Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Side 4
— Húmanismi Framhald af bls. 1 meðvitund, tilfinningu, vilja, trú og list- sköpun, aðeins og eingöngu sem afleið- ingu líkamlegra efnaskipta er efnið sjálft leyst upp í stærðfræðileg hugtök. Tilveran birtist sem voldug hugarsmíð, eins og í skólaspeki síðmiðaldanna. Vis a tergo — vis a fronte - S amkvæmt kenningum vélgeng- ishyggjunnar er ferð mannsins eins og sigling með hverja kló strengda og stýr- ið fest í klafa. Stefnunni verði ekki breytt, því að vilji mannsins sé líka fastbundinn af óhagganlegum afleið- ingum undangenginna orsaka, eða til- viljana, ef fylgt er þeirri skýringu. Framþróun lífsins væri þá keyrð á- fram án markmiðs af afli aftan frá — vis a tergo. Kristinn dómur heldur því aftur á móti fram, að lífið hafi tilgang, að fram undan sé mið, sem markar stefnuna, þótt oft beri af leið, og að til sé afl, sem togar fram á við — vis a fronte. Þessi markmiðaða eða teleolog- iska skýring er enn að vísu talin villutrú af öllum kreddubundnum náttúrufræð- ingum af gamla skólanum, en á síðustu áratugum hafa ýmsir merkir vísinda- menn haldið henni fram og varpað á hana nýju ljósi. Prófessor Hans Selye, höfundur einnar frumlegustu og yfir- gripsmestu kenningar, sem fram hefur komið innan læknisfræðinnar á síðari áratugum, segir t.d. í The Stress of Life (1956): „Vísindi nútímans hafa orðið að miklu leyti ófrjó söfnun og skrásetn- ing einstakra og einangraðra þekkingar- atriða, af þvi að þau hafa ekki viljað viðurkenna tilgang í lifinu“. Carrel full- yrti, að líffræðileg aðhæfing væri í innsta eðli sínu teleologisk. Koestler tekur sem dæmi, að heili Cro-Magnon- mannsins fyrir 20-30 þúsund árum hafi þá þegar náð stærð nútímaheila og spyr, hvað hellisbúar ísaldarinnar hafi átt að gera með slíkt lúxus-líffæri. Ekki var sú margbrotna furðusmíð nauðsyn- legt tæki til aðhæfingar við þáverandi umhverfi, og enn eru að áliti sérfræð- inga varla nema 2-3% af starfsmögu- leikum mannsheilans virkjaðir. Þetta líffæri virðist því miðað við þarfir þroskastigs, sem enn hefur ekki náðst. Tveir merkir vísindamenn, báðir franskir eins og Carrel, þeir Lecomte du Noiiy og Teilhard de Chardin, hafa fyr- ir nokkru ritað bækur um líffræðilega og andlega framþróun mannsins. Du Noiiy færir að því stærðfræðileg rök, að lífið og framþróun frá einfrumungi til vitiborins manns hafi varla getað orðið til fyrir tilviljun og því hljóti að vera um andlegan mátt að ræða sem skap- ara þess og löggjafa. Nú virðist sem hin líkamlega framþróun hafi náð loka- marki þar sem maðurinn er, og verði því hin andlega þróun næsta stigið á braut lífsins. Bók hans, Human Dest- iny, er til í íslenzkri þýðingu síra Jak- obs heitins Kristinssonar undir titlinum Stefnumark mannkyns. Jesúítinn Teil- hard de Chardin, sem er dáinn fyrir nokkrum árum, var heimsfrægur líf- fræðingur og steingervingafræðingur og reit margar bækur, en frægust þeirra er Le Phénoméne Humain. Þar lýsir hann þróun jarðlifs eftir mismunandi lögum eða hjúpum. Fyrst er hið ólif- ræna efni, berghjúpurinn eða lithosfer- an, þá gróðrarlag jurtarikis og dýra, líf- hjúpurinn eða biosferan, og að síðustu mannheimur, er hann nefnir nýhjúp eða noosferu, sem eigi eftir að þróast í and- legt samfélag, að sínu leyti eins og frumurnar hafa myndað samfélag í full- þroskuðum líkama. Sir Julian Huxley, sem ritað hefur formála fyrir enskri útgáfu bókarinnar The Phenomenon of Man, 1961, og lýkur á hana miklu lofs- orði, bætir þvi við frá eigin