Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 12
SVIPMYND Framhald af bls. 10 út bókin „Viðhorf presta gagnvart þjóð- íélagsstefnum nútímans“. jóðfélagsvandamál áttu einnig hug hans allan, meðan á seinni heims- styrjöldinni stóð, þegar hann var kapel- lán neðanjarðarhreyfingarinnar í Varsjá. Hann hélt áfram fræðslu- og uppeldis- starfsemi sinni meðal uppreisnar- og byltingarmanna. Flestir voru þeir and- kommúnistar um leið og þeir voru and- nazistar. Stalín vissi vel, að ef neðan- jarðanhreyfingin í Póllandi, einkum þó í Varsjá, lifði styrjöldina af, ætti hann eða Rússar og óumflýjanlegur kommún- ismi með þeim ekki miklu fylgi að fagna meðal Pólverja. Því lét hann gefa neðanjarðarhreyfingunni í Varsjá upp- reisnarmerki, þegar herir hans nálg- uðust borgina. Þegar uppreisnin var haf- in, gaf hann Þjóðverjum merki um það, að herir hans mundu ekki halda inn í Varsjá þá þegar. Hitler skildi, hvað á spýtunni hékk, og útrýmdi pólskum frelsisvinum í Varsjá og borginni sjálfri í ægilegasta blóðbaði tuttugustu aldar- innar, meðan sovézki herinn beið hand- an fljóts. Því fór sem fór í Póllandi, og þótt mannkynssagan næði ekki lengra aftur í tímann, geta Pólverjar aldrei fyrirgefið Rússum þessi hræðilegu svik. yszynski hélt marga fyrirlestra meðal frelsisvina í Varsjá, og þeir komu flestir út á prenti árið 1046 undir safn- Iheitinu „Andinn á bak við vinnu okk- ar mannanna". í safnriti þessu má fræð- ast um hugmyndir hans, ekki sízt um einka-eignarréttinn. Hann styður grund- vallarreglur eignarréttarins með tveim- ur undantekningum: Þjóðfélagslegar skuldbindingar og varðveizla almanna- reglu eru honum æðri. Þar tók hann sér stöðu, sem hann hefur haldið alla tíð síðan, mitt á milli kommúnisma og kapítalisma. Wyszynski er ósættanlegur um eitt atriði: hann er á móti getnað- arvörnum af guðfræðilegum ástæðum. Eftir hinar sögulegu ákvarðanir á fundum heimsherranna í Jalta og Pots- dam, þar sem víðlendir hlutar veraldar voru seldir undir vald kommúnista, varð hin brennandi spurning um sambúð kaþ- ólsku og kommúnisma, sem tekið hafði hug hins unga prests og lærdómsmanns fanginn þegar fyrir stríð, að raun- hæfu vandamáli, sem starfandi prestur varð að taka afstöðu til daglega. P íus páfi tólfti útnefndi hann bisk- up af Lublin 4. marz 1946. Þar með var grundvöllurinn lagður að langvinnu stríði við yfirvöld kommúnista. Komm- únistar bjuggust við því, að hinn til- tölulega ungi og róttæki biskup yrði handhægt tæki í höndum þeirra við að sætta hina kaþólsku þjóð við komm- únisma. En það fór öðru nær. Hann setti þegar á stofn sérstaka deild við háskólann í Lublin, sem nefnist „Kristi- leg heimspeki“. Hann hélt fyrirlestra um þjóðfélagslegar kenningar kaþólskra manna fyrr og síðar, og hann efndi til kvöldnámskeiða og fyrirlestrafunda með al verkamanna í samkeppni við hina fámennu yfirstétt kommúnista á hverj- um stað, þar sem rætt var um samfé- lagslegt gildi kaþólskunnar. í sumum bæjum varð hlægilegt kapphlaup um fundarsókn, sem hann vann alltaf, — einfaldlega af því, að hann leyfði fyrir- spurnir á eftir og svaraði þeim á mæltu máli, — sem hinir voru ekki færir um. A.rið 1948 tók hann við embætti Hlonds kardínála og höfuðbiskups Pól- lands, eftir andlát Hlonds, og árið 1949 varð hann erkibiskup af Gniezno og Varsjá. Þessu fylgdi mikil ábyrgð fyrir yngsta biskup Pólverja, ekki sízt, þegar þess er