Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 8
Áð í eyðimörkinnL Mynd eftir David Roberts. ókunn svæði, baráttu við hitabeltissjúk- dóma, villimenn og torleiði frumskógar- ins, náðu þeir til Vatnalandsins og fundu Tanganiku og Viktoríuvatn. Illvígar deilur komu síðar upp meðal þeirra félaga. Speke fór heim á undan Burton, sem varð eftir í Kaíro, og rauf loforð sitt um að segja ekkert um ferðalagið fyrr en Burton kæmi. í stað þess eignaði hann sér heiðurinn af öllu saman og baðaði sig í frægðar- Ijóma þrátt fyrir nauðalitla hæfileika sem landkönnuður. Seinna hugðist Burton jafna reikningana við Speke og skoraði á hann til kappræðu á opin- berum vettvangi um fullyrðingar hans um árangur leiðangursins. En daginn sem kappræðan skyldi fara fram fórst Speke af byssuskoti, hvort þar var um sjálfsmorð að ræða eða voðaskot fékkst aldrei upplýst. Um þessar mundir gekk Burton að eiga unga og glæsilega konu af einni elztu aðalsætt Englands og auðvitað gegn vilja foreldra stúlkunnar, því þrátt fyrir frægð og frama var Burton heldur illa þokkaður meðal ærukærra Breta og auk þess illa stæður fjárhagslega. Foreldrar Isabellu Arundell hafa auk þess vel gert sér Ijóst að líf hennar myndi ekki verða neinn rósadans með Buiton. Það reyndist og svo en ísa- bella unni manni sínum og varð honum ómetanlegur förunautur til æviloka. Burton var auðvitað ekki á því að setj- ast í helgan stein en gerði sér ferð til Miormónabyggða Ameríku og ritaði eftir þá för bókina Borg dýrlinganna, sem varð hneykslunarhella samborgara hans vegna skoðana hins nýkvænta manns á fjöl'kvæni. B urton mun nú hafa ætlazt til þess að brezka utanríkismálaráðuneyt- ið léti sig njóta hæfileika sinna og af- reka og fengi honum lífvænlega stöðu þar sem hann gæti notað hina fjöl- breyttu þekkingu sína í þágu lands síns. En hlutskipti hans varð í fyrstu aðeins Mtilfjörleg konsúlsstaða í San Fernando Po, ey undan ströndum Vestur-Afríku, alræmdu pestarbæli, sem gekk undir nafninu „sendiráðsgröfin". Burton hat- aði staðinn en stóð sig vel í starfinu og var síðan fluttur til Brazilíu í betra starf, en óralangt frá þeim slóðum sem Burton hefði viljað starfa á. Hann bætti auð- vitað portúgölsku við málakunnáttu sína 40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og ferðaðist víða um ókunnar slóðir Suður-Ameríku, komst m.a. til Andes- fjalla. En hugur hans var bundinn Austur- löndum og öllum þeirra óleystu gátum. Að lokum brosti þó gæfan við Burton. Hann fékk vellaunað ræðismanns- embætti í sjálfri Damaskus, hinni eld- fornu Austurlandaborg, en um leið urðu stjórnarskipti í Englandi og Clarendon lávarður, sem tók við utanríkismálum var andstæðingur Burtons og beið að- eins færis að losna við hann. Nú tóku samt við tvö hamingjuár í lífi Burtons- hjóna. Bæði nutu í ríkum mæli hins fjöruga síbreytilega lífs Austurlanda, eyðimerk- urferðarlaga milli vinjanna, heimsókna til Arabahöfðingjanna í tjaldíbúðir þeirra, margra hverra gamalla kunn- ingja Burtons, sem þekkti líf þeirra og siði út í æsar. Þau eignuðust fjölda vina en einnig óvini. Burton fletti misk- unnarlaust ofan af okri Gyðinga sem flógu Ara’bana inn að skinni, oft með samþykkti tyrkneskra yfirvalda og enskra bankamanna og hann fyrirleit a£ öllu hjarta hina kristnu trúboða, hafði yndi af að hártoga kenningar þeirra og skopast að fáfræði þeirra. Andstæðingar hans biðu aðeins tæki- færis til að kalla hann heim. Það kom þegar Burton lenti í illdeilu við tyrk- neska landstjórann út af nýjum sér- trúarflokki, og árið 1871 eftir tveggja ára þjónustu var Burton kallaður heim. Þannig má segja að hafi lokið starfs- ferli Burtons í Austurlöndum, þessa mesta sérfræðings í málefnum Austur- landa, sem Bretar hafa átt, annan en AraJbíu-Lawrence. Burton hvarf heim jafnskjótt og hon- um barst fregnin um uppsögnina. Vinir hans meðal Arabanna gerðu uppþot og bandamenn þeirra hjóna heima í Lond- on gerðu hvert áhlaupið á fætur öðru á brezka utanríkisráðuneytið sem sá sig knúið til þess að gefa út skýrslu um málið. Sjálfur gerði Burton hvorki að hreyfa hönd né fót til þess að verja gerðir sínar. í þess stað tók hann til- boði nokkurra brezkra kaupsýslumanna um að fara til íslands og kynna sér þar brennisteinsnám og fleira þar að lút- andi. B urton ferðaðist um hér á landi sumarið 1872, fór víða um Suðurland og með skipi til Vesturlands. Ennfremur fór hann til Austurlands og þaðan til Mývatns. Þrem árum seinna kom út bók hans um þessa ferð. Þessi