tók upp hvítu nátthúfuna og rétti henni. Hún flýtti sér að láta húfuna aftur á sig og ætlaði svo að snúa sér til veggjar. „Channehle, Channehle, mig langar til að tala við þig“. Orðin gengu henni til hjarta. All- an tímann, síðan þau giftu sig, hafði hann varla yrt á hana. Á daginn hafði hún ekkert af honum að segja. Þá var hann öllum stundum í Fræðastofnun- inni. Þegar hann kom heim til miðdegis- verðar, settist hann þegjandi til borðs. Ef hann óskaði einhvers, talaði hann út í loftið, og þegar hann neyddist til að eiga orðaskipti við hana horfði hann stöðugt niður á gólfið, eins og hann væri feiminn við að horfa framan í hana. Og nú kom hann og sagðist þurfa að tala við hana, og hann sagði það svo vin- gjarnlega, og þau tvö ein saman í her- berginu sínu! „Hvað er það, sem þig langar til að tala um við mig?“ spurði hún hlýlega. „Channehle“, byrjaði hann, „gerðu það fyrir mig að gera. mig sldli aS íífii, O-g reyndar sjálfa þig líka, í augum sam- borgara okkar. Hefur ekki guð samtengt okkur? Þú ert konan mín og ég er mað- urinn þinn, og er það viðeigandi, nær það nokkurri átt, að gift kona haldi áfram að hafa sitt eigið hár?“ Svefninn hafði ekki vikið úr augum hennar nema til hálfs, hugurinn vtl: ekki heima og viljinn var sljór og þrótt- laus. Henni fannst hún vera umkomulaus og hjálparþurfi og hallaði höfðinu að brjósti hans. „Vina mín“, hélt hann áfram enn ást- úðlegri en fyrr, „ég veit að þú ert ekki eins spillt eins og þau segja. Ég veit, að þú ert góð og guðhrædd Gyðinga- stúlka, og góður guð mun hjálpa okkur til að verða sanntrúuð og dyggðug Gyð- ingabörn. Hættu nú þessari vitleysu! Hvers vegna ætti allur heimurinn að vera að býsnast yfir þér! Erum við ekki hjón? Það sem er þér til skammar, er það ekki líka mér til skammar?“ Henni virtist einhver, sem væri mjög langt í burtu, en þó jafnframt mjög nærri, vera að tala við sig. Aldrei hafði nokkur manneskja talað svona ástúð- lega og innilega við hana. Og hann var maðurinn hennar, sem hún átti að vera samvistum við svo lengi, svo óralengi, og þau myndu eignast börn, og hún myndi annast heimilið. Hún hallaði höfðinu mjúklega upp að honum. „Ég veit að þér þykir mikið fyrir því að missa hárið þitt, aðalprýði æsku þinn- ar. Ég sá þig og þetta fallega hár þitt, þegar ég kom gestur á heimili þitt. Ég veit að guð gaf þér fegurð og yndis- leika, ég veit það. Mig tekur það mjög sárt, að þú skulir þurfa að láta klippa af þér hárið, en hvað skal gera? Það er venja, já, lög í okkar trúfélagi, og hvað sem öðru líður, þá erum við Gyðingar. Það gæti jafnvel komið fyrir — guð forði okkur frá því — að við eignuðumst barn, sem getið væri í synd. Himinninn vaki yfir okkur og verndi okkur“. Í5 ún sagði ekkert, en hélt áfram að hvíla á handlegg hans, og andlit hans lá þétt við silkimjúkt, svart lokkaflóðið, og hann fann svala angan þess leggja að vitum sínum. Hann skynjaði að í þessu hári bjó sál. Hann horfði lengi og alvar- lega á konu sína og í tilliti hans var beiðni, bæn til hennar, fyrir hennar eigin hamingju, fyrir hamingju þeirra beggja. „Á ég?