Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1965, Síða 7
-------- SÍMAVIÐTAL --------
Þegar heimsborgin lamaöist
92-1575.
— íslenzkir aðalverktakar,
gó'öan dag.
— Er Friðrik Eiriksson, yfir-
bryti, við?
— Andartak, . . . gerið þér
svo vel.
— Friðrik, þetta er hjá Les-
Ibókinni. Hvað gefið þér eigin-
lega mörgum mönnum að borða
é degi hverjum?
— Það er ekki gott að segja,
en það kemur fyrir, að ég nota
150 iambslæri og þrjá hundrað
punda kartöflupoka í eina mál-
tíð. Menn hafa góða matarlyst
(hér suður á Keflavíkurflug-
velli.
— Hvað er helzt í fréttum?
■— Ja, af mér er það að
segja, að ég er fyrir nokkru
kominn heim frá Bandaríkj-
unum, þar sem ég sótti mikla
sýningu í New York. Þetta var
tfimmtugasta bandaríska gisti-
húsasýningin, eða „50th Nat-
ional Hotel & Motel Exposit-
ion“. Sýningin var haldin í
íyrri hluta þessa mánaðar í
N.Y. Coliseum, og sóttu hana
nokkrir íslendingar.
— Var ekki margt að sjá á
sýningunni?
— Það er víst óhætt að
segja það, enda voru sýningar-
deildirnar hátt á tfimmta þús-
nnd. Þarna var sýnt allt milli
himins og jarðar, sem á ein-
hvern hátt viðkemur rekstri
gistihúsa, matsölustaða og veit-
ingahúsa. Ekki er hægt annað
en að undrast, hve tækninni
fleygir hratt fram á þessu sviði
í Bandaríkjunum, og fannst
mönnum þó, að þróunin væri
fyrir löngu komin á ótrúlega
hátt stig þar vestra. Alltaf er
verið að finna upp eitthvað,
sem er fljótvirkara, fullkomn-
ara, hentugra og að öllu leyti
betra en það, er áður þekktist.
Einna mest bar á sýningardeild
um fyrirtækja, sem fram-
leiða alls konar rafmagnsáhöld.
— Já, vel á minnzt, lentuð
þér ekki í rafmagnsbiluninni
miklu 9. nóvember?
— Ég er nú hræddur um
það. Ég var nýkominn af sýn-
ingunni ásamt konu minni og
tveimur börnum, sex og sjö
ára, þegar bilunin varð. Við
vorum stödd inni í stórverzlun-
inni „Woolworth’s Magazine“
við Breiðgötu (Broadway)
klukkan að verða hálfsex að
kvöldi eftir þarlendum tíma,
þegar allt í einu skall á kol-
niðamyrkur.
— Varð fólk ekki bilt við?
— Það var mesta furða, hvað
lítið var um það. Menn kveiktu
þegar í stað á eldspýtum og
vindlingakveikjurum, og ekki
gat ég merkt neina hræðslu á
nokkrum manni. Síðar var
kveikt á vasaljósum og kert-
um. Starfsfólkið í verzluninni
mun hafa látið sér detta í hug,
að hér væri um skemmdarverk
að ræða af hálfu þjófa, sem
ætluðu sér að láta greipar sópa
í verzluninni og og láta myrkr-
ið skýla sér. Þess vegna komu
verzlunarstjórarnir fljótlega á
vettvang og létu standa vörð
um varninginn. Annars kom
síðar í ljós, að ótrúlega lítið
var um það í þessar tólf klukku
stundir, sem borgin var ljós-
laus, að vart yrði við grip-
deildir eða önnur lögbrot. Víða
mynduðu borgararnir varð-
sveitir við verzlanir og aðra
staði, þar sem verðmæti eru
geymd, vegfarendur tóku að
sér umferðarstjórn í öngþveit-
inu, sem varð, þegar slokknaði
á götuvitunum, og svo mætti
lengi telja. New-York-búar eru
mjög stoltir af þeim góða anda,
sem ríkti meðal íbúanna í
myrkvuninni, og heyrði ég
margar sögur af greiðvikni og
hjálpsemi náungans.
— Bilunin náði yfir stórt
svæði, var ekki svo?
— Jú, hún náði yfir 80 þús-
und fermilna svæði í Banda-
ríkjunum og Kanada, þar sem
30 milljónir manns búa. Þetta
svæði er mjög háþróað og langt
komið í iðnvæðingu, svo að
rafmagnsleysið lamaði bókstaf-
lega allt líf þarna. Sem lítið
dæmi má nefna, að 250 þúsund
manns festust í lyftum og 800
þúsund manns lokaðust niðri
í neðanjarðargöngum, aðallega
í lestum, en sumt á brautar-
pöllum, þar sem það söng og
dansaði,
— Nú, hvað varð svo um
yður og fjölskylduna?
— Við fórum út á götu og
fikruðum okkur áleiðis til gisti
húss okkar, sem ekki var
mjög langt undan. Þetta gekk
ekki vel í fyrstu, en það hjálp-
aði mikið til, að tunglsljós var.
