Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Side 14
JÓL > i i i i ; 'i i i i I i i ! ! Eftir Steingerði Guðmundsdóttur Þau leiðu mistök urðu í síðustu Lesbók, að tvö síðustu erindin urðu viðskila við ljóð Steingerðar Guð- mundsdóttur, „Jól“, og er ljóðið því birt hér í heild aftur. Ungur sveinn og einföld jata öllum gleymd. Þjóðin mín er guði að glata í gullsins eymd. Heilög nótt í hlýjum ranni horfin er. Geysist um með gervimanni galdraher. Öllu sem er til skal tjalda! Tröllafans. Breka feðra börnin gjalda blind í dans. Etum — drekkum allt sem flýtur! Okkar skál! Aldinn þulur einskis nýtur. Allt er prjáL Stekkur engin straumi móti stillir f ör aldarfars, svo æskan hljóti önnur kjör? Nemum staðar. Stjarnan bjarta stafar milt — boðar frið í hóflaust hjarta heimanvillt. Sorgblítt — hljóður horfir yfir heimsins tál — hann sem elskar allt sem lifir allra sál. V'ISINDI Framhald af hls. 13. þannig aililt að 90 sinnum í hring. Samt er vatnsþörfin svo mi'kil að á mörgum stöðum er vatninu dœlt úr neðanjarðarlindum, sem stundum hef- ur tekið aildir að fylla, og er eýðslan oft miklu hraðari en náttúran getur fyl'lt þessa geyma aftur. Þar af leiðir, að vatns birgðir á þessum stöðum fara minnk- andi. Afsöltunaraðferðir gætu bætt svo úr vatnsskortinum á þessum svæðum, að hægt væri a'ð varðveita grunnvatn þeirra. Á öðrum stöðum, þar sem upp- sprettuvatn er nægilegt á venj uiegurn tímum, en miklir þurrkar geta komið, hvenær sem er, væri hægt að stofna vara-afsöltunarstöðvar, sem hægt væri að grípa til í neyð, á svipaðah hátt og toppsiöðvar eru notaðar við rafmagns- framleiðslu. Þó að kostna'ðurinn við afsaltað vatn sé enn of mikill til að geta keppt við grunnvatn, víðast hvar, hafa mörg dæmi, víðs vegar að, sýnt, að jafnvel núverandi afsöltunartæikni getur viíða um heim ver- ið mikids virði. Sem dæmi miá nefna, að í borginni Coalinga í Kaliforníu var dælt vatni frá fjarlægum lindurn með kostnaði, sem nam um 400 krónum á hvert þúsund gailóna. Borgin bygg'ði sjálf afsöltunar- stöð. Nú drekíka íbúamir afsaltað fersk- vatn úr sínum eigin lindum, fyrir aðeins um 60 kr. hvert þúsund gallóna. í sveitarfélaginu Buckieye í Arizona neyddist fólk til að drekka bragðvont vatn, sem innihélt 2000 hluta saits í hverjum milljón hliutum vatns. Þeir buðu út skuldabréfalán, ©em nam um 12 mil'lj. kr., til að koma upp afsöltunar stöð, sem gæti framleitt 650.000 gallóna ferskvatns á dag. Stöðin er nú starf- andi og hefur minmkað seltuna niður í 500 bluta á milljón, sem má teljast mjög viðuna'nilegt. Hagalagöar Fráfærur á ísafirði Margir höfðu ær, sem þeir færðu frá. Man ég ýmsar húsmæður, sem fóru með örlitlar fötur kvölds og morgna, upp í kvíar, þar sem nú stendur skrúðgarður ísfirðinga, hreyttu ærnar sínar þar og fengu þannig sauðamjólk fyrir heimili sín. Allmargir áttu geitur og sum heim- ili munu nær einvörðungu hafa notað geitamjólk. Geitur áttu, þegar þær- hömdust, að ganga með ánum, en kindasmali bæjarins annaðist hóp- inn og geymdi í nátthaga á nóttum. (J. Auð.: Æskuslóðir). í hæfilegan máta Sr. Hálfdan Einarsson vígðist að Kvennabrekku 1830 og var bar í 5 ár. Þar missti hann Álfheiði konu sína, sem hann syrgði mjög. Undi hann lítt í Dölunum eftir lát hennar, sótti um Brjánslæk og fékk veitingu fyrir honum 1835. Flutti hann þangað það sama vor bú sitt allt. Hafði þá Guð- rún Vernhargsdóttir, ekkja sr. Run- ólfs er þar var áður, ráðið öll sín hjú til handa honum og búið al'lt sem bezt hún kunni í hag fyrir hann, en kaus þar sjálfri sér húsmennsku og fékk hún það. Og er sr. Hálfdan sá, hve vel hún hafði umbúið fyrir hann, fékk hann ást til hennar og þýddist hún það í hæfilegan máta og kom þá svo, að þau giftust sumarið 1836 um fjallgangnaleytið og urðu góðar sam- farir þeirra. (Sighv. Gr. Borg). Langar að kyssa Langar mig að fara á fætur fallegar kyssa bændadætur, en það leyfist ekki mér. Læknirinn sagði: Liggðu Gísli, láttu af öllu kvennasýsli, annars batnar aldrei þér. Bílanýjungar „NýjungabílT, sem sýndur var á bílasýningunni í Chicago 1965, getur ef til