Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 3
GARPURIN Eftir Tar'jei Vesaas He leimili hans var stórt og stóð sólarmegin viS grenitré. Að baki var dimmur skógur, en sunnanvert við það var opið gegnt sólinni. Þúfuna hafði einhver sá grundvallað, sem kunni til verka. Einhver, sem ekki hafði farið að neinu óðslega og lagt tvo fyrstu stafina í kross. Nú voru þarna sjö hundruð hlið út í sólskinið. Gegnuim þessi hlið var iðandi erill. Inn með seti og timbur. Út aftur að sækja meira æti og timbur. Maurarnir roguðust svo gripklærnar lágu á víð og dreif eftir þá á vinnusvæðunum. Þeir þrömmuðu út í kostillan bláberjaskóg- inn, sem lá í breiðu kringum þúfuna. Jarðvegurinn milli lynghríslanna var bertroðinn af endalausri vegferð maura. Þar varð dálítill þys af eintómum, ark- andi maurafótum, þegar heitt var í veðri. Fast upp við þúfuna spruttu ið- græn grös í gríð og erg og lagði af þeim þef af maurasýru. Allir, sem hér bjuggu, voru garpar. Þeir hlupu hver um annan þveran til að vera fyrstir til hverskyns óhæfu- verka, meðan nokkurt líf var í þeim. Oft sneru þeir aftur með illa dældaða kvið- eða brjóstskildi, en það var eins og það gerði ekkert til. Það eina, sem gat sljóvgað þá, var rigningin. I vot- viðri varð þúfan hljóð og smám saman eins og útdauð. Það sat bara ein- hver í hliðinu og skellti sterklegum skoltunum tómlega. En strax og upp birti, komst allt á ferð og flug aftur. Það bar við í gauraganginum, að einn þeirra fékk bjálka í höfuðið að morgni dags, þar sem hann stóð í einhverjum byggingarframkvæmdum. Honum bilaði ) ( : i l ! Maðurinn í skugga mínum Eftir Edward Taylor Fyrrum þegar ágalli minn var mér hulinn slæðu hyldjúprar þrár vakti sektarkenndin höfugan bruna í holdi mínu eg stend varnarlaus og berskjaldaður gagnvart áleitni hans nú og eg hef fengið vitneskju um manninn í skugga mínum í blóðugri kvikunni dansa nasfláir djöflar. Eg horf ði á f uglinn sem þögull klauf myrkrið yfir höfði mér hann klauf húmið þögull yfir höfði mér og stefndi til suðurs. Eg sneri mér við með geigvænan rýting á lofti eg hef borið morðvopnið innanklæða síðan eg var lítill og grét í kjöltu móður minnar lagið geigaði, mig brast þor, eg hopaði fyrir manninum í skugga mínum hann er sterkur hann er máttugur fyrr eða síðar beinir hann rýtingnum að mínu eigin brjósti. Eg hlustaði á gítarinn kveina í rökkrinu kveina í ísbláu húminu eg drakk heit vín og söng dapurlega tregasöngva um svikula stúlku sem hljóp berfætt í grasinu og ilmaði af dögg og sólbruna. Eg er tregur, eg forðast ástina hún er fleinn í holdi mínu og maðurinn í skugga mínum glottir hann veit, hann þekkir, hann bíður og hlær sigurviss í f löktandi skugga mínum. f- 'a/íIm^V- &s> ekki kjarkurinn af þeim sökum. Öðru nær. Hann hristi sig aðeins lítið eitt og var hugaðri en nokkru sinni. Hann lét skella dálítið hærra í skoltunum og hljóp nokkra hringi. Andartak var hann á leið innávið, inn í djúpið, til að leiða það til lykta þarna inni. Því að þar væri nú líklega sín ögn- in af hverju. Hversdagslega fór hann aldrei svo langt inn. Það, sem hann afl- aði af mat og timbri, lét hann af hendi við hliðið. En nú — nei, svo sneri hann við. Það var of lítilvægt. Sólin logaði glatt á himninum, hann gæti sem bezt farið þá leiðina. Þá ætti hann að geta fengið að reyna á kraftana. Til þess að taka af allan efa um, að hann væri fær í flest, stoínaði hann til áfloga við tvo náunga, og beit þá sundur í miðju. Svo hélt hann út í heiminn. Það hafði rignt um nóttina. Allt var í þann veginn að vakna. Sólarkringlan var að byrja að gægjast upp fyrir ásinn. Hann tók mið af henni og lagði af stað niður brekkuna. Enginn aftraði honum. Það mátti eng- inn vera að því. Hér voru auk þess þúsundir annarra, sem einnig voru á leið út — en í þeim tilgangi að sækja mat og timibur fyrir þúfuna. En það ætlaði hann ekki. Hann msetti vinnu- félögum á heimleið. Þeir komu úr gras- imi og lynginu og dögginni. Þeir virtust hálfdaufir í dálkinn og seigluSust á- fram, alvotir. Báru stórar byrðar. Sjálf- ur kom hann úr þurri þúfunni og var hress. " urr og magur og hugaður var hann. Andvígur öllu, sem varð á vegi hans. Þetta voru alltsaman fjandmenn. Hann bragðaði á loftinu. Loftið inni í þúfunni var ramt og súrt. Þetta hérna í grasinu var alltof milt. Barnafæða. Það var manni til skapraunar. Hann vöknaði lika í fæturna af dögginni, sem ekki var alveg horfin, en hann hélt áfram. Hérna í lyngbeltinu framanvið þúf- una mætti hann mörgum af starfsbræðr- um sínum. Þeir voru þegar búnir að vera úti til morgunfanga og báru og drógu. Ríkið var í vexti. Einn burðað- ist með unga blaðlús, sem hann hafði rænt. Göngulag hans var stirt og klunna- legt. Á hæla honum kom félagi hans með helbitinn aðkomumaur; þann, sem fyrstur hafði átt ungu blaðlúsina. Nú skyldi hann étinn og svo var sú saga ekki lengri. Sigurvegararnir tveir Utu hvorki til hægri né vinstri. Garpurinn, sem var á útleið, var ný- búinn að borða svo hann fékkst ekki um að ræna frá komumönnum. Hann hélt aðeins áfram. Hver hluturinn af öðrum leið framhjá sjónum hans. Hann kom inn í grasskóga. Gekk fram á nakta, mjóslegna mýflugu, sem sat þar niðursokkirm í hugsanir um eitt eða annað. Gerði sér lítið fyrir og át hana. Það var bragðlaus eymdarbiti. Hann hélt áfram í fússi. En þarna kom annað, sem var ólíkt ánægjulegra: ljórauður regnormur. Maurinn hjó í hann skoltinum svo hann engdist almennilega. Úr þessu varð hörð viðureign. Maurinn beitti sýrunni, -en hinn hafði samt betur og gróf lausa endann niður í svörðinn og dró maurinn hálfa leið með sér. Maurinn slitnaði af við grassvörðinn um leið og ormurinn hvarf og í tilbót fékk hann sneið í aug- að, svo upp frá því var eins og bjálki lægi fyrir öllu, sem hann horfði á. Hann varð blóðillur. Skellti saman kjálkunum og fór. Vei því næsta. Framhald á bls. 12 27. marz 1&66 ¦LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.