gætt, að á þeim árum tröllreið ógnarstefna Stalínismans gervallri Aust- ur-Evrópu. Pólska kommúnistastjórn- in hafði fram að þessu ekki almennilega þorað til við kaþólsku kirkjuna, sem hefur komið með óflekkaðan skjöld út úr allri hörmungasögu Póllands. En í ársbyrjun 1950 skyldi loks látið til skar- ar skríða. Skoðanakannanir, sem eru hvergi leyfðar í kommúnistaríkjum nema Póllandi, sýndu, að unga fólkið var áhugalaust um stjórnmál og meiri- hluti þess leitaði fremur til kirkjunnar en kommissaranna í leit að haldreipi í lífinu. yszynski sendi út bréf sem „Monseigneur“ ásamt öðrum kardínála, Adam Sapieha (1867—1951) (erkibisk- upi af Kraká), þar sem ríkisstjórnin var ásökuð um „mala fide“ í nýrri löggjöf, sem heimilaði ríkisstjórninni að leggja undir sig alla líknarsjóði kirkjunnar undir því yfirskini, að þeim væri illa varið. Biskupabréfið var einsdæmi í allri sögu Stalínismans. Ríkisstjórnin varð skelkuð og leitaði sátta við bisk- upana, og 14. maí 1950 var birt sam- komulag verzlegs og andlegs valds, þar sem ríkisstjórn Póllands viðurkenndi páfa sem höfuð kirkjunnar í Póllandi. Hins vegar urðu biskuparnir að heita því að leita viðurkenningar pófa á landamærum Póllands og Þýzkalands, en fimm þýzk biskupsdæmi höfðu lent undir pólska lögsögu eftir stríðið. Þau voru öll í héruðum, sem Þjóðverjar höfðu verið hraktir úr með valdi í stríðslok, en Pólverjum gengið illa að fylla af pólskumælandi fólki. Sam- kvæmt sættargerðinni skyldi höfuðbisk- up Póllands skipa nýja biskupa, auð- vitað pólska, í þessum biskupsdæmum. Þetta dróst eitthvað hjá Wyszynski, enda voru héruðin ýmist mannlaus eða skipuð öldruðu, þýzku fólki, sem ekki hafði þótt taka því að flýja vestur á bóginn samkvæmt einhverju samkomu- lagi í Jalta eða Potsdam. Biskupsdæmin voru (pólska nafnið í svigum): Breslau í Slesíu (Wroelaw), Oppeln í Slesiu (Opole), Danzig (Gdansk), Allenstein í Austur-Prússlandi (Olsztyn) og Landsberg an der Warthe í Branden- burg (Neumark), (Gorzow Wielko- polski). Þegar biskupaútnefningin dróst á langinn hjá Wyszynski, var öll trúar- bragðakennsla bönnuð, bæði í ríkis- og einkaskólum. Þetta bráðabirgðasamkomulag Wysz- ynskis við kommúnistastjórnina þótti engu að síður dirfskulegur leikur í hættulegu tafli, því að páfi hafði vald til þess að setja hvern þann út af sakra- mentinu, sem leyfði sér að semja við bolsjevikka upp á eigin spýtur. amkomulagið var endurnýjað og látið standa í fullu gildi. Þessi „modus vivendi" varaði þó einungis skamma hríð, því að Stalínistarnir margbrutu grein eftir grein og klásúlu eftir klásúlu, til þess að þvinga fram uppgjöf eða samningaumleitanir, þar sem viðsemj- andi stæði þegar á lægri tröppu. „Primas Poloniae", Stefan Wysz- ynski, var hvergi smeykur og tók upp „aðgerðalausa andspyrnu", eins og Gandhi. í janúar 1953 var hann gerður að kardínála, (útnefndur 29. nóv. 1952), en honum til háðungar var honum neit- að um brottfararleyfi úr landi til þess að þiggja rauða hattinn úr hendi „þjóni guðsþjóna“. Deilan milli hins guðlausa ríkisvalds annars vegar og kirkjunnar og alls almennings hins vegar varð æ harðari á þessu ári. Kardínálinn hatt- lausi predikaði strítt í þeim kirkjum, sem hann komst til (í kommúnistaríkj- um verða menn að fá sérstakt vegabréf hjá lögreglustjóra til þess að komast í næsta hérað eftir fordæmi átthagafjötr- anna í Rússlandi zarsins) og aðfara- nótt 26. september 1953 ruddust leyni- lögreglumenn inn á heimili hans með 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- ekta gestapo-aðferðum kl. hálfsex að morgni og handtóku hann. N liu hofst þnggja ara hrakninga- ferð kardínálans úr einum felustað í annan, því að stjórninni í Varsjá þótti ekki óhætt að láta almenning vita um dvalarstað hans. Fyrst var hann hafður í haldi í Rywald, nálægt Graudenz, og síðar í Ermlandi. 