Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 23
fylli af höfrum — og hins vegar gæti
þunghlaðinn vagninn, fyrir augnabliks
stanz, tekið að renna aftur á bak undan
brekkunni, og ef til vill dregið hesta
og hestasvein með sér niður í djúpið
— er það þá grimmúðlegt af hestasvein-
inum að láta höggin dynja ægilega —
miklu ægilegar en hann hafði nokkru
sinni hugsað sér að slá þessa hesta, sem
honum þótti eins vænt um og sjáaldur
augna sinna — er það grimmilegt eða
ástúðlegt? Er það grimmúðlegt að vera
grimmur (ef þú vilt segja sem svo),
þegar það er skilyrðislaust hið eina, sem
bjargað getur frá tortímingu og hjálpað
til lífs. Þannig er því farið að deyja
frá veröldinni.
Svo kemur hinn lífgefandi Andi, til-
heyrandi minn. Hvenær? Jú, þegar þetta
ei afstaðið, þegar þú ert dáinn frá heim-
inum, eins og segir: Ef vér erum með
Kristi dánir, þá munum vér og með
honum lifa — en það má einnig orða
þannig: Ef vér eigum að lifa með hon-
um, verðum vér að deyja með honum.
Fyrst er dauðinn, svo lífið. En hvenær?
Jú, þegar hið fyrra hefur átt sér stað,
því koma hins lífgefandi Anda er sama
sem koma „huggarans“, sem Kristur heit-
ir sínum lærisveinum. Hvenær kemur
huggarinn? Hann kemur þegar allt hið
hræðilega, sem Kristur fyrirfram sagði
um sitt líf, er áður komið, og sömuleið-
is það hræðilega, sem hann sagði fyrir-
fram um lif lærisveinanna — þá kemur
huggarinn. Hvort hann kemur einmitt
é samri stundu, er ekki sagt; aðeins
segir að það verði þegar þessi dauði frá
veröldinni er um garð genginn. Þannig
er farið komu hins lífgefandi Anda.
En hann kemur og veldur ekki von-
brigðum með því að láta sig vanta.
Kom hann ekki til postulanna, lét hann
þá verða fyrir vonbrigðum? Kom hann
ekki síðar til sanntrúaðra manna? Olli
hann þeim vonbrigðum eSa stóð á hon-
um? Nei, hann kemur og ber með sér
ávexti Andans, lif og anda.
Hann kemur með trú, „trúin“ er
þá fyrst í strangasta skilningi trú — það
er gjöf Heilags anda — eftir að dauð-
inn hefur á milli gengið. Vér menn er-
Um ekki sérlega nákvæmir með orð, vér
tölum oft um trú, án þess að fyrir hendi
6é trú í ströngum kristilegum skilningL
Sterkari eða veikari trúarhneigð er sér-
hverjum manni meðfædd, því sterkari
cg lífskröftugri sem hún er, því leng-
ur getur hún staðið gegn andspyrnu. Og
þessi útheldni, þetta lífsglaða traust á
inanni sjálfum, á veröldinni, mönnun-
«m, meðal annars einnig á Guði, nefn-
um vér svo trú. En þetta er ekki í
etröngum kristilegum skilningi. Trú er
endstæð skilningi; trú er hinum megin
við dauðann. Og þegar þú dóst eða dóst
frá sjálfum þér og veröldinni, þá dóst
þú einnig frá allri tiltrúarhneigð á sjálf-
um þér, einnig frá skilningi þínum. Það
er þegar allt traust á sjálfum þér eða
É mannlegri hjálp, einnig trúhneigð þín
á Guði — þegar allur sennileiki er
elokknaður, þegar sortinn er orðinn eins
og um niðdimma nótt (því það er dauð-
inn, sem vér segjum frá) — þá kemur
hinn lífgefandi Andi með trúna. Þessi
trú er sterkari veröld allri; hún felur
í sér öfl eilífðarinnar, hún er gjöf And-
ens frá Guði, hún er sigur þinn yfir
heiminum, og í henni vinnur þú meir
en sigur.
