Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1966, Qupperneq 14
Hugsað við áramót Gleðilegt ár er gengið að garði kristinna manna. Til eilífðar hitt er horfið í helgireit minninganna. Mörgum er gleymd þess gleði, gæfa í annars ranni. ’Sækir að sumum skuggi, sorg er hjá konu og manni. Lát viljann þroskast með verki og veit þínum kærleika réttinn, vonin sé viti þíns anda, á veginum leiðarmerki. Bætt sé með bróðurþeli böl, sem af hatri stafar, mundu það meðan þú gengur, maður, til lífs — og grafar. Lát hjarta þitt mæla til manna, sem með þér í einlægni ganga. Og sýndu þeim veginn til vaxtar sem veröldin tekur til fanga með villandi sögnum og sýnum og siðgæðisfölsun í myndum. I landi, sem líf vort er helgað, skal leitun að dauðasyndum. Snæbjörn Einarsson. Bölið mikla Ef göngu við þreytum um götur og torg, við getum ei varizt að sjá þá voluðu, aumu, sem valda oss sorg, með vonleysið mótað á brá. — Því Bakkus að vini þeir kusu, — ó, kvöl, þann konung þeir dýrka á laun. En ástvinir hljóta svo ógnir og böl, í örbirgð þeir búa við raun. Já, stundimar líða með ógnum — og ár, og engu að leyna er hægt, þeir flækjast um strætin og sumir með sár á sálu, ó, dæmið þá vægt. Að selja þeim vínið er ósómi einn, það engri er sæmandi þjóð, ef vill hún sinn skjöldur sé skyggður og hreinn, því skömmin er vínsalans lóð. Ó, vaknið þið, konur, og vaknið þið, menn, og viirnið af huga og sál, því er ekki nægileg neyðin hér enn og nóg um þau ófremdarmál, svo hafizt sé handa af dáðríki og dug og drengskap, því margur það sér að voðanum þeim mætti víkja á bug, sú vakning er lífsnauðsyn hér. Ólafía Árnadóttir. SMASAGAN Framhald af bls. 3. frelsið um hann og honum leið vel. Hann vissi ekki hve lengi hann sat þarna, en þegar hann rankaði við sér var farið að snjóa. Þíðan draup niður andlitið og vakti hann til allsgáðrar en samt þægilegrar meðvitundar. Það var eins og þykkar gufur hefðu verið á sveimi inni í höfðinu & honum í mörg ár, en væru nú horfnar og augu hans skutu gneistum. Kirkjuklukkan sló sjö högg, og ómurinn barst krystaltær að eyrum hans. E lskulegur skarkali barnanna á- samt ljúfri matarlykt leiddi hann inn úr forstofunni. Sem snöggvast var eins og viljaþrek hans lamaðist, en svo gekk hann til konunnar sinnar og kyssti thana. Ekki ætlaði hann þó að segja henni tíðindi dagsins fyrr en hann hafði lokið við að borða og búið að koma börnunum í ró. „Ertu með Kjarnadrykkinn pabbi?“ spurði lítil dóttir hans. „Æ, ég steingleymdi honum væna mín.“ Munnvikin á telpunni sigu, og hún horfði upp á föður sinn, og augun voru stór og ásakandi. „Menn, sem svíkja lítil börn, verða líka ekki lifandi eftir að þeir eru dán- ir,“ sagði hún. „Ég skal muna eftir því á morgun,“ lofaði hann. Þegar hann hafði hengt frakkann sinn fram, tók hann utan um mittið á konunni sinni og hóf hana á loft. Síðan þefaði hann upp úr pott- unum. „Það er ekki hungursneyð í kringum þig frekar en fyrri daginn," sagði hann. Konan setti hendur á mjaðmir sér og horfði tortryggin á hann. „Var verið að hækka þig í tign?“ spurði hún. „Nei, afhverju heldurðu það?“ „Ég hef ekki séð þig svona kátan síðan daginn, sem aðalbókarinn datt í stiganum og fótbrotnaði.