Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 10
SIMAVIÐTALIÐ Kolakraninn hverfur — 12951. — Reykjavíkurhöfn. — Þetta er hjá Lesbók Morg- unblaðsins, er hafnarstjóri við? — Andartak. • • -. .. • • • ¦ •• •¦ ••¦• — Gunnar B. Buðmundsson. — Góðan dag, Lesbók Morg- unblaðsins. Það er oft kvartað yfir þrengslum í höfninni hjá ykkur? — Já, það kemur fyrir. En þetta stendur vonandi allt til bóta. — Eru það einkum trillubáta eigendur, sem kvarta? — Jú, ég held að svo sé. Annars eru það innan við tutt- ugu eigendur trillubáta, sem stunda héðan róðra sem at- vinnu. Aðrir stunda þetta sem hálfgert sport og það er vori- laust að uppfylla óskir manna um skemmtibátahöfn innan núverandi hafnar, eins og mál- um er komið. Auk þess skapa þessar skemmtisiglingar oft stórhættu hér í höfninni, ekki sízt fyrir siglingamennina sjálfa. Menn hafa jafnvel rek- izt á smástráka að gaufa nér í myrkrinu, ljóslausir — inn- an um stóru skipin. Slíkt getur orðið þeim stórhættulegt, enda á þetta tvennt ekki saman. — Já, stóru skipunum fjölg- ar stöðugt í höfninni. — Á síðasta ári voru skipa- komur tæplega fjögur þúsund, eða álíka og árið áður. Hreyf- ingin í höfninni hefur því ekki aukizt mikið, en hins vegar hafa athafnirnar við höfnina aukizt, því að vörumagnið, fermt og affermt, fór þá í fyrsta sinn yfir eina milljón tonna. — Hvert er hlutfallið milli erlendra og innlendra skipa? — Af þeim fjölda, sem ég nefndi, voru liðlega 500 skip- anna útlend — og það er lítið eitt meira en árið áður. Saman- lögð stærð allra skipa, sem í hófnina komu á síðasta ári, var um þrjár milljónir br)ittólesta. — Og með vörumagni eigið þér líka við afla, sem lagður er á land? — Já, hann var 98 þúsund tonn. Annars eru olíur og benz- ín stærsti einstaki liðurinn af innfluttri vöru, liðlega 483 þús- und tonn. — Og í heildartölunni er líka innifalin varan, sem skip- að er út í strandferðaskipm, vara sem skipað er á land — og síðan aftur um borð í annað skip? — Já, annars eru þessir vöruflutningar orðnir hverf- andi litlir, minnka ár frá ári. Bæði vegna þess, að skipafé- lögin flytja æ meira beint frá útlöndum til hafna úti á landi — og líka vegna þess, að dreif- ing vörunnar út á land fer í vaxandi mæli fram með bílum. — En eru ekki vaxandi þrengsli í höfninni, oft erfitt að fá viðlegupláss? — Samkvæmt skýrslum okk- ar var á síðasta ári rúmlega eitt skip á viðlegupláss í höfninni — allan ársins hring — og er þá miðað við þann hluta hafn- arinnar, sem nýttur er af futn- ingaskipum og togurum. Ef fiskibátarnir yrðu reiknaðir með væri hutfaiiið enn hærra, því að þeir liggja oft margir hver utan á öðrum. Annars lengdist viðleguplássið á síð- asta ári um 150 metra — og ný bryggja í vesturhöfninni mun væntanlega lengja þetta um aðra 150 metra á þessu ári. Heildarviðlegupláss verður þá 3,300 metrar, en verður um 4 þús. metrar, þegar allir mögu- leikar í höfninni verða fullnýtt- ir. — Og þið eruð byrjaðir að hugsa um Sundahöfnina svo- nefndu? — Já. Reiknað er með, að íramtíðarhafnarsvæði nái frá Laugarnestöngum inn í Graf- arvog — og fyrsti áfanginn verður gerð 400 metra hafnar- bakka í Vatnagörðum. Þar verð ur siéttað og uppfyllt athafna- svæði milli 20 og 30 hektarar — og reiknað er með 1200 fer- metra hafnarskemmum. Þar á ég við þau hús, sem taka við vörunni beint frá skipshlið, en hægt