Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Qupperneq 3
Maðurinn með hjólbörurnar
Eftir Kristmann Guðmundsson
H,
Lann bjó í Frogner-garðinum —
sem naumast var hsegt að kalla lystigarð
í þá daga, þetta var áður en höggmynd-
um Vigelands var komið þar fyrir. Þá
var garðurinn óræktarsvaeði, vaxið trjám
og runnum, og víða fallegt, en ekki talið
heppilegt að vera þar einn á ferð eftir
að rökkva tók. Alls konar lausafólk
hafði komið sér þar upp skúrum, er það
svaf í um nætur, og tjöld voru þar
einnig nokkur. Maðurinn með hjólbör-
urnar átti þarna aðsetur. Hann svaf í
klettaskúta og hafði hlaðið fyrir opið.
En aleigu sína geymdi hann í hjólbör-
unum, sem hann ók jafnan á undan sér,
þegar hann fór til fanga í bæinn. Hann
var oftast nokkuð snemma á ferli, ég
heyrði venjulega skrönglið í börunum
hans um níuleytið, þegar ég var að
klæða mig. Ég bjó við steinlagða götu,
á neðri hæð timburhúss, sem komið var
til ára sinna, og hann var vanur að
nema staðar fyrir framan gluggann
minn, rétta úr sér og skyggnast um. Það
var bannað að betla í Osló, og hann
bað aldrei neinn um neitt, en tók
kurteislega við því sem að honum var
rétt. Þetta var hæglátur maður, í meðal-
lagi hár og mjög grannur, toginleitur,
fremur illa búinn, að vonum, en alltaf
sæmilega hreinn, hárið dökkt, en skegg-
ið nokkru ljósara, hvorttveggja vel
greitt. Það var mikil ró í fasi hans og
framkomu, og augnasvipurinn áberandi
mildur. Erfitt var að gizka á aldur hans,
ég býst þó við að hann hafi verið kom-
inn yfir fimmtugt.
Ég gaf honum alltaf gætur, meðan
hann staldraði við úti á gangstéttinni.
Hann vakti forvitni mína, kyrrðin í
yfirbragði hans var svo sjaldgæft fyrir-
bæri á öld hraðans, en auk þess var
yfir allri persónu hans látlaus virðu-
leiki, sem kom á óvart og vakti furðu.
Ég var vanur að iétta honum nokkra
aura út um gluggann, og heilsa honum
vingjarnlega um leið. Hann tók kveðju
minni með hoffmannlegri hæversku,
sem er fremur óvenjuleg í fari betlara.
Allt þetta jók löngun mína til að kynn-
ast honum nánar, og þar kom að ég
bauð honum inn til min. En hann hristi
höfuðið afsakandi, kvaðst ekki vilja
tefja mig frá störfum, og gæti auk þess
ekki farið frá hjólbörunum sínum, það
kynni einhver að hirða þær á meðan.
Ég bauð honum að aka þeim inn í garð-
inn, þar sem þær væru óhultar, en eigi
Séra Bjarni
Eftir Matthias Johannessen
„Ég hef unað vel hag rnínum i Reykjavík
og við hjónin og fjölskylda mín og getum
sagt með orðum Ritningarinnar: „Mér féllu
að erfðáhlut indœlir staðir, og arfleifð min
likar mér vel“.“
Sr. Bjarni Jónsson.
Þú kenndir oss öllum að krjúpa svo glaðir
við krossinn og óttast ei hei.
Og hlýlegt var bros þitt: Ó blessaði Faðir,
ég börnin í hendur þér fel,
þeim féllu að erfðahlut indælir staðir
og arfleifðin líkar þeim vel.
Og síðar er fullorðnir sungum vér glaðir
sálma um ljós gegnum él
þá sögðum vér með þér: Ó mildinnar Faðir
þín miskunn er perla í skel.
Oss féllu að erfðahlut indælir staðir
og arfleifðin líkar oss vel.
Þú leiddir oss stundum um lággrónar traðir,
vér lærðum á dauðans vél
því ávallt í brjósti þér brosti Guð faðir
og bæn þín var sterkari en hel:
„Mér féllu að erfðahlut indælir staðir
og arfleifð mín líkar mér vel“.
