Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 14
stráanna. Yfir honum rumdi I mettri kýrvömbinni eins og af þrumuveðri. Loksins komst hann aftur fram í dags- ljósið. Var ekki eins klesstur og hann hafði haldið. En ekki var hann blíðux á manninn. Hann greip heiftartaki í kúna og togaði eins og hann gat. Hún haggaðist ekki. Hann tæmdi úr sýru- geyminum yfir hana. Hann var reiður og glorhungraður. tr ess vegna bragðaðist blóðþrútin þeffluga heldur ekki amalega. Þarna lá ein og mókti, hún hafði étið yfir sig af kúablóði. Maurirm dembdi sér yfir hana og hjó hana þar sem hún var hör- undssárust. Svo var bara að taka til mat- ar síns. Maurinn át hvern bitann af öðr- um og þegar hann hafði fengið nóg, tók hann leifarnar af þefflugunni með sér. Það var hið versta strit, en því miðaði þó í áttina. Jarðvegurinn var illur yfirferðar. Þarna lá lítil, græn lirfa, sem hann át. Hismið af henni tók hann með sér. Hann rogaðist þar til hann blánaði í framan. Rykið lagðist í andlitið á honum þ'ví að hann megnaði ekki að lyfta höfðinu, klyfjarnar þrýstu honum niður. Hann arkaði lengra með bakhlutann á undan. Það var verst með augun, sem fengu hverja stunguna af annari. Brennheit sólin var horfin. Það var ekki vegna þess, að kvöldsett væri orð- ið, hann var bara kominn inn í skuggann af húsi. Það tafði ekki fyrir honum, hann stefndi rakleitt á vegginn. Vegg- urinn var ekki sléttari en svo, að það tðkst, en byrðarnar voru of þungar. Óð- ar og hann var kominn spölkom upp, hrapaði hann niður aftur. Þegar hann hafði gert það hundrað sinnum, var hann svo ofsareiður, að hann komst hálfa leið upp með afturhlutann á und- an. En í reiði sinni steig hann líka út í loftið tómt og þar með var hann kom- inn á fleygiferð niður á jörðina aftur með hlassið í klónum. Það fór ekki slysalaust. Hann kom niður á milli smásteina og kramdi á sér auga og tómur sýrugeymirinn lagð- ist saman. Föngin, sem hann bar, flugu hvert í sína áttina og áður en hann gæti jafnað sig, var ókunnur maur lagð- ur af stað með þeffluguna og stór fugl hafði tínt lirfuhismið upp. Hann byrj- aði aftur að skríða upp. (Hálflaraður var hann en miðaði þó fet fyrir fet. Veggurinn var óendanleg- ur. Að hann hafði kramizt á auga gerði það að verkum, að hann gekk í stóra hringi. En hann hélt áfram. Hann raikst á op í veggnum og fór umsvifalaust inn. Hann hafði næma þef- skynjun og þarna að innan lagði þef, sem hann hafði aldrei fundið fyrr, en batt nú enda á alla bræðina og ofur- kappið og allt saman. Það var sykur. Mr arna stóð skál með molasykri. Maurinn var kominn í hvíta hrúguna, nærri því áður en hann skynjaði, hvað hann gerði. Hann sat þar falinn og beit og saug. Hann át og át. Bragðið yfirgekk all- an skilning. Hann ætlaði aldrei að fara héðan. Aldrei að hreyfa sig framar. Að- eins éta. Skálinni var lyft upp og hún borin inn á kaffiborðið. Hann varð þess ekiki var. Sat falinn undir sykurmola og át. Litlu seinna var sykurmolinn tekinn upp og lagður niður í sjóðandi heitan kaffibolla. Sykurinn bráðnaði úr stirðn- uðum klónum á honum og hann flaut ofaná. Hann hafði hlotið sinn bana. Honum var í skyndi fleygt út um op- inn gluggann með öllu, sem i bollanum var. í hvissandi boga niður í grasið. Óðara kom urmull af smákvikindum upp úr jörðinni og fór að éta hann. Torfey Steinsdóttir þýddi. — Húmanismi Framhald af bls. 4. mikilvægt fyrir þroskun persónuleikans, hefur stytzt til muna. Þetta ásamt auknu stressi verður þess valdandi, að margir ná aldrei fullum geðlþroska — verða geðvisnir — en geðvis lýsir sér í því, að geta ekki sýnt þá sjálfsafneitun í bili, sem nauðsynleg er til þess að keppa að fjarlægu marki. Slíkir menn sjá aðeins það keppikefli, sem er í næsta námunda við þá og snertir þá sjálfa, og það verður að grípa þegar í stað, án tillits til annarra. Hjá þeim eru bilaðar þæir hömlur, sem