“. ... spurði hann, fremur með augunum en vörunum. Hún sagði ekkert, en lagði höfuðið í kjöltu hans. Hann hraðaði sér að dragkistunni og tók upp úr henni skærL Hún lagði höfuðið aftur á hné hans og afsalaði sér hárinu sínu fagra til lausnar- gjalds fyrir hamingju þeirra. Hún var enn að hálfu leyti á valdi svefns og drauma. Skærin ískruðu yfir höfði henn- ar og klipptu burtu hvern lokkinn á fætur öðrum, en Channehle hélt áfram að dreyma það sem eftir var næturinnar. Þegar hún vaknaði næsta morgun, varð henni litið í spegilinn, sem hékk á veggnum gegnt rúminu. Hún kipptist við, hún hélt að hún væri orðin brjáluð og væri komin á geðveikrahæli! Á borð- inu við hlið hennar lá hárið hennar, af- klippt, dautt! Hún huldi andlitið í höndum sér og litla herbergið fylltist sáru gráthljóði. Ragnhildur Jónsdóttir þýddi úr ensku. (Enska þýðingin gerð af Helenu Frank). ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 4 um, á meðan karlmönnum þóknast að varna þeim allra réttinda. Og svo skal ég að lokum geta þess, að þar sem hv. þm. Dal. telur vinnukon- ur engra mannréttinda maklegar, vegna vitsmunaskorts, þá skjöplast honum illa. Ég er sjálfur alþýðumaður að ætt og Uþþruna, og ég hefí þekkt margar vinnu konur betur viti bornar en karlmenn yfirleitt, enda betur en sumir sýslu- menn. — — Þ annig töluðu landsins vísu feður sín á milli á Alþingi fyrir 60 árum. Að vísu var það hverju orði sannara, að vinnukonur voru þá fjölmenn stétt hér í bæ. Mátti svo kalla að vinnukona væri á hverju heimili, og á sumum tvær eða þrjár. Lítið mun þingmenn þá hafa grunað, að eftir 40 ár væri þessi fjöl- menna stétt algjörlega horfin úr bæjar- félaginu. En einmitt vegna þess að hún er horfin, munu slíkar umræður aldrei framar heyrast á þingi. Hér eftir munu þingmenn ekki hafa ótta af vinnukonum. Skynsamlegast af því sem fram kom á þingi í þessu máli, finnst mér það sem Ólafur Briem sagði: „Mér finnst það kenna of mikillar hvatvísi, að ætla al- menningi að kjósa borgarstjóra, jafn- framt því sem rýmkaður er kosninga- rétturinn jafnstórkostlega og gert er í þessu frv. Það er ráðlegra að lofa þess- um nýja kjósendafjölda fyrst að sýna, hvernig hann fer með vald það, sem hon um er þar með fengið í hendur. Og það því fremur sem hér er um að ræða em- bætti, sem vafalaust er eitt með þeim vandasömustu og þýðingarmestu em- bættum á landinu.“ (Leturbr. hér). Þessi orð sýna bæði ski.’ ling og fram- sýni, og hafa nú þegar fyllilega rætzt. Felld var tillagan um að almenn- ingur kysi borgarstjórann, en samþ. var, að allir karlar og konur, skyldu öðlast kosningarrétt, hvort sem þeir greiddu nokkuð í bæjarsjóð, eða ekki. Svo kom frv. til Ed., en þá gerðist dálítill millileikur, sem ekki var bæjar- stjórn til neinnar fremdar, en hafði nær stöðvað frampang málsins. Hinn 30. ágúst samþykkti bæjarstjórn, að hún „héldi fast við frv. það um bæjarstjórn í Reykjavík, sem hún hafði látið leggja fyrir Alþingi". Þetta varð að skiljast svo, að bæjar- stjórn væri á móti frv. eftir þær breyt- ingar, sem á því höfðu verið gerðar í Nd. Og þegar nefnd í Ed. hafði fengið málið til meðferðar, barst henni yfir- lýsing, undirrituð af 7 bæjarfulltrúum (meiri hluta), að þeir væri á móti frum- varpinu. Þá var nefndin að hugsa um að leggja til við deildina að frumvarpið væri fellt. En þá komu yfirlýsingar frá 2 af þessum 7, þar sem þeir lýstu yör, að þeir hefðu verið flekaðir til að skrifa undir yfirlýsinguna, og að þeir vildu að málið gengi fram. Virtist nefndinni þá, að 8 af 13 bæjarfulltrúum væri sam- þykkir frumvarpinu, eins og það var. Samt sem áður gerði Ed. á því breyt- ingar til samræmis við það, sem