Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Síða 4
CHRIS PARÖ:
Vísindamaðurinn í barna-
herberginu
að hefðu víst fáir látið
sér til hugar koma, að
nokkuð svo margbreytilegt sem
barnaleikir yrði vísindalega rann
sakað og sáðan flokkað niður og
skipað í kerfi. En þetta hefur
gerzt, og vísindamaðurinn er
kominn inn í bamaherbergið
með skrifffæri sín, rásúr og
myndavél.
Rannsóknir á leikjum barna eru
reyndar ekkert nýtt fyrirbrigSi.
Leikskólafrömuðurinn Fröbel hafði
komið auga á möguleikann á því að
kynnast innsta eðli barnsins með
athugun á leikjum þess, og Sören
Kierkegaard segir á einum stað:
„Börnunum kynnumst við bezt
með því að horfa á þau leika
sér“. Rannsóknir á leik barna
voru stundaðar þegar á þriðja tugi
aldarinnar af konunum Melanie
Klein í Þýzkalandi og Madeleine
Rambert í Sviss. Síðan hafa aðrir
tekið upp þráðinn, einnig hér á Norð-
urlöndum. Yfirlæknirinn við Erica-
stofnunina í Stokkhólmi, Gösta Hard
ing, hefur safnað svo miklum efni-
viði með rannsóknum sínum, að hann
hefur nú unnið úr honum fyrstu
eiginlegu bókina um þessi mál:
„Leken som afslöjer", sem bókaútgáf-
an Natur och Kultur hefur gefið út.
Gösta Harding hefur innleitt leik-
greiningaraðferðina í Svíþjóð. Hann
hefur, sem yfirlæknir á sjúkrahúsi
fyrir börn með heilaskemmdir, auk
barna sem þjást af taugasjúkdómum
og sálrænum truflunum, haft gott
tækifæri til þess að rannsaka, hvaða
þýðingu athuganir á leikjum barna
hafa í sambandi við leit að tilfinn-
ingaduldum í sálarlífi þeirra, en
einnig hefur hann haft í huga þá
þýðingu sem leikjarannsóknir geta
haft fyrir nútímauppeldisfræði.
Efni bókarinnar höfðar því fyrst
og fremst til allra þeirra, sem starfa
fyrir börn á einn eða annan hátt, og
þá sérstaklega til barnasálfræðinga og
barnageðlækna. Bókarhöfundur tek-
ur efnið ekki föstum tökum með til-
liti til þess að setja fram heildar-
niðurstöður byggðar á þeim gögnum,
sem hann hefur safnað við athugan-
ir sínar, bæði á leikjum heilbrigðra
barna og ekki síður sjúklinganna
sinna litlu, 159 að tölu. Þungamiðja
bókarinnar má segja að sé lýsingar
hans á aðferðum sínum við leikja-
rannsóknir.
að er undirstöðuatriði í aðferð
Hardings, að athugandinn, sem
óhjákvæmilega verður að vera við-
staddur meðan barnið leikur sér,
megi ekki hafa áhrif á leik þess á
nokkurn hátt. Barnið kemur inn í
herbergi þar sem eru 360 leikföng,
auk tveggja sandkassa, annars með
blautum sandi, hins með þurrum.
Þessi leikföng hafa ekki verið keypt
af tilviljun, heldur er þessi 360-hluta
heild sett saman úr öllum tegundum
leikfanga. Þar eru leikföng til ófrið-
arleikja, eins og herskip, skriðdrek-
ar, tindátar, fallbyssur o. fl., og þarna
eru brúður, alls konar sjálfvirk leik-
föng, leikfangadýr, ævintýrapersón-
ur, hús, bílar, járnbrautarlestir,
jurtir, koddar, lök, vax til móta úr,
litir, blýantar og ótalmargt fleira.
Barnið sem athuga á er skilið eitt
eftir í herberginu ásamt athugand-
anum, sem ekki má hjálpa því eða
veita því neinar upplýsingar, aðeins
segja því, að það skuli velja sér ann-
an hvorn kassann og eins mörg leik-
föng og það vilji til þess að geta
byggt í sandkassanum. Hann tekur
tímann sem líður, þar til leikurinn
hefst, með rásúri, og sömu leiðis tím-
ann, sem líður þar til barnið segist
vera hætt að leika sér. Þeim spurn-
ingum, sem barnið kann að bera fram,
á athugandinn að svara með: „Hvað
finnst þér sjálfum?" eða eitthvað í
þeim dúr.
