Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Page 6
Maya Deren.
á með Das Kabinett des Dr. Caligari
(1919), einhverri óhugnanlegustu mynd
expressjónismans og forspá nazismans.
í Der letzte Mann notaði Murnau hreyf-
ingu myndavélarinnar til fullnustu, rétt
áður en Eisenstein kom með sín snöggu
myndskipti eða myndröðun (montage),
sem olli stórfelldri byltingu í kvik-
myndagerð. Murnau notaði aftur á móti
tækni sem fremur rekur skyldleika sinn
til Truffauts og annarra franskra nútíma
kvikmyndamanna og nýtur meiri hylli
nú á tímum en snögg myndröðun Eisen-
steins.
A.ðferðir Eisensteins koma bezt
fram í þriðju mynd sem Listafélagið
sýnir, en það er sú fræga mynd Beití-
skipið Pótemkín (1924), næsta mynd
Eisensteins eftir Verkfall (Stahka, 1924)
Og sú sem varð honum til mestrar frægð-
ar. Honum til aðstoðar við þá mynda-
gerð var Gregorí Alexandroff, sá er
heimsótti ísland seinasta vetur og lof-
aði að ljúka Mexíkó-mynd Eisensteins,
sem hann þóttist hafa í hausnum og
skilja til fulls, þrátt fyrir samvinnuslit
hans við Eisenstein um þær mundir.
Hann kvaðst og hafa í höndum full-
komið handrit Eisensteins að myndinni,
þótt enginn hafi orðið var við slíkt fram
til þessa dags, en kannske tekst þessum
Eisensteinsbóhem að sýna eitthvað af
því sem Eisenstein ætlaði að skapa með
(þessarri mynd. Pótemkín stendur sem
eitt merkasta minnismerki um tækni
þöglu myndanna í klippingu og mynd-
röðun. Hún var m. a. kjörin bezta mynd
sem gerð hefur verið í heiminum, á
heimssýningunni í Briissel. Þrátt fyrir
tækni nútímans stendur Pótemkín enn
mjög hátt í kvikmyndagerðinni og ber
vitni um hugsanamátt Eisensteins og
kraft áróðursins, enda skipaði Göbbels
undirtyllum sínum að skapa þýzkan
Pótemkín, þótt aldrei tækist. En í þess-
ari mynd stóð Eisenstein með bylting-
unni og brá allri snilld sinni á leik, þótt
einstaklingshyggja hans ætti eftir að
stangast illilega á við hugmyndaklafa
kommúnismans, að undanskildum Alex-
ander Nevskí (1938), en í ívaná grimmn
(Ivan Grozní), sérstaklega seinni hlut-
anum, komu skoðanir hans og túlkun á
ívani grimma illilega við þá mynd er
Stalin og pótentátar hans vildu fá fram.
í fyrri hlutanum, sem var frumsýndur
í Moskvu 1945 og hlaut Stalín-verðlaun-
in, hélt Eisenstein þannig á málunum að
myndin hlaut náð fyrir augum flokksins.
Flest virtist í samræmi við leyfilega
tjáningarmáta og ívan sýndur sem hinn
máttugi valdhafi, gagntekinn af því að
sameina Rússland í voldugt ríki, með
sjálfan sig sem voldugt einingartákn.
En í seinni hlutanum snýr Eisenstein
sér að sálarstríði ívans, myndin verður
innhverf sáifræðileg rannsókn, lýsir
innri baráttu hans og sýnir að ívan er
ekki efst í huga að mynda ríkisheild
hennar einnar vegna, heldur vegna þess
að hann vill gera það sem honum finnst
horfa mest til heilla fyrir þjóð sína.
Myndin sýnir og sálarstríð hans og efa-
semdir, ótta við svik og grimmilegar
hefndarráðstafanir hans.
S einni hluti ívans grimma (lokið
1946) er fyrst og fremst persónuleg lífs-
tjáning Eisensteins og sýnir meira af
listamanninum sjálfum en nokkur önn-
ur mynd hans. Stíll hans frá Ftóemkín
er gjörbreyttur í þessari hans seinustu
mynd. í stað snöggra myndtengsla er
stíll hans orðinn hægur, myndsviðið og
uppbygging þess aðalatriðið. Hvert brot
úr myndinni er sem uppstilling er taka
mætti út úr filmunni og innramma á
vegg. Stórfengleiki myndanna og leik-
máti ofar raunveruleikanum, útreiknað-
ar hreyfingar og samleikur sviðs og
persóna var árangurinn af kenningu
Eisensteins um samruna (synthesis)
allra lista í kvikmyndinni. Seinni hlut-
inn var þó bannaður af Stalín. Eisenstein
fékk ekki að halda áfram með þriðja
hluta myndarinnar. Hann lézt skömmu
síðar. En Sovétvaldið leit ekki á listrænt
gildi myndarinnar í bannfæringu sinni,
né var undirstraumur hómósexúalisma
seinni hlutans ástæðan fyrir bannfær-
ingunni. Myndin féll bara ekki að þá-
verandi flokkslínu vegna þess að Eisen-
stein „vanrækti þjóðfélagslega hlið
ívans“. Meir en áratug síðar var ryk
fortíðarinnar loksins dustað af seinni
hluta ívams grimma og verk þessa marg-
beizlaða og mesta hugsuðar kvikmynd-
anna fékk að sjá dagsins ljós.