bæjar- stjórn hafði lagt til upphaflega, þar á meðal að enginn skyldi hafa kosninga- rétt nema hann gyldi eitthvað til bæjar- ins. Og ennfremur var því bætt inn í, að „hjón megi aldrei sitja samtímis í bæjarstjórn, heldur eigi foreldrar og börn, né móðurforeldrar eða föðurfor- eldrar og barnabörn þeirra". Þegar frv. kom svo aftur til Nd., vildi hún ekki gera þetta að neinu kapps- máli, heldur samþykkti frumvarpið hik- laust, og varð það svo að lögum. TVf ÍTJ. eð þessum lögum hafði Reykja- vík orðið til þess fyrst allra að veita konum jafnrétti. Og þær voru ákveðnar að neyta þess við næstu bæjarstjórnar- kosningar, sem áttu að fara fram eftir nýjárið. Um þessar mundir voru 9000 íbúar í Reykjavík. Af þeim komust um 2850 á kjörskrá, þar af nærri 1200 konur. Hafði kjósendum fjölgað um helming með nýju lögunum. Nú var í fyrsta skipti listakosning og áttuðu menn sig ekkert á því hvað hún var frábrugðin fyrra kosningarfyrirkomulagi. Þess vegna komu fram 18 listar, eða þremur fleiri en bæjarfulltrúarnir, sem átti að kjósa. Kvenfólkið sameinaðist um einn lista og reyndi að fá allax lcnr.lir tj! 5S kjósa hann. En samheldni og samtök „vinnu- kvennanna" voru ekki eins mikil og þingmenn höfðu óttazt. Af 600 konum, sem greiddu atkvæði, kusu 250 aðra lista. Samt kom kvenþjóðin að 4 full- trúum, og þótti vel af sér vikið, enda þótt mesti styrkur þeirra kvennanna væri listafjöldinn, sem fram kom frá ýmsum félögum. BÖKMENNTIR Framhald af bls. 6 ast, þegar hann heyrir, að Virgilíus hafi verið sendur að tilmælum þriggja kvenna, sem eiru María mey, heilög Lúsía og Beatirice. f þessari kviðu eru táknmyndir. Skóg- urinn tóknar synd og frávik frá réttri trú, hæðin eða fjallið táknar iðrunina, það verður aðeins klifið „hina réttu leið“, því að skóginn byggja eigin syndir, sem hafa tekið á sig villidýramyndir, sem tákna losta, hroka og ágirnd. Hiundur- inn gæti táknað heilagan anda og jafn- framt þann, sem kemur síðar og frelsar ítaliu úr áþján. Dante ferðast nú um helvíti, hann kemur í forgarðinn, þar sem hann hittir Hómer, Horatíus, Ovi- díus og fleiri. Refsing þeirra er fólgin í því, að þeim mun aldrei veitast að nálg- ast guð. Nú er haldið niður á við. Dante sleppir öllum formálum og inngangi, eins og siður var á þessum tímum, les- andinn hrífst með gjörningum frásagnar- snilldarinnar. Virgilíus fræðir hann um þessar vistarverur, sem nú eru tiu tals- ins, og dragast saman eftir því sem neð- ar dregur, og því verri verður einnig vistin. Neðst situr djöfullinn í selskap Júdasar, Brútusar og Cassíusar. Þeir þrír eru verstu svikarar, sem lifað hafa. Skáldin hafa nú farið um tuttugu og eina vistarveru, og margt gerist á leið- inni; það er hvergi doði yfir frásögninnL Dante hefur séð eitt hundrað tuttugu og átta syndara, sem eru nefndir með nafni, auk grúa annarra. Hann átti samtal við þrjátíu og sjö. Þeir samferðamenn sáu þrjátíu ófreskjur og fleiri saurug kvik- indi, þeir urðu að þola ofsahita og níst- ingskulda, fellibylji, óheyrileg hljóð og viðbjóðslegan óþef. Þeir urðu að horfa upp á kvalir vesalinganna og hryllilegar pyndingaraðferðir djöflanna. Þessi ferð var hverri martröð verri og andstyggi- legri, enda leið tvisvar yfir Dante. Og allir þessir einstaklingar, sem þjást, 12 LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS. 26. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.