B arnið fær eðlilegustu útrás
sína í leik. Á sama hátt og hægt er
að draga ályktanir um geðheilsu full-
orðins fólks af tali þess og almennri
framkomu, er hægt að gera sér grein
fyrir sálrænum erfiðleikum barna og
hugsanlegu sjú,klegu hugarástandi út
frá leikrannsóknum.
Tilraunirnar hafa einnig sýnt mjög
mismunandi leikaðferðir barnanna og
árangur, allt frá því (annars vegar)
hvernig heilbrigð, skynsöm börn
leggja allt sitt í leikinn og skapa sér
sinn eigin heim í sandkassanum með
ímyndunaraflinu. Slíkt barn hefur
verið hófsamt í vali leikfanga og hef-
ur kannski byggt heilar borgir með
vegum og járnbrautum á milli. Hins
vegar einkennist sandkassaheimur
barna með heilaskemmdir eða tauga-
veiklaðra barna oft af hrærigraut
leikfanga eða skemmdarfýsn. En öll-
um er það sameiginlegt, að sálar-
ástand þeirra speglast í sandkassan-
um og tilburðum þeirra í leiknum.
Tilgangurinn með rannsóknunum á
leik barna er þó ekki sá að dæma
um gáfnafar þeirra. Gáfnavisitala
þeirra hefur þegar verið ákvörðuð
með sérstökum prófum og er höfð til
hliðsjónar, þegar lagður er mæli-
kvarði á leik þeirra I sandkassanum.
Sálarástand barnsins er höfuðatriðið,
og í leiknum speglast oft sálrænir
erfiðleikar sem börnin eiga í, og ekki
hefði verið unnt að leiða í ljós á
annan hátt.
Valið á sandi veitir okkur strax
nokkurn fróðleik um barnið, án þess
að við megum þó einblína um of
á þetta eitt. Börn með sköpunargáfu
og fjörugt ímyndunarafl munu í
mörgum tilfellum velja blauta sand-
inn, sem er hentugri til mótunar, en
önnur velja þann þurra, bara af því
að þeim þykir gott að sitja í honum
og taka hann í lófann.
Gösta Harding nefnir í bók sinni
mörg mismunandi dæmi um leikað-
ferðir sjúklinganna sinna litlu í leik-
herberginu. Sum barnanna leika sér
eingöngu að stríðsleikföngum, og önn-
ur hugsa sér hræðilega bardaga upp á
líf og dauða milli leikfangaljóna eða
tígrisdýra, sem þau hafa valið sér;
börn sem una sér við að taka sand-
inn í lófann og halda á leikföngun-
um, og enn önnur sem hamast við
að róta leikföngum og sandi í einn
hrærigraut, að vísu undrandi á að
enginn skuli skipta sér af því. Sum
barnanna virðast næstum ekki taka
eftir athugandanum, svo upptekin
eru þau af sínum hugarheimi og að
tala við sjálf sig, meðan þau eru að
byggja í sandinum.
Leikjarannsóknir eru ekki nýjar
af nálinni, en það er fyrst á síðari
árum að þær hafa verið stundaðar á
vísindalegum grundvelli. Gösta Hard-
ing hefur með bók sinni lagt drjúgan
skerf til þróunar þessara rannsókna.
í henni er skýrt frá aðferð, sem vafa-
laust mun verða bæði barnageðlækn-
um og uppeldisfræðingum til gagns í
starfi þeirra.
Rex Harrison
Portofino, ítalíu.
AÐ er fátt sem bendir
til þess að verulegar breyt-
ingar verði á lífi Rex Harri-
sons, þótt hann hafi unnið til
Oscar-verðlaunanna. Til þess
hefur hann of lengi aðeins tek-
ið að sér hlutverk sem honum
geðjast að, aðeins umgengizt
valda vini, klæðzt eins og hon-
um hefur líkað. farið eins og
honum hefur hentað og yfir-
leitt fylgt þeim lífsvenjum
sem vænzt er af „virðulegum
brezkum leikara“, þeim minnk
andi hópi kvikmyndaleikara,
sem flestir komu til Hollywood
frá West End hluta Lundúna-
borgar.