verður síðan að reisa á þessu svæði annað húsnæði til vörugeymslu. , — Og er gert ráð fyrir ný- tízkulegum aðferðum við ferm- ingu og affermingu? — Jú, við reiknum með fram förum í þeim efnum, höfum væntanlega lyftara við skips- hlið — þannig, að vörubíla ætti ekki að þurfa við upp- skipun. Lyftararnir ættu að skila vörunni inn í skemmurn- ar eða á opin geymslusvæði í næsta nágrenni hafnarbakkans. Affermingu heilla skipsfarma, timburs, járns — og annarrar vöru. sem hægt er að geyma undir berum himni, verður beint þangað inn eftir .Þarna verður líka heppilegt að geyma flutningakassa og annan slíkan stórvarning,. — Og hvenær ætlið þið að byrja á framkvæmdum? — Þessi fyrsti áfangi var boðinn út í febrúar — og skila- frestur rennur út þremUr mánuðum síðar. Vonandi get- um við hafizt handa upp úr miðju sumri. — Og hve langur verður byggingartíminn? — Við reiknum með tveimur árum, eða um það bil. — Þessi nýja viðbót ætti að létta töluverðum þunga ai nú- verandi Reykjavíkurhöfn, er það ekki? — Jú, aðstaðan ætti að batna til muna, því að erfitt er oft orðið um vik hér við höfnina. Það er ekki nóg að hafa að- stöðu til uppskipunar. Hafn- armálin verða að haldast í hendur við aðra þætti heildar- skipulagsins — og við nýju höfnina verður skapað athafna- svæði, sem orðið er takmarkað í höfninni okkar. — En hvernig verður þá skiptingin milli hafnanna, verkaskiptingin? — Flutningum á því, sem við köllum heila farma, verður beint inn ef tir, eins og ég sagði áður — svo og affermingu margs konar fyrirferðarmikils varnings. Svonefnd stykkja- vara fer að miklu leyti um.nú- verandi Reykjavíkurhöfn — a.m.k. fyrst um sinn svo og fólksflutningar — og í vestur- höfninni verður fiskihöfnín okkar til frambúðar. Þar ver- ur sköpuð aðstaða fyrir salt- geymslu, en kolakraninn gamli mun hverfa. — Fyrir fullt og allt? Hann hefur verið dæmdur úr leik af tiryggiseftirlitinu og gengur aðeins á bráðabirgða- leyfi. Kraninn, sem er eign Kol og Salt hf, hefur að undanförnu að mestu verið notaður við upp skipun á salti og sementi þar eð kolainnflutningur er orðinn hverfandi lítill, en nú er Sem- entsverksmiðjan að undirbúa nýjar bækistöðvar fyrir sig við Ártúnshöfða — og verður sem- entið þá flutt laust. — Og svo er talað um að hagkvæmt gaeti orðið að flytja kornvöru lausa í heilum förm- um frá útlöndum? — Já, við höfum gert ráð fyrir, að kornskemma með við- eigandi uppskipunarútbúnaði verði e.t.v. reist við nýju höfn- ina í Vatnagörðum. Væntan- lega verða framfarir á þessum sviðum sem öðrum hér hjá okkur. Um allan heim eru menn sífellt að fást við að leysa flutningavandamálin. Hröð þróun virðist vera í þess- um málum og kemur hún m.a. fram í margri nýbreytni í skipa byggingum. Alþjóðlegar skýrsl ur sýna, að 60-70% af starfs- dögum vöruflutningaskipa hggja þau í höf og þessir legu- dagar eru mörgum kipafélögum þungir í skauti, enda óarðbærir fyrir útgerðina. Þessvegna mið- ast allt við að flýta fermingu og affermingu skipanna.