Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 26
Miles Davis nýtur óneitanlega mestrar virðingar allra þeirra, er leika nntíma-
jass. Hann hefur haft geysileg áhrif áalla trompetleikara. sem upp hafa komið
núna á síðari árum, og kvintett hans hefur þótt í sérflokki allra hljómsveita,
er leika nútíma-jass.
ist, að ungir jassistar virtust ekki mjög
áhugasamir um að feta þessa nýju slóð,
auk þess sem vinnuaðstaða þessara
manna, er léku þennan nýja jass, fóru
stöðugt versnandi. Gillespie og Parker
urðu að leysa upp hljómsveitir sínar og
leika inn á hljómplötur með strengja-
hljómsveit, en trommuleikarinn Max
Roach og trompetleikarinn Miles Davies,
sem báðir léku í hinum heimsfræga
kvintet Parkers 1947, voru atvinnulaus-
ir mánuð eftir mánuð. Auk þess varð
fjöldi annarra jassleikara að leggja
jassinn algjörlega á hilluna og leita fyr-
ir sér í öðrum atvinnugreinum. Það ríkti
því mikil öldulægð innan jassins, þegar
sjötti tugur aldarinnar hófst, en þó ekki
meiri en svo, að léttari og aðgengilegri
jass gat þrifizt. Og það var einmitt á
þessum grundvelli, sem „cool-jassinn“
sá dagsins ljós.
ar með héldu hvítir jassleikarar
innreið sína í nútíma-jassinn, en þeirra
goð og fyrirmynd var altósaxófónleik-
arinn Lester Young. Cool-jassinn notar
ýmislegt af nýjungum bop-jassins, en
frá sjónarhóli rýtmans er hann þó frá
tímabilinu áður en Parker kom fram.
Orðið cool merkir eiginlega kuldalega
eða svala músík og er gagnstætt orðinu
hot, sem merkir eiginlega miúsík, sem
svolítill töggur er í, og hafði hingað
til verið helzta einkenni jassins. „Cool“
var þó ekki neitt nýtt fyrirbrigði í jass-
inum, því að flest tímabil höfðu átt sína
cool-ista, og má þar nefna menn eins og
Bix Beiderbecke, Benny Carter, Teddy
Wiison já og svo auðvitað Lester Young.
En þetta var í fyrsta skipti sem þessi
stefna varð ríkjandi í jassinum.
Það er einkennilegt, að merkustu og
beztu hljómplötur cool-jassins eru frá
fyrstu árum hans, 1948-49, og jafnframt
er hann þar í mestum skyld'leika við
bop-jassinn. Allar veigamestu hljómplöt-
urnar af þessu tagi voru leiknar af níu
manna hljómsveit hljómplötufyrirtækis
eins sem Miles Davis stjórnaði. Þessar
hljómplötur sýna ljóst, hve mikla mögu-
leika meðalstórar hljómsveitir eiga 1
jassinum.
Þessar hljómplötur Miles Davis höfðu
mikil áhrif á aðra jassleikara, þar á
meðal píanóleikarann Lennie Tristano,
en um hann myndaðist allmikill hópur
jassleikara (skóli), og þar á meðal er
Lee Konitz, sem talinn hefur verið
fremsti altósaxófónleikarinn síðan
Charlie Parker leið. ÞS hafa þessar
hljómplötur einnig haft talsverða þýð-
ingu fyrir hlijómsveitarstjórana Woody
Herman og Stan Kenton, en hljómsveit-
ir þeirra hafa oftsinnis verið miðstöðvar
ungra efnilegra jassleikara, og má þar
m.a. nefna Stan Getz.
N
l'ew York hafði fra upphafi veri?
miðstöð nútíma-jassins, en um 1953
bregður svo við að áhugi almennings
fer að beinast að hópi ungra hvítra
'hljómlistarmanna, er höfðu safnazit sam-
an í Kaliforníu um trompetistan og út-
setjarann Shorty Rogers. Píanóleikarinn,
barýtónsaxófónleikarinn og útsetjarinn
Gerry Mulligan var einn þessara manna.
