Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 30
láta sér detta í hug, hvernig hitastig hefur verið í þessum skógum, og meðal- árshiti verið mjög miklu hærri en þarna er í dag. Sama beykitegund og þessi úr Selár- dal er vel kunn úr japönskum jarðlög- um. Tegundin hefur lifað þar austur frá á pliósena-tímanum, eða um svipað leyti og elzti hluti Tjörneslaganna var að hlaðast upp. Bn Jóhannes Askelsson taldi íslenzka beykið eldra en það jap- anska, svo miklu eldra, að það gæti ver- ið ættmóðir þess. Annað blaðfar er einnig allalgengt í Þónshlíðarfjalli, en það er af humal- be.yki, með allt að 12 em. löngum blöð- um, sem nú vex beggja vegna Atlants- hafs. Þarna finnst líka hikorítré og piatanviður. — Kastaniublöð hafa skilið eftir sig skýr og sérkennileg blaðför. Þá hafa þarna lifað stórvaxin eikitré. Aft- ur á móti hafa lauf af hlyn fundist hjá Brjánslæk og Tröllatungu í Steingríms- firði. í Þórishlíðarfjalli finnst líka lár- viður, og hefði gott verið að sæma ýmsa lárviðarsveig með innlendri framleiðslu á þeim tíma. Barrtré hafa einnig verið í flóru surt- arbrandsskeiðsins, en botngróður hefur haít elftingu á að skipa, og finnast för efrir hana í Þórishlíð, og er íslenzka eskið lifandi eftirmynd hennar. Og svo kemur þá rúsínan í pylsuendanum um þennan fornskóg í Þórishlíðarfjalli, og snertir mjög þann, sem þessar línur ntar. Vínviðurinn í Þórishliðarfjalli. Svc sem fram kemur í Ágripi af jarð- fræði, eftir Guðmund Bárðarson, þann mikla náttúrufræðing, telur Oswald Iífcf.-r, svissneski jarðfræðingurinn, sig hafa fundið blaðför af vínvið í steingerf- ingasöfnum frá Brjánslæk. Það var fyrir löngu, sem Oswald Heer komst að þess- ari n'ðurstöðu (1868), en síðan var efast um þessa ákvörðun hans. Víkur nú sögunni til þess tíma, sem ég kom með safn mitt af steingerfingum frá Þórishlíðarfjalli suður til Reykja- víkur. Eitt blaðfaranna gekk mér erfið- lega að þekkja, og fór því með það á fund kennara míns, Jóhannesar Áskels- sonar og bað hann aðstoðar við að á- kvarða það. Taldi hann i fyrstu, að þetta væri blaðfar af Túlipanvið, — sem í sjálfu sér var mikill fu-ndur. Tveimur árum síðar kom ég aftur með steininn til Jóhannesar Hafði hann í millitíðinni rannsakað mjög safn sitt úr Selárdal, og segir nú, . að sennilega sé þetta allt önnur tegund, líklega vínviður. Fær hann steininn lán- aðan hjá mér til frekari ákvörðunar. Við hittumst nær daglega, því að hann var raunar alltaf aðalkennari minn í jarðfræði. Skömmu síðar segir hann mér, að hér sé sennilega kominn í leitirnar fyrsti vínviðurinn, og biður mig leyfis, að fá að kijúfa steininn og fara með hann til Skotlands til enn frekari ákvörðunar 62 lesbók morgunblaðsins og samanburðar, en hann var um þessar mundir á förum þangað til framhalds- náms í steingerfingafræðum. Fúslega veitti ég honum þetta leyfi. Aiiitlvaragreinin 1946 Reyndist svo, að þarna var um vínvið að ræða, og það er hann, sem hann nefndi í útvarpsfyrirlestri um náttúru landsins, sá steinn, sem hann nefndi í Andvaragrein frá 1946, og það er mynd af steininum, sem ég fann í Þórishlíðar- fjalli 1941, sem birt er með umgetinni Andvaragrein á bls. 84. Blað af Iiumalbeyki úr Þórishlíðarfjalli Um þetta blað segir Jóhannes orðrétt í Andvaragreininni: „Blað þetta er í svo fullkomnu samræmi