“ Hann settist við eldhúsborðið, og hún skammtaði honum á disk, og hann borðaði af meiri lyst en hann átti vanda til. Eftir mat- inn háttaði hann svo börnin og gældi við þau og hossaði þeim í stað þess að leggjast inn í stofu og fela sig í pípu- reyk eins og honum var tamast. Hann þvoði þeim og setti í náttföt, en á með- an hugsaði hann um hvernig hann ætti að segja konunn: irá uppsögninni. Hann hafði grun um, að ekki veitti af öllum þeim sannfæringarhita sem til var. IN ú voru börnin farin að sofa og konan búin að ganga frá í eldhúsinu. Þau fóru inn í stofu og hann gekk um gólf, en hún settist og fór að sauma í. Hún grúfði kyrrlátt andlitið yfir blá- um jóladúk, og honum þótti leitt að þurfa að raska ró hennar, en það varð þó að hafa sinn gang. „Ég borgaði reikninginn hjá Silla og Valda í morgun,“ sagði hann, „svo nú geturðu farið og tekið út aftur.“ „Fínt elskan mín.“ „Hafa krakkarnir verið þægir í dag?“ „O já, nema Sirry, hún var ósköp pirruð í morgun, ég held að hún sé að taka tönn.“ Það varð þögn óg hann fann hvernig kjarkurinn var að bila, en svo herti hann upp hugann. „Gettu hvað skeði í dag?“ „Ja, nú veit óg ekki.“ „Ég er búinn að segja upp vinnunni minni.“ Hann horfði stíft á hana og reyndi að grípa fyrstu og eðlilegustu viðbrögðin. En engin svipbrigði sáust, nálsporin þau sömu, hún leit ekki einu sinni upp. Orð hans hurfu óheyrð ofan í mjúkar sessurnar, að honum fannst. „Eg er hættur hjá Jakobssyni og Co.“ Aftur þögn. „Segðu eitthvað.“ „Heldurðu að ég sé svo vitlaus að ég trúi þessu.“ í rödd hennar var þetta seigdrepandi öryggi eins og hjá aðal- bókaranum. A KALDADAL [ Varðan á Langahrygg ) Hímir þú á háum hrygg á hrjóstrugum eyðisandi veitta leiðsögn þína ég þigg, þreyttur vegfarandi. Kúrir þú á Kaldadaþ kærust leiðarstjarna. Ýmsra kosta áttir val þó alein búir þarna. Brjóstin fögur, blómleg kinn benda á dulin gæði; engum veitir unað sinn — enda sjaldan næði. — STAUPASTEINN í KJÓS Minning tengd við Staupastein stendur meðal rekka. „Báran stök er aldrei ein“. Ekkert til að drekka. Hér var beizli úr kjafti kippt kysst og faðmað stundum, að vörum glasi var þá lyft og varpað beini að hundum. Allt er þetta orðið breytt, áfram bílar renna, aldrei stanzað, einskis neytt, en allir staðinn kenna. Eiríkur Einarsson Réttarholti. „Það er nú samt satt og ég fer ekki einu sinni í fyrramálið. Ég fer aldrei framar.“ Nú virtist hún fyrst átta sig til fulls á því sem hann var að segja, og leit upp um leið og hún lagði frá sér saumaskapinn. „Ertu kannski að hugsa um að setj- ast í helgan stein?“ „Hver er að segja það?“ Hann fann hvernig sterkur og yfirvegaður per- sónuleiki hennar lagði undir sig stoíuna og sem snöggvast óskaði hann þess, að hann hefði frestað uppsögninni. Þó ekki hefði verið nema til morguns. Hann var þreyttur núna, úthvíldur gæti hann rek- ið mál sitt af meiri festu. „Og hvernig ætlarðu að sjá okkur farboða?“ „Ég fer kannski að vinna í verzlun eða þá í byggingarvinnu." Hann hélt á- fram að ganga um gólf, og hendurnar voru á fleygiferð fyrir aftan bakið, og hann var taugaóstyrkur. Hann horfði ekki á konuna sína né neitt annað þarna í stofunni, heldur voru augu hans bund- in einhverri innri sýn, einhverju fjar- lægu takmarki. „í byggingarvinnu?“ sagði hún hæðn- islega. „J á mig hefur alltaf langað til þess að vinna þess konar starf. Skapa, byggja upp og finna eitthvað vaxa und- an höndum mínum. Hvað er skemmti- legra en að taka þátt í því að reisa hús?, Eylgjast með verkinu frá fyrstu skóflu- stungu þangað til fjölskyldurnar koma með dótið sitt, ánægðar yfir því að hafa eignazt þak yfir höfuðið. Það er öðru- vísi en vinnan mín, þar sem tilgangur- inn er falinn á bak við milljón handtök og í raun og veru þekkir hann enginn nema ef til vill hluthafarnir, ef þá þeir. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.