Hann kom frá New York, en stofnaði
1952 vesturstrandarkvartett, sem saman-
stóð af barýtónsaxófóni, trompet (seinna
básúnu), bassa og trommum. Hljómsveit
þessi varð brátt algert tízkufyrirbrigði,
sérstaklega vegna þess að Mulligan
gætti þess að bregða aldrei mjög langt
út af laglínunni í „impróvíseringunni“,
auk þess sem hljóðfærasamsetningiin
saxófónn og trompet, án píanós, var öðru
vísi en fólk átti almennt að venjast.
Það er mjög svo einkennandi fyrir
þessa tegund af jass, að þar nær dugnað-
urinn og öryggið yfirhendinni á kostn-
að hugrekkis og persónuleika jassleikar-
ans. Því verður ekki neitað, að jassinn
missti nokkuð af hinni miklu. lífsorku
Píanó- og saxófónleikarinn Gery Mulli-
gan er einn fremsti hvíti jassleikarinn
og nýtur óblandinnar virðingar meðal
svartra samherja sinna. Hann er einnig
einn af upphafsmönnum „vesturstrand-
ar-jassins“.
sinni með tilkomu cool-jassins, en nú,
á síðari árum hefur hann öðlazt hana
aftur eftir að neo-bopið kom fram á
sjónarsviðið.
N
X' eo-bopið er stefna, sem beint er
gegn cool-jassinum, og upphafsmenn
hennar eru nær eingöngu hörundsdökk-
ir New York-jassleikarar. Þeir skiptast
eiginlega í tvo hópa — í fyrri hópnum
eru menn, sem höfðu tekið þátt í fæð-
ingu be-bopsins, en í þeim síðari eru
nemendur þessara jassleikara. Þótt þessi
jass flokkist ekiki undir be-'bop, er hann
þó myndaður aif þvi, og margt mjög
áþekkt. Það sem er mjög einkennandi
fyrir þennan jass er að hann er oftast
leikinn af kvintettum með hljóðfæra-
skipunina: trompet, saxófónn, píanó,
bassi og trommur. Fyrstu hljómsveitirn-
ar, er léku þennan jass, komu fram
1954-55, og voru það Clifford Brown-
Max Roach-kvitnettinn og The Jazz
Messengers, en ári síðar stofnaði svo
Miles Davis kvintett sinn o-g lék þar
m.a. með honum tenórsaxófónleikarinn
John Coltrane og trommuleikarinn
Philly Joe Jones, en þessi hljómsveit
hefur verið talin hin veigamesta síðan
1947, að Charlie Parker stofnaði kvintett
sinn. Eins og áður segir, hefur jassinum
hlotnazt aftur sín fyrri reisn með þess-
arri nýju stefnu, enda hefur það sýnit
sig, að það hafa verið lærðustu og hæf-
ustu tónlistarmennirnir sem lagt hafa
hana fyrir sig.
Hvað framtíðin mun bera í skauti
sér, getur engin sagt um ennþá. Nýr
Armstrong eða Parker getur hæglega
breytt núverandi mynd jassins, en það
er engin ástæða til þess að óttast um
jassinn, því að hann stendur nú á svo
föstum grunni, að vart fær nokkuð tor-
timt honum úr þessu. Síðan neo-bopið
kom fram 1955, hafa engar umtalsverðar
breytingar orðið — ungir og efnilegir
tónlistarmenn hafa þó komið fram, sem
leitað hafa fyrir sér að nýjum tjáning-
arformum, og má þar fynst nefna saxó-
fónleikarana þrjá: Sonny Rollins, John
Coltrane og Ornette Coleman. Þeir
leggja allir mikið upp úr löngum „impró-
vísasjónum“ og leggja langt út frá lag-
línunni, og í sumum tilfellum er hún
jafnvel engin. Þessi miúsik hefur þó ekki
átt almennum vinsældum að fagna, þar
sem hún hljóðar í margra eyrum til-
viljunarkennd o,g án takmarks. Sömu
sögu er að segja um músík þá, sem
kallast ,,third stream“ og Gunther
Schuller og John Lewis eru forsvars-
menn fyrir. Þeir hafa gert tilraunir
með að sameina element sígildrar
tónlistar og jass, en yifirleitt ekki haft
gæfuna með sér, og er vart að ætla, að
henni verði skipaður nokkur sess í sögu
jassins.
