Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 2
^^g Enn á ný er nafn hans í frétt- unum. Stefan kardínáli "Wyszynski, erkibiskup í Gniezno og Varsjá og yfirbiskup („primas") Póllands, hefur einu sinni enn lent opinberlega í deilum við kommún- istastjórnina í Póllandi. Síðustu deil- urnar benda til þess, að í sögu Pól- verja verði honum skipað á bekk við hlið hinna miklu kirkjuhöfð- ingja í Póllandi (a.m.k. verður hann leiddur til sætis með stríðandi kirkjuhöfðingjum), sem óttuðust ekki að eiga í höggi við krúnu eða lýðveldi, þegar þeir álitu velferð kirkjunnar krefjast þess, eða jafn- vel, eins og oft hefur átt sér stað, velferð pólska ríkisins. Svo virðist, sem rikisstjórnir komm- únista í Póllandi, Ungverjalandi og Tékkó-Slóvakiu hafi nú ákveðið að rjúfa vopnahlé það, sem undanfarið hefur verið milli þeirra annars vegar og ka- þólsku kirkjunnar í þéssum löndum og P^fastóls hins vegar. Átyllan er bréf, sem Wyszynski kardínáli og 35 pólskir biskupar sendu kaþólskum biskupum í Þýzkalandi í nóvember síðastliðnum. Þar eru samskipti Pólverja og Þjóð- verja á liðnum öldum rakin, og beðið er um „fyrirgefningu gamalla synda" af beggja hálfu. Stjórnin í Póllandi álítur kardínálann og biskupana 35 hafa farið út fyrir svið sitt og brotið freklega af sér ,,með afskiptum af utanríkismálum í því skyni að styðja hefndarþyrsta æv- intýramenn í Vestur-Þýzkalandi". Með bréfinu hefðu þeir jafnað saman Pól- landi kommúnismans og Þýzkalandi nazismans. Valdhafar í Tékkó-Slóvak- íu og Ungverjalandi hófu skömmu síð- ar árásir á kaþólsku kirkjuna í lönd- um sínum. ^ Jr essar deilur koma almenningi í Póllandi á óvart. Pólverjar (95% beirra játa kaþólska trú) höfðu talið, að and- úð yfirvaldanna á kaþólsku kirkjunni hefði orðið úr sögunni með Stalínism- anum. Almenningur hefur svarað þess- ari ásókn kommúnistastjórnarinnar með aukinni andúð á yfirvöldunum. Kirkju- sókn hefur líklega aldrei verið meiri, svo að stórhópar verða venjulega að hlýða messu utan dyra vegna þrengsla inni fyrir, og Wyszynski er hvarvetna hylltur, þar sem hann kemur fram. Sú mynd, sem menn gera sér af Wyszynski yfirbiskupi, er mjög mis- munandi eftir því, hver dregur hana upp. Sumir gera hann að fulltrúa eða sannri holdtekju ofstækisfullrar klerka- veldisstefnu, óvini allra framfara og stuðnmgsmanni afturhaldsafla í stjórn- irÆlum og félagsmálum. Aðrir gera hann að ljúfum, blíðum og góðum guðs þjóni, hálfbróður engla, dýrlinga og píslar- votta. í rauninni er hann hvorugt. STEFAN WYSZYNSKI i kirkjumálaráðuneytinu í Varsjá er meðal annars sérstök deild, þar sem valinn hópur kommúnistískra embætt- ismanna starfar að ákveðnu verkefni. Það er að semja, eða láta semja, og dreifa á skipulegan hátt áróðri gegn Wyszynski kardínála, þar sem mann- inum sjálfum og starfi hans er lýst á mjög neikvæðan hátt. Áróðurinn er mismunandi grófur eða fíngerður og lævíslegur eftir því, hverjum hann er ætlaður til Iestrar. Þetta sýnir, hve kardinálinn er í háum metum sem and- stæðingur stjórnarinnar, enda er hann fulltrúi hinnar einu stofnunar í Pól- landi, sem eitthvað kveður að og komm- únistum hefur enn ekki tekizt að sveigja fullkomlega undir vald sitt. Sem dæmi um áróðurinn má nefna svonefndar „minnisgreinar kaþólskra Pólverja", sem sendar voru 2.000 fulltrúum á öðru kirkjuþinginu í Róm, og sagðar voru eftir kaþólska menn í Póllandi. Fyrir nokkru var König, kardínála í Vínar- borg, sendur bæklingur, þar sem veitzt var að Wyszynski, og undir áróðrinum voru undirskriftir prófessora við há- skólann í Lublin í Póllandi. König komst að því, að undirskriftirnar voru hreinlega falsaðar! í mörgum pjesum er höfuðbiskupi Póllands lýst sem ó- umburðarlyndum harðstjóra, og allt bendi tll þess, að hann sé ofstækisfull- ur kreddutrúarmaður, sem hafi einung- is áhuga á myrkviðum eldfornrar helgi- siðafræði og Maríutrúarfræðum, en ekki á nýjustu straumum og stefnum innan kaþólsku kirkjunnar í guðfræðilegum, þjóðfélagslegum og heimspekiiegum efn- um. Tveir fyrrverandi prestar, sem nú eru starfsmenn pólska kirkjumálaráðu- neytisins, senda- frá sér hvern bækl- inginn