eru frum- skilyrði menningarinnar, gerir manninn að hæfri félagsveru og traustum þegni í þjóðfélaginu. Ábyrgðarleysi og ístöðu- leysi gagnvart sínum eigin augnabliks- hvötum er mest áberandi í fari þeirra. Margt hjónaband og heimilislíf strandar á þessu skeri. Almenningur gerir sér að jafnaði ekki Ijósan muninn á taugaveiklun (neurosis), geðveilu, sem hér er kölluð geðvis (psyohopathia), og geðveiki eða sálsýki (psychosis). Taugaveiklun er skortur á aðlögunarhæfileik, nokkurskonar of- næmi fyrir srtressi, þar sem einstakling- urinn gerir sér ljósan veruleikann, en bregzt við honum á rangan hátt. Geð- visinn (sbr. pervisi) einblínir svo á skjóta uppfyllingu sinnar eigin ósk- hyggju, að hann gefur ekki gaum að ábyrgð og skyldum, en sálsjaikan mann skortir möguleikann til að gera sér rétta grein fyrir veruleikanum og sér því staðreyndir í villuljósi. Geðvisinn er tal- inn ábyrgur gerða sinna af dómstólum, en sálsjúki maðurinn ekki. í þessu samibandi er rétt að minnast á andlegar farsóttir, sem ekki eiga skylt við sálsýki frekar en t. d. mislingar við líkamsheiisu manna að öðru leyti. En menn eru misjafnlega næmir fyrir mislingum og svo er einnig gagnvart þeirri múgsefjun, sem hrindir andlegum farsóttum af stað, og kemur öryggisleysi þar einnig einkum til greina. Gyðinga- hatur hinnar gáfuðu og dugmiklu þýzku þjóðar á dögum nazismans er dæmi um slíka farsótt, sem kom upp í öryggis- leysi kreppuáranna, svo og tíðar stjórn- arbyltingar og aðrar ofsafengnar mót- mælaaðgerðir nú á tímum viiða um lönd, en frægasta dæmið frá fyrri öldum er galdrabrennuæðið, sem jafnframf er ein sú lengsta andleg farsótt, sem sagan greinir frá, því að venjulega ganga þær fljótt yfir og mynda oft ónæmi á eftir. Stundum er þeim hrundið af stað af ófyrirleitinni valdastreitu, en oft eru að verki sem smitberar geðvisar, sem skortir andíégt jafnvægi öðrum fremur. Slíkir menn hafa líka oft forustuna í þeim ungþrjótaflokkum, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni. Um sálarlegar orsakir afibrota og þá einkum áhrif óholls æskuumhverfis fjallar bókin Crime and Mind (1948) eftir Walter Bromberg, áður yfirlækni við sálsýkisdeild Bellevue-spítala og aðalráðunaut æðsta sakadómsins í New York. Þar er gerð ljós grein fyrir geð- visum í sambandi við ofbeldisverík, áfengi og nautnalyf, svindl, kynferðis- afbrot, kynvillu og sifjaspell, þjófnað, rán og morð. Rætt er þar og um læknis- fræðilega og sálfræðilega meðferð slíkra manna, en ekki er rúm til að rekja þessi efni nánar hér. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 6 dómi meistarans eins og maður hennar og þótti mikill heiður að njóta viníengis hans. Þau hjónin áttu ágætt landsetur fvrir utan borgina og þar var Johnson alltaf velkominn. Þarna fékk hann úr- vsls mat og drykik og þarna var dekrað við hann og hann naut sín. 1773 fóru þeir Boswell í ferðalag til skozku hálandanna og Hebrideseyja. Fjarlægir staðir þar sem fólk lifði frum- stæðu lífi vöktu mjög forvitni manna á þessum tímum og á þessum slóðum var talið að fólk lifði við sv-ipuð kjör og á miðöldum og hættir allir og siðir voru taldir mjög frumstæðir. Fyrir áeggjan Boswells var ferðin hafin og reyndist doktorinn hinn duglegasti ferðamaður, þótt hann væri þá orðinn sextíu og fjögurra ára gamatl. Þeir settu báðir saman bækur um þessa ferð og eru báðar ágætar. Johnson fór einnig í ferða- lag með Thrale-hjónunum um Norður- Vfales 1774 og sú ferðasaga var prent- uð 1816. Um páskana 1777 fékk hann heim- sókn nokkurra manna, sem voru fulltrú- ar fjörutíiu bðksala í London, sem báðu hann um að sjá um útgáfu safnrits enskra skálda og rita ævisögu skáld- anna. Þessi bók er eitt bezta verk John- sons. Hann var mikill meistari persónu- lýsinganna, þess að draga fram ein- kenni og sérstæði einstaklinga. Þessi bók varð þegar mjög vinsæl. Þótt