Dugbók herbergisþernu (Diary of a
Chambermaid), sem franski meistarinn
Jean Renoir gerði í Bandaríkjunum
1946, verður einnig sýnd í vetur. Hún
er gerð eftir sögu Octaves Mirabeaus.
Annað kvikmyndaséní hefur nýlega gert
mynd eftir sömu sögu, það er Luis
Bunuel, og verður fróðlegt að sjá og bera
myndir þeirra saman, þótt viðbúið sé
að Bunuel verði löngu moldaður þegar
mynd hans berst hingað. í stríðinu lagði
Renoir á flótta frá heimalandinu og
gerði nokkrar kvikmyndir í Bandaríkj-
unum. Þykir Dagbók herbergisþernu ein
sú bezta af þeim. Þar sem Bunuel virðist
nota sögu Mirabeaus í þjóðfélagsádeilu,
þá gerir Renoir góðlátlegt grín, á sinn
mannelska hátt, að ríkisfólkinu í 19. öld.
Með mynd Renoirs verða sýndar nokkr-
ar smámynöir, m. a. eftir frumkvöðla
kvikmyndanna, Lumiére-bræðurna. í
mótsögn við Meliés, sem átti ekki minni
þátt en þeir í sköpun kvikmyndanna,
en gaf hugmyndaflugi sínu lausan taum-
inn og skapaði ævintýralegan blekkinga-
heim kvikmyndanna, þá héldu Lumiére-
bræðurnir sig við jörðina og gerðu
raunsærri myndir, myndir úr raunveru-
leikanum, heimildarmyndir eins og
L’Arrivée d’un Train. Einnig verður
sýnd mynd eftir René Clair, Milliþáttur
(L’Entracte, 1924), en Clair mun skipa
sess meðal fremstu kvikmyndasmiða
Frakka, fyrir myndir eins og ítalski
stráhatturinn, Le Million og A Nous la
Liberté (Lifi frelsið) og fleiri, sem I
Ijóðrænu og satírisku formi sínu eru
meðal beztu mynda fyrirstríðsáranna.
Milliþáttur Clairs er nokkuð í anda
súrrealismans og sérstaklega þeirrar
stefnu sem nefnd var Cinéma pur, eða
hrein kvikmyndalist, þar sem öllum á-
hrifum frá öðrum listgreinum var varp-
að fyrir borð og lögð áherzla á það sem
kvikmyndin ein var fær um að skapa
umfram aðrar listir, sérlega hreyfinguna.
Bróðir Clairs, Henri Chomette, á hér
einnig mynd, sem kallast Hrein kvik-
niyndalist í fimm mínútur (Cinq Min-
utes de Cinéma pur), en Chomette gekk
miklu lengra í hreinræktun og súrreal-
isma kvikmyndanna og mun þetta vera
þekktust af fáum myndum hans, því
feriil hans varð miklu skemmri en
bróður hans.
S einasta myndin, sem Listafélag
Menntaskólans sýnir fyrir jól, er hin
þekkta japanska mynd Rashomon
(1951) eftir Akira Kurosawa. Sú mynd
opnaði Vesturlöndum dyrnar fyrir
japanskri kvikmyndalist. Myndin var
sýnd hér í Gamla bíói fyrir mörgum
árum, en síðan hefur fátt af japönskum
listaverkum kvikmyndanna sézt hér
nema þá í Laugarásbíói. Rashomon
fjallar um sannleikann, eða raunar um
afstæði sannleikans. Hún er frásögn af
atviki, sagt af ýmsum aðilum er voru
áhorfendur að því, en frásagnir þeirra
eru aldrei samhljóða. Áhorfandinn er
engu nær sannleikanum eftir að hafa
horft á myndun frásagnar hvers og eins
af atburðinum og fær ekkert svar við
spurningunni: „Hver segir sannleikann?“
Bandaríkjamaðurinn Martin Ritt (Hud
frændi) hefur nýlega lokið eftirgerð
þessarar myndar, The Outrage, og er það
Framhalii á hls. 11.
40. tbl. 1965
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS