Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Blaðsíða 1
jtrgmttMtótetaðí j 5. tbl. 6. febrúar 1966. 41. árgangur V stund á degi hverjum. í 'bili hefur þess- ari bættu verið bægt írá með marg- földun ailskonar skrifstofuvinnu sam- kvæmt Parkinsons lögmáli, þar sem tmiiljónir manna sóa starfsorku sinni í að senda á milli sín þúsundir tonna af þýðingarlitlum pappírum í stöðugri hringrás, og finnur Hfi sínu tilgang í þeirri iðju. Þetta er þó aðeins stund- iarfró, því að innan skamms munu el- ektróriavélar vinna þessi störf á miklu einfaldari og hagkvæmari hátt. Þá blas- jr við þjóðum iðnþróaðra landa alls- herjarsjúkdómur lífsleiðans, nema því aðeins að forustumenn mannkynsins finni upp nýja framtíð með hæfilegri tómstundaiðju sem vinnulækningu (occ- upational therapy) fyrir hinn sjúka múg iðjuleysinga. Því nefnir Gabor bók sina Inventing the Future. Prófessor Gabor telur það útbreidda r húinfniismi (Grein þessi, sem var uppruna- lega skrifuð fyrir Kristilegt stúd- entablað 1. des. sl., birtist hér í mjög aukinni mynd. Ártölin aítan við bókatitlana taka til þeirra útgáína viðkomandi bóka, sem ég foef notað við samningu hennar. Höf.) Maður ókunni. Fyrir 30 árum ko<m út bókin Man the Unkown eftir lækninn og Nóbelsverðlaunahafann Alexis Carrel og má segja, að við það hafi bjarmað fyrir nýjum húm- anisma innan vísindanna. Carrel benti á, að vegna mikilla framfara EFTIR PAL V. G. KOLKA í vélfræði, eðlisfræði og efnafræði hefði þekkingin á ólífrænu efni aukizt stórlega, en þó væri ríkjandi megn vanþekking í þeim greinum, sem fjalla um sjálft mannlífið, svo sem líffræði, sálarfræði og félags- fræði. Maðurinn væri ókunnur sjálfum sér. Því lagði hann til, að sett yrði á fót alþjóðleg vísinda- stofnun, sem rannsakaði manninn sjálfan, eðli hans og þarfir, lífeðlis fræðilegar, félagslegar, listrænar og trúarlegar. Til þess þyrfti sam- vinnu sérfræðinga í ýmsum grein- um og mörgum löndum, ásamt alls- herjarmiðstöð, þar sem menn með fjölbreyttari þekkingu og meiri yf- irsýn en sérfræðingar hafa að jafn- aði ynnu úr öllum niðurstöðum og samræmdu þær. Hann taldi líklegt, að varla mætti vænta fulls árang- urs af þessari rannsókn fyrr en eft- ir 200 áf, eða þegar hún hefði náð yfir áhrif erfða og umhverfis á a.m. k. sjö kynslóðir. í lok síns langa og glæsta vísindaferils lagði hann á- herzlu á, að ef mannkynið öðlaðist ekki mjög aukna þekkingu á sjálfu sér og hegðaði ekki lífi sínu sam- kvæmt bo'ðum náttúrunnar, væri voði vís. Þá skoðun setti hann fram þegar í inngangi bókarinnar með varnaðarorðunum: Náttúran fyrir- gefur aldrei. Að finna upp framtíðina. I Fáll V. G. Kolka nýlega útkominni bók (1963) kemst Dennis Gabor, prófessor í hag- nýtri elektróna-eðlisfræði við Lundúna- háskóla, að svipaðri niðurstöðu og Carr- el, þótt eftir öðrum leiðum sé. Gabor telur þrennskonar hættu bíða mannsins í náinni framtíð: Kjarnorkustyrjöld, sem hann telur þó heldur ólíklegt að mannkynið álpist út í, offjölgun mann- kyns, sem hann gerir ráð fyrir að dreg- ið verði úr, og í þriðja lagi þé hættu, sem erfiðast sé að ráða við og geigvæn- legust sé, en það sé drepleiðinleg til- vera athafnaleysis, þegar elektróna- tækni allsnægtaiþjóðfélagsins sé komin á það stig, að hver maður vinni ekki að íramleiðslustörfum nema stutta skoðun hjá hugsuðum nútímans, að tækniþróunin sé að leiða mannkynið á villigötur og vitnar í því sambandi til þessara orða í bókinni The Transfor- mation of Man eftir Lewis Mumford, (sjá um hann nýlega grein í Lesbóli Morgunblaðsins, 24. 