á fætur öðrum, sem stefnt er gegn biskupi þeirra. Þeir heita Jan Wierusz- Kowalski og Tadeusz Wlodarczyk. K, cardínálinn er miklu flóknari og samsettari persónuleiki en höfundar ævisöguágripa hans vilja gera hann. Margir eigínleikar, sem taldir eru ein- kenna dæmigerða, pólska skapgerð, virð ast koma saman í lunderni hans. Þeirra á meðal er brennandi ættjarðarást. Hann er gæddur ákafri og viðkvæmri föðurlandsást og þjóðræknislegum hita og eldmóði í svo ríkum mæli, að ein- ungis kristilegt hugarfar ásamt kaþólsk- um boðum og bönnum hefur temprað skaplyndi hans að þessu leyti og haldið aftur af honum undir þeim kringum- stæðum, þar sem slikt var hyggilegt. Tilhneiging til þess að hegða sér eins og andinn innblæs honum á hverri stundu, eða hvatlyndi, sem lætur augna- blikstilfinninguna ná yfirhöndinni í gerð um hans; og tilhneiging til þess að reið- ast, eða bráðlyndi, sem lætur hjartað ráða yfir tungunni fremur en heilann, þegar eitthvað er til umræðu, sem honum er kært og hjartfólgið; þetta hvort i tveggja tengist auðmýkt hugar- farsins og sjálfsaga, og þegar það skiptir raunverulega máli, þá er það hið síðar- nefnda, — auðmýktin og sjálfsaginn, sem nær undirtökunum. Án nokkurs efa er sigur hins síðarnefnda í þessu ólgandi sálarlífi unninn eftir langa og harða baráttu hið innra með manninum. Það er sigur skynsemi og kaþólsku yfir tilfinningum og föðurlandsást, sem næst aðeins eftir striða sjálfsbaráttu og al- varlega lægingu og auðmýkingu. XJL lmenn lífsreynsla og framúr- skarandi gott skynbragð á hugsunar- hátt almennings ásamt raunsærri skyn- semi blandast á einkennilegan hátt sam- an við viðkvæmni í hugarfari kardín- álans. Hann er örlátur að eðlisfari, en hneigist ósjálfrátt til smámunasemi og ómerkilegrar hefnigirni, þegar hann þarf að svara fyrir sig. „Hann ber sig eins og höfðingi", segja Pólverjar. Þessi setning segir mikið um manninn. Hvað, sem um Wyszynski má segja, getur enginn neit- að því, að hann ber með sér höfðing- skapinn, hvar sem hann kemur. Þetta skilur hann sterklega £rá Gomulka, sem minnir alltaf á þunglyndislegan, og hálfgrenjandi og óvinsælan skólakenn- ara í hátterni sínu. Wyszynski er þess greinilega meðvitandi, að hann er höf- uð pólsku kirkjunnar, „primas inter primates", leiðtogi og metropolitan pólsku kirkjunnar, sem er nákvæmlega jafngömul pólska ríkinu og hefur enn mikil áhrif á allan almenning í sið- ferðilegum efnum a.m.k.; fyrir utan það, að hún hefur alltaf staðið fremst eða framarlega í langri og örðugri sjálfstæð- isbaráttu, og hann hegðar sér samkvæmt því. E mbætti yfirprelátans af Póllandi hefux stundum verið líkt við embætti erkibiskupsins af Kantaraborg. Erki- biskupinn í Jórvík (York) er er „Prim- ate of England", en erkibiskupinn a£ Kantaraborg (Cánterbury) er „Prim- ate of all England". Sá er þó munur á, að „Primas Poloniæ" hefur raunveruleg áhrif og jafnvel völd, þó að í kommúnistaríki sé. Hinn gamli titill hans er „Primas Regni Poloniæ", en r.|ina „Legatus natus", og síðan á dög um kirkjuþingsins í Konstanz er hann löglegur „interrex", þ.e.a.s. konungur eða æðsti yfirmaður andlegs og verald- legs ríkidæmis í Póllandi milli kon- unga. Konungar voru kjörnir í Póllandi hér hér áður fyrri, en fengu ríki sitt ekki sjálfkrafa að erfðum, þótt kjör- geng konungsefni yrðu að vera af viss- um ættum. Hlutverk höfuðbiskups eða yfirbiskups var áð kveðja saman þing, „sejm", sem kaus sér síðan kóng. Yfir- biskupinn stjórnaði ríkinu á meðan, hann krýndi bæði konung og drottn- ingu; hann var forseti Öldungaráðsins og sat í oddvitasæti á fundum Hins æðsta leyniráðs og Krúnuráðsins. Vitanlega hefur embætti yfirbiskupsins breytzt á umliðnum öldum, en margt hinna gömlu hefða varðveitist enn, ekki sízt í hugum almennings. Framhald á bls. 9 Framkv.stj.: Siglns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieux. Matthías Johannessen. Eyjólíur Konráð Jónsson. Augfýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H.í. Arvakur. Reykjavfk. 2 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS- 27. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.