brjósti, að sálarlífið sé að sínu áliti ekki bundið einvörðungu við heilann, enda þótt hann sé nauðsynlegt líffæri fyrir það til þess að tjá sig. Stingur það álit hins fræga líffræðings allmjög f stúf við þá kenn- ingu efnishyggjunnar, að sálarlífið ætti upptök sín í heilanum og seytlaði úr honum á sama hátt og þvagið úr nýr- unum. Ferill manns M aSurton betri skil á sjálfum sér en þegar Carrel reit bók sina um manninn ókunna. Steingervingafræði (palaeontologia), fornleifafræði (archaeologia) og sam- stæðileg þjóðfræði (ethnologia) virðast hafa komizt að þessum niðurstöðum: Hjá frummanninum (pithecanthropus), sem lifði fyrir nokkrum aldaþúsundum síðan, er byrjuð sú sérhæfing, sem greinir hann frá dýmnum, stækkun heilabúsins eða „cephalisation“. Hann kann að kveikja eld og nota egghvassa steina. Menn af Neanderdalsgerð, sem er yngri, og síðar homo sapiens, forfað- ir okkar, eiga í fari sínu trúarlíf, list- hneigð og þá forvitni, sem er upphaf allra vísinda. Þessi stig getum við sagt að samsvari hinni kosmisku sköpunarsögu í fyrsta kapitula I. Mósebókar, og hinni anthropólogisku í öðrum kapitula, þar sem sagt er, að Guð hafi blásið lífs- anda sínum í nasir mannsins. Frum- stæður maður er yfirleitt eingyðistrúar ---fjölgyðistrú og goðsagnir koma síðar til, þveröfugt við það sem álitið var til skamms tíma. Hann er friðsamur og félagslyndur, enda þarf hann samstarf viðveiði dýra, sem eru stærri og sterk- ari en hann. Maðurinn er í eðli sínu félagsvera og því ógæfusamur og öryggislaus sem einstæðingur, án tengsla við meðbræð- ur sína og Guð sinn. Sameiginlegar trú- arathafnir og helgisiðir eru sú taug, sem tengdi fámenna veiðiflokka saman í kynþætti og síðar í þjóðfélag. Birket- Smith kveður jafnvel svo fast að orði í hinni stóru menningarsögu sinni, Geschichte der Kultur (1948) að án tilverknaðar prestastétta fornþjóð- anna stæðum við enn á sama stigi og Papúarnir í Nýju Guineu. Gordon Childe, frægur frumsögufræðingur, sem var forseti fornleifadeildar Lundúnahá- skóla, sagði svo í bók sinni What Happ- ened in History: „Sérstök hugmynda- fræði, hversu fjarlæg sem hún kann að sýnast líffræðilegum þörfum, er í raun og veru nytsöm frá líffræðliegu sjónar- miði —• hún stuðlar að viðhaldi stofns- ins. Án slíks andlegs fararnestis hættir samfélaginu ekki aðeins við upplausn, 'heldur getur einstaklingum þess fund- izt það ekki ómaksins vert að halda áfram að lifa“. Afturgöngur og Hjaðningavíg .A tjanda öldin er ein furðulegasta öld mannkynssögunnar. Hún hafði tækifæri til að byggja upp vísindi á þeim grunni, sem Newton og H-arvey höfðu lagt, og byrjaði á því í smáum stíl, en það sem setti aðallega svip sinn á hana var annarsvegar spillt, á- byrgðarlítil og úrræðalaus yfirstétt x fáránlegum álfabúningum, hinsvegar heimspekingar, sem þóttust geta ráðið öll vandamál tilverunnar, sitjandi í þægilegum hægindastóli af rokokkó- gerð. Þeir vissu miklu minna í náttúru- fræði en unglingur í gagnfræðaskóla nú á tímum, en höfðu ótakmarkaða að- dáun á og nokkra nasasjón af forn- menningu Miðjarðarhafslandanna, og meira þurfti heldur ekki, því að skyn- semin var talin nægja. Á hugmyndum þessara skrifborðsspekinga um mann- inn og eðli hans er reist stjómskipu- lag þess lýðræðis, sem gefur jafnan rétt til atkvæða um vandasöm þjóðmál ■hverjum þeim, sem ekki hefur verið opinberlega úrskurðaður ólæknandi fá- viti eða stórglæpamaður. Þeim stjórn- Framhald á bls. 10. Pierre Teilhard de Cliardin 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.