10. síðastl.): „Örþrifaráð verða einvörðungu til taks, þegar vonbrigði og örvænting hafa að lokum leitt til viðbjóðs á mannlegri tilveru. Það mildasta þessara ráða er lífsflótti, sem sé fráhvarf frá mannfé- laginu út í ævintýri líkamlegra mann- rauna eða andlegrar einangrunar. Sé þessi leið lokuð, mun verða gripið til stundarfróunar hinna gömlu deyfilyfja, drykkjuskaparins og hömlulauss losta, sá eitilharði hleðslusteinn, sem ekki gæfi molnað, og eterinn, sem fyllti allan himingeiminn, þéttari en allt annað efni, var biákaldasta staðreynd nátt- úruvisindanna að sögn Kelvins lávarð- ar, hins heimsfræga eðlisfræðings og formanns Vísindafélagsins brezka. Sál- in hvildi í heimagrafreit sínum í heila- dinglinum, en því höfuðbóli hafði Des- cartes á sínum tíma úthlutað henni. Menn voru jafnvel svo hagsýnir að ein vellukkuð nýrnaaðgerð var talin meira virði en „al Verdens Poesi" að mati pró- fessors Rovsings, fi-ægasta skurðlæknis Dana. Þetta er ótrúlegt, en satt. Þá hnykluðust engin eiturský atóm- sprengju út við sjóndeildarhring og framþróun lifsins var tryggð, því að náttúran „blóðug um kjaft og klær" að dómi prófessors Huxleys, sá um „sur- vival of the fittest", og enginn vafi lék fc á því, hver væri hæfastur. Það var sá sterki — sá sem átti mest brútalt afl og hlífðarlausasta lævísi. Heimsmynd þessarar vélrænu efnis- hyggju hafði þann stóra kost að vera einföid — svo einföld, að hver gagn- fræðingur gat tileinkað sér hana. Skýr- ing Huxleys á því, hver væri hæfastur í lífsbaráttunni, var m.a.s. skiljanleg hverjum 10 ára strák. Hún var „ratio- nal", enda oft kennd við „rationalisma", en „irrational" er aftur á móti heims- mynd hinnar „teoretisku" eðlisfræði nútímans, þar sem efnið er leyst upp í öreindir og orkuskammta, að ein- hverju eða öllu leyti utan við það, sem við erum vanir að kalla tíma og rúm. Hún er jafnvel orðin nokkurs konar huldufólkssaga um „andefni". Trúar- brögð vélgengishyggjunnar áttu sér sína hörga. Kynslóð mín átti eftir að sjá fórnarreyk þeirra leggja upp af lík- brennsluofnunum í Belsen og Auschwits og hrævarelda leika um þá á fannbreið- unum umhverfis þrælabúðir Stalíns við Hvítahaf. Hver hugsandi nútímamaður veit, að tilveran er ekki öll þar sem hún er séð, * jafnvel þótt beitt sé á hana stjörnukíkj- Alexis Carrel sem dýpka þá aðeins þann viðbjóð, er var orsök þeirra. Enn ein leið er þó til og hún jafnvel geigvænlegri og enn þá meira sjálfeyðandi, en það er að beita sér enn fastar að fullkomnun þeirrar tækni, sem hefur gert lífið til- gangslaust. Vélin verður þá gerð að skurðgoði og því færð að fórn sú ást, sem er forsmáð á öðrum sviðum." Tvennir tímar. T ið, sem urðum stúdentar um það leyti sem svikalogn aldamótaskeiðsins var að breytast í fellibyl fyrri heims- styrjaldarinnar, munum tvenna tima. Þá trúðu menn á framþróunina sem hlykkjalausa línu, stefnandi upp á við til sívaxandi framfara og farsældar. Heimsmynd náttúruvísindanna viiftist vera geirnegld smíð, sem ekki gæti gliðnað eða gengið úr skorðum, atómið um og elektróna-smásjám. Hún er að áliti stjörnufræðingsins Sir James Je- ans farin að líkjast fremur stórfeng- legri hugsun en margbrotinni vél, og skynsemistrúarmaðurinn Bertrand Russell segir svo: „Eðlisfræðin er stærð- fræðileg ekki af því að við vitum svo mikið um hina efnislegu veröld, heldur af þvi að við vitum svo lítið um hana. Við getum aðeins uppgötvað hina stærðfræðilegu eiginleika hennar." Þetta sýnir að viðhorfið hefur breytzt ** til þveröfugrar áttar. í stað þess að skoða öll andleg fyrirbæri, svo sem Framhald á bis. 4 Fyrsti hluti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.