Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 4
NÝR ..WOHLSTANDSKRIMINALITET" L . talski sálsýkisfræðingurinn Cesare Lombroso (1836—1909> vildi rekja alla giæpahneigð tM líkamlegra orsaka og var það í góðu samræmi við efnishyggju hans tíma. Helztar þessara orsaka voru aðihans dómi úrkynjun og afturhvarf til fyrri stiga þróunarinnar eða atavism- us. Eitt öruggt merki hans var t.d. sá broddur upp úr eyranu, sem einstaka maður hefur, og minnir á eyrnabrodd ýmissa dýra. Glæpamaður var sam- kvæmt þessari kenningu nokkurskonar millistig á milli brjálaðs manns og villi- manns og glæpaihneigðin meðfædd. Þessi kenning er nú fallin úr gildi, þótt fávitaháttur eða meðfæddar skapgerðar- veilur geti stundum orðið til að valda afbrotuim. Umibótamenn 18. og 19. aldarinnar töldu örbirgðina vera aðalorsök glæpa og að þeir myndu falla úr sögunni með ibættri velmegun og aukinni fræðslu almennings. Víst er um það, að sú skelfi- lega örbirgð, sem var yfirgnæfandi í „slum"-hverfum stórborganna á síðustu öld, hrakti margan mann út á atflbrota- feril, en nú er þvi ekki til að dreifa á sama hátt. Nú tala menn um „Wohl- standskriminalitet" — glæpalhneigð sem •' ATTUNDI HLUTI eitraðan ávöxt velferðarpíkis og alls- nægtaþjóðfélags. Sem orsök þessa undarlega nútíma fyrirbæris er hægt að útiloka verulegar breytingar á erfðaforða mannsins. Arf- gengir eiginleikar breytast ekki í skjótri svipan, en ytra umihverfi getur breytzt svo snögglega, að mönnum eða dýra- tegundum gefist ekki nauðsynlegur tími til aðhæfingar. Það er mjög óeðlilegt að hugsa sér bættan efnahag og trygg- ari afkomumöguleika sem sjálfsagða orsök vaxandi afbrotahneigðar. Þar hljóta að koma til aðrar ástæður, and- legar og félagslegar, einhverskonar hörgulsjúkdómur nútímamenningarinn- ai. VONADRAUMUR OG MARTRÖÐ M. Leð velferðarríkinu er að rætast draumur mannkyns, sem öldum saman hefur verið hrjáð af sjúkdómum og hallærum — draumurinn um brauð og bætta heilsu Sú efnaihagsiþróun, sem er afleiðing stórkostlegra framfara í alls- konar vélvæðingu og bættum samgöng- um, er tryggð af þeim uppgötvunum, sem gerðar hafa verið síðustu 100 árin í læknisfræði, og þá fyrst og fremst að íþvi er snertir heftingu næmra sjúkdóma. En maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Þær andlegu og sálrænu þarfir, sem urðu hluti af eðli hans fyrir tugum eða öllu heldur hundruðum þúsunda ára síðan, hafa verið vanrsektar. Heilsu- vérndin hefur aðeins náð til líkamans, en ekki til geðiþroska hans. Barnadauð- inn hefur minnkað en unglingaafibrotin aukizt. Velferðarríkið hefur sem slíkt fram að þessu aðeins haft einn guð — gullkálf- inn, átrúnaðargoð hinnar egypzku forn- menningar, sem staðnaði og steinrann og beitti orku þegnanna í byggingu voldugra grafhýsa, eins og stórveldin eyða nú viti og fjármagni tii ferða út EFTIR PAL V. G. KOLKA Gullkálfurinn. Fornegypzk stytta. um himingeiminn. Er ekki hvorttveggja flóttatilraun frá lifinu og viðfangsefnum þess? í allsnægtapjóðfélaginu hefur kaup- geta æskufólks vaxið stórkostlega frá þvi sem áður var, og hofprestar gull- kálfsins hafa hafið reglulega herferð á pyngju þessa fólks með geysileguim aug- lýsingaáróðri. Mestur hluti af tekjum ungs fólks fer viða í eyðslu til eigin þarfa: Skemmtanir, plötuspilara, hljóm- plötur með röddum dægurgoða, mótor- hjól, bíla, föt og fegrunarlyf. Dr. Mark Abrams hefur í bók sinni The Teenage Consumer, 1960 (tilv. eftir Fyvel) áætlað persónulega eyðslu ógifts fólks í Eng- landi vera um 900 milljóniir punda á ári, eða yfir hundrað milljarða króna. Flest af þessu fólki hefur emgan sjálf- slæðan smekk. Það kaupir það sem er í tízku hverju sinni og auglýst er af mestri frekju, og auglýsendurnir sjá um það, að tízkan breytist í sífellu, því að annars gengi markaðurinn saman. Þeir sem eru auglýstir sem eitthvert verald- arundur