Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Síða 3
—---------------- Flibbaþrællinn Eftir Örn H. Bjarnason í SKJÓLI FJALLA (Tileinkað Skaftfel/ingum ) Eftir Eirik Einarsson, Réttarholti -------------------------------------------1 Þú att fagrar blómabrekkur björgin há og fossaniðinn. Aldrei brast þinn auðnuhlekkur ýms þó gerðust sjónarmiðin, Elda sína Katla kyndir, kunn af landsins fornu sögum. Þú átt einnig mætar myndir menningar, frá liðnum dögum. 'Skaftfellsk byggð í skjóli fjalla skrúðgræn tún og engjar fríðar, þar sem straumhörð fljótin falla fram úr gljúfrum, niður hlíðar. Minjar elds og ísa geymir úfið hraun og gráir sandar. Ólga þér í æðum streymir imdir jöklum, fram til strandar. Móti sólu byggðin breiðir brjóstafögur arma sína, og um geimsins löngu leiðir ljóssins geislar á þig skína. Að þér hafsins öldur falla, átt þú jökultindinn hæsta. Vertu frjáls um framtíð alla fjöllum krýnda sveitin glæsta. Ir að var í miðjum nóvember og hann var að koma úr mat. Langur gang- urinn teygði úr sér framundan og úr honum lágu dyr til beggja handa. Á bak við næstum hverja hui-ð var lít- jll afkimi bældra kveinstafa. Hon- um fannst gangurinn lengjast dag hvern. Stimpilklukkan var langt að baki, en þó bergmálaði tikkið úr henni enn hátt í eyrum hans. Stundum var engu líkara en hjartsláttur fólks- ins í húsinu rynni saman við þetta tikk og gangarnir fylltust ógurlegum háv- aða, sem sagði tikk-íikk-tikk-út-út-út. Átakanleg biðlund var í andliti fólks- ins, sem hann mætti. Stirðnuð bros í grá- um magaveikisandlitum liðuðust upp og niður endalausa stiga. Hver og einn gekk vélrænt inní sinn pappírsheim þar sem hann myndi bíða þangað til klukkan yrði fimm. Hann var kominn að skrifstofunni sinni. Hurðin var úr kuldalegri ljóseik og hann tók upp kippu með tveimur lyklum. Hann var lengi að fá lykilinn til þess að rata í skrána. Það var ekki að sjá, að hann hefði átt leið um þess- ar dyr næstum því á hverjum degi í fimmtán ár. En svo var hann kominn inn. Frakkinn á herðatréð, hatturinn á naglann, fimm skref að stólnum, allt ósjálfrátt. Hann speglaði sig í glugga- rúðunni um leið og hann renndi fingr- unum í gegnum þunnt hárið. Síðan gáði hann í höndina, hvort nokkurt hár hefði orðið þar eftir. Skrifborðið var þakið fylgiskjölum og bréfadrasli, og hann verkjaði i allan líkamann af tilhugs- uninni um að setjast niður og fara að vinna. Takkarnir á reiknivélinni störðu á hann eins og augu upp úr fjöldagröf, og yfirþyrmandi tómleiki læsti sig um hverja taug. Nú þoli ég þetta ekki leng- ur, hugsaði hann. í kvöld fer ég til yf- irbókarans og segi upp. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem þessi hugmynd læddist inn hjá honum. Á sumrin, þeg- ar skrifstofan var eins og málm- þræðsluofn og léttklæddar stúlkurnar spigsporuðu á gangstéttunum og horfðu ó sjálfar sig endurspeglast í augnaráði piltanna, hafði hann oft verið kominn á fremsta hlunn með að haetta. í dag var örvænting hans þó öðruvísi, dá- lítið eins og ismoli, sem rennur óvænt niður eftir bakinu. Hann settist þó og hugsaði með sér, að bezt væri að gera eitthvað svona síðasta daginn. Hann tók þrílitan tíukrónu kúlupenna upp úr vas- anum, og bjó sig undir að fylla út kvitt- anir, en þegar hann sá fingurna krepp- ast um pennann fékk hann viðbjóð á sjálfum sér. Hér sat hann fertugur mað- urinn, og hafði ekki énn fundið lífi sínu viðunnanlegan tilgang. Hann fann það betur nú en nokkru sinni fyrr að papp- írsstríðið, sem hann háði hér að mestu einn og afskiptur, átti engan snerti- punkt við lífið úti fyrir. Ðagurinn sníglaðist áfram, og hann var stöðugt ókveðnari að segja skilið við þetta fyrirtæki í eitt skipti fyr- ir öll. Þegar klukkan nálgaðist fimm fór hann í frakkann og setti upp hátt- inn. Hann sneri sér við í dyrunum, og horfði í síðasta sinn í herbergið. Skjala- skápur, Hanzagardínur og innanhús- sími, allt á sínum stað. Möppur fullar af fylgiskjölum þöktu einn vegginn. Hann hugsaði um allar þær kvittanir, sem hann hafði fyllt út hér í þessu her- bergi. Þær myndu áreiðanlega nægja til þess að betrekkja húsið hátt og lágt. Hann lét aftur hurðina af mikilli á- nægju. Að baki var myrkvað herbergið, en framundan bjartur og víður gangur- inn. Fólkið stóð 'við stimpilklukkuna og beið eftir því að hún yrði fimm. Hann ætlaði að fara að híma með því, en svo áttaði hann sig. Hann var svo gott sem hættur. Aldrei framar skyldi hann láta dauðan hlut kúska sig, eins og þessi stimpilklukka hafði gert. Skrifstofa aðalbókara var á næstu hæð fyrir neðan. í fyrsta skipti síðan hann byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu, svipti hann upp hurðinni án þess að banka. Aðalbókarinn var lítill og vis- inn með allt að því fjólublátt andlit. Stórt skrifborðið, sem hann sat á bak við, var iðjuleysislega snyrtilegt. Hann var með snör og greindarlega augu, en nefið á honum minnti á útgönguljós í leikhúsi, svo rautt var það. „Hvað get ég gert fyrir þig Þráinn minn?“ spurði hann. „Ég er hættur,“ sagði Þráinn og lagði skrifstofulykilinn á borðið. „Svo.“ „Já, ég stíg aldrei framar fæti mín- um í þetta hús.“ Hann fann einhvern ánægjufiðring hringsóla í kringum hné- skelina. „Einmitt það já,“ sagði aðalbókarinn smeðjulega. „Og þið megið fara í mál við mig ef þið viljið.“ „Þú ættir að hugsa þig vel um áður en þú stígur þetta örlagaríka spor. Þú veizt væni minn hvað þú nýtur mikils öryggis hérna hjá okkur.“ Það var auð- heyrt á rödd aðalbókarans hvorum megin við borðið lögin voru staðsett, ef í það fór. „Ég þakka þér fyrir samstarfið,“ sagði Þráinn fljótmæltur, eins og hann treysti ekki ákvörðun sinni út í meiri háttar orðahnippingar. I því hann lét aftur hurðina sagði aðalbókarinn blíðlega. „Þú heyrir frá okkur væni minn.“ L yftuvörðurinn var farinn heim til sín, og lyftan var niðri á fyrstu hæð. Hún hékk í sömu þykku stálvírunum í dag og fyrir þrjátíu árum síðan. Svona óslítandi þyrftu taugar fólksins að vera til þess að þola þetta hús. Þvottakon- urnar voru búnar að dreifa sér um stiga og ganga. Hann gekk fram hjá þeim þar sem þær lágu með fötur sínar og tuskur og það var eins og hann sæi í fyrsta skipti, að þetta voru lifandi verur. Áður hafði honum fundizt þær vera partur af stigaganginum og rósóttir slopparnir runnið saman við mynstrið í gólfdúknum. Stritandi til- gangsleysið var markað í andlit þeirra, en í augunum leyndist kergjuglóð, og honum þótti vænt um þessar gömlu konur. Nóvemberkulið kom á móti hon- um, og hann hafði flakandi frá sér. Notalegur gusturinn lék um inniþvalan líkamann. Hann tyllti sér á bekk skammt undan og horfði á steinbáknið, sem geymdi kúfinn af minningum und- angenginna fimmtán ára. Einstaka ljós skein á lotið bak, sem paufaðist yfir einhverju bréfadrasli. Húsið gnæfði tíu hæðir upp af jafnsléttu: þögull minnisvarði um innihaldslaust líf fólks- ins, sem átti leið um það. Flonum fannst smánarleg fortíð sín opnast eins og tóm skel. En svo hríslaðist nýendurheimt Framhald á bls. 14 6. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.