Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 5
Franz Kafka er á meðal þeirra evrópskra rithöf- unda, sem framar öðrum hefur gætt í heimi bókmenntanna eftir síðustu heimsstyrjöld. Þrátt fyrir það hafði skáldið þá dáið áratugum áður og hvorki verið þekkt í lifanda lífi né lengi þar á eftir. Það er fyrst að heimsstyrjöldinni lokinni, að verk Kafka í heild verða almennt kunn og hljóta viðurkenningu sem ein- hverjar hinar markverðustu og mik- ilfenglegustu bókmenntir þessarar aldar. Hér á landi virðist Kafka fremur lítt kunnur og mjög lítið hef- ur verið þýtt eftir hann á íslenzku. Er það þeim mun undarlegra sem íslendingar hafa yfirleitt verið opnir fyrir hókmenntaáhrifum úr flestum áttum og gjarnan verið tízkusinnaðir í þeim efnum. Franz Kafka fæddist 3. júlí 1883 í Prag, höfuðborg Tékkóslóvakíu, sem þá var hluti hins austurríska keisara- dæmis. Foreldrar hans voru Gyðingar, en af mjög mismunandi bergi brotnir. Faðirinn, Hermann Kafka, var af fá- tækum tékkneskum Gyðingaættum frá sveitahéraði, og hafði sjálfur rutt sér braut úr ömurlegri örbirgð, unz hann varð vel efnaður stórkaupmaður. Móð- irin, Julie fædd Löwy, tilheyrði hins- vegar hinni menntuðu og efnuðu borg- erastétt Gyðinga í Prag, sem talaði þýzku. Þessi mismunur á uppruna for- eidranna virðist hafa farið saman í syni iþeirra Franz. Það kemur m. a. fram í því, að hann talaði og skrifaði tékk- nesku nær lýtalaust, enda þótt þýzka væri töluð á heimili hans. Alla ævi leit hann á Prag sem nærri því hluta af ejálfum sér, þrátt fyrir ótvíræðan vilja ti’ þess að slíta sig þaðan lausan hvað eftir annað. Hið sérstæða lífsviðhorf Franz Kafka, eem svo mjög kemur fram í skáldskap hans síðar í lífinu, á ekki sízt rót sína eð rekja til kaldranalegs uppeldis á heimili hans, sem faðirinn virðist hafa átt mestan þátt í. Hermann Kafka var maður harðgeðja, hrottafenginn og til- litslaus, sem komizt hafði áfram fyrir eigin óbilgirni og seiglu. Hann mat fólk eftir efnum þess og stöðu í þjóðfélags- etiganum, og því miðaði hann alla menntun sonar síns við það að gera hann að gjaldgengum meðlimi hinnar þýzkumælandi yfirstéttar í Prag. Dagleg afskipti Hermanns Kafka af eyni sínum, Franz, munu þó ekki hafa verið mikil og aðallega fólgin í skipun- um og ávítunum. Móðirin, sem var ólíkt nærgætnari við börn sín, gat hinsvegar lítið sinnt syni þeirra, því að mestur timi hennar fór í að aðstoða eiginmann- inn við verzlunarstörf hans á daginn og 6pila við hann á kvöldin. Uppeldi sonar þeirra var því að miklu leyti í höndum þjónustukvennanna á heimilinu. Það kemur hvað eftir annað fram hjá Franz Kafka síðar í lífi hans, bæði í dagbók- um, sem varðveitzt hafa, samtölum hans við vini og kunningja og þá ekki sízt í frægu bréfi hans til föður síns (bréfið var aldrei sent), að hann hafi skynjað heimili sitt í bernsku sem óskynjanlega veröld, þar sem ríkt hafi dularfull og torræð lög óskeikulla og fjandsamlegra máttarvalda. Afleiðingin varð sú, að hann varð feiminn og óöruggur og einangraðist inni í eigin hugarheimi. Samkvæmt vilja föðurins gekk sonur hans í þýzkan barnaskóla og síðar í þýzkan menntaskóla. Var þetta föður hans mikið kappsmál, því að þaðan komu hinir verðandi embættismenn ríkisins. Hvorki uppeldi né nám Franz Kafka virðist hafa verið til þess fallið að vekja og efla ímyndunarafl hans, en furðulegt og allt að því einstætt ímynd- unarafl er einmitt mjög áberandi í skáldskap hans. Kafka .-eyndist ágætur námsmaður í skóla, en jafnframt námsefni sínu þar las hann mikið af öðrum bókum. Aðeins 15—16 ára gamall tók hann til að lesa verk Spinoza, Darwins og Nietzsches, og á menntaskólaárunum kynnti hann sér ennfremur ýmsar andlegar stefnur, sem þá voru að ryðja sér til rúms. Trúarlegu uppeldi var ekki fyrir að fara á heimili foreldra hans og hin israelska trúfræðsla, sem hann hlaut í skóla, var fyrst og fremst þurr boðorðakennsla. Samt er trúarleg viðleitni hvað ríkasti þátturinn í skáldskap Kafka. Að stúdentsprófi loknu 1901 vildi hann leggja stund á heimspeki en mætti þar ákafri andstöðu föður síns. í þess stað byrjaði hann í efnafræði, en skipti um námsgrein að tveim vikum liðnum og