í ár, t.d. Bítlarnir, eru gleymdir næsta ár fyrir nýjum stjörnum, sem eru notaðar til þess að arðræna æsku- lýðinn, og þetta endurtekzt í sífellu. TÓM — TÓM —TÓM N. liðurstaðan af rannsókn Fyvels á Teddy Boys er sú, að það sé fyrst og fiemst andlegt öryggisleysi, sem er und- irrót hátternis þeirra. Þeir eru margir l andstöðu við heimili sín, enda lýsti for- stjóri eins betrunanhælis fyrir drengi ástandinu svo að helming heimilanna mætti kalla hreint og beint helvíti, einn fjórði þeirra væri áferðargóður á yfir- borði, en heimilisandinn rotinn, og fjórði hluti drengjanna virtist koma frá heimilum, sem væru góð, þótt þeir hefðu lent í slæmuni félagsskap. Þeir finna aðeins nokkurt öryggi í félagsskap jafnaldra sinna, þar eru þeir menn með mönnum og njóta þá vanalega því meira áiits þar sem þeir eru frakkari og ófyrir- leitnari. Þeir efast í raun og veru um karlmennsku siína og manngildi og lát- laust lauslæti þeirra er aðeins tilraun til að kveða þá minnimáttarkennd nið- ur. Sama tilgangi þjónar glannalegur akstur og bílaþjófnaðir, valdið yfir hest- öflum vélarinnar er uppbót getuleysis. Alger skortur á nokkru stefnumarki eða hugsjón gerir þeim ógeðfellda alla áreynslu til undirbúnings undir lífið, hvort heldur er með námi eða sparnaði á fé. Þeir lifa því fyrir líðandi stund einvörðungu og hið eina sem hefur gildi í þeirra augum eru því peningar, sem hægrt er að nota sem eyðslueyri. Þeir eru fórnarlömib eldri kyns.lóðarinnar á altari átrúnaðargoðs allsnægtaþjóðfé- lagsins — altari gullkálfsins. Hvorki heimilin eða skólinn hafa megnað að skapa hjá þessum ógæfu- sömu ungmennum nein tengsl við þjóð- félagið né þá menningu, sem liðnar kynsloðir hafa skapað. Utan síns eigin félagsskapar eru þeir umkringdk- al- gerðu í tómi í tíma og rúmi. Lífsleiðinn og eirðarleysið, sem hvorttveggja er mjög áberandi í fari þeirra, veldur þeim sífelldu stressi, sem stundum brýzt út í skemmdarverkum eða ofbeldi, enda er félagsskapur þeirra í raun og veru and- spyrnuihreyfing gegn því þjóðfélagi, sem befur brugðizt þeim. Þessi tilvera í andlegu tómi, rótleysið og jafnvægisleysið, gerir þá mjög mót- tækilega fyrir hópsefjun, svo að þeir feykjast eins og skrælnuð lauf fyrir goluþyt,. þegar um er að ræða hetju- dýrkun á þeim úr þeirra hópi, sem með tilstyrk snjallra auglýsenda og fjár- plógsmanna hafa náð því, sem er eftir- sóknarverðast í þeirra augum, en það er fé og stundarframi. Það grípur þá hrifningaræði, þegar slíkar „stjörnur" ber fyxir augu þeirra, svo sem sjá mátti hér við heimsókn Bítlanna. Einkum á þetta þó við stelpur á gelgjuskeiði, þótt strákarnir reyni reyndar líka að stæla þá í útliti og hátterni. Að nokkru leyti verður þetta að teljast eðhlegt, því að jafnvægisleysi og geðsveiflur erú algeng lífeðlisfræðileg fyrirbæri á þessu skeiði ævinnar. Geðvis (beygist sem slys). c \J em betur fer eru afbrotaungling- ar í miklum minni hluta meðal æsku- fólks, a.m.k. enn sem komið er, og þeir eru ekki fæ-ddir til að verða vandræða- nienn. Það er ytra umhverfið, sem hefur leitt þá á villigötur. Þeir hafa verið „conditioneraðir" eða mótaðir af gegnd- arlausum áróðri og auglýsingum skemmt anaiðnaðairins. Blöð og útvarp hjálpa óspart til að sníða þennan álagaham, einnig að því er snertir dýrkun hins kynferðilega losta með nektarmyndum, rosafréttum af hjúskaparbrengli kvik- myndastjarna og öðru slíku góðgæti. Það eykur vanda ungs fólks, að það tekur út kynferðislþiroska sinn fyrr en eldri kynslóðir. I gróðurhúsalofti fjöl- býlis og velmegunar byrja stúlkur að jafnaði að hafa á tolæðum ári fyrr en nnæður þeirra gerðu og tveimur árum fyrr en ömmur þeirra. Bilið milli bernsku og fuillorðinsára, sem er svo Framhald á bls. 14 LEIT AÐ MANNINUM 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 27. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.