Nú liggja’ ei á sál þinni samtímans kvaðir
eða sorgir sem ýfa þitt þel
og englarnir syngja sálma svo glaðir
því sál þín var sterkari’ en hel:
Þár falla að erfðahlut eilífir staðir
og arfleifð þín líkar þér vel.
að síður afiþakkaði hann. — „Það er
sama og þegið,“ sagði hann brosandi,
og rödd hans var mjög þægileg, bein-
línis fáguð. „Þetta er svo fallegur dag-
vu',“ hélt hann áfram. „Ég vil helzt ekki
vera innan dyra, þegar blessuð sólin
skín, ef hægt er að komast hjá því.“
Þessi orðaskifti okkar gerðu mig enn
forvitnari en áður, og satt að segja braut
ég heilann um þennan náunga oftar og
meira en góðu hófi gegndi. Hugsunin
um hann tafði fyrir mér, þegar ég sat
við skrifborðið og átti að vera að vinna.
Einhver sem þekkti lítilsháttar til hans
sagði mér hvar hann hefðist við, og
einnig það, að ýmsar tröllasögur gengju
um fyrri æfi hans. Sumir héldu því
jafnvel fram að hann hefði, fyrir mörg-
um árum síðan, verið kunnur lögfræð-
ingur í Osió, en ekki vissi sögumaður
minn neinar sönnur á þvi.
l\S lokum var áhugi
minn fyrir manninum kominn
á það stig, að ég gat ekki á
mér setið að reyna að veiða
upp úr honum eitthvað um
fortíð hans. Ég lagði fyrir
hann lævísar spurningar, en
hann varðist allra sagna og
lét ekki á neinn hátt á-
netjast. Hann var prúðmennsk
an uppmáluð, kurteis og þýð-
ur í viðmóti, en það var ekki
nokkur leið að fá hann til að
ræða um sjálfan sig, og hann
var einstaklega laginn að
. komast hjá því að svara spum
ingum mínum beinlínis. —
„Hvað er fortíð og framtíð?“
sagði hann eitt sinn. „Það sem
máli skiftir er líðandi
stund. Um framtíðina vitum
við ekkert, og það liðna
er eins og draumur. En núna, á þessu
augnabliki, lifum við. Og lífið er dá-
samlegt; það er svo mikil gjöf, að okk-
ur endist ekki ævin til að læra að meta
það réttilega.“
Ég starði orðlaus á tötrum klæddan
manninn. Mér varð hugsað til okkar
hinna, sem böslum í því ár og síð að
búa okkur undir framtíðina. Við erum
alltaf svo ör.num kafnir að við höfum
engan tíma til að virða fyrir okkur
fegurðina, sem á vegi okkar verður,
njóta gleðistundanna, og íhuga tilveru
okkar í ró og næði. Oftast önum við
áfram, ósjaldan með pústrum og hrind-
ingum, og reynum af alefli að hrifsa
sem mest af því, sem við köllum þessa
heims gæði, án tillits til hvað við höfum
beina þörf fyrir. Ég minntist eins kunn-
ingja míns, sem hafði verið forríkur
kaupsýslumaður og þótt óprúttinn í við-
skiftum. Hann unni sér aldrei hvíldar,
og eina gleði hans var auðsöfnunin, en
svo dó hann úr krabba hálf-fimmtugur,
og á banasær.ginni lá hann og reiknaði,
fyllti örk eftir örk af tölum. Og hvað
um mig sjálfan? Var ég ekki líka að
þræla fyrir orðstír og auði, sem fram-
tíðin átti að færa mér?
„Þetta er fallegur dagur,“ sagði mað-
urinn með hjólbörurnar. „Það er unaðs-
legt að lifa í dag, en enginn veit hvað
verður á morgun.“ Svo hélt hann af
stað niður í bæinn, Skröltið í hjólinu
á götusteinunum hljómaði I eyrum mSr,
þar sem ég stóð eftir á gangstéttinni,
í sólskini morgunsins. Að vitum min-
um barst gróðrarilmur úr görðunum í
kring, og himinninn yfir mér var blár.
Dag einn, nokkru síðar, gekk ég í
humátt á eftir honum, og fylgdist með
ferðum hans framundir hádegið. Hann
fór sér hægt, staldraði oft við, setti nið-
ur hjólbörurnar og litaðist um. Það
kom fyrir að menn réttu honum aura,
og hann þakkaði fyrir sig með fágaðri
kurteisi, en án allrar auðmýktar. Hon-
um virtist standa á sama hvort hann
íékk nokkuð, eða hvað það var, stakk
því bara í vasann, án þess að líta á
það, og hélt áfram að virða fyrir sér
leik barnanna á götunni, sólskinið og
bláma himinsins.
Við vorum röskan klukkutíma á leið-
Framhald á bls. 14
39. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3