við vínviðarblað það, sem Heer lýsir fyrstur, frá Græn- landi, og hann nefnir vitis olriki, að tæpast getur nokkur vafi á því leikið, að hér sé um blöð sömu tegundar að ræða. í íslenzku steingerfingasöfnunum, sem Heer ákvarðaði, fann hann blað- brot, er hann áleit, að væri af vínviði, og hann nefndi vitis islandica. Síðan hafa verið bornar á það brigð- ur, að þetta væri vínviður, enda er blað- brotið, sem Heer myndar svo lítið, að vart verður sagt um, hverrar tegundar það er. Hinu'má aftur halda fram, að sé hinn grænlenzki vínviður, vitis olriki Heer, rétt ákvarðaður, þá hefur vínvið- ur líka vaxið hér á landi í þann mund, er steingerfingalagið í Þórishlíðarfjalli varð til, svo er samræmið fullkomið með þessum blöðum. Síðan Heer lýsti þessari vínviðarteg- und frá Atanekerdlull í Norður-Græn- landi, hafa Ameríkumenn fundið sömu tegund í tertierum jarðlögum þeirrar heimsálfu, þar á meðal í Alaska. Annars staðar frá er mér ekki kunnugt um, að hennar sé getið. Á öllum þeim stöðum, sem hún hefur fundizt á í Ameríku er hún frá því mjög snemma á tertiera tímabilinu (eocen). Það bendir til þess, að steingerfingalögin í Þórishlíðarfjalli, séu einnig eocen að' aldri.“ Með þessum fundi á vínviðnum var því hægt að lengja aldur íslenzku surt- arbrandsflórunnar um margar jarðaldir, og sízt grunaði mig þá, þegar ég stóð við steingerfingalagið í Selárdal 1941, að ég færi þaðan með í bakpokanum mínum vínviðarblað, sem ætti eftir að kollvarpa lesningu minni um vínviðar- blað Oswalds Heer, auk heldur að bæta við þekkingu manna svo að um munaði um aldur islenzku steingerfingaflórunn- ar. Vestfjarðaskógar vitjaff Svo sem sjá má af framansögðu hefur Vestfjarðarskógurinn í Selárdal verið all stórkostlegur. Beykiskógur hefur þakið margra ferkílómetrasvæði og einn slíkan U-r^.4. Stclngcrvlnga* ■=Jr 1 "•li’eíf. JJ ' > N >)! / / c‘ ' C>;0~ - Q , Q*V~o~ . Q , ~ C/ > / n Í J )j ! > H J / íTll i I Z í Ó • o* o ~ o . & . o . ‘ ! t ' 1Ú ! 1 ! ! /;, Jarfflagaskipun x Þórishlíffarfjalli. skóg sjáum við hér á þessum síðum í málverki Kjarvals. Getur sú mynd lyft undir ímyndunarafl manna um það, hvernig umhorfs hefur verið í Vest- fjarðarskógunum. Slíkir skógar eru ekki lengur til á íslandi. Loftslag hefur kólnað, margar jarðaldir liðnar síðan. Fjöllin tóku að gjósa og huldu skóg- inn, þennan stórvaxna beykiskóg, sem skartaði með vínvið inn á milli, eldi og eimyrju, sem gerði hann að öskuhrúgu, en áður en það varð, höfðu nokkur lauf- blöð af trjánum, af beykinu, híkkóriu- trénu, platanviðnum, humalbeykinu, eikinu, og síðast en ekki sízt vínviðnum, — fokið af, hafnað í grunnum leirtjörn- um, líkum þeim, sem við sjáum nú í Hallormsstaðaskógi, sokkið til botns, pressast undir fargi jarðlaganna, sem á eftir komu, og standa nú, sem órækur vitnisburður um þessa fornu furðu- skóga, sem enginn maður hefur gengið um, enginn augum litið í lifanda lífi, utan máski einhver dýr og fuglar. Leifar þeirra hafa enn ekki fundizt, en harla ósennilegt, að í þessum miklu skógum, hafi þau ekki verið til. Vafa- laust hafa þau flúið eldinn. Hitinn var miklu meiri. Máski hefur ísland á þeim tíma verið tengt með landbrú til norðvestur og suðaustur? Sjávarhryggir Atlantshafsins benda til þess, en engin veit það með fullri vissu. Það er dálítið einkennilegt, þegar