Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 1
Arni Oia: að geta hýst 16 glæpamenn og 54 af- brotamenn. Haíði því verið valinn stað- ur þarna vegna þess, að alltaf væri hægt að fá ull með góðu verði hjá verk- smiðjunum handa föngunum að taeta, og svo lægi það svo vel við sjó, að alltaf gætu fangarnir aflað nóg í soðið. — Árið 1816 rak Castenskj|öld stiftamtmað- ur fangana burtu úr húsinu og sendi þá á sina sveit. Nokkru seinna tók Moltke greifi sér þar bústað og breytti húsið þá um nafn og var nú kallað Kóngsgarður. Seinna bjó svo landshöfðingi þar og vár það þá nefnt Landshöfðingjahús. Árið 1904 þegar innlend stjórn vax sett á laggirnar, settist hún þarna að með skrifstofur sínar, og síðan hefir húsið verið kallað Stjórnarráð. Þetta hús get- ur staðið um aldur og ævi — og ætti að standa um aldur og ævi. Úr sögu Reykjavíkur inu sinni verður allt fyrst H vað var upphaf eða hversu spurði Gangleri í Hávahöll, er hann vildi fræðast um sköpun heimsins. Sama spurning er á vörum allra þeirra, er fræðast vilja um sköpun hofuðborgar íslands. Hér skal nú reynt að leysa úr því „hvernig hóíst", því að allmikinn fróðleik er þar að finna um framvindu tím- ans í Reykjavík. Þó skal aðeins far- ið yfir gelgjuskeið bæjarins, fram að þeim tíma er hann taldist aldar- gamall, og skiptist það í tvo þætti, íyrstu 50 árin og önnur 50 á<r. I. »3 aiga höfuðborgarinnar telst hefj- ast með því, að litlu fiskimannaþorpi á Seltjarnarnesi eru veitt kaupstaðar- réttindi 1786. En grunnur höfuðborgar- innar var þó gerður 34 árum fyrr, er Skúli Magnússon landfógeti hóf að reisa hér innréttingarnar". Þá risu fyrstu timburhúsin í Reykjavík, 5 að töiu, og FYRRI HLUTI þá hófst skipulag bæjarins með myndun eiztu götunnar, Aðalstrætis. Sú gata ttilýtur því að teljast eldri en borgin, ef miðað er við árið 1786. Og eitt af timburhúsunum, sem þar rísu þá, stend- ur enn (Aðalstræti 10). Með stofnun verksmiðjanna hófst hér fjölbreyttur iðnaður (tóvinna, járnsmíði, færaspuni, beykissmíði o.fl.). Þá hófst einnig útgerð með skútum. Konungur gaf hingað tvæx duggur, sem kallaðar voru Friðriksósk €>g Friðriksgjöf, og síðan lét Skúli smíða þriðju dugguna og kallaðist hún Haf- frú. Hún var smíðuð úti í Örfirisey 1755 ©g þar með hafin hafskipasmíð í Beykja- vik. Þessi dugga var höfð í ferðum til hafna úti á landi til að selja klæði frá verksmiðjunni og kaupa ull í staðinn. Ein duggan var eitt sinn send norður á Strandir að sækja rekavið, en annars áttu þær að stunda fiskveiðar með hand- færum. Útgerð þeiro-a borgaði sig ekki og eftir fá ár voru þær allar seldar. Fyrsta steinhúsið reis í Arnarhólstúni. Var smíði þess ihafin 1764 eða fyrir rúmum 200 árum, en henni var ekki lokið fyrr en 1770. XJpphaflega var þetta tukthús og átti 8- /¦¦¦ f) n i) Uppdiauux M tieykjavík 50 ára gamalli (1836). Fyrsti kaHpmaður í Reykjavík var Christian Sunckenberg, danskur maður, sem hafði verið forstjóri kon- ungsverzlunarinnar. Þegar verzlun var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, keypti Sunckenberg bæði Reykjavíkur- verzlunina . og