Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Side 5
Menntaskólaframtak
EFTIR PÉTUR ÓLAFSSON
Úr „Pótemkín". Móðir rraeð slasað barn sitt í hinu frægra atriði á Odessa-tröpp-
unum.
að virðist hafa orðið hlut-
skipti kvikmyndaklúbbs-
ins Filmíu eftir ellefu ára þrauk að
deyja út án þess að nokkur rödd léti
frá sér heyra á opinberum vett-
vangi, um að eftirsjá væri að. Filmíu
var neitað um þá sérstöðu er hún
þarfnaðist, það er tolla- og skatta-
ívilnanir, sem þykir sjálfsagt meðal
menningarþjóða til handa slíkum
smáklúbbum og er skilyrði þess að
þeir geti þrifizt. Þrátt fyrir endalok
Filmíu, þá hefur áhuginn á félags-
skap fyrir áhugamenn um kvik-
myndalist ekki verið drepinn. Hann
hefur brotizt út og nú í þeirri mynd
sem yfirvöldin virðast geta sætt sig
betur við en hjá Filmíu, enda er sá
vettvangur ólíkt þrengri.
Nú hefur Menntaskólinn, eða
Listafélag hans, undir áhugasamri
forystu Þorsteins Helgasonar, stofn-
að kvikmyndaklúbb, sem starfar á
líkum grundvelli og Filmía. Eini
munurinn er að yfirvöldin þora nú
aðeins að veita takmörkuðum hóp
þær ívilnanir, sem þau þorðu ekki að
veita almenningi, mest vegna ótta
við kvikmyndahúsaeigendur, sem
sumir hverjir sáu eftir myndum í
Filmíu og gáfu starfseminni illt
auga. Leyfður er aðeins lítill ótoll-
aður afleggjari í þágu menningar-
starfs, svo breiðstræti kvikmynda-
ómenningar verði ekki um of fá-
farin.
I>að sem fyrst vekur athygli í sam-
bandi við kvikmyndaklúbb Listafélags-
ins er mjög vönduð efnisskrá, sem nær
þó aðeins yfir fyrra misseri sýningar-
ársins en sýnir að mjög er vandað til
ikvikmyndavals. Heil 34 síðna mynd-
skreytt skrá kynnir fyrstu sjö sýning-
arnar. Til þess að vekja athygli á þessari
starfsemi, en fyrst og fremst til að reyna
að vekja yfirvöldin til að gefa öllum
kost á aðgangi að sýningum á myndum,
sem ekkert kvikmyndahúsanna hefur
reynt að standa fyrir, mun ég rekja
nokkuð hvaða myndir Menntaskólanem-
endum er gefinn kostur á að sjá, en al-
menningi meinað að njóta.
Sú mynd sem ætla mætti að almenn-
ing langaði til að sjá, er Fjalla-Eyvindur
(Berg-Ejvind och hans Hustru), sem
Victor Sjöström gerði eftir leikriti Jó-
hanns Sigurjónssonar árið 1917. Sú
mynd er oft talin meðal sígildra verka
þöglu myndanna og hefur ekki tekizt
að fá hana hingað til lands seinustu
áratugina fyrr en nú að Listafélaginu
tekst að útvega hana. í>á er almenningi
meinað að sjá þetta fágæta listaverk
sem gert hefur verið eftir íslenzku bók-
menntaafreki. Með Fjalla-Eyvindi og
næstu verkum sínum tókst Sjöström
að skapa nýjan kafla í kvikmyndaþróun-
inni og gera Svíþjóð að heimsveldi I
kvikmyndalistinni. Fyrri heimsstyrjöldin
kom í veg fyrir að kvikmyndin yrði
tekin á íslandi. 1 stað þess fór Sjöström
tii Lapplands og tók útiatriðin þar. Svo
vel tókst honum að Jóhann Sigurjónsson
varð hrifinn af og lauk lofsorði á kvik-
myndina, eftir að hafa verís viðstaddur
frumsýningu hennar í Stokknólmi, Og
einnig hve vel Sjöström hefði tekizt að
skapa íslenzkt landslag með tökum sín-
um í Lapplandi. Sjöström tókst að skapa
kvikmynd, sem sýndi að jafnvel mann-
eskjuna og sálina var hægt að túlka á
filmu, ekki aðeins ytri atburði og hama-
gang. Sjöström lauk sínum frábæra
ferli í kvikmyndunum í hlutverki ísaks
í mynd Ingmars Bergmans, Að leiðar-
lokum (Smultronstallet, 1957), sem
margir munu enn minnast frá því hún
var sýnd í Hafnarfjarðarbíói fyrir nær
tveimur árum.