mað- ur er staddur uppi í bröttum skriðum Þórishlíðarfjalls, að setja sér þetta fyrir hugskotssjónir. — í dag erum við að reyna að klæða melana, holtin og mýr- arnar nýjum skógi. Fyrr á öldum lifðu hér tré, hávaxin og beinvaxin, sem nú lifa aðeins þar, sem skilyrðin eru betri, góð og heit. 1 dag fáum við ísinn upp að landinu, svo til á hverju ári. Við höldum í myrkri inn Ketildali. Látum nú dagbókina mína halda á- fram að segja ferðasögu okkar máganpa. „Með bakpokana okkar báða, þunga af steingerfingum, hröðuðum við okkur, Þorvaldur og ég, eins og leið lá út Selár- dal, framhjá dysinu og gömlum drauga- gangi, inn með Ketildölum að Bakka. —- Komum þangað klukkan hálftíu um kvöldið í myrkri. Fengum við þar hinar beztu viðtökur hjá Böðvari, vini okkar, mikinn og góðan mat, sem ekki var vanþörf á, því að við höfðum lítið borð- að um daginn. Klukkan rúmlega 11 lögðum við af stað frá Bakka í kolamyrkri. Urðum við oft fyrst í stað að fara af baki og þreifa okkur áfram til að týna ekki götunni. En smám saman vöndumst við dimmunni. Þegar við voru staddir milli Hvestu og Hringsdals, vorum við nærri flæddir inni, einmitt á þeim stað, sem sæskjald- bakan átti að hafa sézt hér áður fyrri samkvæmt þjóðsögunni. Mér þótti einkennilegur og hálf- óhugnanlegur hinn suðandi sjávargang- ur, svarrandinn, líkt og stórskotahríð, þegar tundurskeytabárurnar skullu á klettunum". Þannig hef ég skifað þetta í dagbókina, svo að auðséð er á þessu, hver áhrif stríðið hafði á rithátt 17 ára unglings. „Ekki fannst mér skemmtilegt að ferðast svona í kolamyrkri, ókunna slóð, eiginlega hálfgert einstigi. Hesturinn minn var ákaflega dettinn, og var alltaf annað slagið á hnjánum“. Síðan hef ég skrifað eftirfarandi innan sviga: „(Það hefði nú verið gaman að heyra hófatök á eftir sér eða sjá draug eða eitthvað þess háttar, — en við sáum ‘bara ekkert.)“ Klukkan 1 og hálf um nóttina komum við svo loksins aftur til Bildudals eftir ánægjulega ferð um forna furðuskóga og leyndardóma Ketildala. Land Hrafna-Flóka. Víkur nú sögunni um sinn 20 ára fram í tímann. Við höfðum farið með góðum vinum til Vatnsfjarðar á Barðaströnd norðan frá Ísafjarðardjúpi og tjölduðum þar rétit á vatnsbakkanum. Þar er eitt Gósenland til lands og sjávar. Skógur mikill, og gnæifa þar stolt reynitré villt innan um birkið og gróður allur mjög fjölskrúðugur. Vatnsfjörður er land Hrafna-Flóka, landið þar sem hann týndi bæði ráði og rænu og áttum öllum, öllum tíma og rúmi, vegna allsnægtanna, sem hvar- vetna blasti við honum. Hann hirti ekki um að heyja fyrir skepnunum um sumarið, heldur lá í fiski í vatninu innst í firðinum, banaði sel og kópum í selalátrum á Breiðafirði, sinnti æðarvarpi á ótal eyjum. Skógur var nógur til eldiviðar og kola, jafnvel húsagerðar. Allt að öllu, og hann uggði ekki að sér. — En þá skipuðust veður skyndi- lega í lofti. — Veturinn kom með vonzkulbyljum og frosti. Búpeningur féll úr hor, — og Hrafna-Flóka féll all- ur ketill í eld. Gekk upp Pennárdal eða máski inn með vatninu og upp á hátt fjall, og sá ofan í fjörð fullan af ís„ sennilega einhvern fjörðinn, sem nú til- heyra ísafjarðardjúpi. tasm. Hjá Brjánslœk kíkfum við inn í klœða- skáp Evu. Fíkjublöð settu svip sinn á Vatnsfjörð. 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.