17. desember 1953 voru allir biskupar og vísibiskupar látn- ir sverja stjórninni trúnaðareiða frammi fyrir fulltrúum ríkisstjórnarinnar, en ekki var erkibiskupi sleppt. í októ- bermánuði árið 1954 var hann sendur til fangelsis í Neðri-Slesíu. Þar voru varðhöld á honum aukin. Hann fékk ekki að lesa neitt og ekki að skrifa neitt. Honum bárust því engin bréf, og hann gat ekki sent nein bréf frá sér. Ekkert fékk hann að vita um harðnandi dedur ríkisvalds og almennings. Ári síðar, í október 1955, var hann fluttur í fangelsi í Komancza í Suð- austur-Póllandi, ekki langt frá landa- mærum Slóvakíu og Sovétríkjanna. Eftir að verkamenn höfðu gert uppreisn í Posen (Poznan) sumarið 1956 og kommúnistastjórnin í Varsjá lent í ófyrirsjáanlegum erfiðleikum, var slakað á varðgæzlu Wyszynskis. Hann notaði tækifærið til þess að senda hirðis- bréf til allra pólskra biskupa og ábótans í klaustrinu á Helgafelli í Czestoc- howa, sem innifól sundurliðaða stefnu- skrá um endurnýjun trúarbragða og kirkjustarfs. Hann minni einnig á, að í ágústmánuði ætti yfirbiskup Pólverja að vígja og helga pólsku þjóðina guði og föðurlandinu, samkvæmt loforði kon- ungs þremur öldum áður, þegar hann hét þessu ásamt sérstakri Maríudýrkun eftir sigurinn yfir hinum sænsku innrás- arherjum. Um leið gaf Wyszynski út leiðbeiningar um undirbúning tíu alda afmælis kristnitöku í Póllandi árið 1966. í öðru hirðisbréfi stakk hann upp á því, að í framtíðinni yrðu þjóðræknistil- hneigingar almennings ekki fordæmdar. í október árið 1956 komst Gómúlka til valda í Póllandi. Stjórn hans leysti Wyszynski úr haldi og bað hann koma til Varsjár. Hann gerði það og var þar viðurkenndur sem höfuð pólsku kirkj- unnar. Fljótlega lentu þeir tveir þó í deilum, en nú hefur ríkisvaldið þó leyft „til bráðabirgða", að nemendur á öll- um námsstigum megi sækja tíma í kristnifræðikennslu utan ríkisskóla, „ef það truflar ekki nám þeirra“. Þarna var sleginn varnagli, sem yfirvöld kommúnista eiga að segja til um og meta. egar kardínálinn kom til Varsjár 28. október 1956, skrifaði hann og birti bréf til verkamanna og stúdenta, þar sem hann þakkaði stuðning þeirra á umliðnum og erfiðum árum. Síðan hélt hann til Czestochowa, þar sem hann gaf út biskupsbréf til presta og annarra trúaðra. 1 bréfi þessu segir hann, að stefna pólsku kirkjunnar verði fram- vegis endurreisn frelsisins, sannleikur og réttlæti í mannlegum og kristilegum kærleiksanda. Þar fordæmir hann hat- ur og pólitík, sem leiði til haturs. Samskipti hinna tveggja nýfrelsuðu manna, Gómúlka og Wyszynskis, urðu brátt örðug. í ijós kom, að Gómúlka vildi viðhalda einræði kommúnismans. Árið 1961 mótmælti kardínálinn því í stólræðu, að ríkisvaldið seildist æ lengra inn á svið kirkjunnar, „en þrátt fyrir þessar ofstopafullu aðgerðir, biðjum við um miskunn og meðaumkun og lýsum því yfir frammi fyrir guði almáttugum, að við fyrirgefum óvinum okkar af öllu hjarta“. sf egar ástandið