Upphafssýning Listafélags Mennta
skólans var á tveimur myndum Bunu-
els, Land án brauðs (Tierra sin pán,
1932), sem er ein átakanlegasta heimild-
armynd sem gerð hefur verið. Bunuel
lýsir þar héraðinu Las Hurdes, fátækt,
eymd og vesaldómi íbúanna þar, af
miskunnarlausu raunsæi. Aðalmvndin á
þessari fyrstu sýningu var þö Róbinson
Krúsó, sem gerð var eftir hinni frægu
skáldsögu Daniels Defoes. Sú mynd er
gerð undir bandarískri fjármálastjórn
United Artists og ber myndin glögg
merki þess. Þrátt fyrir það tekst Brunu-
el að smeygja sjálfum sér að, svo hún
verður ekki alveg undir smámennsku-
hælinn lögð. í gegnum kaupmennsku-
brag myndarinnar skín oft snilldarbragð
Bunuels, þótt Hollywood hafi legið með
öilu sínu fargi á honum.
Hvað sem allri nútíma kvikmynda-
niðurlægingu Þjóðverja líður, þá áttu
þeir sina snillingaöld í kvikmyndalist-
inni á tímum þöglu myndanna. Næsta
mynd Listafélagsins, Seimstur manna
(Der letzte Mann, 1924), var gerð af
Friedrich W. Murnau á gullaldartíma
þýzkra kvikmynda, eða raunar í lok
þessa tímabils. Hún er fullkomnun
þeirrar listar er Þjóðverjar náðu taki
l
„Fundurinn skorar á ríkisstjórn-
ina“ að gera hitt og þetta, gera það
snarlega og spara ekki fé urn of,
þvi að þióðarheill sé i veði. Hve
oft heyrum við ekki slíkar fundar-
samþykktir? Eða, vœri e.t.v. nær
að spyrja:
Hvenær hitt-
ast þrír menn
á íslandi án
þess að kom-
ast að álíka
niðurstöðu?
Þess vegna
kom það eins
og reiðarslag
yfir allan
landslýð, þeg-
ar útvegsmenn tóku allt í einu upp
á þvi að samþykkja á fundi sínum,
að hluti aflaverðmœtis skyldi lagð-
ur til hliðar og rannsóknarskip
smíðað fyrir féð. Ég man ekki eftir
þvi, að menn hafi opnað buddu sina
í svipuðu skyni án fyrirmœla „að
ofan“.
Margt smærra kemur fólki úr
jafnvœgi í skammdegisdrunganum.
Okkur er nær að halda, að straum-
hvörf séu í aðsigi. Einhverjir hafa
a.m.k. tekið sinnaskiptum og von-
andi fylgja fleiri í kjölfarið.
Annars er rannsóknarskip ekki
það eina, sem við þurfum að leggja
kjöl að. Og vonandi verða sinna-
skiptin fyrrnefndu til þess að
hleypa nýju lífi i fjölmargt, sem
œtti að vera ofarlega á óskalistan-
um. Það er samt ákaflega ósann-
gjarnt að hálda því fram, að hér
sé ekkert að gerast og lítið sé um
stórhug. Saga liðinna ára hefur ver-
ið ævintýri líkust og þegar áform-
in verða að veruleika eitt af öðru
œtti fólk að fyllast enn meira
kappi og áhuga. Ég nefni nýju
íþrótta- og sýningahöllina svo og
Suðurnesjaveginn sem dæmi.
Fordœmi útgerðarmanna og sá
góði árangur, sem samvinna fjöl-
margra aðila um smíði íþrótta- og
sýningáhallarinnar hefur borið, gef-
ur okkur ótvírœtt til kynna, að það
er í rauninni ekki nauðsyn eða á-
stœða til þess að bíða eftir frum-
kvœði ríkisstjórnarinnar á öllum
sviðum. Ekki er hœgt að œtlast til
að hún geri állt í einu.
Með þetta tvennt í huga mætti
nefna eitt verkefni, sem hœgt er að
hrinda í framkvœmd — og það er
sjódýrasafn á fstandi. Hér þarf
framták og samvinnu fjölmargra
aðila. Hér œtti sjávarútvegurinn að
láta til sín taka, svo og forystumenn
í kennslumálum. Hér œtti að koma
upp safni lifandi sjódýra — safni,
sem yrði frœgt víða um lönd —
og fólk kœmi beinlínis til þess að
skoða.
Annað safn og e.t.v. langtum
merkara œtti höfuðborgin, eða
landið í heild, einnig að eignast.
Það safn œtti að vera tileinkað eldi
í iðrum jarðar á landinu kalda. Þar
gætu vísindamenn, hugvitsmenn
og listamenn gert stórkostlegan
hlut, ef þeir legðust allir á eitt.
Jafnvel svo, að orð fœri af um all-
ar álfur. Slíkt safn, sem gerði eld-
gosum og eldfjöllum, jarðhita og
gjósandi hverum skil á margvisleg-
an hátt yrði ekki aðeins mikilvægt
við uppfræðslu komandi kynslóða.
Það gœti orðið visindum okkar
mikilvœgt, eflt skilning almenn-
ings á gildi vísindanna og opnað
augu margra fyrir þeim furðum,
sem landið okkar býr í raun og
veru yfir. Komandi kynslóðir munu
ekki hafa spúandi Surt eða Syrt-
ling fyrir utan eldhúsgluggann nótt
og dag. Hér er efni og aðstaða til
að vekja enn meiri athygli á landi
Leifs hepptta. — h.j.h.
40. tbl. 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5