sjá, að það nær ekki neinni átt að
segja að Þorvaldur hafi numið land að
Dröngum 950 og „búið þar alla ævi“,
því að hann er þá látinn og annar mað-
ur tekinn við jörðinni. Ólafur Eyvind-
arson bjó síðan á Dröngum langa ævi
og er hans getið þar við og við allt
fram yfir kristnitöku. Hans er getið í
bardaganum hjá Rifskerjum, því að
þar varð hann banamaður Ófeigs Ön-
undarsonar, og segir í Grettlu að hann
hafi þá búið á Dröngum. í Tímatali er
gert ráð fyrir að bardagi þessi hafi ver-
ið 940, en það getur varla verið rétt
að Ólafur hafi þá verið kominn að
Dröngum. Annars segir í Grettlu í satn-
bandi við þenna bardaga:
sem annálar telja 965, en Tímatal um
990. Þessi skakki um aldur hins borg-
firzka höfðingja veldur miklum rugl-
ingi í Tímatali.
58 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
„Þann tíma kom hallæri svo mikið á
Islandi, að ekki hefir jafn mikið kom-
ið.......Þorkell máni hafði þá lög-
sögu“.
Þessa mikla hallæris er getið í Skarðs-
árbók og annálum og hófst það 975,
sama árið sem Haraldur konungur grá-
feldur féll. Hér skal ekki reynt að
greiða úr þessari tímaskekkju^ en að-
eins bent á það, að 975 bjó Ölafur á
Dröngum, og þá var Þorkell máni lög-
sögumaður (970-984).
Enginn ber brigður á að Þorvaldur
Ásvaldsson hafi numið Drangaland og
búið á Dröngum alla ævi. Hann and-
ast rétt fyrir 950, og eftir fráfall hans
„réðst Eiríkur norðan og ruddi land
í Haukadal og bjó á Eiríksstöðum hjá
Vatnshorni.“ Tæplega mun þetta hafa
gerzt þegar eftir dauða Þorvalds, og
Eiríkur hefir ekki kvænzt Þórhildi fyrr
en allmörgum árum síðar, ef nokkuð
má ráða af aldri sona þeirra, Þorvalds,
Þorsteins og Leifs. Gæti vel verið að
Eiríkur hefði farið í siglingar eftir lát
föður síns, þótt þess sé hvergi getið.
Ungir og efnilegir íslendingar réðust
þá gjarna í siglingar, bæði til þess að
leita sér fjár og frama, og eins til þess
að læra sjómennsku á hafskipum og
siglingafræði þeirra tíma. Og það ber
einnig vott um að Eiríkur hafi treyst
siglingafræði sinni, er hann leggur á
stað í landaleit 981. Þá hefir hann verið
um fimmtugt. Þess er hvergi getið hve
lengi hann bjó á Eiríksstöðum hjá
Vatnshomi, en þar hafa allir synir hans
fæðzt, og Þorvaldur sennilega elztur,
þar sem hann erfir nafn afa síns.
IV iðurstöður þessara athugana
verða þá þessar:
1. „Þeir feðgar" Ásvaldur Úlfsson og
Þorvaldur sonur hans fara af Jaðri fyr-
ir vígasakir um 890 og nema Dranga-
land á Ströndum. Þá er Þorvaldur enn
ungur að aldri. Hann býr síðan á Dröng
um „alla ævi“, eða fram undir 950.
2. Það væri með öllu óskiljanlegt, að
Drangaland hefði verið ónumið fram
um 950, þegar á það er litið, hve
snemma Strandir byggðust. Og eftir 950
er þar ekki rúm fyrir neinn landnáms-
mann, því að þá er Ólafur sonur land-
námsmannsins í Eyvindarfirði farinn að
búa þar og býr þar um rúmlega hálfa
öld. Þorvaldur hlýtur því að hafa verið
þar á undan honum.
3. Eiríkur rauði hlýtur að vera fædd-
ur á Dröngum, líklega um 930, eða
litlu fyrr. Hann hefir því verið rúmlega
fimmtugur er hann fór að leita Gunn-
bjarnarskerja. Og rúmlega sjötugur er
hann andaðist á Grænlandi.
-------------------- 24. desember 1965