höf- undur slægi oft fram hæpnum skoð- unum og fuliyrðingum, þá er bókin mjög skemmtileg. Nú tekur að halla undan fæti, hann missir ýmsa nána vini sina, Henry Tharle deyr og missætti kemur upp milli ekkjunnar og doktorsins, við það að hún giftist ítölskum hljómlistar- rnanni, sem hún ein virðist hafa séð eitt- hvað við. Þetta hjónalband varð John- son tii leiðinda og vakti með honum sárindi, sem minna nokkuð á afbrýði- semi. Síðustu árin þjáðist hann mjög af sma og lézt 13. desember 1784. Þessi sýnisbók verka Johnsons er ágæt- lega valin og inngangur útgefanda ítar- legur og tengdur Verkum hans. Verk doktorsins eru góð en hann var sjálfur enn betri og hans sjálfs er fyrst og fremst að leita í riti Boswells. ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 7 þegar hann lét taka niður Arnarhól; þar er nú græn þúfa, og sönn bæjarprýði að. Nú er aftur kotunum að fjölga uppi í holtunum, að sama skapi sem húsun- um á fletinum. Væri nær að úthluta þeim, sem þurrabúðir vilja reisa þar í nánd, svæði einhvers staðar við sjóinn öllum samt, svo þar af mætti verða fiskimannaþorp, sem minni væri óprýði að. Sýnist mér þeir, sem slóra svo marg- an dag hvort sem er, og eru að labba um strætin með hendur í vösum, eða styðjast fram á búðarborðið í brennivíns sníkjum, ekki vera of góðir til að aka þangað steinum til bæjargerðar. En ekki er heldur fullnægt fegurðar- innar kröfum í bænum sjálfum; nýju húsunum er hrófað upp öldungis f blindni, án nokkurrar aðgæzlu á því hvað laglegast sé, eða haganlegast verði síðar meir, þegar þrengjast fer. Nýja strætið Langafortov sem gengur jafn- síðis Ströndinni (ef við eigum að dirf- ast að kalla röndina meðfram sjónum eins og fjölfarnasta strætið í Lundúna- borg) mátti verða fallegt stræti, því Kóngsgarðurinn blasti rétt á móti því, en þegar vestureftir dregur hefir tekizt svo ólaglega til, að það beygist allt til hægri handar niður undir hús Jóns Gíslasonar — sællar minningar. Bæjar- menn segja, að öðru hafi ekki orðið við komið, því gamla húsið hans Thorodd- sens hafi orðið að ráða stefnunni; en þar var hægt úr að ráða: láta strætið halda sinni stefnu eftir sem áður og húsið fyrst um sinn lenda þar sem verkast vildi, því nærri má geta, að það sem nælt er saman úr fjölum muni einhvern tíma trosna, og var þá kostur að þoka hússtæðinu þangað sem vera bar, er byggja skyldi í annað sinn. Svo er ævinlega með farið, þegar menn vilja ná bugðum af strætum. Þar að auki er strætið of mjótt þegar vesturetftir dreg- ur. ímyndaðu þér þessa götu (Langafor- tov) beina og tvær aðrar jafnhliða henni eftir endilöngum Austurvelli, en þess- ar aftur þverskornar af öðrum þrem- ur neðan frá sjó og upp undir Tjörnina, þó að það sé nú einnig aflaga borið, þar eð húsin á Austurvelli, svo fá sem þau eru, slysast þó til að standa þvert fyrir öllum þeim, sem þessi stefna hefði átt að vera ætluð. ímyndaðu þér kaup- torg upp frá sjónum fyrir miðri strönd- inni, og annað torg fallegra með norð- urvegg kirkjunnar á eina hlið og til hinna þriggja: háskóla, menntabúr og ráðstofu, en á miðju torginu heiðurs- varða þess manns, er slíku hefði til leiðar komið. Settu ennfremur suður með Tjörninni að austanverðu skemmti- göng, og kirkjugarð hinum megin sunn- an til á Hólavelli — og þá sérðu hvern- ig mig hefir dreymt að Reykjavík eigi að líta út einhvern tíma“. Rétt er að gefa nokkrar upplýsingar viðvxkjandi þeim nöfnum, sem eru í þessu bréfi: Peter Fjeldsted Hoppe var stiftamt- maður 1824-29. Hann lét rifa bæinn á Arnarhóli og slétta yfir rústirnar. —- Hús Jóns Gíslasonar stóð nærhæfis þvl sem nú er norðurhorn Aðalstrætis og Austurstrætis. — Hús Thoroddsens var kennt við Klement Lint Þóroddsson skraddara frá Reykhólum, sem reisti þetta hús 1825. Þarna stendur nú ísa- foldarhúsið, reist 1886. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.