Við flest tækifæri er hann
klæddur á þann hátt, að hann
fellur inn í mynd hins rólynda
borgarbúa, sem hefur orðið
einkennandi fyrir hann. En
hann getur einnig klæðzt
skyrtu fiskimannsins og vinnu-
buxum, þegar hann gengur um
höfnina í Portofino, með hund
á hælum sér, eða situr inni í
Gritta, litlum og laglegum bar,
sem er hinar opinberu höfuð-
stöðvar hans á meðan hann
dvelst á Rivieruströnd ítalíu.
Hús hans, sem er með 20
herbergjum og er kallað „San
Genesio" eftir verndardýrlingi
leikara, er efst á hæðinni við
litla hafnarbæinn, sem er orð-
inn í tízku fyrir stefnumót
hinna heimsfrægu. Þetta er
staður sem er einkennandi fyr-
ir það líf, sem Rex Harrison
hefur ákveðið að eigi bezt við
hann.
Hann er hávaxinn og grann-
ur og hið fyrirmannlega fas
hans virðist benda til að hann
sé aðalsborinn. Flest hlutverk
hans, einkum þó á leiksviðinu,
hafa um langt árabil styrkt
þessa skoðun. í raun og veru
voru foreldrar hans miðsíéttar-
fólk sem bjó skarnmt frá
Liverpool, skólagöngu hans
lauk er hann var 16 ára að
aldri og fornafnið Rex hlaut
hann þegar í æsku, því hann
var skírður Reginald Carey
Harrison.
IVIeð árunum hefur hann
orðið persónugervingur Eng-
lendings af æðri stéttum, sem
telur góðan smekk mikilvæg-
ari en allt annað. Málfar
hans er skýrt og óaðfinnanlegt
og hreyfingar hans ekki um of
fyrirmannlegar og öll fram-
koma hans í Portofino, sem er
látlaus af ásettu ráði, gæti ekki
verið meira viðeigandi á þeim
stað.
í San Genesio lifir hann og
kona hans, enska leikkonan
Rachel Roberts, mjög óreglu-
bundnu lífi og þannig vilja
þau hafa það. „Þetta er hið
eiginlega heimili okkar“, segir
hann. „Auðvitað sé ég til þess
að vera hér aldrei að sumri til,
en hvenær sem ég á frí flýtum
við okkur hingað. Á venjuleg-
um degi fer ég á fætur um há-
degi. Ég hata morgnana. Morg-
unverðinn fæ ég í rúmið, soð-
ið egg og te, og þá athuga ég
póstinn og les. Ég hef
engan einkaritara hér, en ég
hef einn í London. Við förum
niður að höfninni til að snæða
hádegisverð, þótt seint sé, iðu-
lega til Delfino, þar sem bæjar
stjórinn í Portofino matbýr
fyrir okkur eða þá að við för-
um til annars veitingastaðar,
sem er rekinn af fiskimannin-
um Battista. Á eftir lítum við
inn á Gritta og förum svo aft-
ur heim til kvöldverðar, sem
annaðhvort er tilreiddur af
ráðskonunni eða Rachel. Svo
spjöllum við saman eða þá að
ég fer aftur að lesa“.
Beinast lægi fyrir að hugsa
sér Rex Harrison í nætur-
klúbbi, glæsilegum og rándýr-
um að sjálfsögðu, og einstaka
sinnum fer hann á slíka staðL
En hann segir: „Mér geðjast
ekki að þeim og hef ekki gert
árum saman“. Þetta þýðir ekki,
að hann hiki við að hvolfa í sig
sínum hluta áfengra drykkja,
en hann gerir það með sama
glæsibrag og allt annað og
hann ber áfengi vel og neytir
þess með nánustu vinum sín-
um.
„Fólk kemur frá London og
New York til að dveljast hjá
okkur, stundum til að vinna.
Robert Bolt hefur verið hjá
okkur nýlega og svo eigum við
von á enska rithöfundinum
Julian More, en ég hef í huga
að setja á svið skáldsögu eftir
hann“.
Þótt hann sé ekki eins mikið
á vörum almennings og ýmsir
aðrir brezkir leikarar, sem um
þessar mundir eru mest í sviðs-
ljósinu, þá leggur hann sig
fram um að vernda einkalíf
Framhald á bls. 15.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
40. tbl. 1965