— og gæt- ir þess æ meira í skipabygg- ingum úti í heimi. Reynt er að gera þetta sjálfvirkt og íijót- virkt á ýmsan hátt, m.a. mcð því að flytja vöruna í sérstak- um kössum eða geymum, sem jafnvel er hægt að renna út úr skipinu beint upp á hafnar- bakkann. Við ættum ekki að hafa minni áhuga á þessum málum en ýmsir aðrir, pví að fólksfæðin hér tefur oft fyrir skipum í höfn. Hér eru ekki nógu margar hendur til þess að vinna allt, sem við þurfum að afkasta — og þar af leiðandi ætti sjálfvirkni og hagsýni í þessum efnum sem í öðrum að vera okkur keppikefli. — Þið hafið þá samráð við skipafélögin um eitt og annað varðandi væntanlegar hafnar- framkvæmdir? — Það er alveg nauðsynlegt. Sjónarmið þeirra verða að koma fram áður en ráðizt er í framkvæmdirnar, því að höfn- um breyta menn ekki auðveld- lega eftir smekk og þörfurn,^- eftir að byggingu þeirra er Jök- ið. — Verður væntanleg höfn í Vatnagörðum allstór hluti af þeirri Sundahöfn, sem ráðgert er að gera í framtíðinni? — Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja neitt ná- kvæmt um það. Framtíðarhöfn- in hefur verið teiknuð í gróf- um dráttum, en hún verður ekki byggð í einum áfanga —• og þróunin mun væntanlega krefjast ýmissa breytinga á þeim áætlunum, sem nú hafa verið gerðar. Það er nóg að hugsa um fyrsta áfangann í bili — og ætli hann samsvari ekki sem næst einum tíunda hluta af væntanlegu hafnar- svæði. — En þið eruð byrjaðir að hugsa um næsta áfanga, . er ekki svo? — Jú, byrjaðir — og byrjað- ir ekki. Við skulum byrja á þeim fyrsta áður en við förum að ræða alvarlega um það, sem á eftir kemur. SVIPMYND Framhald af bls. 9 maður og guðfræðingur hefur Wyszinski verið talinn í vinstri armi þess hluta kaþólsku kirkjunnar í Póllandi, sem lætur sig þjóðfélagsmál einhverju skipta. Mikilvægt er að hafa þetta i huga, þegar maðurinn er dæmdur og léttvægur eða þungvægur fundinn af mönnum i austri og vestri. Kaþólskum ráðamönnum í Póllandi hefur hætt við að hallast að annarrí hvorri af tveimur höfuðstefnum innan kirkjunnar: önn- ur var og er íhaldssöm í stjórnmálum, „afturhaldssftm" i þjófélagsmálum og andsnúin þjóðernislegum og trúarlegum minnihlutum; hin var og er frjálslynd í frönskum og belgískum anda, hlynnt kaþólskum verkamannafélögum og flokkum og með mikinn áhuga á félags- legum endurbótum í kristilegum anda. Stefan Wyszynski var og er einn helztu baráttumannanna fyrir síðarnefndu stefnunni. Áhuga hans á þjóðfélagsmálum má rekja aftur til áranna fyrir 1930. Vanda- mál verkalýðsæskunnar og stéttarfélaga urðu til þess, að á árunum 1929 og 1930 fór hann í langar ferðir til Þýzkalands, Austurríkis, ítalíu, Frakklands, Belgíu og Hollands. Þegar hann kom til baka, fór hann að starfa með skipulegum hætti í kristilegum verkalýðsfélögum. Á þessu tímabili hafði hann sérstakan á- huga á kenningum kommúnista og þjóð- félagslegum áhrifum þeirra um heim allan. Eftir 1930 skrifaði hann margar lærdómslegar ritgerðir um þetta efni. Um nokkur ár veitti hann forstöðu kaþ- ólskum verkamannaháskóla. Heims- kreppan mikla og síðasta leiddi til þess, að hann tókst á hendur nákvæma athug- un á fyrirbrigðinu „atvinnuleysi" og við- horfum kaþólsku kirkjunnar til þess. Á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld- ina gaf hann út fjölmargar bækur og enn fleiri bæklinga, og sýna nöfn þeirra glögglega áhugamál hans: „Kaþólska, kapítalismi og sósialismi", „Höfuðdrætt- ir kaþólskra aðgerða erlendis", „Kaþ- óisk „action" ", „Trúfræðilegar og sið- fræðilegar breytingar undir áhrifúm át- vinnuleysis" og rétt fyrir stríðið kom Framhald á bls. 12 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 27. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.