Eyrarbakkaverzlunina. Verzlunarhúsin sem fyrst voru í Ör- firisey höfðu verið flutt áður og sett nyrzt við Aðalstræti, rétt ofan við Gróf- ina. (Þar er nú verzl. Geysir). — En fyrsti kaupmaður, sem fékk hér út- mælda lóð til verzlunarrekstrar, var Kristoffer Kahr, stórkaupmaður í Björg- vin. Þessi lóð var austan við Austur- stræti og reisti Kahr þar verzlunarhús 1788 gegnt Sunckenbergsverzlun, eða litlu sunnar. Verðlaun fyrir byggingar. Með konungsúrskurði 1789 var l&itið verðlaunum þeim, er reistu hús á kaup- staðarlóðinni, og áttu þau verðlaun a5 nema 10% af byggingarkostnaði. Nokkr- ir hlutu þessi verðlaun. Fyrsti íslenzkur kaupmaður í Reykjavík var Páll Brekkmann. Hann fékk lóð austan við Kahr og þar reisti hann í félagi við Einar Þórólfsson frá Engey verzlunarhús og íbúðarhús úr timbri árið 1789. Þetta hús var á horni Veltusunds og Hafnarstrætis. Fyrsti skóli í Reykjavík var Hólavallarskóli og hófst hann sama árið og Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Þetta var hinn gamli Skálholtsskóli, er fluttur hafði verið hingað. Svo var hann fluttur að Bessa- stöðum og senn til Reykjavíkur 1846 og kallast nú Menntaskóli. — Þegar Hóla- vallarskóli byrjaði, hlóðu skólapiltarnir vörðu efst á Arnarhólsholti og kölluðu Skólavörðu. Hún tók miklum breyting- um seinna og var orðin að útsýnisturni, en við hana voru bundnar minningar jafn gamlar kaupstaðnum. >ví miður var hún brotin niður 1931. Mikill fram- farahugur er virðingarverður, en hann má ekki brjóta niður allt hið gamla, því að „án fræðslu hins liðna sést ei hvað er nýtt". Hátignarmóðgun. Þegar á fyrsta ári kaupstaðarins bar svo við, að sóknarpresturinn, séra Guð- mundur Þorgrímsson, sektaði vinnu- mann Levetzows stiftamtmanns fyrir helgidagsspjöll. Hafði hann rokið á burt úr Viðey á sunnudegi þegar byrjað var að samhringja. Þetta kallaði stiftamt- maður „hátignarraóðgun" af því að í hlut átti starfsmaður æðsta fulltrúa há- tignarinnar hér á landi. Fór málið fyrir Cansellí, en þar fékk stiftamtmaður á- vítur fyrir heimsku sína. Faðir Reykjavíkur hefir Skúli Magnússon fógeti oft ver- ið kallaður. En sama árið og Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi, var honum vik- ið frá embætti, vegna baráttu sinnar fyrir verzlunarfrelsi, þótt öðru væri bor- ið við. Var það afsetningarmál á döf- ínni fram til 1793, en þá var ákveðið að Skúli skyldi fá lausn í náð vegna elli og lasleika og fá full eftirlaun. Kaupstaðarlóð Reykjavíkur var ákveðin 1787. Takmarkaðist hún af Grjótabrekkunni að vestan, tjörninni að sunnan og læknum að austan, og var alls 30462 ferfaðmar. Innréttingarnar. Samkvæmt ákvörðun tveggja nefnda var ákveðið 1790 að leggja niður inn- rettingarnar (verksmiðjurnar) í Reyícja- vik, og hófst sala húsa þeirra þegar á næsta ári. Fyréti oomkirkjuprestur var séra Guðmundur Þorgrímsson. Hann atti aldrei heima í Reykjavík, heldur bjó hann á Lambastöðum. A hans dogum var heldur engin dómkirkja hér, hún var í smíðum og átti svo að heita' að hún væri messufær haustið 1796, eða Framhald á bls. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.