versnaði, varaði Wyszynski við „gerræðisfullri sjálfs- þóttastefnu alræðisríkja" og skoraði á presta að hræðast hvergi, heldur fylgja dæmi sínu um hugrekki og traust á guði. Hann skoraði á ungt fólk að forð- ast leti og seinlæti hjartans og hugans, (,,accidia“), bað það um að láta sér ekki á sama standa um alla hluti, heldur ganga mót framtíðinni staðfast í lund og óhrætt í huga, meðvitandi um hina einstöku afstöðu Póllands í meira og minna mótsnúnum heimi. Hann bað kennara í guðs nafni að uppfræða æsku- lýðinn í ást á sannleika og frelsi, — tveimur hversdagslegum orðum, sem skildust því betur hverjum manni, sem hann saknaði þeirra meira. „Við höf- um þessi tvö orð ávallt á vörunum, en er sem mér sýnist, að menn séu orðnir leiðir á þeim vegna misnotkunar? Gleymið ekki inntaki þeirra, því að án þeirra tveggja er hvorki guð né maður til". Hann skoraði á blaðamenn að verja almenn lýðréttindi, sem væru fótum troðin. Hann skoraði á lögfræðinga að sjá til þess, að glæpir, verri en þeir, sem Rannsóknarrétturinn spánski drýgði, yrðu ekki endurteknir í nafni „sósíalistískra lagagreina". yszynski hefur aldrei látið hjá líða að gagnrýna getnaðarvarnir, leik- mennskutrúarbrögð, kæruleysi í trú- málum og æsifrétta- og kynórablöð. Rómversku krúnunni hefur hann verið trúr og dyggur, þótt hann hafi lagt áherzlu á sjálfstæði biskupa í einstökum efnum. Hann hefur beðið páfann opin- berlega um að skilja, fyrirgefa og treysta pólsku kirkjunni fullkomlega. Hve lengi verður honum eða henni óhætt? SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 Og það næsta var eitthvað, sem um munaði. Stór, þung skepna lá í vegi fyrir honum: snigillinn var úti, lá eins og smá-hæðardrag í landslaginu, gljá- andi af feiti í mjúku grasinu. Hafði vin- gjarnleg augu á stilkum og húsið á bakinu. Maurinn fór þangað og læsti skoltun- um beint í spikið á honum. Það var bragð af þessu. En vingjarnlegu snigla- augun hurfu í einni svipan. Allur þessi sleipi skrokkur fór að draga sig sam- an og þrengja sér inn í húsið. Maurinn hafði náð góðu taki og sleppti ekki. Hann læsti aðeins skærunum dýpra og honum var blátt áfram þrýst inn í snig- ilinn í breiðum húsdyrunum. Þarna varð kæfandi þröngt og ómögulegt. Hann langaði til að selja upp, en því varð ekki einu sinni við komið. Um stund var svo að sjá, sem hann myndi síga inn í ankringisleg sniglagöng og líða þar undir lok. Hann sparkaði og rótaði og tók andköf, varð að sleppa tökunum og fara aftur á bak. Oskureiður losaði hann sig úr þessu mjúka hvapi og komst aftur út undir bert loft, gljáandi af fitu um all- an skrokkinn. Hann varð að standa of- urlitla stund og ná andanum. Ekki hafði hann fyrr numið staðar, en agnarlegu örverpi skaut upp úr jörð- inni og fór sá að gæða sér á feitinni á skjöldum hans. Maurinn skóf sig um bakið með einum fætinum, náði átvagl- inu og át það. Það bragðaðist engan veginn. Hann skellti skoltunum í ofsa- bræði og fór. Snigillinn skaut út auga og skimaði á eftir honum. Jörðin var nú orðin vel þurr. Þá losn- aði hann við þessa hvimleiðu dropa af stráunum. Nú var allt eins og það átti að vera. Þurrt og stingandi. Maurinn glamraði áfram í ofurkappinu. Honum varð litið á eitt stráið og af- réð umsvifalaust að hafa það með sér heim. Það var í engu frábrugðið öðrum stráum, en það skyldi með. Hann hafði 27. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.