Og Andinn kemur því næst með von-
Ina, í strangasta skilningi, von sem er
gegn von. Það er sem sé frá náttúrunn-
nr hendi einhver von í sérhverjum
manni. Hún kann að vera með meira
lífsþrótti í einum en öðrum, en í dauð-
*mum (þ.e. þegar þú deyrð frá veröld-
inni), þá deyr sérhver von af þeirri gerð
cg umbreytist í vonleysi. Inn í þessa
vonleysisnótt — því að það er dauð-
inn, sem vér segjum frá — kemur hinn
iífgefandi Andi og veitir von, von eilífð-
erinnar. Hún er gegn (annarri) von, því
®ftir eyðingu hinnar einbert eðlilegu
vonar var ekki eftir nein von. Þess
24. desember 1965 ---------------------
vegna er þessi von gegn von. Skyn-
semin segir: „Nei, hér er engin von.“
Nú ert þú dáinn frá skynsemi þinni,
og að svo miklu leyti sem svo er, þeg-
ir hún; en fái hún aftur að taka til
máls, mun hún strax halda áfram, þar
sem hún lauk máli sínu: „Hér er engin
von“ — og hún mun hæðast að þessari
nýju von, Andans gjöf, eins og þeir
skýru og skynsömu menn, sem saman
voru komnir á Hvítasunnuhátíðinni
„Það er alveg rétt, það er ekki til nein
von; og ég tel það mjög mikilvægt að
þar við sé fast haldið, því að einmitt
út frá þessu sanna ég, Andinn, að til er
von: Von gegn von.“ Getur þú nokkuð
meira heimtað, getur þú hugsað þér
nokkra meðferð, sem betur sé miðuð
einmitt við þitt ástand í þjáningunni?
Þú færð að vita að þitt mál er rétt, það
er engin von; og þér verður hlíft við öllu
þessu bulli, öllum þessum venjulegu
höfðu postulana að háði og sögðu; „Þeir
eru drukknir af nýju víni“. Þannig mun
skynsemin skopast að þér og segja við
þig: „Þú hlýtur að hafa verið drukk-
inn í það sinn sem þú gazt látið þér
þvílíkt til hugar koma; að minnsta kosti
hlýtur þú að hafa verið frá vitinu“. Og
það stendur engum nær en skynseminni
að vita þetta, því að deyja frá heimin-
um er jafnframt að deyja frá skynsem-
inni. Og von hins lífgefandi Anda stend-
ur gegn von skynseminnar.
Það er ástæða til að örvænta út af
því að engin von er til, segir skynsem-
in, og það getur maður vel skilið. En
að til skuli vera ný von, handan ör-
væntingarinnar, já, vonin sjálf — svo
framarlega sem ég heiti Skynsemi, þá
er það óðs manns æði. En Andinn, sem
gefur líf — sem skynsemin gerir ekki
— segir og vitnar: „Vonin“ er gegn von.
Og þú, sem ef til vill hefur barizt á-
rangurslaust, allt fram i örvæntingu, til
þess að finna von — er ekki svo að þú
haldir þrjózkulega fast við að geta gert
það hverjum manni lifandi ljóst, jafn-
vel hinum heimskasta, að fyrir þig sé
ekki til nein von, og það er ef til vill
einmitt þetta, sem gerir þig bitran, að
einhver mælir á móti þér.
IV ú, gerðu þá Andann að trúnaðar-
vini og hann fellst þegar á þitt mál:
huggunartilraunum, og þér leyfist —
og þér verður gott af því — að verða
heilsusamlega veikur og vera í friði
fyrir öllum skottulæknum. Þér leyfist —
og það bindur enda á þjáningu og kyrrir
kvíðann, — að snúa þér á hina hliðina
til að deyja, laus við óheillavænlega
læknismeðferð þeirra, sem ekki geta
gefið nýtt líf, en strita þrautpíndir við
að halda í þér líftórunni eða hindra þig
í að deyja frá veröldinni. Og þar að
auki fær þú von, sem er andstæð (allri
annarri) von, gjöf Andans!
Og síðast, en ekki sízt, ber Andinn
einnig með sér kærleikann. Það verður
aldrei nógu oft ítrekað né nógu greini-
lega sagt að það, sem vér menn lofum
hástöfum undir heiti kærleikans, er
eiginkærleiki; en þegar vér tökum ekki
eftir þessu, þá rangsnýst gjörvallur
kristindómurinn fyrir oss.
Það er þá fyrst þegar þú ert dáinn
frá eigingirninni í þér, og þar með frá
veröldinni, svo að þú elskar ekki heim-
inn, ekki heldur þá hluti, sem í heim-
inum eru, og elskar heldur ekki neinn
mann í eigingjörnum tilgangi — þá fyrst
er um að ræða kærleika, sem er kristi-
legur. Samkvæmt venjulegum mannleg-
um skilningi vorum stendur kærleikur-
inn í beinu sambandi Við eðli vort.