vill gefið nokkra huigmynd um, hvert stefnir á þessu sviði. Með því að þrýsta á hnapp, má breyta bílnum úr lokuðum bíl í op- inn bíl. Þakið er allt úr gleri, að frátalinni miálmstöng eftir miðjunni, fjögurra til átta þumlunga brei'ðri. Þessi stöng er til stuðnings glerrúðunum í þak- inu, sem hægt er að láta hverfa nið- ur i bílinn. Glerið er ljósnæmt og dökknar eft- ir því sem birtan verður sterkari. Á drungalegum dögum og að nætur þeli verður það sjálfkrafa bjartara. Þessar breytranig verða á nokkrum sekúndum. Framsætin eru með sjálfvirkum höfuðstuðningi. Aftursætin eru hall- andi, eins og flugvélasæti, og hreyfast einnig á sjálfvirkan hátt. í bílnum er líka sjónvarpstæki, sem komfð er fyrir á brettinu, sem er far- þegans megin. Farþeginn getur séð á það og þeir, sem sitja í aftursætinu, en ökumaðurinn ekki. Milli framsætanna tveggja er skáp ur, sem kemur ofurlítið upp úr gólf- inu, þar sem farþegarnir geta talað í sima, lesið fyrir bréf eða tekið á móti viðskiptaorðsendingum af segul- bandi. Stjórntækin fyrir útvarp og sjónvarp eru á þessum skáp, sem hef ur auk þess inni að halda nestiskassa með bollum og hitabrúsa í. Mælaborðið gefur ökumanninum miklu fleiri upplýsingar en nú er Ihægt í nokkrum venjulegum bíl. í stað spegils, til að sjá í aftur fyrir sig í, er eins konar sjónvarpsskermur, sem gefur ökumanninum heildar- mynd af veginum aftur undan. Aðrir mælar sýna ökumanni elds- neytiseyðsluna við þennan hraða eða hinn, og hversu langt hefur verið ekið sfðan ferðin hófst. Þessi áhöld koma til viðbótar öllum hinum venju legu, sem sýna hraða, hitastig vélar- innar, olíuþrýstinginn, eldsneytis- magnið og galla á rafmagninu. Að utan er bíllinn með glitrandi málningu, sem breytist frá ljósrauðu í eirrautt, aJilt eftir því, hvernig ljós- íð skín á hana. Og glitrandi blær er á litnum frá gagnsæjum kristöllum, sem settir eru í miálninguna. Nýjungabíllinn var teiknaður og smíðaður af Ohrysler-Plymouiíh deild inni hjá Ohrysler-bílasmiðjunum. Ekki hefur fyrirtækið nein áform um áð framleiða svona bíl til sölu, hel'dur er verið að gera tilraunir með hin margvíslegu tæki til hugsanlegra nota í framtíðinni. Sumt af þeim útbúnaði, sem notað ur er í sýnishorninu á sýnimgunni, er enn á tilraunastigi, og ekiki til sölu. Simaviðtal Framhald af bls. 7. ir, en ég var alltaf á sjónum og vildi ekki sinna þessu. Ég kunni betur við sjómennskuna. En svo kom a'ð því, að ég fór í land eins og aðrir gamlir sjómenn, þá búinn að vera skipstjóri í 45 ár — á alls konar fleytum. — Og hafa orðið breytingar á blökkinni síðan þér byrjuðuð að fást við innflutninginn, sem raunverulegur umboðsmaður? — Já, þeir vinna stöðugt að endurbótum og lagfæringum. Ég hef alltaf staðið í sambandi við verksmiðjurnar síðan ég var fyrir vestan um árið og tók fyrstu blökkina með mér heim. Ég var eins konar ráðgjafi þeirra þótt ég hefði ekki um- boðið og annaðist ekki innflutn inginn. Þess vegna hef ég fylgzt með málinu frá upphafi. Fyrst voru þeir með 28 tommu blökk og hún var ekki jafn aflmikil og þær, sem við notum núna, enda vorum við þá með 45—50 faöma nætur hér heima. Nú eru þeir komnir með 90 faðma nætur og allt að 1.100 gramma blýþunga á faðm. Dráttarafl fyrstu blakk anna var 1300 kíló — nú eru þessar venjulegu blakkir með um þriggja tonna dráttarafl og 31 tommu hjól. Það nýjasta á þessu sviði fyrir utan þriggja hjóla samstæ’ðuna, sem þér nefnduð í upphafi, er 38 tommu blökk með 4—8 tonna dráttar- afli. Hún er á sérstaklega gerð- um armi, sem er 3,6 metrar að lengd og hann er hægt að hreyfa 130 gráður lárétt og 90 gráður lóðrétt. Þetta nýja hjól er þannig gert, að jafn auövelt er að draga litlar nætur sem stórar. Norðmenn eru komnir með 110 faðma djúpar síldar- nætur — og hér dýpka þær stöð ugt. — En þriggja hjóla samstæð- an? — Hún er ætluð stærstu skip- um, er örlítið dýrari. Hún hef- ur ekki veriö reynd hér á landi, en þeir setja hana í sina stærstu báta, Norðmennirnir. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - 40. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.