Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 8
ISLENZK HEIMILI Stundum hefur því verið haldið fram, að landinn sé þungur á brún og erfitt sé að kom- ast inn úr skelinni eins og það er orðað. Einhver sannleikur kann að vera í því, en samt eru þó sumir ávallt glaðir og kátir, leika á als oddi. Ef til vill eru þeir aðeins und- antekning, sem sannar regluna, en hvað um það, heimilið, sem við heimsóttum nú fyrir skömmu telst til undantekninganna, ef reglan á sér einhverja stoð. Að Karfavogi 41 er mannmargt og glaðvært heimili. Þar búa hjónin Sól- veig Eggerz Pétursdóttir, listmálari og Árni Jónsson, fulltrúi í Belgjagerðinní, ásamt fjórum börnum sínum þeim Sig- rúnu, Elínu, Helgu og Stefáni Pétri og að ógleymdum tilvonandi tengdasyni, Ólafi Hrólfssyni, unnusta Sigrúnar. Þegar þeir feðgar, Árni og Stefán Pétur, bjóða okkur til stofu, verður okkur strax ljóst, að húsráðendur eru einkar listrænir, enda húsmóðirin lands- kunn fyrir sérstæða og frumlega list- sköpun. Stofan er stór, borðstofa og setustofa út í eitt, og í einu horninu stendur ruggustóll, húsbóndastóllinn. — Þegar maður er kominn á fimmtugs aldurinn, segir Árni, hafa slíkir stólar sem þessi róandi áhrif á mann og kann- ski það sé þess vegna, sem fjölskylda mín gaf mér hann, bætti hann svo við og kímir til frúarinnar. i einu horninu er hilla með mörg- um ölkrúsum frá ýmsum löndum. Þar er m.a. ölkrús frá Bretlandi, Skotlandi, Þýzkalandi og fleiri löndum. Á skáp í borðstofunni eru eldgömul vínglös, silfr- aður ávaxtadiskur úr kopar og gamall teketill frá Sheffield, allt í fallegum „antik-stíl". — Þið hefðuð átt að koma til okkar og heimsækja okkur rétt eftir stríðið. Þegar stríðinu lauk, fórum við til Eng- lands og bjuggum þar um tíma. Þá keypt um við okkur húsgögn, sem voru kín- versk, sérstæð mjög. Þau voru til sölu í fornsölu, sem síðan varð gjaldþrota og var allt seit á uppboði. Þessi húsgögn voru upprunalega eign kínverska sendi- ráðsins í London. Ég man, að ég þurfti alltaf að vera að þurrka af þeim, því að ryk vildi safnast í útflúrið. Húsgögnin urðum við svo að smáselja, þegar við byggðum húsið og vorum að greiða nið- Fj'ilskyldan í stofunni talin frá vinstri: Elín, Sig lín, Ólafur, Helga, Árni Jónsson, Sólveig Eggerz og Stefán Pétur. Málverk- ið fyrir ofan sófann heitir „Haustlitir" og er eftir Sólveigu. ( (Ljósm. Sv. Þorm.). Þau fara ágrasafjall á sumrin ur afborganir af því. En þessi lampi, sem þið sjáið þarna, segir Sólveig og bendir okkur á forkunnar vel gerðan lampa, er stendur þar á borði. — Hann er hið eina, sem eftir er af þessum kín- verskú munum. Lampinn er úr rauðaviði og sýnir kín- verskan landbúnaðarguð. í borðstofunni er stór og mikill við- ardrumbtir. Hann segist Árni hafa fundið í Örfirisey og er hann sjósorfinn, þannig að úr honum má sjá hinar ýmsu kynja- myndir. — Þetta er allra skemmtilegasta högg- mynd, gerð af náttúrunnar hendi, reka- viður, fíklegast gamall bryggjustaur, segir Árni. — Þannig er unnt að finna Sigrún, elzta dóttirin á heimilinu, og páfagaukurinn Stubbur. í náttúrunni alls kyns furðuhluti, hafi maður einungis auga fyrir þeim. ¦ " AU hjón hafa það svo sannarlega í ríkum mæli. Á borðstofuborðinu stend- ur mæliglas, hátt og mjótt, sem í eru is- lenzkir steinar í öllum regnbogans lit- um, einkar skemmtilegt og fagurt. Þá er þar líka skál með íslenzku lyngi og mosa. Kennir þar ýmissa grasa í orðsins fyllstu mérkingu eins og t.d. sortulyngs, bláberjalyngs og hrútaberjalyngs. Á hrútaberjalynginu eru ber, rauð og fal- leg, og þegar við undrumst, hve vel þau hafa varðveitzt, segir frúin, að stofuhit- inn þurrki lyngið svo vel, að það haldi sér óskemmt fyrir augað. — Við förum á grasafjall á hverju sumri, segir frú Sólveig. — Sumarbústað- urinn okkar, sem við köllum „Himna- riki", því að þar eru allir svo sælir, er á Miðdalsheiði rétt fyrir ofan Króka- tjörn. Þar tínum við grös og drekkum blóðbergste og þar una allir glaðir við sitt. Á vegg í borðstofunni hangir mynd eítir Svein Björnsson og önnur eftir Kjarval. Sitt hvorum megin eru tvær styttur úr kopar. Eru þær enskar að uppruna og er önnur af Apollóni, gríska söng- og skáldskaparguðinum, og hin af Díöríu, rómversku veiðigyðjufmi. Við spyrjum nú Sólveigu, hvernig gangi að samrýma heimilisstörfin og listina, og hún svarar: — Alveg prýðilega. Ég gríp í þetta, þegar ég hef tíma til, í stað þess að tala í simann eða fara á kaffiflandur til vin- kvennanna. Ég gæti þess, að það komi ekki niður á heimilinu, enda yrði ég ekki mönnum sinnandi, ef svo væri, og þar af leiðandi ónýt við listina. í stofunni er stórt málverk eftir frúna sem hún kallar „Haustlitir". — Ég hef nú ekki gert mikið af því ¦ aö hengja upp myndir eftir sjálfa mig Lyngskálinn og mæliglasið með íslenzk- um steinum. hér, segir Sólveig, en einhvern veginn atvikaðist það svo, að þessi hafnaði hér, og nú erum við farin að kunna svo vel við hana, að við getum ekki hugsað okkur stofuna án hennar. Ju IST Sólveigar Eggerz er mjög sérstæð og skemmtileg. Hún málar mik- ið á spýtur og annað úrgangstré og fær út úr því hinar skemmtilegustu mynd- ir. Okkur finnst þetta mjög frumleg hug- mynd til listsköpunar og spyrjum því 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 27. marz 19G6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.