stóra bók, nær 800 síður, var gott dæmi um vinnuafköst þessa sér- kennilega manns. Til hennar hefur hann dregið geysimikinn fróðleik um sögu, þjóðerni, þjóðháttu, verzlun og við- Skipti landsmanna, svo og um náttúru landsins. Bók þessari mun hafa verið ísabella Burton ætlað að vera eins konar handbiók fyrir fróðleiksfúsa landa hans, sem hyggi á íslandsferð, „enda sé ísland að komast í tölu ferðamannalanda". Án efa gætir víða misskilnings og missagna hjá Burton, enda ber þess að gæta að hann fei þessa ferð hálfnauðugur, í atvinnu- skyni, eftir að nýbúið er að svipta hann því starfi sem hugur hans stóð til alla ævi og hann hafði ætíð stefnt að. Hann hefur margt á hornum sér og dregur óspart fram í dagsljósið það sem hon- um finnst miður fara eða hjárænulegt hjá íslendingum. Reyndar er ekki ófróð legt að kynna sér hvernig ísland 19. aldar kemur hámenntuðum Breta eins og Burton fyrir sjónir, heimsmannl og heimsveldissinna, sem hefur ferðazl við- ar en flestir aðrir, komizt í ótal mann- raunir og reynt og séð flest af heims- ins lystisemdum, •— ýmist dvalizt í menningar- og gleðisölum vestrænna og austrænna stórvelda eða kannað skuggadali mannlegrar eymdar. Satt að segja finnst honum til um fátt og er það kannski að vonum. Hin ógnþrungna Hekla, sem allir ferðamenn höfðu lýst með hrolli og skelfingu, þetta fordyri helvítis, var þá ekki annað en smáhæð, hreinasti dverg- ur hjá tindum Himalaja og Andes- fjalla. Geysir, — þetta líka veraldarund- ur. Burton nær sér í töflur yfir mæl- ingar á hæð gosanna og kemst ' að þeirri niðurstöðu að gos þessa fræga hvers jafnist að meðaltali við Grandes Eaux gosbrunnana í Versölum. Hann hæðist að lýsingum fyrri ferðamanna á Þingvöllum, því að þar sé ekkert að sjá og arabískir knapar myndu geta hleypt eftir hinum voðalega! reiðstíg Aknanna- gjár. Það er viðbúið að manni sem hafði ferðast um klungur Andesfja'lla, auðnir Arabíu og frumskóga Indlands og Af- ríku finnist fátt um lýsingar ferða- manna á háska ferðalaga um ísland „þar sem flestar ár eru um þrjú fet á dýpt og íerjur á hinum stærri“. Hann telur þó rétt að hafa með sér vopn á ferðalagi um Ódáðahraun, mest til þess að halda kjarki í hjátrúarfullum fylgd- armönnum, sem óttist útilegumenn. I slenzkir hestar, meðferð þeirra og hestamennska hér fá ósvikið að kenna á gagnrýni þess manns sem árum saman hafði dvalizt meðal Araba og kynnzt snilli þeirra í meðferð hesta og hrossa,- rækt. Honum finnst íslenzk reiðtygi ljót, ómannúðleg og óhentug, einkum „hæg- indastóllinn“ þ.e. kvensöðullinn gamli. Hann skopast að járningaraðferð ís- lendinga, enda tolli skeifan oft ekki nema daginn og hefur sérstaka andúð á því reiðlagi að berja fótastokkinn í sífellu. Hann telur íslenzka hestinn þróttlausan og úrkynjaðan vegna illr- ar meðferðar, enda sýni fornminjar að hér hafi bæði verið stærri og betri hest- ar í upphafi. Þess má geta hér að Burt- an var alla ævi mikill dýravinur, en þótti hrottafenginn í viðskiptum sínum við innfædda menn þar sem hann fór. Kossakveðjur landsbúa fara að sjálf- sögðu ekki fram hjá gestsauga hans, og aðeins einu sinni kveðst hann hafa öf- undazt yfir þeim sið fylgdarmanns sins að heilsa öllum með kossi. Sem fyrr greinir var Burton hér á vegum erlends námufélags að kynna sér brennisteinsvinnslu. Minnist hann á það í bók sinni að mesta nauðsyn sé að efla atvinnulíf landsmanna og mikill munur verði fyrir landsmenn ef hægt sé að útvega nokkrum himdruðum manna vinnu í námum hérlendis. Ofan í nám- um geti þeir unnið allan veturinn, en ekki muni annað tjóa en að hafa er- lenda verkstjóra til þess að knýja menn til starfa. Spánskt kemur lesand- anum fyrir sjónir að Burton kveður landsbúum fjölga á síðari árum um of og því beri nauðsyn til að greiða fyrir fólksútflutningi. Líklegt væri hollt fyrir sjálfsbii'gings- hátt íslendinga á öllum tímum að fá ein- hvern heimsmann eins og Burton til þess að sýna okkur jafnmikla hrein- skilni og hann gerði, þannig að við fengjum raunhæfa lýsingu á mati um- heimsins á okkur, hversu rétt og sann- gjarnt sem það annars yrði, í stað þesa að gína eins og fávís börn yfir skjalli kurteisra ferðamanna og atvinnustjórn- málamanna. Eftir þessa íslandsferð fer frægðarsól Burton að lækka á lofti enda fór heilsa hans að bila, svo oft sem hann hafði misboðið hinum sterkbyggða líkama sínum í svaðilferðum er hann var yngri. Honum var að lokum boðið konsúlsstarf —. —----- 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.