Með því að líta til himins gat
ég áttað mig á lagi bygginganna
og ratað. Svo var nokkurt ljós
frá bílum, og lögregluþjónar
stjórnuðu umferð með vasa-
ljósum. Engin skelfing eða æs-
ingur var me'ðal fólksins á göt-
unni, allir voru rólegir og
gerðu að gamni sínu. Við náð-
um svo heim til hótelsins og
gengum m.eð logandi kerti í
höndum upp á fimmtándu hæð,
þar sem herbergi okkar var.
Allir gangar og stigar í húsinu
voru þéttsetnir fólki, sem kom-
ið hafði utan af götunni og
leitað skjóls þar yfir nóttina,
vegna þess að það komst ekki
heim til sin. Vafði það dag-
blöðum utan um fæturna og
beið rólegt. Svo fórum við að
sofa, og þegar við vöknuðum,
var rafmagnið komið. Svo ein-
kennilega vildi til, að rafmagn-
ið fór kl. 5:27 um kvöldið, en
kom kl. 5:27 um morguninn,
svo að allar rafmagnsklukkur
voru réttar. Var sagt, að sumir
hefðu haldið, að þetta hefði
bara verið óþægilegur draum-
ur! Þetta á við um Manhattan,
en rafmagnið kom annars mis-
fijótt í hinum ýmsu hverfum.
— Vissu menn, hvað fyrir
hafði komið?
— Já, margir voru með
„transistor“-tæki og fengu frétt
ir í útvarpinu. Annars gengu
ýmsar sögur af fólki, sem hélt
að það hefði orsakað bilunina.
Húsmóðir ein var að tengja
iampa heima hjá sér hátt uppi
í skýjakljúfi á Manhattan, þeg-
ar hún sá öll ljós slokkna í
borginni. Hún æpti upp yfir sig:
„Guð minn góður, hvað hef
ég eiginlega gert?“ Lítill dreng
ur barði með priki utan í ljósa
staur á sama andartaki sem
bilunin varð. Hann hljóp há-
grátandi heim til mömmu. Þá
var sagt, að fulltrúi Kúbu á
þingi Sameinuðu þjóðanna
hefði snúið sér að bandarískum
íulltrúa og sagt afsakandi: „Þú
ert vitni að því, að ég gerði
Framh. á bls. 15.
Svavar Cests skrifar um:
ÝJARP
TUR
NÝJAR PLÖTUR. Everly
bræður eru að ná sér á strik.
Hafa verið á hljómleika-
ferðalagi í Englandi og geng-
ið vel. Þar er nýjasta platan
þeirra ofarlega á vinsælda-
listanum, en lögin eru „Love
is strange“ og „Man with
money“. Fyrra lagið er sér-
staklega gott en bæði eru
þau af LP plötu, sem bræð-
urnir sungu inn á fyrir
stuttu, heitir hún „Bean N’
Soul“ og er einhver bezta
LP platan, sem komið hef-
ur frá þeim í langan tíma.
Þessi plata kom í Hljóð-
færahúsið svo og eftirfar-
andi plötur: Sandie Shaw
með nýja lagið sitt „Message
understood“, sem er eftir
Ohris Andrews og „Don’t
you eount on it“, líka eftir
Andrews. Fyrra lagið hefur
náð miklum vinsældum í
Englandi og gerir sennilega
lika hér, því Sandie á stór-
an aðdáendahóp hér á landi.
Væri ekki kominn tími til
fyrir þá, sem hafa verið að
fiytja inn miðlungsgóðar
hávaðahljómsveitir frá Bret-
landi að fá heldur hingað
góða söngvara, þeir eru
margir til, sem ekki aðeins
mundu vilja koma hingað
heldur og vekja meiri at-
hygli og fá betri aðsókn held
ur en hljómsveitirnar hafa
yfirleitt fengið. The Sorrows,
sem er nýleg hljómsveit er
með lögin „Take a heart“
og „We should get along
fine“. Þetta eru rétt sæmileg
lög en hljómsveitin allgóð.
Annars er nú eiginlega kom-
ið nóg af hljómsveitum hjá
þeim á Bretlandseyjum. Þær
eru farnar að kvarta undan
atvinnuleysi og það er spá-
dómur framámanna þar í
þessum málum, að nú fari
að halla undan fæti hjá þeim
flestum. Margar hljómsveit-
anna hafa sagt skilið við
hinn afkáralega klæðnað
sinn og tekið upp þokkaleg
einkennisföt og það mun
varla velta á nema nokkrum
vikum þangað til hárskerar
í Bretlandi fá nóg að gera.
Að lokum kom ný plata í
Hljóðfærahúsið m-eð sex vin-
sælustu lögunum í Október
í Englandi. Það eru lögin
„Here it comes agin“, „Still
l’m sad“, „It’s good news
week“, „Message under-
stood“, „ I love you yes I
do“ og „Yesterday man“. Að
sjálfsögðu allt ágæt lög og
þessar „Top Six“ plötur
hinar eigulegustu, lögin sex
á hverri plötu og platan
ódýr.
essg.
39. tbl. 1955
- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7