tók að lesa lögfræði, sem var einmitt í samræmi við vilja föður hans. Áhugi hans á lögfræði var þó mjög af skom- um skammti og síðara námsmisserið breytti hann enn um og las þýzku og þýzkar bókmenntir. Síðan sneri hann sér aftur að lögfræði og lauk doktors- prófi í þeirri grein 1906. Næsta ár var hann nemi við lögfræðistörf, starfaði þar á eftir um stutt skeið hjá einka- fyrirtæki, en byrjaði síðan að vinna hjá hálfopinberu tryggingarfyrirtæki í júlí- lok 1908. Hjá þessu fyrirtæki, sem nefndist „Arbeiter-Unfallversicherungs- anstalt“, starfaði hann sem lögfræði- legur ráðunautur og þar vann harm a&a ævi siðan á meðan heilsa entist. Skáldskapur Franz Kafka felur 1 sér fullkomna byltingu í hugsun og sköpun gagnvart 19. öldinni. Uppvaxtar- ár hans ná yfir síðustu áratugi 19. aldar. Þá var tímabil friðar og þjóðfélagslegrar reglu í Evrópu, sem stóð að mestu óslit- ið fram til 1914, er heimstyrjöldin síðari skall á. En undir kyrru yfirborði gerjaði og sauð. Á þessu tímabili fór fram end- urmat fyrri viðhorfa og skoðana gagn- vart trúarbrögðum, þjóðfélagi og listum Það sem áður var fullkomið og algilt talið, var nú vegið og léttvægt fundið. Ekkert var algilt lengur nema þá helzt ^ afstæðnin, sem verður ráðandi viðhorf hinnar nýju aldar. Hamslaus leit að nýju tjáningarformi í bókmenntum og listum er að hefjast, leit sem stendur í al- gleymingi enn í dag. Á þessum tímamótum var Kafka stadduE. Hann stóð frammi fyrir knýj- andi nauðsyn 20. aldarinnar á nýju tjáningarformi sem nota mætti til þess að opinbera hið áður dulda og óþekkta í mannlegri vitund og skynjun, sem er einkenni allrar sannrar listar. Kafka hefur tekizt að leysa þetta vandamál betur en flestum öðrum skáld- um 20. aldarinnar. Skáldskapur hans er með afbrigðum frumlegur. Samkenni hans er, að Kafka bregður upp tveimur heimum, sem hvor um sig er hinum ólíkur. Þessir tveir heimar eru einnig hvor öðrum óskiljanlegur og allar til- raunir til þess að skapa samband á milli þeirra reynast árangurslausar. Þeir tala hvor fram hjá hinum. Um- gjörðin um þá báða er hins vegar hin sama. Persónurnar í þeim báðum lifa innan sama umhverfis og það er ekkert sem aðskilur þær í rúmi, heldur óendan- leg fjarlægð í hugsun. Annars vegar er hin hversdagslega veröld, sem nútímamaðurinn hrærist í, er bundinn af en um leið öruggur í, og þar sem hann telur sig hafa flest ráð yfir umhverfi sínu. Hins vegar er ósýni- leg veröld, sem hvílir yfir öllu og enginn nær til. Þaðan berast boð og fyxirmæli, sem ógerlegt er að skilja. I örvæntingu sinni reynir maðurinn allt til þess að finna leið til þessara máttarvalda, sem hann finnur a'ð ráða öllum örlögum hans, en árangurslaust. Að lokum bindur dauðinn enda á allt, en maðurinn reynist jafn fjarri takmarkinu og áður, en það er að finna tilgang með lífinu. Leiðin að takmarkinu er samt til, á því er enginn vafi. Við förum bara alltaf fram- hjá því og finnum það aldrei. Verk Kafka eru ekki mjög mikil að vöxtum. Þau ná yfir þrjár skáldsög- ur, sem eru kjarni þeirra, en einnig er þar að finna nokkrar smærri sögur og hugleiðingar eða uppdrætti í óbundnu máli. Hér fer á eftir stutt lýsing á verk- um Kafka. „Málsóknin“ (Der Prozess) er senni- lega þekktust af skáldsögum Kafka. Hún segir frá ungum starfsmanni í banka, Josef K., sem vaknar upp við það einn morguninn, að hann er tekinn fastur. En hann fær aldrei að vita ástæðuna fyrir handtöku sinni og fyrir hvað hann er ákærður. Hann fær ekki einu sinni að vita hverjir dómararnir eru. Allar tilraunir hans til þess að fá einhverja vitneskju í þessa átt reynast árangurslausar. Honum er vísað á bug með allskonar furðulegum fyrirslætti og útúrsnúningum af hálfu margflókins og ofurþungs skrifstofubákns. Að lokum er hann dæmdur til dauða og fluttur til aftöku, en eftir sem áður fær hann ekki að vita, hvað hann var ákærður fyrir. Þetta er kynngimögnuð saga. Josef K. er samnefnari einstaklingsins í nútíma- þjóðfélagi. Allar tilraunir hans til þess Eftir Magríús Sigurðsson Franz Kafka. Myndin er frá árinu 1914 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1965 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.