Þess vegna teljum vér það eins og vera
ber að hann sé sterkastur á yngri ár-
um, meðan hjartað býr að öllum sínum
eðlilega varma og hrifningu, opnar slg
öðrum í einlægni og hallast að öðrum í
einlægni. Þá finnum vér það einnig —
þótt ekki sé það eins og vera ætti — að
venjulega fer á þá lund, jafnóðum og
maður eldist, að hann hneigist síður en
áður að öðrum mönnum, en einangrast
fremur, opnar sig ekki svo sem fyrrum
til viðtöku, treystir ekki öðrum eins og
áður, — enda útskýrum vér þetta sem
raunalega afleiðingu af raunalegri
reynslu. Æ, segjum vér, af því að æsk-
unnar elskandi hjarta, einnig vorrar eig-
in, sem opnaði sig, treysti öðrum fylli-
lega, það varð fyrir vonbrigðum, svo
mörgum og svo bitrum. Út frá biturri
reynslu varð ég að kynnast mönnum
frá allt annarri hlið — og þess vegna
■— það var þess vegna — að nokkuð
af kærleikanum í brjósti mínu kulnaði
út.
V inur minn, hvernig heldur þú að
postularnir hafi lært að þekkja menn-
ina, heldur þú, út frá kostahlið þeirra?
Hafi nokkrir menn haft rétt fyrir sér
með því að segja: „Ég hef kynnzt mönn-
unum á þann hátt að ég veit að þeir
verðskulda ekki að vera elskaðir", þá
voru það sannarlega postular Krists! Og
þetta er það, sem gerir menn bitra.
Það er svo eðlileg ósk að geta fundið
eitthvað hjá mönnum, sem maður get-
ur elskað, og skilyrðin eru aðgengileg,
þegar það, sem maður leitar að, er ekki
annarra eða eingöngu annarra heill. Að
hitta ekki neitt því líkt fyrir eða finna
það, sem þveröfugt er, og finna jafn mik-
ið af því og postularnir fundu, það get-
ur dregið mann til dauða. Og svo fór
einnig um postulana í vissum skilningi:
Þeir dóu; allt varð dimmt kringum þá
þegar þeir höfðu orðið fyrir þeirri ægi-
legu reynslu að kærleikann elska menn
ekki, heldur er hann hataður, hæddur,
smáður, krossfestur í þessum heimi, og
jafnvel krossfestur meðan hið dæmandi
réttlæti þvær rólega hendur sínar, en
lýðurinn með hárri raustu greiðir ræn-
ingjanum atkvæði sitt.
Þá hafa þeir ef til vill svarið þessari
vondu veröld eilífan fjandskap? Ó já,
í vissum skilningi, því kærleikur til
Guðs er hatur til veraldarinnar. En að
öðru leyti nei og aftur nei. Með því að
elska Guð til þess að geta staðið stöð-
ugir í kærleika, sameinuðu þeir sig
Guði í því að elska þessa kærleikslausu
veröld — hinn lífgefandi Andi gaf þeim
kærleikann.
Og svo tóku postularnir þá ákvörðun,
í líkingu við fyrirmynd sína, að elska,
að líða, að þola allt, að fórna sér til að
frelsa kærleiksvana veröld. Og það er
kærleikur.
Þessar gjafir veitti hinn lífgefandi
Andi postulunum á hvítasunnudag. Að
Andinn veiti einnig oss sams konar gjaf-
ir, á því er mikil þörf á þessum tímum.
Úr „Til selvprövelse" 1851.
(Hovedverker av den kr. litt.
XII. bls. 170 nn.)
Jóhann Hannesson
þýddi.
Dreptu ekki meira en þú þarft.
Saga er til um það, að prestur (sr.
Björn Halldórsson í Laufási) hafi
eitt sinn séð Jóhannes bónda á Nolli,
fátækan barnamann, skjóta fugl úti á
firðinum. Presti var að vonum sárt
um æðarfuglinn, söðlaði því hest sinn,
mætti Jóhannesi i landtökunni og
mælti: „Sæll vertu nú Jóhannes minn
og dreptu nú svo lítið af æðarfugl-
inum sem þú kemst af með. Og vertu 1
nú sæll.“
(Saga Einars Ásmundssonar).
I
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55